Morgunblaðið - 29.01.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.01.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019 Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18 Fjölskyldufyrirtæki frá 1953 Þú kemur með fjórar flíkur en greiðir fyrir þrjár (ódýrasta flíkin frítt) 4 3fyrir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þrátt fyrir kalsaveður undanfarið hefur verið líflegt í hvalaskoðun frá Reykjavík og Akureyri að undanförnu, að sögn Rannveigar Grétarsdóttur, stjórnarformanns Eldingar. Hún segir að janúar virðist ætla að verða jafn góður og eins og best gerðist í janúar 2015 og 2016, sem voru toppmánuðir. Kuldinn sé lítið vandamál því far- þegum sé boðið að klæðast vinnu- flotgöllum, sem hlífi vel gegn vetrarríkinu. „Við höfum verið heppin með veður síðustu vikur og alveg sérstaklega heppin með það að í tæpa tvo mánuði hafa þrír hnúfu- bakar verið í Kollafirði, gjarnan í grennd við Lundey,“ segir Rann- veig. „Það hefur nokkurn veginn verið á vísan að róa í ferðunum að undanförnu. Hnúfubakana má þekkja í sund- ur á sporðinum og stundum höfum við séð þá alla, en stundum bara einn í ferð. Við höfum örsjaldan þurft að leita fyrir okkur utar á flóanum og síðasti laugardagur er ein af fáum undantekningum. Þá sáum við bara nokkrar hnísur, sem teljast varla með, og farþegar fengu endurkomumiða til að koma aftur síðar.“ Fólk af flestu þjóðerni Eðli málsins samkvæmt er hvalaskoðun mjög háð veðri. Rann- veig segir að nú í janúar hafi varla þurft að fella niður hvalaskoðunar- ferð vegna veðurs, en t.d. í febrúar í fyrra hafi hátt í helmingi ferða verið aflýst vegna veðurs. Norður- ljósaferðir hafi hins vegar verið erfiðar í ár, ekki hafi verið mikið um norðurljós og oft skýjað. Hún segir að fólk af flestu þjóð- erni sæki í hvalaskoðun, en Bretar, Bandaríkjamenn og Þjóðverjar hafi verið áberandi. Út janúar verði aðeins ein ferð á dag á veg- um Eldingar, en með lengri sólar- gangi fjölgi ferðum og strax í febr- úar verði boðið upp á tvær ferðir á dag. Rannveig segir að í fyrra hafi orðið rúmlega 10% samdráttur í hvalaskoðun frá Reykjavík. Leið- inlegt veður hafi þar átt stóran þátt, en einnig sterkt gengi sem hafi gert það að verkum að fólk hafi sparað við sig. Ljósmynd/Guðlaugur Ottesen Hvalaskoðun Hnúfubakarnir í grennd við Lundey á Kollafirði hafa glatt ferðamenn í hvalaskoðun undanfarið. Á vísan að róa í hvalaskoð- un þrátt fyrir kalsaveður  Hnúfubakar í Kollafirði  Varla þurft að fella niður ferð Baldur Arnarson baldura@mbl.is Uppbygging nýs íbúðahverfis á Sel- tjarnarnesi gæti hafist undir lok ársins ef áform fjárfesta ganga eftir. Um er að ræða svonefnda Bygggarða vestast á Nesinu. Fasteignaþróunarfélagið Landey á stóran hluta lóðanna austast á svæðinu. Svæðið hefur í áratugi ver- ið notað undir léttan iðnað. Borgar- plast var þar með aðstöðu, ásamt því sem þar voru m.a. smiðjur og bíla- verkstæði. Hafa flestar þessara bygginga verið rifnar. Var samþykkt árið 2013 Deiliskipulag undir íbúðabyggð á svæðinu var samþykkt árið 2013. Uppbygging samkvæmt því deili- skipulagi hófst hins vegar ekki. Nú er verkefnið aftur komið á rekspöl. Hafa eigendur svæðisins látið vinna nýtt deiliskipulag sem verður kynnt íbúum og svo tekið til umfjöll- unar hjá Seltjarnarnesbæ. ASK arkitektar hafa unnið nýja deiliskipulagið fyrir Landey en Páll Gunnlaugsson arkitekt mun kynna breytt skipulag á íbúafundi í hátíðarsal Gróttu kl. 17.00 á fimmtu- dag. Páll segir að með breytingunum fjölgi íbúðum í Bygggörðum úr 144 í 196. Byggingarmagnið aukist ekki frá fyrra skipulagi heldur séu íbúð- irnar minni. Þær séu nú að meðaltali 120 fermetrar en hafi áður verið 147 fermetrar. Flest húsin verði lágreist og lítil fjölbýlishús en við Norður- strönd verði þrjú stærri fjölbýlishús með inngörðum til suðurs. Þá verði einnig minni sérbýlishús í hverfinu. Páll segir hönnun geta hafist þeg- ar deiliskipulagið hefur verið sam- þykkt, vonandi í vor eða haust. Raunhæft sé að hefja framkvæmdir fyrir áramót eða í byrjun árs 2020. Íbúar Seltjarnarness voru tæp- lega 4.600 í byrjun síðasta árs en íbúafjöldinn hefur haldist stöðugur. Að sögn Páls má reikna með tveimur íbúum í íbúð en samkvæmt því gætu um 400 manns búið í nýja hverfinu. Með því myndi íbúum fjölga um 9% í um fimm þúsund. Kynna nýtt hverfi á Seltjarnarnesi Teikning/ASK arkitektar Horft til austurs Á þessari samsettu mynd má sjá hvernig arkitektar sjá fyrir sér Bygggarða á Seltjarnarnesi. Bygggarðar Seltjarnarnesi Se fga rða r Lo ft m yn di r e hf . Norðurströnd Bygg- garðar Mannfjöldaþróun á Seltjarnarnesi 1998-2018 1998 2003 2008 2013 2018 4.575 4.602  Fjárfestar kynna nýtt skipu- lag í Bygggörðum Saksóknari í Shooters-málinu svo- nefnda fór fram á að Artur Pawel Wisock, sem er ákærður fyrir stór- fellda líkamsárás og að hafa hrint dyraverði á skemmtistaðnum Shooters 26. ágúst, yrði dæmdur í nokkurra ára fangelsi. Sagði saksókn- ari í samtali við mbl.is í gær að hann hefði ekki nefnt ákveðinn árafjölda heldur vísað til fyrri dómafordæma varðandi refsingu. Þá var farið fram á sex til níu mán- aða fangelsi að lágmarki yfir Dawid Kornacki fyrir þátt hans í árásinni á dyravörðinn. Aðalmeðferð í máli Wis- ocks og Kornacki lauk í gær, en þeir voru ákærðir fyrir sérstaklega hættu- lega líkamsárás, með því að hafa í fé- lagi við tvo óþekkta karlmenn veist með ofbeldi að dyraverði á Shooters, en hann lamaðist fyrir neðan háls eft- ir árásina. Saksóknari vísaði meðal annars til fordæmis í máli frá árinu 2015, þar sem tveir árásarmenn voru dæmdir í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa greitt fórnarlambi sínu þrjú hnefa- högg sem höfðu varanlegar afleiðing- ar og sagði saksóknari að miðað við þann dóm ætti refsing Wisocks að vera þyngri, miðað við þær afleiðing- ar sem árásin á dyravörðinn hafði. Farið fram á þungar refsingar fyrir árás  Aðalmeðferð lokið í Shooters-máli Morgunblaðið/Eggert Shooters-mál Saksóknari fer fram á nokkurra ára fangelsi yfir Wisock.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.