Morgunblaðið - 28.01.2019, Side 21

Morgunblaðið - 28.01.2019, Side 21
elsku afi, vinur, takk fyrir allt, eins og við sögðum alltaf, takk fyrir daginn, við sjáumst á morg- un. Minning um yndislegan afa lifir. Signý. Ég kveð afa minn í hinsta sinn og minningarnar streyma fram, bæði frá æskuárunum og fram á þennan dag. Það var yndislegt að koma til afa og ömmu sama hvar það var, á Unnarbrautinni, í sumó eða í Ungverjalandi. Hlýja brosið, innilegi hláturinn og stríðnisglottið vantaði aldrei þegar afi var nálægt. Hann átti endalausar sögur bæði af sjálf- um sér og öðrum sem einstakt var að hlusta á. Ég man hvað það var gaman að kíkja til hans í bíl- skúrinn og sjá hvað hann var að bardúsa, það var alltaf eitthvað sem hann var að búa til. Upp í sumó fannst honum skemmtileg- ast að vera og ekki síst þegar öll fjölskyldan var þar samankomin. Minningarnar um hann fyrir framan kamínuna að kynda hús- ið, á traktornum að slá grasið eða leika við barnabörnin eru margar. Elsku afi, ég er svo þakklát fyrir að þú hafir verið hjá okkur eins lengi og þú varst. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt svona einstakan, góðan og duglegan afa eins og þig sem ég get kallað fyrirmyndina mína. Þegar ég hugsa til baka á ég ótal minningar sem munu seint gleymast, þær eru mér afar dýr- mætar og mun ég geyma þær í hjarta mínu alla ævi. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson) Ég á alltaf eftir að sakna þín, afi. Þín, Eva Björt. Elsku Gunnar afi. Það er mér þungbært að koma orðunum frá mér á þessari kveðjustund. Hugurinn fer ósjálfrátt í ferðalag aftur til barnæskunnar, og ég hugsa til samverustundanna. Það hefur verið mér svo gæfuríkt að hafa átt ykkur Evu ömmu að. Þessi sterku bönd sem hafa verið til staðar allt frá upphafi eru mér ólýsanlega mikilvæg. Það er ekki sjálfgefið að upplifa slíkt og lít ég svo á að örlögin hafi spilað þar inn í, fremur en tilviljanir. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát af öllu mínu hjarta. Afi sýndi einlægan áhuga, gaf sér góðan tíma fyrir spjall og það var auðséð hvað það var honum mikilvægt að vera með á nót- unum hvað var að gerast hjá fólkinu sínu hverju sinni óháð aldri eða störfum. Hann sýndi áhuga sinn bæði í orðum og verki allt fram undir það síðasta. Það er einn staður sem stend- ur upp úr þegar hugurinn leitar til afa, það er sumó. Bryndís María og Kormákur Hrafn voru varla byrjuð að tala þegar þau óskuðu þess heitast að fara upp í sumó. Það segir allt sem segja þarf. Í sumó er einstaklega gott að vera og þar hefur stórfjöl- skyldan búið sér til ótal dýrmæt- ar minningar í gegnum árin. Á mínum yngri árum fór ég með afa og ömmu í sumó í öllum veðr- um og vindum. Mér er það minn- isstætt í þau skipti þegar það var ófært vegna snjóþyngsla og við notuðumst við snjósleða og gönguskíði til að komast alla leið að húsi. Þá kom sér vel hvað afi var lausnamiðaður og leit á hindranirnar með opnum og já- kvæðum huga. Það munum við taka með okkur í verkfærak- istuna þegar við mætum lífsins verkefnum. Afi var sniðugur maður, eitt af því sem hann kenndi mér þegar ég krakki voru gamanvísur sem mér fundust mjög skemmtilegar. Það var svo eftirminnilegt hvernig afi galdraði vísurnar fram eina af annarri með sinni snilligáfu og því látbragði sem fylgdi gjarnan með. Einhverjar þeirra man ég enn í dag og fer með fyrir börnin mín við mikla hrifningu þeirra. Er viss um að áhugi á kveðskap hafi kviknað í kjölfarið, sem síð- ar varð til háfleygra ljóða- yrkinga á unglingsárunum. Börnin tala mikið um þig og það á eftir að taka þau tíma að átta sig almennilega. Þeim finnst gott að hugsa til þess að þú vakir yfir okkur og á kvöldin segja þau að þú kúrir með þeim eins og bangsarnir. Þau tala líka um það hvað það var gaman að leika með þér og þeim fannst sérstaklega gott að hafa þig með á gamlárs- kvöld. En hér skilur leiðir í þessum heimi. Við söknum þín sárt, í huga og hjarta okkar fjölskyld- unnar áttu þinn stað. Hjartans þakkir fyrir allt, elsku afi. Við tökum allt það góða sem þú færðir okkur áfram inn í lífið og erum þakklát fyrir dýr- mætar stundir sem við áttum með þér um síðustu jól. Minning um þig, elsku afi, ein- stakan, hlýjan og glaðlyndan mann mun fylgja okkur um ókomna tíma. Þín ástkæru, Jóhanna, Birkir Hrafn, Bryndís María og Kormákur Hrafn. Elsku afi. Takk fyrir allt. Allar góðu minningarnar, allar góðu stund- irnar sem við áttum og allt það sem við brölluðum saman í gegn- um tíðina. Núna ertu farinn á annan og betri stað í faðm systk- ina, foreldra og vina en þín verð- ur sárt saknað hér. Það var aldrei dauð stund hjá okkur þegar við tókum okkur eitthvað fyrir hendur. Hvort sem það var að glíma við stærðarinn- ar púsl, græja eitthvað úti í bíl- skúr, skjótast upp í sumó eða bara sitja niðri og spjalla um lífið og tilveruna og rifja upp gamla tíma yfir kaffibolla, djús eða app- elsínu. Þessar samverustundir voru svo sannarlega ómetanleg- ar og eru minningar sem munu fylgja mér út lífið. Ég er svo óendanlega þakk- látur fyrir allt sem þú kenndir mér. Ein af mínum fyrstu minn- ingum er þegar þú kenndir mér að hjóla, settir spotta í hjólið og hljópst svo með mig um Unn- arbrautina þangað til mér tókst að hjóla sjálfur. Eða þegar þú kenndir mér að keyra upp í sumó og sagðir mér að keyra aðeins lengra, fyrst út að ruslagámi og svo út að Þrastarlundi. Þú kenndir mér að meta fallega hönnun og list og hvernig mætti með smá útsjónarsemi búa til nýja hluti eða endurlífga gamla hluti. Það þarf nefnilega ekki alltaf að henda hlutum þó þeir séu orðnir gamlir. Það má segja að þú hafir gegnt töluvert stærra hlutverki í uppeldi mínu en bara að vera afi minn. Þú varst mín helsta fyr- irmynd og besti vinur. Þú hafðir alltaf fulla trú á því sem ég tók mér fyrir hendur sama hversu sniðugt það var, sýndir öllu sem ég gerði áhuga og hvattir mig alltaf áfram. Þú sinntir öllu sem við gerðum af fullum áhuga hvort sem það var að smíða playmo-kastala eða að gera upp gamla úrið þitt svo ég gæti feng- ið það. Það er erfitt að horfa til baka og hugsa til þess að þessar góðu stundir verði ekki fleiri að sinni. En minningarnar lifa áfram og ég mun gera mitt besta til að lifa eftir þeim lífsgildum sem þú kenndir mér. Ég lofa að passa uppá ömmu og halda stólnum þínum heitum. Þó að leiðir okkar skilja í bili þá er það víst að við tökum upp þráðinn yfir kaffi- bolla eða djús næst þegar við hittumst. Þinn nafni, Gunnar Ben. Það er ekki hægt að minnast Gunnars móðurbróður míns nema með hlýju, en móðir mín Kristín og Gunnar voru sam- mæðra. Gunnar var yngstur af fimm hálfsystkinum mömmu og það var mjög kært á milli þeirra. Hann var heimagangur hjá for- eldrum mínum. Honum fannst gott að koma í hádegi á sunnu- dögum þegar við borðuðum lambalæri og emmess ís með nið- ursoðnum ávöxtum, því þá bjó hann einn og fannst gott að fá góðan mat. Hann gantaðist við okkur og gat verið stríðinn. Hann kom með líf og gleði á vespunni sinni og síðar á drapp- litum litlum bíl. Stundum kom hann með ömmu Sigríði Olgu aftaná vespunni og hún klædd í peysuföt með flaksandi pilsfald og skotthúfu og þau bæði jafn sæl. Það var alltaf bjart í kringum Gunnar. Gunnar lærði smíðar og fór síðar til Kaupmannahafnar og lærði innanhússarkitektúr. Hann er einn af áhrifavöldunum að því að ég fetaði svipaðar slóðir. Þeg- ar Gunnar kom í heimsókn þá var hann oft með góðar hug- myndir um hvernig best væri að hagræða og breyta heimilinu svo öllum liði betur. Eftir heimsókn- ir hans gat allt heimilið verið breytt og hann og mamma jafn ánægð með niðurstöðuna. Þegar pabbi kom síðan heim, spurði hann: „Var Gunnar í heimsókn?“ Þetta voru skemmtilegar heim- sóknir og gáfu mér sem barni þá sýn að það væri alltaf hægt að finna betri lausnir. Gunnar vann lengi hjá Húsa- meistara ríkisins. Þegar ég fór í framhaldsnám vann ég í sumar- vinnu á sama stað og fékk að vera við hliðina á Gunnari. Hann tók mér vel og fræddi mig um eitt og annað sem gott var að vita, fór með mig á framkvæmd- arstaði og þar sá ég hvernig hann nálgaðist alla aðila með sama jákvæða viðmótinu og hann var alltaf til í að finna góð- ar lausnir. Gunnar tókst á við lífið með jákvæðu hugarfari, það var ekki alltaf auðvelt, en vandi og mót- læti voru til að sigrast á. Hann sá það góða í umhverfinu og í fari fólks og ástæðulaust að staldra við annað. Gunnar hafði góða nærveru, mér leið alltaf vel í návist hans. Hugarfar hans var með þeim hætti. Ég minnist Gunnars móður- bróður míns með hlýju og þakk- læti og við Ólafur sendum Evu og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Þórdís Zoëga. Í dag kveðjum við Gunnar Ingibergs, góðan vin til margra ára. Þegar við vorum að byggja í Bökkunum árið 1974, keyptu Gunnar og Eva fokhelt raðhús í götunni fyrir neðan okkur og nánast á fyrsta degi hófust hin góðu kynni sem hafa enst fram á þennan dag. Dag einn þegar við vorum að skafa mótatimbur kom Gunnar að máli við mig og sagðist öfunda mig af þessum duglega strák í grænu úlpunni sem var alltaf að hjálpa mér í byggingunni. Þá fékk ég ekki varist brosi og sagði að þetta væri hún Lára mín. Meðan á framkvæmdum stóð komu upp mörg mál sem þurfti að ræða og leysa og var þá gjarnan gripið fyrsta lausa blað- ið sem var við höndina. Því auð- veldara var að rissa vandamálið upp en bara að tala um það. Oft- ar en ekki var það Morgunblaðið sem varð fyrir valinu og varð það svo útkrotað að Eva kvartaði yfir að hún hefði ekki verið nógu fljót að ná blaðinu meðan hægt var að lesa það. Þegar byggingum var að mestu lokið og báðar fjölskyld- urnar fluttar inn fórum við að fara saman í leikhús og gerum það enn. Eftir leiksýningu skipt- umst við á að halda kaffisamsæti með veglegum veitingum og skemmtilegum umræðum. Einn- ig höfum við farið saman í ferðir til fjarlægra landa og eru það ógleymanleg ævintýri. Gunnar var skemmtilegur og kær vinur sem við söknum sárt. Við vottum Evu og fjölskyld- unni okkar dýpstu samúð Lára og Jón Leifur. Þegar Gunnar Ingibergsson innanhúsarkitekt kveður, 85 ára gamall, eftir allnokkur veikindi, er rétt og skylt að þakka góð áratuga kynni og samstarf. Sam- vinna við Gunnar Ingibergsson var ávallt ánægjuleg og gefandi, enda þolinmæði hans, skilningur og lipurð einstæð, svo og hið létta skap sem honum var áskap- að. Það var ótvírætt sammæli allra sem unnu með Gunnari Ingibergssyni á skrifstofu Al- þingis að þar færi ljúfur maður og greiðvikinn, og öllum þótti vænt um hann. Ég veit ekki til að nokkur maður þar á bæ hafi nokkurn tíma hallmælt honum eða átt í útistöðum við hann og áttum við þó öll mikið undir hon- um komið hvernig okkur leið í vinnunni og hvaða aðstæður okk- ur voru búnar á vinnustað. Þegar Gunnar hafði lokið námi sínu í innanhúsarkitektúr í Danmörku réðst hann til húsa- meistara ríkisins og kom þá brátt í hlut hans með öðru að sinna Alþingi um verklegar framkvæmdir, viðhald húsa og húsbúnaðar, lagfæringar í þing- sal, viðbótarhúsnæði fyrir nefnd- ir og þingmenn og önnur verk- efni sem þingið færðist á hendur, Norðurlandaráðsþing, lýðveldis- hátíð, forsetainnsetningar og svo framvegis. Yfir þessu var Gunn- ar vakinn og sofinn og öll við- fangsefni leysti hann af hendi svo að sómi var að og við hæfi Alþingis. Gunnar var listamaður en líka hófsmaður að öllu leyti, praktískur og útsjónarsamur. Þegar embætti húsameistara rif- aði seglin og það var síðar lagt niður réðst Gunnar til Alþingis í fast starf sem umsjónarmaður húseigna þess og innanhúsarki- tekt. Verka Gunnar Ingibergssonar sér víða stað, en mest þó í Al- þingishúsinu og öðrum bygging- um þess. Húsbúnaður í þingsaln- um er hans verk, þótt vissulega sé byggt á gamalli hefð. Ég átti leið um fundaherbergi ríkis- stjórnarinnar nýlega og viti menn: hinir eftirsóttu stólar við það borð eru eftir Gunnar! Eins og öðrum ríkisstarfs- mönnum bar Gunnari að hætta um sjötugt, en svo fór að hann var með okkur á skrifstofunni í ráðum og með umsjón verkefna alveg fram á síðustu ár. Fyrir fjórum árum eða svo hannaði hann nýjan og endurgerðan ræðustól í þingsalinn svo að fatl- aðir kæmust þangað líka. Við munum seint gleyma fasi hans og framkomu þar sem hann stendur einbeittur með málband- ið í hendi, skimar í kringum sig eftir hagkvæmum lausnum, hall- ar sér fram og gerir skissu á smjörpappír til að undirbúa hreinteiknun. Svo réttir hann úr sér og brostir sínu hlýlega brosi með öllu andlitinu. Úrlausnin var alltaf smekkleg enda hafði hann unun af góðri hönnun. Þegar Gunnar Ingibergsson hverfur til moldarinnar hvarflar hugurinn til hans elskulegu og umhyggjusömu eiginkonu, Evu, og myndarlegra barna þeirra og annarra afkomenda og aðstand- enda. Þau eiga samúð okkar samverkamanna hans. Gott er góðra að minnast. Helgi Bernódusson. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019 21 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bókhald NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsingar í síma 831-8682. Bátar Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Kraftur í KR kl. 10.30. Félagsvist kl. 13. Útskurður kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535 2700. Boðinn Bingó kl. 13. Leikfimi með Önnu Kristínu kl. 10.30. Myndlist kl. 12.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Bústaðakirkja Stóri kótilettu-dagurinn, miðvikudaginn 30. janúar, Þorragleði í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Húsið opnað kl. 12 og matur hefst kl. 12.30. Kótilettur með gamla laginu og meðlæti. Kaffi og konfekt í eftirrétt. Verð 1500 kr. fyrir manninn. Guðni Ágústsson er gestur okkar. Takmörkuð sæti og skráning í kirkjunni í síma 553 8500. Söngur, gleði og gaman. Dalbraut 18-20 Brids kl.13. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Opin handverks- stofa kl. 13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30 /8.15 /15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðsstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfmi Ásgarði kl. 11.15. Stólajóga kl. 11. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Út- skurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45. Leik- fimi Helgu Ben. kl. 11-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30. Handavinna / brids kl. 13. Jóga kl. 17. Félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9-14. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl. 12.30-14. Jóga kl. 14.15-15.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl. 10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdags- kaffi kl. 14.30. Hæðargarður Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Frjáls tími í Listasmiðju kl. 9-12, byrjendanámskeið í línudansi kl. 10, létt ganga kl. 10.15. Hádegismatur kl. 11.30, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zop- honíasd. kl. 12.30-15.30, Handavinnuhornið kl. 13-15, félagsvist kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari upplýs- ingar í síma 411 2790. Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Grafarvogskirkju, Borgum og inni í Egils- höll. Félagsvist kl. 13 í Borgum. Prjónað til góðs kl. 13 í Borgum. Tré- útskurður kl. 13 í Borgum, kóræfing Korpusystkina kl. 16 í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest- ur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, gönguhópurinn kl. 14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Uppl í s. 411 2760. Seltjarnarnes Söngstundin sem vera átti í salnum í dag kl. 12 fellur niður. Spilað í króknum kl. 13.30 og brids í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Ath. Þeir sem skráðir eru í þorrablótið í safnaðarheimili kirkjunnar í kvöld: þá hefst það kl. 18. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba-byrjendur kl. 9.30, Zumba gold framhald kl. 10.20, Sterk og liðug leikfimi kl. 11.30. Tanya leiðir alla hópana. Tölvunámskeið kl. 13.30. Vantar þig fagmann? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.