Morgunblaðið - 28.01.2019, Síða 15

Morgunblaðið - 28.01.2019, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hafnaði í gær kröfum nokkurra Evr- ópuríkja um að boða til forsetakosn- inga, en Spánn, Bretland, Frakk- land, Holland og Þýskaland kröfðust þess öll á laugardaginn að Maduro myndi boða til kosninga innan næstu átta daga. Yrði hann ekki við því, myndu þau viðurkenna embættis- töku Juan Guaido, leiðtoga stjórnar- andstöðunnar, en hann lýsti því yfir í síðustu viku að hann væri starfandi forseti landsins samkvæmt stjórnar- skrá, þar sem síðustu forsetakosn- ingar hefðu verið ólöglegar. „Venesúela er ekki bundin Evr- ópu. Þetta er algjör móðgun,“ sagði Maduro í viðtali við CNN Türk, tyrkneska anga CNN-fréttastofunn- ar, í gær. Sakaði Maduro Bandaríkin um að standa að valdaráni í landi sínu, og bætti við að Guaido væri að sínu mati að brjóta stjórnarskrána. „Allt sem er að gerast tengist Bandaríkjunum. Þau eru að ráðast á okkur og halda að Venesúela sé bak- garðurinn þeirra,“ sagði Maduro meðal annars. Leitar eftir stuðningi hersins Guaido tók þátt í sérstakri messu í gær þar sem þeirra 29 sem létust í mótmælum í síðustu viku var minnst. Ítrekaði Guaido þar boð sitt og þjóð- þings landsins um sakaruppgjöf fyr- ir þá hermenn sem afneituðu stjórn Maduros. Er boðið liður í tilraunum Guaidos til þess að fá herinn á sitt band, en yfirstjórn hans hefur til þessa stutt við bakið á Maduro. Maduro tók þátt í heræfingu síð- degis og skokkaði nokkurn spöl áður en hann hélt ræðu þar sem hann lofaði hermenn sína fyrir að vera tryggir og trúir réttkjörnum yfir- völdum. Tekist á í öryggisráðinu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um málefni Venesúela á laugardaginn. Mike Pompeo, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði þar að stjórn Maduro væri hluti af „ólögmætu mafíuríki“ sem bæri ábyrgð á efnahagslegu hruni lands- ins. Kallaði hann eftir því að ríki heims hættu viðskiptum sínum við ríkisstjórn Maduros og sakaði Rússa og Kínverja um að halda uppi stjórn sem hefði brugðist, í þeirri von að með því gætu stórveldin endurheimt eitthvað af fjárfestingum sínum í Venesúela. Vassilí Nebenzía, fulltrúi Rúss- lands í öryggisráðinu sakaði Banda- ríkjamenn á móti um ólögmæt af- skipti af innanríkismálum Venesúela. „Fyrirætlun Bandaríkj- anna er að stuðla að valdaráni,“ sagði hann. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, hafnaði hins vegar í gær fregnum um að 400 rússneskir málaliðar væru nú í lífvarðarsveit Maduros. Sendiráðinu ekki lokað enn Þá rann út á laugardaginn frestur sem Maduro hafði gefið bandaríska sendiráðinu í Caracas til þess að loka dyrum sínum. Stjórnvöld í Wash- ington segjast hins vegar ekki munu hlýða þeirri tilskipan, þar sem hún hafi ekki komið frá réttmætum for- seta. Vöruðu þau jafnframt við að ef Maduro reyndi að beita sendiráðið, Guaido eða stjórnarandstöðuna of- beldi yrði því svarað. Boðar ekki til kosninga  Maduro hafnar kröfum Evrópuríkjanna og sakar Bandaríkin um tilraun til valdaráns  Guaido heitir hermönnum sakaruppgjöf í skiptum fyrir stuðning AFP Venesúela Juan Guaido, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, horfir hér á Fabiönu eiginkonu sína eftir messu sem haldin var til minningar um þá sem féllu í mótmælum gegn ríkisstjórn Nicolas Maduro í síðustu viku. Rúmlega 10.000 manns gengu fylktu liði um götur Par- ísarborgar í gær til þess að mótmæla framgöngu „gulu vestanna“ svonefndu í mótmælum síðustu vikna. Gekk fólkið um með borða þar sem þess var krafist að ofbeld- ið yrði stöðvað. Þá heyrðust slagorð á borð við „Já við lýðræði, nei við byltingu“. Mótmælin gegn gulu vest- unum eru kennd við rauða trefla, og skörtuðu margir göngumanna slíkum flíkum á göngu sinni um París. AFP Um 10.000 manns mótmæltu „gulu vestunum“ í París Rauðir treflar gegn gulum vestum Stjórnvöld í Þýskalandi og Rúss- landi tilkynntu í gær að Þjóðverjar ætluðu að borga 12 milljónir evra til fólks sem lifði af umsátur Þjóð- verja um borgina Leníngrad. Þess var minnst í gær að 75 ár voru liðin frá því að umsátrinu var hrundið, en fleiri en 800.000 manns létust á meðan því stóð. Um 86.000 manns sem lifðu um- sátrið búa nú í borginni, sem í dag nefnist St. Pétursborg. Lásu Heiko Maas og Sergei Lavrov, utanríkis- ráðherrar þjóðanna, upp sameigin- lega yfirlýsingu um ákvörðun þýsku ríkisstjórnarinnar. Vegleg hátíðahöld voru í St. Pét- ursborg í tilefni dagsins og hrósaði Vladimír Pútín íbúum borgarinnar fyrir þann baráttuanda sem þeir hefðu sýnt meðan á umsátrinu stóð. Þá var einnig haldin hersýning í miðbænum, en Pútín ákvað að sækja hana ekki, heldur færði hann blómvönd að minnismerki um um- sátrið meðan á sýningunni stóð. Umsátrið hófst 8. september 1941 og lauk ekki fyrr en 872 dög- um síðar, hinn 27. janúar 1944. Borga fórnarlömb- um umsátursins RÚSSLAND AFP Hersýning Endaloka umsátursins var minnst með ýmsum hætti í gær. Að minnsta kosti átján manns létust og fjöldi særðist þegar tvær sprengjur sprungu með stuttu milli- bili í kaþólskri kirkju á eyjunni Jolo, sem er sunnarlega á Filippseyjum. Ríki íslams lýsti yfir ábyrgð sinni á ódæðinu, en Frans páfi fordæmdi of- beldi gegn kristnum mönnum í kjöl- far þess. Hryðjuverkið í gær er eitt hið mannskæðasta sem skekið hefur Filippseyjar á undanförnum árum. Íslamskir vígamenn hafa haft sig í frammi undanfarin ár, en fólk sem aðhyllist íslam er fjölmennt sunnar- lega á Filipps- eyjum, sem ann- ars eru að mestu leyti kaþólskt land. Einungis er lið- in vika frá at- kvæðagreiðslu sem gaf Jolo og nærliggjandi eyj- um aukna sjálfs- stjórn, en vonin var að með því myndi takast að koma til móts við sjónarmið íslamskra aðskilnaðar- sinna. Frans páfi, sem var í opinberri heimsókn í Panama, fordæmdi hryðjuverkið og harmaði það að enn einu sinni hefði hinu kristna sam- félagi verið steypt í sorg. Angelito Lampon, biskup á Fil- ippseyjum, sagði við AFP-frétta- stofuna að árásir á þessa tilteknu kirkju væru ekki óalgengar, en að engin þeirra hefði verið eins mann- skæð og nú. Hétu stjórnvöld á Fil- ippseyjum því að þau myndu finna þá sem bæru ábyrgð á hryðjuverk- inu og láta þá svara til saka. sgs@mbl.is Átján látnir eftir sprengingu Frans páfi  Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverki á Filippseyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.