Morgunblaðið - 28.01.2019, Side 14

Morgunblaðið - 28.01.2019, Side 14
BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hér um bil alls staðar var sagan sú sama í janúar. Jafnt í Sjanghaí, Frankfúrt, New York og São Paulo ruku hlutabréfavísitölurnar upp með látum. Viðsnúningurinn var ekki síst áberandi í Bandaríkjunum, þar sem verð hlutabréfa hafði fikr- ast svo langt niður á við seinni hluta síðasta árs að stóru hluta- bréfavísitölurnar þrjár römbuðu á barmi dumbungsmarkaðar. Virðist eins og markaðurinn hafi náð að spyrna sér frá botninum og hefur t.d. Dow Jones-vísitalan hækkað í fimm vikur í röð. Sam- kvæmt mælingum S&P hefur hluta- bréfaverð á heimsvísu hækkað sam- tals um rösklega 3.000 milljarða dala í mánuðinum, en lækkaði á síð- asta ári um 6.800 milljarða. Keyptu á góðu verði Markaðsgreinendur nefna ýmsar ástæður fyrir því að verð hlutabréfa tók nýja stefnu. Virðast t.d. sumir fjárfestar binda vonir við að Seðla- banki Bandaríkjanna muni hægja á hækkun stýrivaxta, og að takist að finna farsæla lausn á viðskiptadeil- um Bandaríkjanna og Kína. En WSJ bendir á að uppsveiflan í janúar sé ekki endilega vegna þess að horfurnar hafi batnað, heldur stafi af því að fjárfestar hafi ein- faldlega sætt færis og keypt hluta- bréf á góðu verði eftir mikla lækk- un í desember. Veruleikinn í atvinnulífinu sé enn sá sami og hag- tölur héðan og þaðan bendi áfram til þess að tekið sé að hægja á al- þjóðahagkerfinu. Himnarnir eru ekki að hrynja en bæði í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína er eins og kröftugasti spretturinn sé að baki. Finna t.d. mörg bandarísk iðn- fyrirtæki greinilega fyrir tolla- stríðinu við Kína, og sjá líka fram á að hægari hagvöxtur þar í landi muni hafa neikvæð áhrif á þá við- skiptamöguleika sem þeim eiga eft- ir að bjóðast í framtíðinni. Viðburðarík vika fram undan Þeir sem leita vísbendinga um hvert markaðurinn mun stefna á árinu eiga von á óvenjutíðindasamri viku. Þannig verður haldinn vaxta- ákvörðunarfundur hjá Seðlabanka Bandaríkjanna, birtar nýjar tölur um þróun bandaríska vinnumark- aðarins, og samningafundur haldinn í viðskiptadeilu Kína og BNA. Ekki nóg með það heldur munu m.a. Apple, Amazon, Microsoft, Face- book og Tesla birta ársfjórðungs- uppgjör sín. Ef litið er til sögulegrar þróunar markaðarins ætti ekki að reikna með að uppsveiflan í janúar gefi tóninn fyrir allt árið. Hefur það alla jafna tekið S&P 500-vísitöluna um 63 mánuði að ná nýjum toppi eftir meira en 20% lækkun. Hækkanir janúar gefa ekki endilega tóninn fyrir árið AFP Tíðindavika Von er á flóði vaxtaákvarðana og ársfjórðungsuppgjöra í Bandaríkjunum í vikunni. Frá NYSE.  Hlutabréfamarkaðir víða um heim voru á mikilli siglingu á fyrsta mánuði ársins 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Li Keqiang, for- sætisráðherra Kína, segir stjórn- völd vera þess fullviss að takast muni að viðhalda góðu hagvaxtar- stigi á þessu ári, þrátt fyrir fjöl- margar áskoranir og áhættuþætti. Reuters greinir frá þessu en ummæl- in lét Li falla á föstudag þegar hann ávarpaði samkomu erlendra sér- fræðinga sem starfa í Kína. Ríkis- fréttastofan Xinhua greindi fyrst frá. Sagði Li að hagkerfi Kína byggi yfir mikilli þrautseigju og getu. Full- yrti hann að heilmikið svigrúm væri fyrir hagkerfið til að vaxa áfram enda innanlandsmarkaður Kína risa- stór og enginn hörgull á vinnuafli hjá nær 1,4 milljarða manna þjóð. Nýlega voru birtar tölur sem sýna að hagvöxtur í Kína mældist 6,6% ár- ið 2018 og hefur ekki verið minni síð- an 1990. Skoðanakönnun Reuters bendir til að hagfræðingar vænti þess að hagvöxtur í Kína fari niður í 6,3% á þessu ári. ai@mbl.is Segir von á „viðunandi“ hagvexti Li Keqiang Matsfyrirtækið S&P Global Ratings áætlar að bandaríska hagkerfið hafi tapað að lágmarki 6 milljörðum dala undanfarinn mánuð vegna lokunar ríkisstofnana þar í landi. Stafar tapið bæði af því að vinnuframlag stórs hóps ríkisstarfsmanna fór í súginn sem og af þeim áhrifum sem skert þjónusta stofnana hafði á fyrirtæki. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á föstudag að hann myndi gera tímabundið hlé á lokuninni sem þá hafði varað í 35 daga. Eins og greint hefur verið frá neitar Trump að samþykkja fjárheimildir til opin- berra stofnana þar til þingið hefur samþykkt að láta 5,7 milljarða dala af hendi rakna til að reisa vegg á landamærunum að Mexíkó. Reuters hefur eftir S&P að þó svo að ríkisstofn- anir verði opn- aðar að nýju virð- ist fátt benda til að Trump og leiðtogar þingsins komist að samkomulagi, og líklegt að fyrirtæki og fjárfestar haldi að sér höndum á meðan. ai@mbl.is Lokun ríkisstofnana kost- aði a.m.k. 6 milljarða dala Donald Trump Ítölsk stjórnvöld hafa gert Kering SA, móðurfélagi Gucci, að greiða 1,4 milljarða evra í skatt af hagnaði tískufyrirtæksins á árunum 2011 til 2017. Rekstur Gucci hefur gengið mjög vel undanfarin ár og á Kering að hafa beint hagnaðinum af starf- seminni til dótturfélagsins Luxury Goods International í Sviss, enda leggja Svisslendingar töluvert lægri skatta á fyrirtæki. Segir skattstjóri Ítalíu að hagnaður Gucci hafi orðið til á Ítalíu og eigi því að greiða af honum skatt þar í landi. Að sögn WSJ hefur Kering mótmælt ákvörð- un skattstjórans. Ítölsk skattyfirvöld hafa haft fleiri tískurisa í sigtinu að undanförnu. Þannig sætti Giorgio Armani skatt- rannsókn, sem og hjónin Miuccia Prada og Patrizio Bertelli, eigendur Prada-veldisins. Eins voru hönn- uðirnir Domenico Dolce og Stefano Gabbana á sínum tíma dæmdir til 20 mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa notað félag í Lúxemborg til að lág- marka skattbyrði sína en hæstirétt- ur Ítalíu ógilti þann dóm. ai@mbl.is Eigendur Gucci fá risareikning frá Ítalíu 28. janúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.44 120.02 119.73 Sterlingspund 156.08 156.84 156.46 Kanadadalur 89.57 90.09 89.83 Dönsk króna 18.121 18.227 18.174 Norsk króna 13.939 14.021 13.98 Sænsk króna 13.151 13.229 13.19 Svissn. franki 119.89 120.55 120.22 Japanskt jen 1.087 1.0934 1.0902 SDR 166.15 167.15 166.65 Evra 135.32 136.08 135.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.0571 Hrávöruverð Gull 1279.75 ($/únsa) Ál 1850.0 ($/tonn) LME Hráolía 61.13 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.