Morgunblaðið - 28.01.2019, Qupperneq 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019
Tvær sýningar opnaðar í Hafnarborg
Morgunblaðið/Arnþór
Una Björg Magnúsdóttir og María Ólafsdóttir.
Hildigunnur Ólafsdóttir og Haukur Ólafsson.
SAMSTARFSAÐILI
Hringdu í 580 7000
eða farðu á
heimavorn.is
HVAR SEM ÞÚ ERT
Ð
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Haraldur V. Sveinbjörnsson gantast
með það að þegar hann fer að eldast
og tekur að hægjast um hjá honum
gefist honum vonandi meiri tími til að
sinna eigin tónsmíðum. Undanfarin
ár og misseri hefur Haraldur nefni-
lega verið önnum kafinn við útsetn-
ingarverkefni af ýmsum toga, og út-
setti m.a. verk Skálmaldar fyrir
eftirminnilega tónleika með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Bubbi, Bagga-
lútur, Megas, Páll Óskar, Nýdönsk
og ótal aðrir listamenn hafa leitað til
Haralds til að útsetja jafnt stór sem
smá tónverk.
Haraldur er ekki sá eini sem hefur
í nógu að snúast við útsetningar, og
þegar litið er yfir tónleikaframboð
undanfarinna ára mætti halda að ein-
hvers konar útsetningarbylting væri
í gangi. Þegar hann er spurður hver
ástæðan gæti verið segir Haraldur að
ein skýring sé hve fjölbreytt tón-
listarsenan er orðin og hve mikið
hljómsveitir og kóra þyrstir í að flytja
eitthvað nýtt. „Þá getur reynst vel að
leita fanga í öðrum tónlistarstefnum
og t.d. útsetja gott popplag eða djass-
slagara fyrir kór, eða færa þunga-
rokk í búning sem fellur að fullskip-
aðri sinfóníuhljómsveit.“
Eins og að þýða bók
Enginn ætti samt að halda að starf
útsetjarans sé létt. Þvert á móti kall-
ar vönduð útsetning á mikla næmni
og listfengi. Mætti líkja áskoruninni
við það að þýða bók af einu tungumáli
á annað: ekki dugar að þýða hvert orð
fyrir sig heldur þarf að fanga stílinn
og blæbrigðin, og láta þau falla að
nýju máli þar sem gilda mögulega allt
aðrar reglur:
„Það fyrsta sem þessi verkefni
kalla á er mikil virðing fyrir verkinu
sem á að útsetja. Þá þarf útsetjarinn
að gefa sér góðan tíma og hafa gott
eyra til að greina hvað það er sem
skiptir meira máli og hvað skiptir
minna máli. Loks þarf tónlistarfólkið
að vera reiðubúið að hlusta á ráð út-
setjarans og breyta til í flutningnum
ef þess reynist þörf.“
Haraldur hefur m.a. annast útsetn-
ingar fyrir tónleika popptónlistar-
fólks með Sinfóníuhljómsveit Íslands
og segir hann að þar verði að gæta
þess að útkoman verði ekki klén og
ýkt. Það að hafa heila sinfóníuhljóm-
sveit sem liðsauka getur skapað
mergjaða upplifun en ekki gengur, að
mati Haralds, að láta allan kraft 50-
100 hljóðfæra dynja viðstöðulaust á
áheyrendum: „Þvert á móti gæti
þurft að tempra kraftinn, og bæta
hljóðfærum inn sparlega frekar en að
„blasta“ öllu í einu. Sinfóníuhljóm-
sveitin þarf að vera eins og nátt-
úruleg framlenging af tónlistinni og
tónleikagestir mega helst ekki verða
varir við nein samskeyti.“
Fjölhæfni íslensks
tónlistarfólks
Haraldur hefur komið víða við á
löngum ferli. Hann þreytti burtfarar-
próf í píanóleik 1997, nam tónsmíðar
við Tónlistarskólann í Reykjavík og
lauk mastersnámi í tónsmíðum frá
Háskólanum í Lundi 2004. Hann
skortir ekki fjölhæfnina; hafandi ver-
ið bassaleikari í Buffi, gítarleikari
Dead Sea Apple, hljómborðsleikari
hjá Mönnum ársins, allrahanda flytj-
andi með Red Barnett og aukamaður
hjá Dúndurfréttum. Hann hefur unn-
ið sem upptökustjóri, hélt utan um
Myrka músíkdaga og Norræna mús-
íkdaga, og hefur fengið fjölda verð-
launa, viðurkenninga og tilnefninga
fyrir tónsmíðar sínar og upptökur.
Dagvinnan er hjá Tónlistarskóla
Kópavogs, þar sem Haraldur kennir
raftónlist í hlutastarfi. „Kennslan
skapar ákveðinn stöðugleika en svo
bætast við útköll út um allar trissur –
og sjaldan sem ég neita góðu verkefni
þegar það býðst,“ segir Haraldur og
bendir á að það sé eitt af sérkennum
íslenska tónlistarheimsins að það
þyki fullkomlega eðlilegt að fólk
starfi í mörgum ólíkum kimum tón-
listarflórunnar. „Ég man að í náminu
úti í Svíþjóð skar ég mig úr hópnum
fyrir að hafa komið úr rokkinu yfir í
klassískar tónsmíðar, og þegar ég
spurði samemendur mína hvað þeir
gætu hugsað sér að gera eftir útskrift
þá voru þeir allir á því að verða tón-
skáld af klassísku sortinni – að gera
eitthvað annað til hliðar kom hrein-
lega ekki til greina.“
Kannski skýrir smæð samfélagsins
hvers vegna íslenskir tónlistarmenn
afmarka sig ekki endilega við þröng
svið. Og hver veit nema að sá bræð-
ingur sem af því hlýst eigi þátt í þeim
árangri sem margt íslenskt tónlistar-
fólk hefur náð. Alltént segir Haraldur
að það hafi komið sér vel fyrir hann
sem útsetjara að hafa hlustað á Met-
allicu og Slayer á sínum yngri árum.
Fjölbreytnina sér Haraldur dag-
lega í tónlistarskólanum enda koma
raftónlistarnemendurnir úr öllum
áttum: sumir eru ungir og á kafi í raf-
poppinu á meðan aðrir eru eldri og
koma inn í raftónlistina með klass-
ískan bakgrunn, til að öðlast ný verk-
færi sem flytjendur og höfundar.
Segir Haraldur að það sé einmitt eitt
það skemmtilegasta við að vera tón-
listarkennari að starfið býður upp á
mjög gott útsýni yfir það sem er að
gerast í íslensku tónlistarlífi hverju
sinni.
Raftónlistin sigrar heiminn
Raftónlistarnámið sem þróað hef-
ur verið við Tónlistarskóla Kópavogs
er það eina sinnar tegundar á land-
inu. Mikill áhugi er á náminu og segir
Haraldur að ástæðan sé meðal ann-
ars sú að raftónlist hefur aldrei verið
aðgengilegri – með réttu forritunum
megi jafnvel nota lítið annað en
snjallsímann til að semja góða raf-
tónlist. Um leið standi raftónskáldum
til boða að flytja verk sín fyrir alla
heimsbyggðina í gegnum gáttir eins
og YouTube og Spotify: „Mig grunar
að ef að tekin væri stikkprufa úr
dæmigerðum bekk í íslenskum fram-
haldsskóla þá hafi a.m.k. þriðji hver
nemandi einhvern áhuga á að semja
raftónlist og hafi fiktað í nokkrum
forritum,“ segir Haraldur og bendir á
hvernig raftónlistin ýtir undir það að
unga fólkið skapi ný verk frekar en
að endurflytja verk annarra. „Að
læra raftónlist er ólíkt t.d. því að læra
píanó- eða gítarleik því nemandinn er
farinn að semja um leið og hann byrj-
ar, og þarf ekki fyrst af öllu að eyða
nokkrum árum í að ná valdi á hljóð-
færinu.“
En skýtur það ekki skökku við að
kenna raftónlist? Er ekki um að ræða
listform sem byggir á því að fikta og
prófa sig áfram? „Ég líki mínu hlut-
verki við sóparana í curling: þeir
kasta ekki steininum út á ísinn en
sópa og sópa til að reyna að koma
honum á réttan stað,“ segir Har-
aldur. „Kennslan í raftónlistinni
snýst að mestu leyti um að hjálpa
nemendunum að skerpa á tónsmíð-
unum og veita þeim aukna þekkingu
Krefjandi starf
að útsetja verk
Þegar kemur að því að útsetja popptónlist fyrir sinfóníuhljómsveit kemur sér
vel fyrir Harald Sveinbjörnsson að hafa mjög fjölbreyttan bakgrunn í tónlist
Hann kennir raftónlist við Tónlistarskóla Kópavogs og finnst ánægjulegt
hvernig allir geta fundið sína hillu í alþjóðlegri og tæknivæddri tónlistarsenu