Morgunblaðið - 29.01.2019, Side 11

Morgunblaðið - 29.01.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is Cuero Mariposa Hönnuðir: Bonet, Kurchan & Ferrari Hannaður 1938 Íslenskt lambaskinn Stóll verð 209.000,- Þegar frost er á fróni Þinn dagur, þín áskorunOLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Heimkaup Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri • Lífland, Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum • Kaupfélag V-Húnvetninga Borgarsport, Borgarnesi • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Hornafirði • Þernan, Dalvík Siglósport, Siglufirði • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi 100% Merino ullarnærföt Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.run.is Karlmaður hefur verið dæmdur í héraðsdómi í tveggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi og til að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 300 þúsund krónur ásamt 1,9 milljónum í málskostnað fyrir stórfelldar æru- meiðingar. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um brot gegn blygðunarsemi. Maðurinn tók mynd af fyrrverandi sambýliskonu sinni þar sem hún var sofandi ásamt öðrum karlmanni og dreifði myndinni til þriggja annarra einstaklinga á Facebook. Hafði maðurinn búið með konunni í um- ræddri íbúð, en deilt var um hvort sambúð þeirra hefði verið lokið á þessum tímapunkti. Gekkst maðurinn við því að hafa tekið myndirnar og sent þær á þrjá vini sína. Sagði hann fyrir dómi að ætlun sín hefði ekki verið að móðga konuna. Þá hefði háttsemi hans ekki stjórnast af lostugu athæfi, heldur hefði honum verið brugðið og hann viljað eiga myndina ef konan skyldi þræta fyrir að annar maður hefði gist hjá henni. Móðgaði og smánaði konuna Segir í dóminum að með hinni heimildarlausu myndatöku af brota- þola, hálfnakinni, og nöktum karl- manni, þar sem þau lágu sofandi saman í rúmi, og sendingu myndar- innar í kjölfarið hafi maðurinn móðg- að og smánað konuna. Hafi mann- inum hlotið að vera þetta ljóst og telur dómurinn skýringar hans á verknaðinum haldlitlar. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun ársins, en var fyrst birtur á vef dómstólsins í gær- dag. Morgunblaðið/Þorkell Héraðsdómur Maðurinn var fund- inn sekur um ærumeiðingar. Dæmdur fyrir stór- felldar ærumeiðingar  Smánaði fyrrverandi sambýliskonu Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í niðurstöðum skýrslu um hrygn- ingu makríls er sýnt fram á að mak- ríll klekst út, vex og dafnar á ís- lensku hafsvæði þó aðeins sé um lítið brot af heildarhrygningu makríls að ræða. Jafnframt er dregin sú álykt- un að ungviði makríls dvelji á Ís- landsmiðum yfir vetrartímann og uppvaxtarsvæði makríls séu að stækka. Björn Gunnarsson, sjávar- líffræðingur á Hafrannsóknastofn- un, segir það athyglisvert að einhver ár hafi makríll klakist og vaxið upp innan íslenskrar lögsögu. Mest hefur fundist af makrílungviði undan suð- austurströndinni, mest árin 2010 og 2014. Rannsóknin var unnin af sérfræð- ingum Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við Háskóla Íslands. Stuðst var við niðurstöður úr fjöl- þjóðlegum rannsóknarleiðöngrum á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) á hrygningu makríls í Norð- austur-Atlantshafi árin 2010 og 2013. Nýhrygnd egg suður af Eyjum Í lok júní 2010 var fjallað um hrygningu makríls í íslenskri lög- sögu í Morgunblaðinu. Í eggjaleið- angri 2013 fundust makrílegg í enn meiri mæli í íslenskri lögsögu og mun vestar og norðar en áður hafði sést. Þá fundust nýhrygnd egg um 40 mílur suður af Vestmannaeyjum. Árið 2016 var á ný farið í eggja- leiðangur og í maímánuði höfðu Færeyingar hafsvæðið suðaustur af landinu á sínu verksviði. Þéttleiki makríleggja var mestur við lögsögu- mörkin suðaustur af landinu og hrygningin þar meiri heldur en nokkru sinni áður. Færeyingar náðu hins vegar ekki að mæla núllpunkt í vestur, sem þótti benda til að hrygn- ingin hefði teygt sig vel inn í íslenska lögsögu. Á þriggja ára fresti Farið er í þessa evrópsku eggja- leiðangra á þriggja ára fresti og er verkefni ársins að hefjast við Spán og Portúgal. Ísland hafði tilkynnt þátttöku og var áætlað að fara í verk- efnið með vorinu.„Vegna niður- skurðar hefur verkefnið hins vegar verið slegið af af hálfu Hafrann- sóknastofnunar,“ segir Björn. Hann segir það bagalegt vegna þess að eggjaleiðangrar skili mikils- verðum upplýsingum og breytingar séu að verða á göngum makríls. Þannig hafi minna af makríl gengið inn í íslenska lögsögu í fyrra heldur en árin á undan og síðustu tvö árin hafi ungviði ekki sést í makrílafla. Beinar veiðar á makríl hófust hér við land árið 2007 og áratuginn á eft- ir gekk makríll bæði norðar og vest- ar en áður og magnið jókst. Þetta er talið tengjast hlýnun sjávar og þétt- leikaháðum áhrifum samfara stækk- un stofnsins. Makríllinn byrjar að hrygna í febrúar við strendur Spánar og Portúgals og síðan flyst hrygningin smám saman norður með Evrópu fram á vor með hækkandi hitastigi. Hrygningin nær venjulega hámarki í apríl-maí úti fyrir vesturströnd Ír- lands og suðvesturströnd Englands, en á sama tíma er töluverð en dreifð- ari hrygning allt frá Biskajaflóa og norður fyrir Færeyjar. Hafstraumar kortlagðir Á nyrstu svæðunum hefst hrygn- ingin seinna og stendur fram í júlí. Frá árinu 2004 hefur orðið vart við makrílungviði við suður- og vestur- strönd Íslands, segir í kynningu á niðurstöðum skýrslu um hrygningu makríls á heimasíðu Hafrannsókna- stofnunar. Í rannsókninni voru hafstraumar við suðurströnd landsins kortlagðir með aðstoð hafstraumalíkansins CODE sem þróað hefur verið við Háskóla Íslands. Makrílseiði af Ís- landsmiðum voru aldursgreind og líkt var eftir reki ungviðis frá veiði- svæði að klak- og hrygningarsvæði með því að reikna út rek með straumum aftur á bak í tíma. Makríll dafnar í lögsögunni  Bagalegt að ekki verði farið í eggja- leiðangur í vor vegna niðurskurðar Rannsóknir Björn Gunnarsson um borð í Bjarna Sæmundssyni í rannsókna- leiðangri 2016, á töluskjánum má sjá makrílegg á ýmsum þroskastigum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.