Morgunblaðið - 29.01.2019, Side 27

Morgunblaðið - 29.01.2019, Side 27
létu af störfum vegna aldurs. „Við erum ennþá eigendur að fyrir- tækinu en börnunum og okkur fannst gott að þau tækju við rekstr- inum.“ Hjördís lék handbolta með Ár- manni og einnig með liði Kvenna- skólans og reyndist það lið frámuna sigursælt. Félagsstörf hafa löngum átt hug Hjördísar og var hún lengi í Sinawik en hefur undanfarin rúm 25 ár verið í Oddfellow. „Áhugamál mín hafa verið garð- yrkjustörf – einkum við sumar- bústað fjölskyldunnar við Norðurá í Borgarfirði en undanfarin 25 ár hef ég stundað golf af kappi, ekki síst í sólarlöndum þar sem við hjónin höfum dvalið langdvölum.“ Fjölskylda Eiginmaður Hjördísar er Krist- mann Örn Magnússon, f. 30.5. 1937, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pfaff hf. Foreldrar: Magnús Þorgeirsson, stórkaupmaður og stofnandi Pfaff, f. 1902, d. 1983, og Ingibjörg Kaldal Jónsdóttir, 1903, d. 1986, húsfreyja. Börn: 1) Magnús Ingi, f. 9.3. 1958, þjónustustjóri Pfaff hf. Hann er giftur Rebekku Kristjánsdóttur og búa þau á Stekkjarhóli í landi Grjót- eyrar við Meðalfellsvatn. Börn: Kristmann Örn, f. 28.4. 1990, starfar við sölustörf í ELKO, og Sólveig Eva, f. 12.12. 1991, starfar við leik- list og módelstörf í New York 2) Margrét Þóra, framkvæmdastjóri Pfaff hf., f. 24.2. 1962. Hún er gift Sigurjóni Alfreðssyni, innkaupafull- trúa hjá Íslenskum aðalverktökum. Börn: Sindri Már Kaldal, f. 22.5. 1992, hugbúnaðarverkfræðingur og starfar hjá WOW og er í sambúð með Helgu Þórðardóttur, og Birta Dís Kaldal, f. 8.5. 1995, er í fram- haldsnámi í viðskiptafræði; 3) Birgir tölvufræðingur, f. 4.8. 1969, hugbún- aðarfræðingur hjá Centara. Hann er giftur Ingu Birnu Eiríksdóttur, fagstjóra sérkennslu við Lindaskóla í Kópavogi. Börn: Salka Kaldal, f. 7.10. 2005, nemi í Garðaskóla, og Sölvi Kaldal, f. 22.8. 2007, nemi í Hofsstaðaskóla Hálfsystkini: Guðrún Egilsdóttir húsmóðir, Alda María Magnús- dóttir, kirkjuvörður við Árbæjar- kirkju, Sævar Magnússon (látinn), og Gunnar Magnússon, fyrrverandi sjómaður. Uppeldissystkini: Magn- ea J. Þorsteinsdóttir (látin), Sig- urður Hólm Þorsteinsson (látinn), Guðmundur Þorsteinsson (Immi) (látinn). Foreldrar: Anna M. Þorbergs- dóttir, f. 25.5. 1919, d. 5.7. 1975, hús- freyja í Reykjavík, og Magnús Benjamínsson, f. 31.3. 1918, d. 17.10. 1948, sjómaður í Reykjavík, drukkn- aði. Fósturforeldrar: Hjónin Mar- grét S. Magnúsdóttir, f. 25.11. 1909, d. 27.1. 1993, húsfreyja í Reykjavík, og Þorsteinn B. Jónsson málari, f. 19.7. 1908, d. 16.7. 1984, málari í Reykjavík. Úr frændgarði Hjördísar Magnúsdóttur Hjördís Magnúsdóttir Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja í Rvík Jens Jörgen Þórðarson sjómaður í Rvík Sigríður Jensdóttir húsfreyja í Rvík Anna M. Þorbergsdóttir húsfreyja í Rvík Þorbergur Halldórsson verkamaður í Rvík Sigurbjörg Oddleifsdóttir húskona í Vogaseli og Króki í Garði Halldór Benjamín Jónsson sjómaður á Akranesi Kjartan Benjamínsson skrifstofumaður í Rvík Sigríður Þor- bergsdóttir húsfreyja í Rvík Auður Sigfriedsdóttir húsfreyja í Rvík Bryndís Scheving kennari í Hörðu- vallaskóla ónína Þorbergsdóttir húsfreyja í Rvík JHans Jenssonsaxófónleikari í Lúdó sextettinum Gísli Benjamínsson múrari í Rvík ára Margrét ísladóttir fv. ritari í Rvík L G Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir athafnakona í Rvík Hörður Benjamín Þorbergsson sjómaður í Rvík Sævar Halldórsson barnalæknir Þorbergur alldórsson . formaður ÍR H fv Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins Margrét Kristjánsdóttir húsfreyja á Akranesi Sveinbjörn Þorvarðsson sjómaður á Akranesi Margrét Sveinbjörnsdóttir húsfreyja í Rvík Benjamín Jón Gíslason múrari og skipstjóri í Rvík Þórunn Guðrún Benjamínsdóttir húsfreyja í Rvík Gísli Pétur Magnússon múrarameistari í Rvík Magnús Benjamínsson sjómaður í Rvík Hjónin Hjördís og Kristmann. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019 Ég sleit krossbönd og fór í fimm liðþófaaðgerðir. Samt hljóp ég hálft maraþon í sumar verkjalaust. Jóhann Gunnarsson – sölustjóri hjá Pennanum Snorri Jónsson fæddist í janúar1683, en ekki er vitað um nán-ari dagsetningu eða hvar hann fæddist. Hann var sonur Jóns Magnús- sonar, f. 1662, d. 7.12. 1738, prests í Hjarðarholti og síðar sýslumanns í Dalasýslu. Foreldrar Jóns voru hjónin Magnús Jónsson prestur á Kvennabrekku, síðar sýslumaður í Dalasýslu, og Guðrún Ketilsdóttir húsfreyja og var Snorri því bróður- sonur Árna Magnússonar prófess- ors. Snorri var launsonur Jóns og var móðir hans vinnukona, Katrín Snorradóttir, f. 1650, og var hún vinnukona hjá Jóni sýslumanni í Búðardal í manntalinu 1703. For- eldrar hennar voru hjónin Snorri Guðmundsson, bóndi á Hnapps- stöðum í Laxárdal, og Guðrún Snorradóttir. Snorri ólst upp með föður sínum en fór í Skálholtsskóla 19 ára að aldri og varð stúdent 1705. Hann var síðan í þjónustu Jóns Vídalín bisk- ups en fór út í nám í Kaupmanna- hafnarháskóla 1708, tók guðfræði- próf og fékk 2. einkunn. Snorri kom svo heim og varð kon- rektor á Hólum 1711 og rektor 1714. Hinn 2.7. 1717 var hann vígður prestur að Helgafelli en þurfti að af- salaði sér því vegna of bráðrar barn- eignar með konu sinni. Hann fékk uppreisn 1718 og fékk Helgafell aft- ur í september 1719, en gegndi rekt- orsstöðunni til 1720. Það ár fluttist hann í Helgafellssveit og gegndi prestsembættinu á Helgafelli allt til 1753. Hann var prófastur í Snæfells- nesprófastsdæmi 1720-1738. Snorri þótti vel lærður, var latínu- skáld og stundaði lækningar. Kona Snorra var Kristín Þorláks- dóttir, f. 1683, d. 1752, dóttir Þorláks Ólafssonar prests á Miklabæ í Blönduhlíð. Þau áttu fjölda barna, þar á meðal Jón Snorrason sýslu- mann í Hegranesþingi, Gísla Snorrason prófast í Odda og Gunn- laug Snorrason prest og skáld á Helgafelli. Snorri lést 29. janúar 1756. Merkir Íslendingar Snorri Jónsson Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Helgafellskirkja á Snæfellsnesi. 90 ára Kári Pálsson Þormar 85 ára Eyrún Óskarsdóttir Guðbjörg Salvör Júlíusd. Halla Magnúsdóttir 80 ára Bjarni Þjóðleifsson Helga Þórólfsdóttir Hjördís Magnúsdóttir Steinn Magnússon Valdimar Ólafsson 75 ára Ingimundur Ingimundarson Ingvi Ingiþórs Ingason Jeanette Anna Snorrason Sigrún Sigurðardóttir 70 ára Ásdís Sigurgestsdóttir Halldór I. Stefánsson Kristján Gestsson Ólöf Jóhannsdóttir 60 ára Ásta Ástþórsdóttir Bergur Bjarni Karlsson Bjarni Eyjólfur Olgeirsson Björn Jónsson Boguslawa Anna Florczak Emilía Kristín Gunnþórsd. Friðrik Björnsson Guðrún Jóhannsdóttir Hafdís Gísladóttir Maria Magdalena Sissing Páll Rafnsson Sigurður Óli Björgólfsson Svanur Ólafsson Viðar Eysteinsson 50 ára Alma Jóhanna Árnadóttir Ástríður Ásgeirsdóttir Baldur A. Sigurvinsson Bragi Baldursson Bryndís Malla Elídóttir Eiður Baldursson Finna Guðrún Ragnarsd. Guðmundur H. Friðbjörnss. Guðrún Pálína Jóhannsd. Hjalti Elís Einarsson Ilva Petersone Jóhanna S. Vilbergsdóttir Ómar Svavarsson Ragna Björk Ragnarsdóttir Sumarliði Kristján Jónsson Vignir Þór Bjarnason 40 ára Anna Sigríður Grétarsdóttir Anna Ýr Sveinsdóttir Árný Þórarinsdóttir Brynhildur Elvarsdóttir Elísa Sóley Magnúsdóttir Erna Guðmundsdóttir Eva Gunnarsdóttir Guðrún Erla Sigurðardóttir Halldór Vilberg Torfason Kjartan T. Hjörvar Kristín Björg Jakobsdóttir Ólöf Helga Sigurðardóttir Ragna Kristín Árnadóttir Romas Raudonis Ulrika Palts 30 ára Atli Rafn Meldal Hreinsson Bjarni Freyr Rúnarsson Dariusz Sobolewski Erla Dröfn Kristjánsdóttir Hrannar Árni Barkarson Íris Fönn Pálsdóttir Kamila Józefowicz Robert Alexander Askew Rögnvaldur L. Magnússon Shafagh Pirouz Símon Bergur Sigurgeirss. Viktoras Pikevicius Þorsteinn Björnsson Þórir Rafnar Rúnarsson Til hamingju með daginn 40 ára Árný er Reykvík- ingur og er arkitekt hjá STÁSS arkitektum. Maki: Ragnar Jónsson, f. 1979, einn eigenda aug- lýsingastofunnar Tvist. Börn: Iðunn, f. 2005, Þórdís, f. 2009, og Una, f. 2014. Foreldrar: Þórarinn Klemensson, f. 1947, við- skiptafræðingur, og Ásdís Sigurgestsdóttir, f. 1949, kennari. Þau eru búsett í Reykjavík. Árný Þórarinsdóttir 40 ára Brynhildur ólst upp á Húsavík en býr á Akureyri. Hún er bráða- hjúkrunarfr. á bráða- móttökunni á Akureyri. Maki: Friðrik Jónsson, f. 1975, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður. Börn: Nína Björk, f. 1998, Katla Björk, f. 2005, og Leó, f. 2007. Foreldrar: Elvar Elíasson, f. 1958, bús. á Akranesi, og Brynja Björk Halldórs- dóttir, f. 1962, bús. í Kjós. Brynhildur Elvarsdóttir 40 ára Ragna er Keflvík- ingur og er leikskólakenn- ari í Vesturbergi. Maki: Jóhann Víðir Númason, f. 1968, bygg- ingartæknifr. hjá Víðsjá. Börn: Agnes Lovísa, f. 2011, Tómas Árni, f. 2015. Stjúpsynir: Óskar Freyr, f. 2000, og Guðjón Fannar, f. 2005. Foreldrar: Árni Ingi- mundarson, f. 1950, d. 2013, og Kristbjörg Jón- ína Magnúsdóttir, f. 1959. Ragna Kristín Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.