Morgunblaðið - 28.01.2019, Side 16

Morgunblaðið - 28.01.2019, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fast-eigna-skattar eru afar háir hér á landi í samanburði við það sem þekk- ist í nágrannalöndunum. Ísland er með nær tvöfalt hærri fast- eignaskatta en hin Norður- landaríkin að meðaltali, sem hlutfall af landsframleiðslu. Fasteignaskattarnir leggj- ast þyngst á fyrirtækin í land- inu, enda meira en helmingur skattanna á atvinnuhúsnæði þó að atvinnuhúsnæði sé aðeins fimmtungur af verðmæti hús- næðis í landinu. Stafar þetta af mun hærra álagningarhlutfalli á atvinnuhúsnæði en á íbúðar- húsnæði. Í samtali við Morgunblaðið um helgina greindi Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, frá því að álagðir fasteignaskattar á fyrirtæki hefðu tvöfaldast frá árinu 2011 til þessa árs. Hækk- unin umfram verðbólgu sé 60% á þessu tímabili og frá árinu í fyrra sé hækkunin 13,5%. „Þetta er gríðarleg aukning á stuttum tíma. Skattar á fyrir- tæki eru háir hér í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Þessir fasteignaskattar eru birtingar- mynd þess og ekki hægt að bjóða fyrirtækjum upp á þetta til viðbótar við sveiflur, óstöðugleika og miklar inn- lendar kostnaðarhækkanir. Þá eru laun há hér á landi í alþjóð- legum samanburði. Nú þegar hægir verulega á hagvextinum dreg- ur úr tekjum margra fyrirtækja en á sama tíma eru sveitarfélögin að taka sífellt meira til sín eins og við sjáum í væntri álagningu fyrir 2019. Þá má heldur ekki gleyma því að sveitarfélögin eru að fá þetta til viðbótar við útsvarið frá starfsmönnum fyrirtækja,“ segir Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Athygli vekur að fremst í flokki í þessari miklu skatt- heimtu er Reykjavíkurborg. Borgin innheimtir meirihluta allra fasteignaskatta á atvinnu- húsnæði og hækkunin á milli ára er vel yfir landsmeðal- talinu, eða 17%. Kröfur um lækkun skatta, meðal annars í tengslum við kjaraviðræður, beinast yfirleitt alfarið að ríkinu. Staðreyndin er þó sú að sveitarfélögin leggja orðið á verulegan hluta skattbyrðinnar og í því efni hefur Reykjavík verið í farar- broddi eftir að vinstri meiri- hlutinn hóf að marka stefnuna. Þetta á við um útsvarið, sem er helsta tekjulind sveitarfélag- anna, og um fasteignaskattana, sem er önnur helsta tekju- lindin. Það er orðið löngu tíma- bært að sveitarfélögin slaki á skattheimtunni og skili hluta af þeim viðbótarskatttekjum sem þau hafa fengið vegna hækk- andi launa og húsnæðisverðs til baka til almennings og at- vinnulífs. Fasteignaskattar eru í hæstu hæðum líkt og útsvarið} Sveitarfélögin lækki skatta Þróunin í Tyrk-landi er um margt mikið áhyggjuefni. Á síð- ustu árum hefur Erdogan forseti seilst til aukinna valda og sýnt einræðistilburði þó að um leið verði vitaskuld að horfa til þess að hann hefur sigrað í kosn- ingum og situr í forsetastóli í krafti þess. En það verður líka að horfa til þess að Tyrkland er í Atl- antshafsbandalaginu og æski- legt væri að það færðist nær Vesturlöndum og þeim stjórnarháttum sem þar ríkja. Erfitt er að halda því fram að svo hafi verið á liðnum árum og þó að sum Vesturlanda beri nokkra ábyrgð, einkum með viðbrögðum þegar hluti hersins reyndi valdarán árið 2016, rétt- lætir það ekki hve langt Erdog- an hefur gengið í að herða tökin. Eitt dæmi um einræðistil- burðina er aðförin að réttar- kerfinu sem birtist í því að hátt í þrjú þúsund fyrrverandi dómarar og sak- sóknarar sitja á bak við lás og slá í land- inu eftir hreinsanir síðustu missera. Forystumenn Dómarafélags Íslands funduðu af þessu tilefni fyrir helgi með utanríkisráðherra og ræddu sérstaklega mál eins þeirra dómara sem dæmdir hafa verið í fangelsi í Tyrklandi fyrir óljós- ar sakir. Þó að Ísland geti ekki haft nema mjög takmörkuð áhrif á þróun mála í Tyrklandi er sjálf- sagt að nota þau tækifæri sem gefast til að vekja athygli tyrk- neskra stjórnvalda á því að um- heimurinn fylgist með því sem gerist þar í landi. Það kæmi öllum vel, ekki síst Tyrkjum sjálfum, ef hægt væri að rétta kúrsinn þar í landi og koma á heilbrigðari stjórnar- háttum. Hvetja þarf til þess að réttarríkið fái að njóta sín } Tyrkland veldur áhyggjum U mboðsmaður Alþingis tók á ólöglegum búsetuskerðingum gagnvart öryrkjum í júní 2018 eða fyrir rúmu hálfu ári og Tryggingastofnun ríkisins er enn ekki farin að borga samkvæmt úr- skurði hans. Þarna er verið að skerða ekki bara fátækt fólk heldur þá fátækustu með- al fátækra á Íslandi. Þarna eru um 1.000 öryrkjar sem fá skertar bætur frá TR og tugir öryrkja sem gert er að lifa á minna en 80.000 kr. á mánuði og sumir fá svo til ekki krónu til framfærslu. Einstaklingar geta fengið félagsbætur frá bæjar- eða sveitarfélögum, en ef þeir eiga maka fá þeir ekki félagsbætur og þeim er gert að vera á framfærslu makans, eins og það er nú ömurlegt hlutskipti og vald- höfum til háborinnar skammar. Þessi gjörningur hefur staðið yfir í tíu ár, frá 1. maí 2009. Núna kemur ríkið og segist ætla bara að bæta fjögur ár aftur í tímann. Bara 4 ár. Hvað er ríkið að segja? Okkur tókst ólöglega að ná hluta af bótum öryrkja í sex ár af tíu árum og það af þeim sem fátækastir eru hér á landi? Við höfum borgað sanngirnisbætur vegna þess að brotið hefur verið á fötluðum einstaklingum og veiku fólki. Það er engin sanngirni í því að borga bara fjög- ur ár en ekki öll tíu árin sem þessar ólöglegu skerðingar stóðu yfir. Við skulum átta okkur á því að í þessum hópi eru ein- staklingar sem voru ekki bara skertir ólöglega heldur voru þær litlu bætur sem þeir fengu notaðar til þess að skerða dán- arbætur maka. Hversu langt getur þetta kerfi gengið í því að níðast á þeim sem verst standa í þessu samfélagi? Flokkur fólksins segir: stoppum strax þetta fjárhagslega ofbeldi og greiðum að fullu allt til baka og það með vöxtum og dráttarvöxtum. Það er oft mjög flókið hjá Tryggingastofnun ríkisins að leiðrétta mál er varða öryrkja en mjög einfalt að taka af þeim réttindi þeirra. Er það pólitísk ákvörðun að borga bara fjögur ár aftur í tímann? Er það fjár- hagsleg ákvörðun sem þingið getur þá komið að? Hvers vegna er ekki nú þegar farið að borga réttar bætur til þeirra öryrkja sem hafa verið skertir fjárhagslega? Það er komið hálft ár frá niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og enn verið að skerða bæturnar ólöglega. Okkur ber að sjá til þess að fólk sem í boði ríkisins lifir í algjörri fátækt og sveltur fái rétt sinn strax, en ekki sé reynt að segja að erfitt sé fyrir Tryggingastofnun að reikna þetta út. gudmundurk@althingi.is Guðmundur Ingi Kristinsson Pistill Ólöglegar búsetuskerðingar Höfundur er þingmaður og varaformaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Þessi grein heimilar að til-teknum persónuupplýs-ingum um einstaklingaverði ekki dreift með þeim víðtæka hætti sem þjóðskrá gerir ráð fyrir, en fyrir því þurfa að vera mjög sterkar ástæður,“ segir Ástríð- ur Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og staðgengill for- stjóra Þjóðskrár Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til draga að frumvarpi til laga um skráningu ein- staklinga og þá einkum 14. grein frumvarpsins sem kveður á um vernd skráðra einstaklinga gegn af- hendingu upplýsinga. Frumvarps- drögin eru nú aðgengileg á Sam- ráðsgátt stjórnvalda og er þar einnig hægt að skila inn umsögn. Samkvæmt áðurnefndri grein get- ur Þjóðskrá Íslands, ef ríkar ástæð- ur eru fyrir hendi, heimilað ein- staklingi sem með rökstuddum hætti óskar eftir því og eftir atvikum með framlagningu gagna þar um, að upplýsingum um nafn og/eða lög- heimili hans og nánustu fjölskyldu- meðlima, verði ekki miðlað úr þjóð- skrá. Gildir vernd þessi í eitt ár nema hlutaðeigandi óski þess að hún sé felld brott fyrr. Þá er Þjóðskrá Ís- lands heimilt að framlengja vernd- ina í allt að eitt ár í senn, ef sér- stakar aðstæður eru fyrir hendi. Ófyrirséð flækjustig Ástríður segir ekki búið að full- móta þá tæknilegu útfærslu sem nauðsynleg er til að hefta útbreiðslu þeirra upplýsinga sem tilgreindar eru í 14. grein frumvarps um skrán- ingu einstaklinga. „Það á eftir að vinna meira í tæknilegu hliðinni. En það væri til að mynda hægt að hugsa þetta þann- ig að þegar leitað er að nafni við- komandi í þjóðskrá, þá skili sú leit engu eða ef slegin er inn kennitala myndi nafn ekki birtast. Það koma upp nokkur tilvik á ári þar sem fólk óskar eftir því að vera með dulið lög- heimili og þá er upplýsingum um lögheimili ekki dreift. Þetta ákvæði gengur hins vegar lengra því það gerir líka ráð fyrir að upplýsingum um nafn sé ekki miðlað áfram,“ segir Ástríður og bendir á að til þessa hafi ekki með góðum árangri verið hægt að dylja lögheimili fólks í þjóðskrá. „Í slíku tilviki hefur viðkomandi ein- staklingur verið skráður sem óstað- settur í hús í sveitarfélagi. Það breytir því hins vegar ekki að í göml- um afritum af þjóðskrá má finna þessar upplýsingar,“ segir Ástríður. Aðspurð segir Ástríður algeng- ustu ástæður þess að einstaklingur óskar eftir vernd nafns eða heim- ilisfangs í þjóðskrá vera hótun um ofbeldi. „Algengustu ástæður eru einhvers konar yfirvofandi ógn sem stafar að viðkomandi,“ segir hún, en dæmi um slíkt gæti verið heimilis- ofbeldi, hótanir vegna skulda eða hótanir sem einstaklingar verða fyr- ir vegna starfs sína, s.s. lögreglu- menn. „Þetta er helst hugsað í þeim til- gangi að meiri hagsmunir séu tengd- ir því að halda þessum upplýsingum leyndum en að hafa þær þarna úti.“ Spurð hvort einstaklingar verði ekki fyrir einhverjum óþægindum þegar þeir „hverfa“ úr þjóðskrá kveður Ástríður já við. „Það er ekki útilokað að þetta hafi áhrif á réttar- stöðu fólks og því er mikilvægt að fá umsagnir frá hagsmunaaðilum. En eins og staðan er núna þá er erfitt að telja upp öll flækjustig þar sem af- leiðingarnar af þessu eru ófyrir- séðar. Frumvarpið er í samráðsferli og getur því tekið breytingum í kjöl- farið og við þinglega meðferð.“ Nafn og heimilisfang verndað í þjóðskrá? Morgunblaðið/RAX Húsþök Í samráðsgátt stjórnvalda má finna drög að frumvarpi sem tekur til skráninga persónuupplýsinga fólks í þjóðskrá og réttar til að leyna þeim. Innihald 14. greinar frumvarps- ins er ekki nýtt af nálinni þó það sé ekki að finna í núgildandi lögum. Í 3. grein reglna nr. 112/ 1958 um útgáfu vottorða og veitingu upplýsinga úr þjóðskrá er að finna sambærilegt ákvæði sem hefur verið notað í tilvikum þegar beiðnir berast frá ein- staklingum um að fá heimilis- fang sitt dulið í þjóðskrá. „Samkvæmt reglunum getur Þjóðskrá Íslands orðið við til- mælum manns um að tilteknum einkaaðilum sé ekki veitt vitn- eskja um aðsetur hans, ef hann hefur, að dómi Þjóðskrárinnar, réttmæta og eðlilega ástæðu til að aðsetri hans sé haldið leyndu gagnvart þeim,“ segir í athuga- semdum með frumvarpinu. Ástríður segir þjóðskrá hafa notast við þessar reglur til að halda lögheimili fólks leyndu, en Þjóðskrá Íslands berast ár- lega 5 til 10 beiðnir frá fólki um að leyna upplýsingum. Ekki nýtt af nálinni SAMBÆRILEGT ÁKVÆÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.