Morgunblaðið - 29.01.2019, Page 9
Magnús Heimir Jónasson
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráð-
herra segir að menntun og þekking
geti leikið stórt hlutverk í að sporna
gegn falsfréttum og staðleysum á ís-
lenskum samfélagsmiðlum.
„Gagnrýnin hugsun er og verður
einn af hornsteinum íslenska skóla-
kerfisins og það er mín skoðun að
þekking sé okkar öflugasta verkfæri
gegn falsfréttum, staðleysum og hat-
ursorðræðu. Við getum gert betur í
því að fræða um einkenni, eðli og
markmið falsfrétta, það er viðvarandi
verkefni sem krefst aðkomu
margra,“ segir Lilja spurð um við-
brögð við bréfi Persónuverndar til
forsætis- og dómsmálaráðherra. Í
bréfinu er meðal annars varað við
þeim hættum sem steðja að lýðræðis-
legum kosningum vegna samfélags-
miðla. Ekki náðist í forsætisráðherra
og dómsmálaráðherra í gær við
vinnslu fréttarinnar.
Lilja segir einnig vísbendingar
uppi um að rangar eða misvísandi
fréttir ferðist nú hraðar og hafi meiri
áhrif gegnum samfélagsmiðla en
fréttir sem standast faglegar kröfur.
„Falsfréttir eru vaxandi vandamál og
útbreiðsla þeirra gerir auknar kröfur
til okkar allra um að vera vakandi
fyrir bæði beinum og óbeinum skað-
legum áhrifum sem slíkur frétta-
flutningur getur haft, t.a.m á lýðræð-
islega umræðu.“
Óska eftir samráðsvettvangi
Í bréfi til ráðherranna óskar Per-
sónuvernd eftir því að þeir hafi for-
göngu um að koma á fót samráðsvett-
vangi allra þeirra sem koma að
kosningum hér á landi, en í leiðbein-
ingum Evrópusambandsins um
hvernig tryggja megi sanngjarnar og
frjálsar kosningar er meðal annars
lagt til að stjórnvöld, stjórnmála-
flokkar og fjölmiðlar grípi til aðgerða
til að verja tölvu- og upplýsingakerfi
sín. Vitundarvakning hefur orðið um
blekkingar í kosningabaráttu í
tengslum við Cambridge Analytica,
bandarísku forsetakosningarnar og
Brexit.
Persónuvernd ákvað í kjölfar þess
að hafa kynnt sér efnistök og aðferðir
breskra kollega sinna við skoðun
Cambridge Analytica að breikka
efnistök frumathugunar stofnunar-
innar vegna þingkosninganna 2016
og 2017. Þetta segir Helga Þóris-
dóttir, forstjóri Persónuverndar, í
samtali við mbl.is.
Skýrsla Persónuverndarstofnunar
Bretlands, Information Commiss-
ioner’s Office (ICO), kom út síðast-
liðið sumar. „Þeir komust að ýmsu
vegna Cambridge Analytica, sem
hefur gjörbylt sýn persónuverndar-
stofnana Evrópu á það hvað er í
gangi á samfélagsmiðlum og hvernig
unnið hefur verið með persónu-
upplýsingar með ólögmætum hætti,“
segir Helga.
Upphaflega var lagt upp með að at-
hugun Persónuverndar myndi snúa
að félagatölum stjórnmálaflokka og
segist forstjórinn ekki geta upplýst
hvenær niðurstöður úr frumathugun
Persónuverndar liggi fyrir.
„Við erum með mjög mörg þung og
stór mál og reynum ávallt að veita
stærri málum forgang, þannig að það
er ekkert sem ég gert sagt um á
þessu stigi.“
91% notar samfélagsmiðla
Spurð hvaða máli það skipti að 91%
Íslendinga notar samfélagsmiðla
borið saman við 56% íbúa Evrópu-
sambandsins segir hún það vera
ákveðið umhugsunarefni.
„Þetta er staðreynd sem við erum
að velta fyrir okkur og höfum bent á
að geri okkur þeim mun berskjald-
aðri en önnur samfélög vegna gríðar-
lega mikillar notkunar netsins og
þeirrar staðreyndar að níu af hverj-
um tíu fullorðnum nota sama sam-
félagsmiðil,“ svarar Helga.
Skólakerfið sporni við falsfréttum
Þekking öflugasta verkfærið gegn falsfréttum, segir menntamálaráðherra Persónuvernd varar
við hættum sem steðja að lýðræðinu vegna samfélagsmiðla Íslendingar berskjaldaðri en aðrar þjóðir
Ljósmynd/Thinkstock
Falsfréttir Menntamálaráðherra segir vísbendingar um að falsfréttir dreifist hraðar en faglegar fréttir.
Falsfréttir
» Persónuvernd hefur breikkað
frumathugun sína á kosning-
unum 2016 og 2017.
» Skýrsla breskrar persónu-
verndarstofnunar um Cam-
bridge Analytica hefur breytt
sýn stofnunarinnar á sam-
félagsmiðla.
» Stjórnvöld, stjórnmála-
flokkar og fjölmiðlar grípi til að-
gerða til að verja tölvukerfi sín.
Það er um 80% ódýrara að skipta um
tímareim miðað við þann kostnað og
óþægindi sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á
tímareiminni
í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
TANGARHÖFÐA 13
577 1313 - kistufell.com
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ