Morgunblaðið - 29.01.2019, Page 1

Morgunblaðið - 29.01.2019, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 9. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  24. tölublað  107. árgangur  ÞRÍSKILDINGS- KVIKMYND BRECHTS SKOPSTÆLING, ÁDEILA OG ABSÚRDISMI PÁFINN BLAND- AÐI GEÐI VIÐ HEIMA- MENN Í PANAMA HVÍSLARINN KLÚÐRAR ÖLLU 31 HEIMUR Á FLEYGIFERÐ 12ÞÝSKT BLAND Í POKA 30 Vallarstjórar á nokkrum golfvöllum hafa brugðið á það ráð að leggja gönguskíðaspor á vellina þegar nægur snjór er, eins og raunin var eftir mikla snjókomu í fyrrinótt. Hafa áhugamenn um gönguskíði tekið vel í hinar nýju gönguskíðabrautir, eins og þessi skíðagarpur sem stikaði á skíðum sínum um Golfvöll Kópavogs og Garðabæjar í gær. Morgunblaðið/Hari Stikað um golfvöllinn á gönguskíðum  Hafnar eru rannsóknir á að- stæðum til að leggja nýjan sæ- streng frá Grinda- vík til Kilalla á vesturströnd Ír- lands. Iris yrði þriðji sæstreng- urinn á milli Ís- lands og Evrópu. Fjarskiptasjóð- ur ákvað að láta gera undirbúnings- rannsóknir og fól Farice verkið, en fyrirtækið rekur hina tvo streng- ina, þegar þjónustusamningur við fyrirtækið var endurnýjaður undir lok síðasta árs. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um framhaldið, að rannsóknum loknum. »6 Rannsaka aðstæður til lagningar sæ- strengs til Írlands Gagnaver Mikill tækjabúnaður.  Tekjur ríkisins af skattlagningu ökutækja og eldsneytis á síðasta ári námu samtals um 45 milljörðum króna. Á sama tíma var sá hluti framlaga til Vegagerðarinnar sem rann beint til vegamála í fyrra rúm- lega 28,6 milljarðar króna. Þar af fóru 11,7 milljarðar í viðhald á veg- um og 11,7 milljarðar í nýfram- kvæmdir við vegi. Þetta kemur fram í minnisblaði samgönguráðu- neytisins til umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis. »6 45 milljarðar af skattlagningu bíla Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ríflega 6.500 fleiri erlendir ríkisborg- arar fluttu til landsins í fyrra en fluttu þá frá landinu. Með því hafa um 25.500 fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá því frá árinu 2012. Til samanburðar fjölgaði íbúum um 37.500 á tímabilinu. Ef íbúafjölgunin í ár verður jafn hröð og í fyrra má ætla að landsmenn verði orðnir 360 þúsund síðla vors, eða 80 þúsundum fleiri en 2000 og 45 þúsundum fleiri en árið 2008. Samkvæmt mannfjöldaspá Hag- stofunnar, miðspá, munu ríflega 15 þúsundum fleiri flytja til landsins en frá því árin 2019 til 2022. Miðað við þróunina á þessari öld verður þorri þeirra erlendir ríkisborgarar. Nær öll ár þessarar aldar hafa enda fleiri ís- lenskir ríkisborgarar flutt frá landinu en til þess. Margir dvelja stutt á Íslandi Violeta Calian, sérfræðingur á Hagstofunni, segir rannsóknir Hag- stofunnar benda til að annar hver er- lendur ríkisborgari sem hingað flytur fari af landi brott innan tveggja ára. Vandasamt sé að spá um fjölgunina. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir mikinn launajöfnuð á Íslandi valda því að eftirsóknarvert sé fyrir ófaglærða út- lendinga að komast í störf á Íslandi, til dæmis í ferðaþjónustu. Að sama skapi fæli mikill jöfnuður menntað fólk frá Íslandi. Það leiti í betur borguð störf erlendis. „Það eru gjarnan hærri laun í út- löndum fyrir fólk með markaðsvæna menntun. Á Norðurlöndum eru það fjölþjóðleg fyrirtæki sem bjóða bestu starfstækifærin. Slíkt skortir hér- lendis að einhverju leyti.“ Íbúum fjölgaði um 37.500 frá 2012  Með sama áframhaldi verða landsmenn 360 þúsund í ár MAnnar mesti aðflutningur … » 10 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Breytingar Börn á Íslandi alast nú upp í margbreytilegra þjóðfélagi en áður. Tom Tugendhat, formaður utan- ríkismálanefndar breska þingsins, segir markmið meirihlutans að geta staðið við loforðið um að fylgja niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar um útgöngu Breta úr ESB. Bæði Evrópusambandið og Bretland hafi hag af því að ná samningi um út- gönguna. Erfitt getur reynst að ná sátt um slíkan samning í breska þinginu, en til stendur að ræða 19 breytingar- tillögur í dag; tillögur sem til þess eru fallnar að breyta í grundvallar- atriðum samningnum sem var felld- ur, að sögn Tugendhats. Ekki er hægt að útiloka að Bretar gangi úr sambandinu án samnings. »14 Morgunblaðið/Gunnlaugur Brexit Mótmælt við breska þingið. Engu nær Brexit  Útganga án samn- ings sífellt líklegri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.