Morgunblaðið - 28.01.2019, Page 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019
Gunnlaugur Rafn Björnsson, flugstjóri hjá Icelandair, á 50 áraafmæli í dag. Hann er með mikla bíla- og hjóladellu og kepptiá enduro-hjólum. Hann fór á heimsmeistaramótið í enduro-
keppni árið 2012 og keppti þar fyrir Íslands hönd. Núna er Gunn-
laugur með belti undir enduro-hjólunum og notar þau aðallega
þannig.
„Ég er nýlega hættur að keppa en er í þessu núna mér til ánægju og
yndisauka. Ég er kominn á kaf í buggy-bílana, sem er nýjasta sportið.
Þetta eru nokkurs konar „matchbox“-bílar sem eru litlir bílar en eru
orðnir hálfgerðir jeppar. Þeir náðu að fara úr því að vera farartæki
fyrir verktaka í að verða alvöru rallökutæki. Það er orðin algjör
sprenging í þessum farartækjum.“
Gunnlaugur hélt 80 manna grillveislu í Kerlingarfjöllum um næst-
síðustu helgi í tilefni afmælisins en var aftur á leið upp í Kerlingarfjöll
um nýliðna helgi á árlegt þorrablót þegar blaðamaður spjallaði við
hann á föstudaginn. Hann verður í fríi í dag en verður kominn heim
og ætlar að eyða afmælisdeginum með fjölskyldunni. „Maður kom
reyndar oft heim úr þessum helgarferðum á miðvikudegi en þeim
skiptum fer fækkandi með stækkandi dekkjum.“
Kona Gunnlaugs er Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Ice-
landair, og börn þeirra eru Birna Katrín, f. 1999, Húni Páll, f. 2003 og
Ólafía Bjarney, f. 2010.
Á enduro-hjóli Gunnlaugur á þeysireið í Reykjarfirði á Ströndum.
Hélt 80 manna veislu
í Kerlingarfjöllum
Gunnlaugur Rafn Björnsson er fimmtugur
S
igurborg Stefánsdóttir
fæddist 28. janúar 1959 í
Reykjavík en flutti fjög-
urra ára til Stykkis-
hólms, þar sem hún
dvaldi fram að menntaskólaaldri.
Sigurborg varð stúdent frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
1979 og flutti til Kaupmannahafnar
1980. Hún var þar í læri hjá mál-
aranum Hans Chr. Høier og stund-
aði nám við Skolen for Brugskunst,
(nú Kunstacademiets Designskole,
KADK) í teikni- og grafíkdeild skól-
ans, auk þess að bæta við sig einu ári
í textíldeild skólans.
Eftir að Sigurborg hafði lokið
prófi 1987 fór hún að vinna m.a. á
bókaforlaginu Rhodos. Sigurborg
flutti aftur til Íslands 1989 og hóf þá
kennslu við Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands og síðar Lista-
Sigurborg Stefánsdóttir myndlistarkona – 60 ára
Myndlistarsýning Nú stendur yfir sýning á klippimyndum Sigurborgar í Hallgrímskirkju.
Bókverkin fyrirferðar-
mikil í listsköpuninni
Myndlistarkonan Sigurborg á vinnustofu sinni í Reykjavík.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Guðrún Friðrikka Vífilsdóttir, Sóley María Óttarsdóttir og Elísabet Ósk Jóns-
dóttir söfnuðu flöskum á Akureyri til styrktar Rauða krossinum. Þær afhentu
Eyjafjarðardeild Rauða krossins söfnunarféð, sem var samtals 6.000 krónur.
Hlutavelta
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is