Morgunblaðið - 28.01.2019, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019
ICQC 2018-20
Útivist &
ferðalög
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA
fyrir mánudaginn 28. janúar.
SÉRBLAÐ
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Útivist og ferðalög
föstudaginn 1. febrúar
Meira fyrir lesendur
» DanshöfundurinnAnna Kolfinna Kur-
an fyllti Mengi af kon-
um föstudagskvöldið
síðastliðið með nýjasta
gjörningi sínum,
„Konulandslag“. Er
hann hluti af sam-
nefndu langtímarann-
sóknarverkefni Önnu
en í því skoðar hún,
skapar og ber kennsl á
hin ýmsu landslög
kvenna í samfélaginu,
eins og hún orðar það,
og vinnur með hug-
myndir um rými og
kvenlíkamann.
Gjörningurinn „Konulandslag“ framinn í menningarhúsinu Mengi
Kátar Sanna og Júlía voru meðal gesti í Mengi.
Glaðbeittar Dögg og Ragna nutu
listarinnar og kvöldsins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hópurinn Konur eignuðu sér
rýmið í Mengi þetta kvöld.
Taílenski kvikmyndaleikstjórinn og
myndlistarmaðurinn Apichatpong
Weerasethakul hlýtur Artes Mundi-
myndlistarverðlaunin í ár og fær 40
þúsund sterlingspund í verðlaunafé,
jafnvirði tæpra 6,3 milljóna króna.
Verðlaunin eru ein þau virtustu í
flokki myndlistar í Bretlandi og var
tilkynnt um þau undir lok síðustu
viku. Þau eru veitt annað hvert ár
fyrir pólitíska myndlist hvaðanæva
úr heiminum.
Weerasethakul er þekktur kvik-
myndagerðarmaður og hlaut aðal-
verðlaun kvikmyndahátíðarinnar í
Cannes árið 2010 fyrir kvikmynd
sína Uncle Boonmee Who Can Recall
His Past Lives. Í verkum sínum kann-
ar leikstjórinn oftar en ekki þver-
sagnir í samfélagi heimalands síns,
m.a. kapítalísma og kúgunarstjórn.
Listamenn sækja um Artes Mundi-
verðlaunin, leggja inn verk og verkið
sem leikstjórinn hlaut þau fyrir er 12
mínútna löng stuttmynd sem nefnist
Invisibility og er nú til sýnis í Lista-
safni Cardiff þar sem einnig má sjá
önnur verk sem lögð voru inn til
keppni. Í frétt dagblaðsins Guardian
segir að dómnefnd verðlaunanna lofi
listamanninn fyrir rannsóknir sínar á
kvikmyndagerð, frásagnarlist og
samfélagslegri og pólitískri stöðu
listamannsins.
AFP
Verðlaunahafi Taílenski listamaðurinn Apichatpong Weerasethakul.
Weerasethakul hlaut
Artes Mundi-verðlaunin