Morgunblaðið - 28.01.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 28.01.2019, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019 Snjópar Við Ægisíðu í Reykjavík risu karl og kerling úr snjó. Hlutskipti þeirra virðist ósvipað þrátt fyrir að byggingarefnið sé hið sama; karlinn lútir þreytulegur höfði en kerlingin stendur keik. Eggert Á fundi borgarráðs 28. maí 2009 lagði ég fram umferðaröryggis- tillögu, þar sem segir m.a.: „Borgarráð sam- þykkir að nú þegar verði hafinn undirbún- ingur að gerð 30 km svæðis á Hringbraut, sem nái frá gatnamót- um Hringbrautar og Sæmundargötu á móts við Háskóla Íslands allt vestur að hringtorgi við Ánanaust. Jafnframt verði Hofs- vallagata öll gerð að 30 km svæði. Einnig samþykkir borgarráð að Bú- staðavegur frá gatnamótum við Sæ- braut verði gerður að 30 km svæði vestur að Háaleitisbraut. Jafnframt verði Háaleitisbraut öll gerð að 30 km svæði. Auk þess verði unnar nýjar og víðtækari tillögur um- hverfis- og samgöngu- nefndar um fjölgun 30 km svæða og mislægra göngutengsla í öllum hverfum borgarinnar í samræmi við tillögu þáverandi borgarstjóra (Ólafs F. Magnús- sonar) frá aprílmánuði 2008 m.a. með það að markmiði að börn á leið í skóla þurfi ekki að fara yfir götur með yfir 30 km hámarks- hraða. Annars komi til mislæg göngutengsl.“ Tillaga mín var svæfð með því að vísa henni til umhverfis- og sam- göngunefndar en þeir borgar- stjórar, sem tóku við af mér, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Dagur B. Eggertsson, voru miklir andstæð- ingar mínir í umferðarmálum sem öðrum málaflokkum. Í borgar- stjóratíð minni var hafist handa um umferðaröryggisráðstafanir á nyrðri hluta Hálaeitisbrautar, sem allir geta séð í dag og eru oft nefnd- ar sem dæmi um vel heppnaða hraðahindrandi aðgerð á leið barna í skóla. En framhald varð ekki á áætlunum mínum í samræmi við áðurnefnda tillögu mína í borgar- stjóratíð 2008 og í borgarráði 28. maí 2009. Ég tek það fram, að borgarstjórinn árin 2010-2014, Jón Gnarr, sinnti aldrei því starfi, enda var hann aðeins leppur fyrir Dag B. Eggertsson og Samfylkinguna, eins og dæmin sanna. Ég var svo lánsamur, árið 1990, að verða varaborgarfulltrúi og geta sinnt umferðaröryggismálum af eld- móði frá þeim tíma. Um það vitna fjölmargar umferðareyjur og hraða- hindranir. Göngubrú yfir Miklu- braut á móts við Framheimilið var árangur áralangrar baráttu minnar. Fjölmargar tillögur mínar um eyð- ingu svokallaðra svartbletta (slysa- staða) á 20 ára borgarstjórnarferli verða annars ekki tíundaðar hér. Sem íbúi í Fossvogshverfi á ár- unum 1986-2012 varð ég vitni að mörgum slysum og afleiðingum þeirra. Skömmu áður en ég flutti ofangreinda tillögu mína í borgar- ráði frá 28. maí 2009 kom ég að mótorhjólaslysi á gangbraut yfir Bústaðaveg á móts við Bústaða- kirkju. Á fundi mínum sem borgar- stjóri með íbúum í Fossvogs-, Smá- íbúða og Bústaðahverfi í Réttarholtsskóla, í apríl 2008, fann ég ég glöggt að hjarta íbúanna sló í takt við mitt, með börnunum og ör- yggi þeirra. Það var forgangsmálið! Ég ræddi einnig ítarlega við íbúa við Hringbraut, sem höfðu miklar áhyggjur af hraðakstri þar. Skjól- stæðingur minn sem heimilislæknis hafði látið lífið í mótórhjólaslysi á mótum Birkimels og Hringbrautar 21. maí 2009 og skömmu áður en ég flutti tillöguna í borgarráði kom ég tvívegis að gangbrautarslysum á Hringbraut á móts við Háskóla Ís- lands. Í öðru tilfellinu var ekið fram úr strætisvagni gegn rauðu ljósi! Það sýnir best hve umferðarljós geta verið litilvirk til að ná niður hámarkshraða. Með reynslu mína í farteskinu, sem læknir í 40 ár og kjörinn fulltrúi Reykvíkinga í 20 ár, segi ég hiklaust, að hraðahindranir eru öruggasta og besta hraða- vörnin. Þær hægja á umferðarflæði en koma ekki í veg fyrir það, eins og virðist ástríðufull vegferð núver- andi borgarstjóra og meðreið- arsveina hans. Eftir Ólaf F. Magnússon » Börn á leið í skóla þurfi ekki að fara yfir götur með yfir 30 km hámarkshraða. Annars komi mislæg göngutengsl. Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fv. borgarstjóri. Umferðaröryggi og hámarkshraði Atlagan að eldri borgurum landsins á undanförnum árum er fordæmalaus. Skattp- íningu og afskiptaleysi stjórnvalda af þessum frumherjum landsins sem byggðu upp Ís- land nútímans þarf að veita meiri athygli. Frelsi til athafna og betri nýtingu á vits- munalegum auði þessa hóps til meiri verðmætasköpunar fyrir Ísland þarf að nálgast með meiri virðingu og þakklæti. Í ljósi þess að lífaldur fólks eykst með hverju árinu er mik- ilvægt að vera með verðmætaskap- andi stefnumörkun fyrir þennan mikilvæga hóp þjóðfélagsins sem hefur að geyma mikinn vits- munalegan auð, góð gildi og reynslu sem getur nýst til verðmætasköp- unar fyrir Ísland. Verðmætasta eign hvers þjóð- félags og fyrirtækja er vitsmuna- legur auður. Þessi eign tekur til óá- þreifanlegra eigna eins og hæfileika, þekkingar og upplýsinga sem hafa safnast fyrir á löngum tíma. Í niðurstöðum efnahagsreikninga fyrirtækja eru áþreif- anlegar eignir fyr- irtækis bókfærðar, s.s. fasteignir, vélar og tæki, en ekki óáþreif- anlegar eignir. Vits- munalegur auður getur verið miklu meira virði heldur en virði eigna sem birtast í efnahags- reikningi fyrirtækis og er í flestum tilfellum það hráefni sem skapar fjárhagslegan árangur. Gera þarf greinar- mun á tvenns konar vitsmunalegum auði, annars vegar mannlegum og hins vegar kerfisbundnum. Mann- legur auður er uppspretta nýsköp- unar og nýjunga og verður aðeins hagnýttur með kerfisbundnum hætti með upplýsingakerfum, þekk- ingu á dreifileiðum og tengslum við viðskiptavini. Í dag samanstendur kostnaður nýrra vara að mestu leyti af rannsóknum og þróun, vits- munalegum eignum og þjónustu. Óáþreifanlegar eignir s.s. hæfi- leikar, þekking og upplýsingar eru orðnar aðalinnihald hins nýja efna- hagslega veruleika sem fyrirtækin standa frammi fyrir. Vitsmunalegur auður er efniviður til að framleiða verðmætari eignir og þannig auka verðmætasköpun til lengri tíma. Hægt er að stjórna vitsmunalegum auði með skýrri stefnumörkun auk þess sem mikilvægt er að hafa stjórn á óáþreifanlegum eignum þannig að þær leiði til áþreifanlegs árangurs, en án þess er erfitt að hagnýta hinn vitsmunalega auð. Í stað hagræðingar í rekstri rík- issjóðs undanfarin ár hefur aukin skattlagning á hópa sem flestir hafa lagt verulegar fjárhæðir til sam- félagsins en á sama tíma fengið frekar lítið til baka þegar njóta á þjónustu ríkisins t.a.m. í heilbrigðis- kerfinu. Eldri borgarar sem eru um 15% af heildarmannfjölda á Íslandi eru vannýtt auðlind sem þarf að virkja á næstu árum með skipu- lögðum hætti á öld æskudýrkunnar og ofurskattlagningar. Það er í raun óskiljanlegt að þjóðfélagsþegnar sem hafa skilað góðu dagsverki á fjórða áratug skuli vera ofurskatt- lagðir á eftirlaunaárum sínum þegar um hægist hjá flestum. Skattlagning eldri borgara skilar litlu til ríkis- sjóðs, ætti ríkissjóður að hætta að höggva í sama knérunn. Það má bú- ast við að aukið athafnafrelsi og at- hafnasemi eldri borgara myndi auka skatttekjur ríkissjóðs með óbeinum hætti. Auka þarf lífsgæði eldri borgara með athafnafrelsi Nú þegar meðalævi lengist með hverju ári og margir sem hafa náð 70 ára aldri eru við fulla starfsorku og athafnasemi þá er þessu fólki gert það erfitt að fara á vinnumark- aðinn nema að vera nánast skattlagt að fullu. Sú kynslóð sem lagði grunninn að Íslandi nútímans með vinnusemi og bjartsýni þarf nú við lok starfsævinnar að þola ofurskatt- lagningu og skerðingar margskonar. Í stað þess ætti að hvetja eftir- launaþega til góðra verka og vinnu. Þannig væri hægt að nýta verðmæta reynslu á margan hátt til hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild og auka þannig verðmætasköpun til fram- tíðar fyrir komandi kynslóðir lands- ins. Á næstu árum má búast við að eldri borgurum fjölgi tvöfalt og þar með aukist mikilvægi þess að nýta athafnasemi þessa fólks til góðra verka. Fólk af þessari kynslóð lagði grunninn að Íslandi nútímans með mikilli vinnusemi, dugnaði og fram- sýni. Í dag eru Íslendingar að njóta ávaxta þessa góða starfs sem unnið var á árunum 1960-1990 en á þess- um tíma urðu miklar framfarir á mörgum sviðum íslensks þjóðlífs. Á tímum æskudýrkunar hefur virðing- arleysi og fordómar gagnvart eldri borgurum aukist en mikilvægt er að bæta stefnumörkun í málaflokkum sem tengjast eldri borgurum. Vegna mikillar fjölgunar þeirra á næstu ár- um vegna aukinnar ævilengdar og aldurssamsetningar þjóðarinnar þarf að hefjast handa strax við að auka athafnafrelsi og athafnasemi. Mikilvægi gildismats, reynslu, góðr- ar dómgreindar og betri nýtingar á vitsmunalegum auði þjóðarinnar sem felst í eldri borgurum landsins er vannýttur fjársjóður og auðlind. Eftir Albert Þór Jónsson » Verðmætasta eign hvers þjóðfélags og fyrirtækja er vits- munalegur auður. Þessi eign tekur til óáþreif- anlegra eigna eins og hæfileika, þekkingar og upplýsinga sem hafa safnast fyrir á löngum tíma.Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðngur, MCF í fjármálum fyrirtækja og með 30 ára starfsreynslu á fjár- málamarkaði. albertj@simnet.is Eldri borgarar eru vannýtt auðlind á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.