Morgunblaðið - 28.01.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019
✝ Gunnar Ingi-bergsson
fæddist í Reykja-
vík 4. október
1933. Foreldrar
hans voru Ingi-
bergur Runólfs-
son, f. 30. maí
1896, d. 20. októ-
ber 1981, og Sig-
ríður Olga Krist-
jánsdóttir, f. 22.
desember 1896, d.
18. desember 1967.
Gunnar var yngstur sex
systkinna: Kristín, f. 14. októ-
ber 1917, d. 16. september
2012. Ragnhildur, f. 15. apríl
1923, d. 1. september 2013.
Þórdís, f. 27. ágúst 1924, d. 3.
júlí 2015. Helga, f. 12. desem-
ber 1925, d. 20. júli 2007. Ás-
Börn þeirra eru Bára, Brynja
og Björk.
Gunnar ólst upp í Reykja-
vík. Hann lærði húsgagna-
smíði við Iðnskólann í Reykja-
vík og lauk þar námi 1953.
Hann fór síðan til Danmerkur
og nam innanhús- og hús-
gagnaarkitektúr í Kunst-
håndværkerskolen í Kaup-
mannahöfn. Að loknu námi
starfaði hann hjá Sveini Kjar-
val innanhúsarkitekt og fór
síðan að vinna hjá Húsameist-
ara ríkisins. Samhliða þeirri
vinnu vann hann mikið sjálf-
stætt og stofnaði eigin arki-
tektastofu sem hann rak til
ársins 1978. Þá fór hann aftur
til Húsameistara ríkisins. Árið
1989 hóf hann störf hjá Al-
þingi sem deildarstjóri fast-
eigna- og húsbúnaðardeildar
og sinnti því starfi þar til
hann lét af störfum vegna
aldurs.
Útför Gunnars fer fram frá
Neskirkju í dag, 28. janúar
2019, klukkan 13.
geir, f. 17. janúar
1928, d. 18.
nóvember 2009.
Eftirlifandi
eiginkona Gunn-
ars er Eva Jó-
hannsdóttir, f. 24.
febrúar 1934.
Börn þeirra eru
Bjarki, f. 9. apríl
1964, giftur Ólöfu
Ragnhildi Sigurð-
ardóttur, börn
þeirra eru Eva Björt, Marinó
Bessi og Rakel Hulda, fyrir á
Ólöf Jóhönnu Vilborgu. Hel-
ena, f. 9. apríl 1964, gift Bene-
dikt Á. Guðmundssyni, börn
þeirra eru Gunnar og Signý.
Fyrir á Benedikt, Guðmund
Snorra. Marta, f. 31. júlí 1970,
gift Sæmundi Sævarssyni.
Elsku pabbi, við kveðjum þig
með miklum söknuði og erum
þakklát fyrir allar þær góðu
stundir sem við áttum með þér.
Pabbi var einstakur maður
með stórt hjarta og hafði góða
nærveru. Hjá honum voru allir
jafnir og þannig ólumst við upp.
Hann var ætíð tilbúinn að hlusta
á okkar sjónarmið og leyfði okk-
ur oftar en ekki að taka þátt í
sínum störfum, t.d. þegar hann
var að stilla upp fyrir sýningar,
innrétta DAS húsin, smíða sum-
arbústaðinn og fleira.
Alltaf var pabbi til staðar fyrir
okkur og hvatti okkur áfram í
þeim verkefnum sem við tókum
okkur fyrir hendur. Hann var
alltaf tilbúinn að eyða tíma með
okkur og var með eindæmum
hugmyndaríkur hvort sem það
var að baka með okkur úr brauð-
afgöngum þegar mamma var að
vinna, útbúa rúm úr Sinalco-
kössum, breyta reiðhjóli í snjó-
sleða eða þræða búðir með okkur
til að finna frumlegustu stígvélin
í bænum.
Pabbi var mikill handverks-
maður og þegar við systkinin
stóðum í einhverjum fram-
kvæmdum var hann mættur
fyrstur á svæðið, í vinnufötunum.
Þar var hann okkar stoð og
stytta, hvort sem það var að
hanna, skipuleggja eða fram-
kvæma verkið og þannig var
hann með okkur alveg fram á
síðasta dag. Pabbi var mikill
skíðamaður og kenndi okkur
snemma að meta skíðaíþróttina.
Við fórum ótalmargar skíðaferð-
ir með honum í Jósefsdal, Skál-
fell og Bláfjöll og þá skipti oft
ekki máli hvort lyftur voru opnar
eða ekki. Enn í dag er þetta sam-
eiginlegt fjölskyldusport okkar
allra.
Það er ekki hægt að minnast
pabba án þess að nefna sumar-
bústaðinn, en þar byggði hann
sína draumahöll, Sumó. Þær
minningar sem við eigum þaðan
eru ómetanlegar, pabbi sitjandi
að skara eldinn, í vinnufötum að
smíða eða laga eitthvað og í huga
pabba var alltaf sól í Sumó.
Sumarbústaðurinn átti hug hans
allan og þar naut hann sín í
faðmi fjölskyldunnar. Þar áttum
við óteljandi stundir öll saman og
alltaf virtist nóg pláss fyrir nýja
fjölskyldumeðlimi í þessum fáu
fermetrum.
Að lokum viljum við þakka
þér, elsku pabbi, fyrir þá ein-
stöku hlýju sem þú umvafðir
okkur og fjölskyldu okkar fram á
síðasta dag. Minning þín lifir.
Bjarki, Helena og Marta.
Elsku Gunnar, tengdafaðir
minn.
Það er óraunverulegt að núna
sé komið að kveðjustund, en ég
er lánsöm að eiga góðar minn-
ingar og að hafa fengið að kynn-
ast ykkur Evu og allri fjölskyld-
unni. Það er mér enn í dag
ljóslifandi þegar ég hitti ykkur
fjölskylduna í fyrsta skipti á sól-
ríkum sumardegi í fallega sum-
arbústaðnum ykkar í Grímsnesi.
Tekið var á móti okkur mæðgum
eins og við hefðum alltaf verið
hluti af fjölskyldunni. Jóhanna
var þá fimm ára og genguð þið
Eva henni um leið í afa og ömmu
stað. Upp frá því átti hún eftir að
eyða mörgum dögum með ykkur
á uppáhalds stað fjölskyldunnar,
í sumó þar sem fjölskyldan hefur
átt ómetanlegan tíma saman.
Það voru ekki páskar nema að
fara í sumó og öll stórfjölskyldan
saman, enda mikill fjölskyldu-
maður og samheldni í fjölskyld-
unni skipti þig og Evu miklu
máli. Þú varst góður afi og ákaf-
lega stoltur af barnabörnunum
og barnabarnabörnunum. Eftir
sitja góðar minningar sem börn-
in og við foreldrarnir höfum
gaman af að rifja upp og eru þá
nefnd lögin sem þú söngst með
krökkunum, sögurnar sem þú
sagðir þeim og svo uppátækin
sem voru mörg og þú hafðir
gaman af.
Alltaf varstu tilbúinn til þess
að taka þátt í þeim verkefnum
sem fjölskyldan tók sér fyrir
hendur og sýndir því mikinn
áhuga. Við nutum góðs af því
hversu handlaginn þú varst og af
þekkingu þinni í hönnun enda
innanhússarkitekt að mennt.
Þú varst mikill fagurkeri og
það endurspeglaðist í þeim verk-
um sem þú tókst þér fyrir hend-
ur og þar kom rennibekkurinn
við sögu eftir að þú komst á ald-
ur, þar naust þú þín vel og gerðir
fallega hluti sem prýða heimili
okkar.
Eitt af því fyrsta sem þú gerð-
ir eftir að ég kom inn í fjölskyld-
una var að kenna mér á skíði
sem ég er svo óendanlega þakk-
lát fyrir. Enda mikill skíðamaður
frá unga aldri og skíðaáhugi þinn
hefur endurspeglast hjá afkom-
endunum sem öll eru skíða-
iðkendur í dag.
Elsku Gunnar minn, ég kveð
þig og vil þakka þér fyrir allar
samverustundirnar sem við átt-
um saman. Þín mun verða sárt
saknað en minning þín mun lifa.
Guð blessi þig.
Þín tengdadóttir
Ólöf.
Eftir um 30 ára kynni af
Gunnari tengdaföður mínum,
kveð ég hann með þökk fyrir allt.
Gunnar og Eva tóku einstak-
lega vel á móti mér þegar ég
kom inn í fjölskylduna. Með okk-
ur Gunnari tókst afar góður vin-
skapur. Hann hjálpaði okkur
Mörtu að innrétta okkar fyrstu
íbúð sem var rétt rúmlega fok-
held. Eftir á að hyggja var þetta
þolinmæðisverk fyrir Gunnar
þar sem strákurinn var jú bara
rétt rúmlega tvítugur og kunni
nú ekki til allra verka, en með
góðri leiðsögn tókst það.
Honum var mikið í mun að við
fyndum út hvernig við vildum
hafa hlutina en ekki bara segja
okkur til sem hefði verið auð-
veldast fyrir hann.
Góðar minningar á ég um okk-
ur þegar við hittumst stundum í
hádeginu til að skauta á Tjörn-
inni, fórum í Kerlingarfjöll á
skíði, snjósleðaferðir, göngu-
skíði, jeppaferðir og svo náttúru-
lega í bústaðinn. En þar undi
hann sér best við að byggja hann
upp, viðhalda og gróðursetja.
Það tók mig næstum 10 ár að fá
hann til að aka Vesturlandsveg
norður til Akureyrar í stað þess
að keyra austur yfir Hellisheiði í
Grímsnesið. Hann var sáttur við
ferðina en hafði á orði að þetta
væri býsna löng leið miðað við að
fara upp í bústað.
Gunnar var mikill græjukall
og hafði einstakan áhuga á tækj-
um og tólum í eldhúsið, sem erf-
itt er að skilja þar sem kunnátta
hans í eldhúsinu takmarkaðist
við að sjóða pylsur. Á heimili
þeirra var til brauðvél, kartöflu-
skrælari (rafmagns) og eggja-
suðutæki svo eitthvað sé nefnt.
Síðustu ár höfum við ferðast
mikið saman til Ungverjalands
eftir að hann og Eva eignuðust
þar íbúð og eins og í bústaðnum
leið honum alltaf best ef sem
flestir úr fjölskyldunni voru í
kringum hann. Gunnar átti góða
og hamingjuríka ævi og er hægt
að óska sér einhvers betra?
Farðu í friði, kæri vinur.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Sæmundur.
Elsku afi okkar.
Við finnum fyrir mikilli sorg á
þessum tímum en það gleður
okkur að hugsa um hvað þú
varst góðhjartaður og hlýr. Það
var alltaf jafn gaman að koma
niður á Unnarbraut og heim-
sækja þig og ömmu, amma að
baka lummur og þú að spjalla við
okkur á meðan. Eitt af mörgu
sem þú hefur kennt okkur er að
samgleðjast öðrum og þú vildir
alltaf öllum það besta.
Það var alltaf fjör í kringum
þig og þú varst einstaklega lag-
inn við að gleðja alla. Eins og
þegar þú sagðir okkur að það
þyrfti að hringja í kallinn í hlið-
inu, við sumó og við trúðum þér í
langan tíma að það væri kall sem
þyrfti að opna hliðið í hvert
skipti sem maður kom að því.
Þú varst alltaf góður í að
redda hlutunum og varst ekki
mikið fyrir vesen, eins og þegar
við vorum í Ungverjalandi í
flottu óþægilegu skónum. Þá
varst þú nú ekki lengi að leysa
það vandamál og keyptir bara
innlegg í skóna til að laga þá svo
hægt væri að halda áfram með
daginn.
Elsku besti afi, takk fyrir allar
þær góðu minningar sem þú hef-
ur gefið okkur og við eigum allt-
af eftir að muna. Við munum allt-
af sakna þín en vitum að þú ert
með okkur og að fylgjast með.
Góða skemmtun í ferðalaginu
þínu. Bless, elsku afi.
Þínar afastelpur,
Bára, Brynja og Björk
Sæmundsdætur.
Ég mun aldrei gleyma því
þegar ég kom í heimsókn og við
fórum beint út í bílskúr til afa.
Þar var hann að vinna við að búa
til hluti í rennibekknum sínum,
alveg kominn í sinn eigin heim.
Það var auðvelt að detta inn í
þann heim með honum. Það var
ekki hægt að fá leiða á því að
horfa á hann vinna og hann
kenndi mér margt um hitt og
þetta. Ég fór heldur aldrei tóm-
hent heim eftir að hafa setið með
honum í bílskúrnum að vinna.
Afi var þannig maður að hann
heillaðist af því sem hann vann
að og líka af því sem við gerðum.
Honum fannst ekkert skemmti-
legra en að sjá eða vita hvað við
vorum að gera. Hann hvatti okk-
ur alltaf áfram í því sem við vor-
um að gera. Afi var stoltur mað-
ur og hann var líka stoltur af
okkur öllum. Afi var líka maður
með sínar brellur, hann reddaði
einhvern veginn öllu og sá aldrei
hlutina sem flókna, hann fann
sínar leiðir til að leysa það sem
þurfti.
Elsku afi, takk fyrir allar þær
minningar sem þú gafst mér. Ég
mun alltaf muna eftir þeim.
Þín,
Rakel.
Það var alltaf svo gott að
koma í heimsókn til afa og ömmu
og gista hjá þeim þegar ég var
lítill. Einu sinni þegar ég var
yngri og var í heimsókn í nýjum
buxum, þá sagði afi við mig:
„Marinó, fötin klæða suma, en
þú klæðir fötin“ ég mun aldrei
gleyma þessu hrósi, það hefur
fylgt mér öll þessi ár og mun
halda áfram að gera það. Ég
man líka hvað afi elskaði sumó
mikið, sérstaklega þegar öll fjöl-
skyldan var þar yfir helgi. Ég
minnist afa þar sem hann sat við
kamínuna og bætti eldiviði í ofn-
inn til að passa upp á að halda
hita í húsinu, svona var afi alltaf
að passa upp á að öllum liði vel
og vildi hafa það notalegt. Afi
var mikill dundari og fann sér
nóg að gera í bústaðnum og ég
fékk að vera þátttakandi í því
sem hann var að gera. Mér
fannst alltaf gott að sjá afa og
ömmu þegar þau komu á tón-
leika hjá mér og hlustuðu á mig
spila á gítarinn. Afi var stoltur af
því sem ég gerði og hrósaði
óspart. Ef ég get verið hálfur
maðurinn sem hann var, þá verð
ég á grænni grein.
Elsku afi minn, takk fyrir all-
ar góðu stundirnar og minning
þín mun lifa. Mér þykir svo vænt
um þig.
Hvíldu í friði.
Þinn,
Marinó Bessi.
Elsku afi, Það er erfitt að
hugsa til þess að nú sé kominn
tími til þess að kveðja, því þú
varst ekki bara afi minn, þú
varst miklu meira en það, þú
varst vinur minn. Ég hugsa oft
til þess hvað ég var ótrúlega
heppin að hafa alist upp á hæð-
inni fyrir ofan ykkur ömmu, það
gerði lífið og tilveruna miklu
skemmtilegri.
Þú varst alltaf til staðar og
fylgdist með því sem ég gerði af
miklum áhuga. Sama hvað það
var sem ég tók mér fyrir hendur.
Ég man hvað mér fannst gaman
að hlaupa niður og sýna þér þeg-
ar ég keypti mér eitthvað fallegt,
þú sýndir því alltaf áhuga.
Þú varst alltaf að gera eitt-
hvað sniðugt, eins og dúkkuhúsið
sem þú bjóst til. Þetta er falleg-
asta dúkkuhús sem ég hef séð og
lengi vel var það jafn stórt ef
ekki stærra en ég. Síðan fékkst
þú hugmyndina að gera það
stærra, þannig að við límdum
spegil inn í húsið svo það leit út
fyrir að vera ennþá stærra en
það var.
Það var líka notalegt að kíkja
niður og spjalla, við spjölluðum
um allt milli himins og jarðar.
Mér fannst alltaf skemmtilegt
þegar þú sagðir mér sniðugar
sögur frá því þegar þú varst lítill,
eftirminnileg saga sem þú sagðir
mér var þegar þú skrópaðir í
skólanum og fórst á skauta á
tjörninni og veifaðir síðan til
kennarans þegar hann leit út um
gluggann.
Ég sakna þess mest af öllu að
kíkja niður til þín og ömmu á
kvöldin og spjalla og fá okkur
ávaxtadjús. Það voru mínar
uppáhaldsstundir, að sitja niðri,
spjalla og drekka djús. Dagurinn
var ekki búinn fyrr en við vorum
búin að fá okkur djús, djúsinn
sem var, eins og við sögðum allt-
af, „betri í dag en í gær“.
Núna er víst kominn tími til
þess að kveðja og það er ótrú-
lega erfitt að hugsa til þess. En
ég er líka svo þakklát fyrir allar
samverustundirnar sem við átt-
um og ég mun geyma þessar
minningar í hjarta mínu alla ævi.
Ég veit samt að einn daginn
munum við hittast aftur og þá
fáum við okkur djús og tökum
gott spjall, en þangað til lofa ég
að passa upp á ömmu. Bless,
Gunnar
Ingibergsson
Allar minningar
á einum stað
MINNINGAR
er fallega innbundin bók sem hefur að geyma
æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa
um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni
mbl.is/minningar.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa
frá árinu 2000 til dagsins í dag.
Nú er hún Stella
farin í sína hinstu
för, ferðina sem við
öll förum þegar
okkar tími kemur. Við kveðjum
hana með virðingu, þakklæti og
söknuði.
Stella var kennari við Öldu-
túnsskóla í Hafnarfirði nær all-
an sinn starfsaldur, meira en
hálfa öld. Hún var virt og vel
liðin af öllum, nemendum sem
samstarfsfólki, laginn og þolin-
Sigríður Ingibjörg
Þorgeirsdóttir
✝ Sigríður Ingi-björg Þorgeirs-
dóttir fæddist 29.
júlí 1937. Hún lést
28. desember 2018.
Útför Sigríðar
fór fram 8. janúar
2019.
móður kennari, frá-
bær íslenskumann-
eskja, sem gott var
að leita til með
margs konar álita-
mál. Auk þess var
hún vel skáldmælt
og lifa mörg ljóða
hennar og texta,
sem hún samdi fyr-
ir kórinn í skólan-
um okkar og bera
smekkvísi hennar
og hæfileikum fagurt vitni.
Stella var andlega leitandi og
næm, var á árum áður virk í
Guðspekifélaginu og Samfrí-
múrarareglunni og trúði einlæg-
lega á mátt bænarinnar. Fyrir
aldarfjórðungi stofnuðum við
fjórar konur í Öldutúnsskóla
bænahring og smám saman
bættust aðrar fjórar í hópinn.
Lengst af hittumst við vikulega
heima hjá Stellu á litla notalega
heimilinu hennar að Öldutúni 7.
En allar helgar og öll sumur
var hún heima á Hæringsstöð-
um, þar sem hjarta hennar sló
og ræturnar lágu. Aðstoðaði hún
foreldra sína og síðar bróður við
bústörfin, óþreytandi að annast
blessaðar skepnurnar.
Síðustu árin voru Stellu erfið
sökum heilsubrests og dvaldi
hún á sjúkrastofnunum og þráði
það heitast að komast heim á
bæinn sinn þó ekki væri nema í
stutta heimsókn, en af því varð
ekki.
Nú er Stella laus við þján-
ingar og fjötra líkamans og get-
ur liðið frjáls um sína ástkæru
átthaga. Við vottum Sólveigu
systur hennar og öðrum að-
standendum samúð. Guð blessi
minningu Sigríðar Þorgeirs-
dóttur.
Edda, Guðrún A., Guð-
rún G., Halla, Katrín,
Kristín og Sigríður.