Morgunblaðið - 28.01.2019, Page 11

Morgunblaðið - 28.01.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019 SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ríkissjóður greiddi í fyrra þol- endum ofbeldisbrota rúmlega 116 milljónir kr. í bætur í alls 426 mál- um sem komu til afgreiðslu bóta- nefndar. Málin voru þó enn fleiri á árinu 2017 eða 447 alls og þá voru þolendum brota greiddar rúmlega 294 milljónir kr. í bætur. Á sjö ára tímabili eða frá 2012 hefur ríkið greitt rúmlega milljarð eða samtals 1.081.391.389 kr. til þolenda í bætur vegna alls 2.421 mála sem bárust á þessum árum, skv. yfirliti sem fékkst hjá bóta- nefnd vegna þolenda afbrota. 2017 var metár í fjölda mála Fjöldi mála hefur sveiflast nokk- uð í gegnum árin en veruleg fjölg- un átti sér stað á seinustu tveimur árum. Árið 2005 bárust 208 mál, sem var met á þeim tíma. Á árinu 2017 bárust 447 mál sem er mesti fjöldi sem borist hefur að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, ritara bótanefndar. Hann segir að þar sem málin berist oft bótanefnd á fyrstu stig- um, komi bætur oft ekki fyrr en að rannsókn og dómsmeðferð lokinni sem kunni að vera tveimur árum síðar eða enn lengur. Bætur sem voru greiddar á síðasta ári eru því mikið vegna mála sem bárust 2015 og 2016. Greiðsla bóta vegna 2017 og 2018 verður mest á næstu tveimur til þremur árum. Hann segir að ástæða þeirrar sérstæðu fjölgunar mála sem átti sér stað á síðustu tveimur árum sé ekki alveg kunn. Halldór bendir á í svari til Morgunblaðsins að ríkissjóður hafi allt frá árinu 1996 greitt skaðabæt- ur til þolenda afbrota. Almennt séð séu skilyrðin fyrir greiðslu bóta að viðkomandi hafi orðið fyrir afbroti sem varðar við almenn hegningar- lög og brotið hafi verið framið inn- an íslenskrar lögsögu. Þá er það líka skilyrði að að minnsta kosti annað hvort brotaþoli eða sá sem fremur brotið sé búsettur á Íslandi eða íslenskur ríkisborgari eða hafi einhver tengsl við landið. „Ef t.d. ferðamaður brýtur á öðrum ferðamanni verða ekki greiddar bætur. Sá sem verður fyrir afbroti þarf ekki að kanna fyrst hvort sá sem framdi brotið getur eða vill greiða bæturnar, heldur getur viðkomandi snúið sér strax til ríkissjóðs og óskað eftir greiðslu. Bætur af þessu tagi eru greiddar í flestum ríkjum í vest- rænum heimi,“ segir Halldór. Fyrirkomulagið er mismunandi á milli ríkja en þó eru nokkur at- riði sem eru eins eða mjög svipuð víðast hvar og að sögn Halldórs var Ísland síðast af Norðurlönd- unum til að taka upp þessa löggjöf, eða árið 1996, en Svíar hafa t.d. greitt bætur til þolenda afbrota síðan 1972. Oft erfitt að innheimta bætur hjá afbrotamönnum ,,Rökin fyrir því að ríkið komi að bótagreiðslum með þessum hætti eru þau að brotaþoli verður oft fyrir miklu tjóni af afbroti og sá sem það fremur er ólíklegur til að greiða bætur vegna þess tjóns sem hann er valdur að. Þá getur verið mjög erfitt fyrir brotaþola að inn- heimta bætur frá einstaklingi sem braut á honum,“ segir hann. Bætur eru einkum greiddar vegna ofbeldisbrota, þ.e. líkams- árásar, manndráps, ólögmætrar frelsissviptingar, kynferðisbrota og svo framvegis, en t.d. ekki vegna efnahagsbrota eða eignaspjalla, að sögn Halldórs. ,,Þær bætur sem eru greiddar eru miskabætur og bætur fyrir líkamstjón, þ.m.t. varanlegt líkamstjón (vegna örorku og varanlegs miska). Það er bóta- nefnd sem tekur ákvörðun í hverju máli fyrir sig. Það er heimilt að greiða bætur þrátt fyrir að brot sé óupplýst, eða sá sem það framdi finnist ekki vegna þess að hann sé týndur eða farinn af landi brott, eða ef sá sem fremur brotið er ósakhæfur, hvort sem það er vegna aldurs eða andlegra ann- marka. Þegar sú staða er uppi er enginn ákærður eða dæmdur og því þarf bótanefndin að meta hvort brot hefur verið framið eða ekki. Skrifstofa nefndarinnar hefur frá 1. ágúst 2006 verið á Siglufirði og þangað ber að beina öllum um- sóknum. Allur meginþorri um- sókna kemur frá lögmönnum í um- boði brotaþola, eða yfirleitt um 98-99% þeirra. Það er þó ekki nein skylda að lögmaður sendi umsókn- ina inn, heldur getur hvaða brota- þoli sem er gert það. Það er um 1/3 þeirra mála sem eru afgreidd sem er vegna óupplýstra brota,“ segir Halldór ennfremur í svari til blaðsins við fyrirspurn um stöðu þessara mála. Bætur geta hæst verið átta milljónir Takmarkanir eru á því sem ríkissjóður greiðir og að sögn Hall- dórs þarf höfuðstóll bótakröfu að vera að lágmarki 400.000 kr. til þess að eitthvað verði greitt. Fram til ársins 2009 var þessi fjárhæð 100.000, en var breytt í kjölfarið vegna efnahagsástandsins. Hann segir að það sé einnig há- mark á því sem ríkissjóður greiðir, sem eru þrjár milljónir og fimm milljónir kr. vegna varanlegs líkamstjóns. Hæsta fjárhæðin geti því verið átta milljónir. Fram til ársins 2012 voru hámarksgreiðslur mun lægri að sögn Halldórs eða 600.000 kr. í miskabætur og 2,5 milljónir fyrir varanlegt líkams- tjón. ,,Á þeim tíma var komin upp sú staða að mjög stór hluti þeirra sem urðu fyrir alvarlegum brotum fékk dæmdar hærri fjárhæðir í miska- bætur en 600.000 kr. og var því stór hluti tjóns þeirra óbættur. Nú eru aðeins í fáeinum tilvikum dæmdar hærri bætur en hámarki nemur. Þessar hámarksfjárhæðir bóta eru mun lægri hér á landi en víða annarsstaðar, þótt það sé alls ekki fortakslaust. Hámarksbætur í Noregi eru t.d. 70-80 milljónir króna og í Svíþjóð 20-30 milljónir króna,“ segir Halldór. Ýmis skilyrði eru sett fyrir því að ríkissjóður greiði bætur, m.a. að brot hafi verið kært án ástæðu- lauss dráttar, gerð sé krafa um skaðabætur úr hendi þess sem brotið framdi og að umsókn um bætur berist bótanefnd innan tveggja ára frá því brotið var framið. Víkja má frá þessum skil- yrðum, sérstaklega þegar brota- þolar eru börn, að sögn hans. Litið hefur verið svo á að ástæðulaus dráttur feli í sér sex mánaða frest. Í Danmörku er hann 48 klukku- stundir, en löggjöf þessa efnis í Danmörku er mjög lík því sem er hér á landi. Þar er þó ekkert þak á bótunum, heldur ráðast hámarks- bætur af ákvæðum dönsku skaða- bótalaganna. Þessi tveggja ára frestur er víðast hvar í lögum, þótt útfærslan sé ekki alltaf sú sama, að sögn Halldórs. Rúmur milljarður í bætur á 7 árum  Bótanefnd ríkisins sem ákveður bætur til þolenda afbrota fékk 873 mál á seinustu tveimur árum  Mikil fjölgun bótamála vegna líkamstjóns og miska þolenda ofbeldisbrota á árunum 2017 og 2018 Morgunblaðið/ÞÖK Ofbeldi Bætur eru greiddar fyrir líkamstjón og miska þolenda ofbeldisbrota, s.s. vegna líkamsárása, manndráps og kynferðisbrota. Myndin er sviðsett. Skaðabætur til þolenda afbrota 2012-2018 Fjöldi mála og fjárhæðir Ár Fjöldi mála Fjárhæð 2012 264 92.406.628 kr. 2013 362 95.910.975 kr. 2014 338 188.317.603 kr. 2015 291 155.361.739 kr. 2016 293 138.986.099 kr. 2017 447 294.347.838 kr. 2018 426 116.060.507 kr. Heimild: Bótanefnd vegna þolenda afbrota Aukin flokkun úrgangs mun hafa al- gjöran forgang í starfi sveitarfélaga á Suðurlandi næstu mánuði, sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Sorp- stöð Suðurlands. Segir þar að vönd- uð flokkun sé forsenda þess að hægt sé að lágmarka magn og kostnað vegna úrgangs sem senda þarf utan til brennslu en vonir standa til að hægt verði að hefja útflutning sorps frá Suðurlandi í sumarbyrjun. Í fréttatilkynningunni kemur fram að í framhaldi af því að Sorpa hafnaði beiðni Sorpstöðvar Suður- lands um tímabundna móttöku úr- gangs til urðunar í Álfsnesi sé undir- búningur fyrir útflutning brennan- legs úrgangs kominn í fullan gang. „Þessi breytta staða gerir það að verkum að nú verður enn mikilvæg- ara en fyrr að úrgangur frá heim- ilum og fyrirtækjum á svæðinu verði flokkaður eins mikið og hægt er og komið í endurvinnslu,“ segir í til- kynningunni. Þá segir að Gámaþjónustan og Ís- lenska gámafélagið séu nú að koma sér upp pökkunarvélum og öðrum búnaði til þess að gera sorpið út- flutningshæft auk þess sem þau séu að útvega þau leyfi sem þurfi til þess að flytja sorpið út. Tekið er fram að endanlegar kostnaðartölur vegna út- flutnings sorps frá Suðurlandi liggi ekki fyrir, en að ljóst sé að þessi til- högun hafi aukinn kostnað í för með sér. Vönduð flokkun sé lykilforsenda til að halda kostnaðinum í lágmarki. „Það er von stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands og sveitarstjórna á svæðinu að íbúar, fyrirtæki og sum- arhúsaeigendur á svæðinu bregðist vel við ákalli um aukna flokkun úr- gangs og stuðli þannig að betri nýt- ingu auðlinda og lækkun kostnaðar sem annars lendir á íbúum, fyrir- tækjum, sumarhúsaeigendum og sveitarfélögum,“ segir að lokum. Sunnlendingum sagt að flokka  Sorpútflutingur gæti hafist í sumarbyrjun Sorp Sunnlendingar eru hvattir til að flokka úrgang betur á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.