Morgunblaðið - 28.01.2019, Síða 32
Jón Jónsson þjóðfræðingur mun
fjalla um förufólk fyrr á öldum í
kaffistundinni Flakkarakaffi í
Borgarbókasafninu í Spönginni í
dag kl. 17.15. Fyrr á öldum flakkaði
förufólk milli bæja á Íslandi og fékk
húsaskjól hjá bændum. Hefur Jón
rannsakað hlutskipti þessa fólks og
viðhorfin til þess og gaf á dögunum
út bók um það efni. »12
Sagnir um flakkara
og sérkennilegt fólk
MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 28. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Danir fögnuðu fyrsta heimsmeist-
aratitli sínum í handbolta karla
þegar þeir burstuðu Norðmenn
31:22 í úrslitaleik í Jyske Boxen
Arena í Herning í gærkvöld. Danir
höfðu tögl og hagldir allt frá byrj-
un og áttu Norðmenn aldrei mögu-
leika. Danir unnu alla 10 leiki sína
á heimsmeistaramótinu og eru svo
sannarlega vel að titlinum komnir.
»4-5
Fyrsti heimsmeistara-
titill Dana
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Novak Djokovic vann sinn sjöunda
sigur á opna ástralska meistara-
mótinu í tennis þegar hann vann
öruggan sigur á Spánverjanum
Rafael Nadal í úrslitaleik í gær í
þremur settum; 6:3, 6:2 og 6:3.
Djokovic hefur þar með unnið 15
risamót á ferli sínum og
þrjú í röð. Í kvennaflokki
vann hin japanska
Naomi Osaka annað
risamót sitt í röð þegar
hún bar
sigur-
orð af
Petru
Kvitová í
úrslitaleik
í tveimur
settum. »6
15. risatitillinn hjá
Novak Djokovic
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Systkinin frá Hallgeirsstöðum í Jök-
ulsárhlíð urðu samtals 1.000 ára í
annað sinn 13. janúar síðastliðinn.
Þau urðu fyrst samtals 1.000 ára 18.
mars 2014. Þá voru 15 af 16 syst-
kinum lifandi, en annað systkini féll
frá í desember sem leið.
Hjónin Lára Stefánsdóttir og
Hrafnkell Aðalsteinn Elíasson,
bændur á Hallgeirsstöðum til 1980,
þar sem þau voru alla tíð með sauðfé
og mjólkurframleiðslu til þess að
framfleyta sér og barnahópnum,
eignuðust 16 börn, sex stúlkur og 10
drengi, á árunum 1936 til 1959.
Hrafnkell fæddist á Aðalbóli í
Hrafnkelsdal 1906 en Lára fæddist
að Háreksstöðum í Jökuldalsheiði
1918. Hann lést 1989 en hún 2009.
Afkomendur þeirra hittast jafnan á
afmælisdegi Láru, 20. janúar, bæði
á Egilsstöðum og í Reykjavík, en
hún hefði orðið 101 árs í ár.
Benedikt Hrafnkelsson, sem býr
á jörðinni og rekur Hótel Svarta-
skóg, er fæddur og uppalinn á Hall-
geirsstöðum fyrir utan níu ár á átt-
unda áratug liðinnar aldar, þegar
hann átti heima á Egilsstöðum.
„Þegar aldurinn færðist yfir for-
eldra okkar og þeir voru orðnir út-
slitnir af þrældómi við búskap og
barnauppeldi báðu þeir mig og konu
mína um að koma og taka við búinu,
en þeir fluttu til Egilsstaða,“ segir
hann.
Margt um manninn
Fyrr í mánuðinum kom fram í
Morgunblaðinu að fjórir núlifandi
systkinahópar hefðu náð 1.000 ára
samanlögðum aldri, en systkinin frá
Hallgeirsstöðum eru fyrst til þess að
ná 1.000 árum saman í tvígang. „Það
er ekki fagnaðarefni að vera orðinn
svona gamall,“ segir Benedikt, sem
er þó á besta aldri, þriðji yngstur
systkinanna. Bendir samt á að mið-
að við fjölda þeirra ætti saman-
lagður aldur ekki að koma á óvart.
Benedikt segir að gaman hafi ver-
ið að alast upp í fjölmenninu á Hall-
geirsstöðum. Þar hafi jafnframt ver-
ið heimavistarfarskóli og því hafi
önnur börn úr sveitinni reglulega
bæst við barnahópinn sem fyrir var.
„Það var líka alltaf nóg að gera í bú-
skapnum og um leið og við gátum
gert gagn vorum við látin hjálpa til,“
rifjar hann upp. „Búið var stórt og
flest verk handunnin enda tæknin af
skornum skammti á þeim tíma.“
Einn bróðirinn, Auðun Hlíðar, bjó
í Reykjavík og Sigþór á Vopnafirði,
en báðir eru látnir. Eftirlifandi
systkini búa öll á Austurlandi nema
einn bróðir á Akureyri. Beinir af-
komendur Láru og Hrafnkels eru
157 og 179 með bónusafkomendum.
Börnin 16, 42 barnabörn og þrjú
bónusbarnabörn, 88 barnabarna-
börn og 17 að auki og 11 barna-
barnabarnabörn og tvö að auki. Og
þeim fer hratt fjölgandi, að sögn
Benedikts.
Ljósmynd/Leifur Gauti Sigurðsson
Hallgeirsstaðasystkinin Efri röð frá vinstri: Haraldur 74 ára, Elís Jökull 81 árs, Benedikt 65 ára, Einar Orri 79
ára, Eiríkur Helgi 69 ára, Dvalinn 78 ára, Björgvin Ómar 60 ára og Þórarinn Valgeir 67 ára. Fremri röð frá vinstri:
Auðbjörg Halldís 70 ára, Ásta Haralda 76 ára, Stefanía 83 ára, Hulda 59 ára, Alda 66 ára og Gyða 73 ára.
Systkinin frá Hallgeirs-
stöðum aftur 1.000 ára
Lára og Hrafnkell eignuðust sextán börn í Jökulsárhlíð
Ég sleit krossbönd
og fór í fimm
liðþófaaðgerðir
Samt hljóp
ég hálft
maraþon
í sumar
verkjalaust
Jóhann Gunnarsson
– sölustjóri hjá Pennanum