Morgunblaðið - 28.01.2019, Page 23
háskóla Íslands. Hún hefur alla tíð
lagt stund á málun og hönnun ýmiss
konar og gerir enn, auk þess að
sækja námskeið víða, t.d. til Banda-
ríkjanna og Japans.
Í dag vinnur Sigurborg eingöngu
sjálfstætt að eigin myndlist á vinnu-
stofu sinni á Grensásvegi. Um þess-
ar mundir stendur yfir sýning á
klippimyndum Sigurborgar í Hall-
grímskirkju en sú sýning stendur til
3. mars.
Af hönnunarverkefnum má nefna
bókarkápur, merki, kort, klúta,
slæður, púða og fleira. Fyrirferðar-
mest eru þó Bókverkin en Sigurborg
hefur framleitt mikinn fjölda bók-
verka í gegnum tíðina, ýmist með
eða án texta og hafa verkin verið á
sýningum víðs vegar um heiminn.
Þann 1. febrúar næstkomandi held-
ur hún til San Francisco, þar sem
hún mun ásamt sjö öðrum íslenskum
listakonum taka þátt í stærstu bók-
verkamessu sinnar tegundar, Codex
Polaris 2019. Sigurborg er einn
stofnenda „Bókverkahópsins Arkir“
sem hefur verið starfræktur í yfir 20
ár og eru félagar hans 11 listakonur,
sem vinna jöfnum höndum að ýmiss
konar bókverkum.
Sigurborg hefur haldið 17 einka-
sýningar á verkum sínum, oftast
málverkum, á Íslandi, í Danmörku
og á Ítalíu auk þess að taka þátt í
fjölda samsýninga víðs vegar um
heim. Hún hefur gefið út eina ljóða-
bók „Rökkurmoð“ 2012.
Sigurborg sat um árabil í stjórn
Samtaka hönnuða – Form Ísland.
Hún er einn stofnfélaga í „Göngum
saman félaginu“ sem styrkir grunn-
rannsóknir í brjóstakrabbameini. Þá
er hún í lesklúbbi, því hún er
ástríðufullur lesandi. Sigurborg hef-
ur ferðast mjög víða og var búsett
annars vegar á Spáni 2000-2001 og
hins vegar í Vancouver í Kanada
2013-2014. Um þessar mundir er
hún stödd á ferðalagi um Nýja-
Sjáland.
Fjölskylda
Eiginmaður Sigurborgar er
Mekkinó Björnsson, f. 20.3. 1953,
flugstjóri. Foreldrar: Hjónin Gunn-
hildur Jóhannsdóttir, f. 23.10. 1929,
skrifstofumaður, og Björn Mekk-
inósson, f. 23.5. 1926. d. 17.5. 1998,
heildsali. Þau voru bús. í Kanada og
Reykjavík.
Fyrri maki Sigurborgar var Daní-
el Helgason, f. 24.4. 1959, verkfræð-
ingur. Börn Sigurborgar og Daníels
eru 1), Grímur Daníelsson, f. 10.3.
1985, B.S. í verkfræði, bús. í Reykja-
vík; 2) Anna Daníelsdóttir, f. 29.12.
1990, lögfræðingur, bús. í Reykja-
vík; 3) Sölvi Daníelsson, f. 17.4. 1999,
nemi í Háskólanum í Reykjavík.
Börn Mekkinós eru Björn Mekk-
inósson, f. 22.1. 1981, hljóðupptöku-
maður í Los Angeles, og Stefán
Mekkinósson, f. 2.8. 1990, kvik-
myndagerðarmaður í Reykjavík.
Systkini Sigurborgar eru Sigur-
karl Stefánsson, f. 22.11. 1956, líf-
fræðingur í Reykjavík, og Anna
Kristín Stefánsdóttir, f. 19.10. 1960,
bókasafns- og upplýsingafræðingur í
Reykjavík.
Foreldrar: Hjónin Stefán Sig-
urkarlsson, f. 12.7. 1930. d. 17.12.
2016, lyfjafræðingur og apótekari í
Stykkishólmi, Akranesi og síðast í
Reykjavík, og Anna Guðleifsdóttir, f.
22.02.1933, starfsmaður í apóteki,
bús. í Kópavogi.
Sigurborg Stefánsdóttir
Jensína Kristín Jónsdóttir
kennari á Dröngum
Eyjólfur Stefánsson
bóndi á Dröngum á Skógarströnd
Sigurborg Eyjólfsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Anna Guðleifsdóttir
starfsmaður í apóteki
Guðleifur Bjarnason
símvirki í Reykjavík
Nikolína Tómasdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Bjarni Kristjánsson
sjómaður í Hafnarfirði
Bjarni Guðleifsson fv.
prófessor í plöntulíffræði
irgitta Stefánsdóttir kennari og húsfr.
í Hvítárhlíð og Gröf í Bitru, Strand.
BStefán Gíslason umhverfisstjórnunarfr.
og framkvæmdastj. í Borgarnesi
Engilbertína Hafliðadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðjón Guðmundsson
vélgæslumaður í Reykjavík
Sigríður Guðjónsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Sigurkarl Stefánsson
stærðfræðingur í Reykjavík
Anna Eggertsdóttir
bóndakona á Kleifum
Stefán Eyjólfsson
bóndi á Kleifum í Gilsfirði
Úr frændgarði Sigurborgar Stefánsdóttur
Stefán Sigurkarlsson
apótekari í Reykjavík
Hjónin Mekkinó og Sigurborg.
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019
90 ára
Þór Hjaltason
85 ára
Guðjón V.
Sigurgeirsson
Pétur Kjartansson
Þórður Guðmundsson
80 ára
Ásdís Vébjörg Jónsdóttir
Ingólfur Georgsson
Reynir Björnsson
75 ára
Anna Lárusdóttir
Guðleif Sveinsdóttir
Hólmfríður Rósa
Jóhannsdóttir
Sigríður Sveinsdóttir
Vilborg Bjarnadóttir
70 ára
Ásbjörn Guðjónsson
Áskell Agnarsson
Helgi Þorsteinsson
Hólmgeir Hreggviðsson
Oddný Hrönn
Björgvinsdóttir
Páll Svavarsson
Sigurbjörn Theódórsson
60 ára
Andrés Jónsson
Estelita Elín Buenaventura
Guðbjörg Ingileif
Jónasdóttir
Guðbjörn Þorsteinsson
Hólmfríður
Gunnlaugsdóttir
Jacoba Adames Santos
Kristín Sigfríður Garð-
arsdóttir
Magni Rúnar Þorvaldsson
Sigurborg Stefánsdóttir
Sigurður Ólafur Gröndal
Þórarinn Einarsson
50 ára
Díana Hrönn
Sigurfinnsdóttir
Gunnlaugur Rafn Björnsson
Hjalti Pálmason
Ingunn Sigurrós
Bragadóttir
Jónas Bragi Jónasson
Jón Fannar Hafsteinsson
Linda Vernharðsdóttir
Sæbjörg Anna Bjarnadóttir
Þórveig Benediktsdóttir
40 ára
Anna Sveinsdóttir
Björn Valsson
Edna Sólrún F. Birgisdóttir
Fanney Steinsdóttir
Heiður Margrét
Björnsdóttir
Laufey Elíasdóttir
Mindaugas Pavinksnis
Pawel Matysko
Skírnir Sigurbjörnsson
Þórdís V. Þórhallsdóttir
30 ára
Ágúst Júlíusson
Bjarney Bjarnadóttir
Bjarni Gautur Eydal
Tómasson
Bjarni Þór Sigurbjörnsson
Heiða Björk
Ingimarsdóttir
Hildur Boga Bjarnadóttir
Hlífar Vatnar Stefánsson
Jón Anton Bergsson
Karlotta H. Margrétardóttir
Kolbrún Fjóla Rúnarsdóttir
Marcin Wojciech Stefanko
Melkorka Bjartmarz
Arnórsdóttir
Oddur Ingi Guðmundsson
Olgeir Óskarsson
Stefán Gísli Stefánsson
Urszula Malgorzata Piliszek
Til hamingju með daginn
40 ára Björn er frá Egils-
stöðum en býr í Reykja-
vík. Hann útskrifaðist frá
Kvikmyndaskóla Íslands
og er útsendingarstjóri
hjá Sjónvarpi Símans.
Maki: Ellen Ösp Víkings-
dóttir, f. 1987, hjúkrunarfr.
á Landspítalanum.
Börn: Emelía Ebba, f.
2013, og Matthildur Eva,
f. 2016.
Foreldrar: Valur Ingvars-
son, f. 1951, og Filippía
Ólöf Björnsdóttir, f. 1952.
Björn
Valsson
40 ára Fanney er Siglfirð-
ingur en býr á Akureyri.
Hún er viðskiptalögfr. hjá
Ríkisskattstjóra.
Maki: Kristinn Þórir Ingi-
björnsson, f. 1979, versl-
unarstj. í Húsgagnahöllinni.
Börn: Katrín Ósk, f. 1999,
Thelma Rut, f. 2003,
Tinna, f. 2007, og Júlía
Guðlaug, f. 2012.
Foreldrar: Steinn Elmar
Árnason, f. 1954, og Guð-
laug Guðmundsdóttir, f.
1954, bús. á Siglufirði.
Fanney
Steinsdóttir
30 ára Hildur ólst upp í
Grafarvogi og tvö ár í Nor-
egi en býr í Garðabæ. Hún
er hárskeri á Quest á
Laugavegi 178 í Reykjavík.
Bróðir: Samúel, f. 1986,
húsgagnasmiður.
Foreldrar: Bjarni Þór
Ingvarsson, f. 1958, húsa-
smíðameistari í Hokksund
í Noregi, og Boga Kristín
Kristinsdóttir, f. 1963,
sjálfstætt starfandi leið-
sögumaður, bús. í Garða-
bæ.
Hildur Boga
Bjarnadóttir
Michael Juhl hefur varið doktors-
ritgerð sína í eðlisfræði við Háskóla
Íslands. Ritgerðin heitir Skaut-
unargreining með fylki örloftneta.
Leiðbeinandi í verkefninu var dr.
Kristján Leósson hjá Nýsköpunar-
miðstöð Íslands.
Í ritgerðinni er rannsökuð hönnun
nýstárlegra yfirborða til greiningar á
skautunarástandi rafsegulbylgju fyrir
nær-innrauðar bylgjulengdir, sér-
staklega þær bylgjulengdir sem nýtt-
ar eru í nútíma ljósleiðarasamskipta-
tækni. Yfirborðin eru samsett úr
fylkjum örloftneta þar sem hvert loft-
net um sig er um fjórðungur úr
bylgjulengd að stærð (um 250 nanó-
metrar). Saman dreifa loftnetin
litlum hluta ljóssins sem lendir á yfir-
borðinu í ákveðnar stefnur, eftir því
hvert upprunalegt skautunarástand
þess er. Með því að mæla ljósdreif-
inguna má þannig fá heildarmælingu
á skautunarástandi ljósbylgjunnar.
Skautunarmælar byggðir á örloft-
netum voru hannaðir og smíðaðir
með það fyrir augum að þá mætti
nýta í ljósleiðarasamskiptakerfum.
Fræðilegt líkan af útgeislun yfirborðs-
ins var leitt út og niðurstöður þess
voru bornar saman við tölvuhermanir.
Mæliná-
kvæmnin í
skautunar-
greiningunni
var metin og
fræðileg lík-
ön þróuð til
að lýsa
kerfis-
bundnum
mæliskekkj-
um. Í verk-
efninu var
einnig sýnt fram á möguleika á
smækkun skautunarmælanna með
því að flytja þá yfir á þverskorinn gler-
kjarna hefðbundins ljósleiðara en sá
kjarni er um 1/10 af hársbreidd í þver-
mál. Í þeim tilgangi var þróuð sérstök
aðferð til yfirfærslu örloftneta af
kísilskífum yfir á endaflöt ljósleiðara.
Sýnt var fram á að þannig megi fram-
kvæma skautunarmælingar beint í
ljósleiðaranum sjálfum án þess að
fórna mælinákvæmni en jafnframt
beina stærstum hluta ljósmerkisins
aftur inn í annan ljósleiðara.
Verkefnið var unnið í samstarfi Ný-
sköpunarmiðstöðvar Íslands, ör-
tæknikjarna Háskóla Íslands og
Harvard háskóla.
Michael Juhl
Michael Juhl lauk meistaraprófi í verkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet
(DTU) árið 2003 og vann eftir það m.a. sem verkefnastjóri við tækniþróun hjá
Alight Technologies A/S. Hann vinnur nú að rannsóknum á notkun gervigreindar
í ljóstækni hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Doktor