Morgunblaðið - 29.01.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019
nýjasti Atlantshafsstrengurinn til
Ameríku, Aec-1. Gert er ráð fyrir að
strengurinn haldi áfram til Dyflinn-
ar og þjónustuafhending færi fram
þar.
Fjölmargir möguleikar eru til að
áframtengja til Lundúna þar sem
Farice er að koma sér fyrir á nýjum
stað, Slough vestur af Lundúnum.
Þetta grundvallast þó á því að Far-
ice taki að sér að leggja strenginn.
„Leggjum þetta til málanna“
„Við erum að kynda undir að eitt-
hvað gerist. Leggja þetta til mál-
anna ef einhver vill taka við
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hafinn er undirbúningur að lagn-
ingu fjarskiptasæstrengs til Írlands,
Iris, en hann yrði þá þriðji sæ-
strengurinn frá Íslandi til Evrópu.
Rannsóknarskip á vegum Farice á
að ljúka kortlagningu sjávarbotns
síðla sumars. Engin ákvörðun hefur
þó verið tekin um framhaldið, hvort
ríkið muni fela Farice að leggja
strenginn eða einkaaðilar komi að
verkefninu.
Við endurnýjun þjónustusamn-
ings sem fjarskiptasjóður gerði við
Farice, fyrirtækið sem rekur
strengina sem tengja Ísland við
Evrópu, Farice-1 og Danice, tók
Farice að sér að hefja undirbúning
að lagningu nýs sæstrengs. Vinna
við undirbúning er þegar hafin. Gert
er ráð fyrir að rannsóknarskip ljúki
kortlagningu sjávarbotns síðla sum-
ars og að niðurstöður rannsókna
ársins liggi fyrir í kjölfarið. Sam-
kvæmt samningnum er gert ráð fyr-
ir að kostnaður við rannsóknina
verði 1,9 milljónir evra sem svarar
til 260 milljóna á gengi krónunnar
núna.
Heildarkostnaður við lagningu
strengsins verður þó margfalt meiri,
eða 4-5 milljarðar króna.
Grindavík-Killala
Örn Orrason, yfirmaður sölu- og
viðskiptaþróunar Farice, segir að
fyrsta skref undirbúnings sé að velja
landtökustaði, bæði hér og í Evrópu.
Miðað er við að strengurinn komi á
land á ströndinni á milli Reykjanes-
vita og Grindavíkur, væntanlega í
Suðurvík eða Mölvík. Hann segir að
staðurinn hafi verið valinn fyrir
nokkrum árum í samráði við útvegs-
menn og einnig sé nauðsynlegt að
taka tillit til jarðfræðilegra að-
stæðna í sjó og á landi. Sjómenn telji
að þessi staðsetning hafi minnst
áhrif á fiskveiðar. Þá virðist botninn
þar ekki eins grýttur og þegar kom-
ið er austar, nær Þorlákshöfn. Ef
farið er austar þarf að fara yfir Dan-
ice sem kemur í land í Landeyjum
og ekki er áhugi á að vera út af eld-
gosasvæðum, eins og til dæmis
Kötlu. Hornafjörður er of langt frá
helstu gagnaverum sem eru á
höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.
Stutt er að tengja strenginn beint
við gagnaverin í Reykjanesbæ með
ljósleiðara. Tenging við höfuð-
borgarsvæðið gæti farið um Reykja-
nesbæ eða Grindavík.
Suður- eða vesturströnd Írlands
er talin ákjósanlegur viðtökustaður í
Evrópu, til þess að ekki þurfi að fara
um Írska hafið þar sem mun meiri
hætta er á að sjómenn slíti strengi.
Aðrir staðir á Bretlandseyjum koma
til greina. Örn segir að nú sé unnið
með bæinn Killala á Írlandi sem
mögulegan lendingarstað. Þaðan fer
boltanum,“ segir Páll Jóhann Páls-
son, formaður stjórnar fjar-
skiptasjóðs. Hann segir að ekki hafi
verið ákveðið að Farice verði falið að
leggja strenginn.
Fulltrúar notenda hafa talið æski-
legt að fá einkafyrirtæki að lagningu
sæstrengja til að tryggja sam-
keppni. Margir hafa kannað mögu-
leikana en ekkert orðið úr.
Þörf er talin á lagningu nýs sæ-
strengs, bæði af öryggisástæðum og
til að auka flutningsgetu strengj-
anna, en að gæti þrengt eftir nokkur
ár. Fyrirtæki sem eru að huga að
viðskiptum við Ísland telja nauðsyn-
legt að hafa þrjá strengi. Farice-1
var lagður á árinu 2003 og Danice
sex árum síðar. Talið er einstakt að
þeir hafi enn ekkert bilað en hættan
á bilunum eykst vitaskuld eftir því
sem strengirnir eldast.
Flutningsgeta sæstrengja hefur
aukist mikið. Farice-1 getur flutt
átta terabit á sekúndu, Danice 36
terabit en nýi strengurinn mun geta
borið 60-160 terabit en flutnings-
getan fer meðal annars eftir því
hvað mörg sæstrengjapör verða lögð
í hann. Örn segir að fjögur sæ-
strengjapör með miðlungsgetu
myndu duga Íslandi. Hann getur
þess að ekki séu mörg fyrirtæki í
heiminum sem þyrftu bandvídd um-
fram það og ef þau myndu setja upp
starfsemi á Íslandi gætu þau alveg
eins viljað leggja eigin sæstreng,
eins og raunin er með Hafmeyjuna
(Aec-2) á milli Danmerkur og Am-
eríku sem Facebook og Google
standa að með öðrum.
Notendur líta einnig til verðskrár
sæstrengja. Örn segir að verðskráin
þurfi að vera samkeppnishæf í al-
þjóðlegum samanburði. Stofnkostn-
aður ráði mestu um verðið. Einnig
þurfi að gæta að því að vera með lág-
an breytilegan kostnað við tenging-
ar hér og erlendis. Það mætti meðal
annars gera með því að tengjast í
Dyflinni og Lundúnum, þar sem
meiri samkeppni er en á mögulegum
landtökustöðum.
Hafinn undirbúningur að
sæstreng héðan til Írlands
Fjarskiptasjóður felur Farice að hefja undirbúning og gera botnrannsóknir
FARICE-1
Greenland
Connect
AEC-2
(3. ársfj. 2019)
AEC-1 (2016)
DANICE
Heimild: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSæstrengur til Írlands
ÍRLAND
Killala
ÍSLAND
Vestan við
Grindavík
Möguleg leið nýs
fjarskipta-sæstrengs
(IRIS) milli Íslands
og Írlands
Litið er á það neikvæðum augum af mögulegum við-
skiptavinum gagnavera að einungis eitt fyrirtæki, Far-
ice, bjóði nettengingar við umheiminn. Auk þess er
bandvídd dýrari hér en í samkeppnislöndum. Þetta kom
fram í úttekt KPMG sem sagt var frá hér í blaðinu í mars
á síðasta ári. Fram kom að samkeppnisforskotið sem Ís-
land hafði, að bjóða upp á rafmagn á hagstæðara verði,
væri að hverfa. Höfundar skýrslunnar töldu ákjósanleg-
ast að tveir fjarskiptastrengir væru í einkaeigu og sá
þriðji væri í eigu ríkisins og tryggði áreiðanlega og hagkvæma varateng-
ingu við umheiminn. Næstbesti kosturinn væri að greiða fyrir því að
einkaaðilar fjárfesti í þriðja neðansjávarkaplinum til Evrópu.
Verði í höndum einkaaðila
SKÝRSLA KPMG UM SÆSTRENGI OG GAGNAVER
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Tekjur ríkisins af skattlagningu öku-
tækja og eldsneytis á nýliðnu ári
námu samtals rúmlega 45,1 milljarði
króna. Þar af vega tekjur af olíu-
gjaldinu þyngst en þær voru 11,9
milljarðar króna.
Á sama tíma var sá hluti framlaga
til Vegagerðarinnar sem rann beint
til vegamála á síðasta ári rúmlega
28,6 milljarðar kr. 11,7 milljarðar
fóru þar af í viðhald á vegum og 11,7
milljarðar í nýframkvæmdir við vegi.
Þessar upplýsingar koma fram á
nýju minnisblaði samgönguráðu-
neytisins til umhverfis- og sam-
göngunefndar Alþingis. Nefndin
óskaði eftir að ráðuneytið tæki sam-
an upplýsingar um heildartekjur og
gjöld vegna bifreiða en fram kemur í
svari ráðuneytisins að spurningarn-
ar séu mjög umfangsmiklar,
skammur tími gefinn til verksins og
ekki unnt að svara þeim öllum.
Ráðuneytið tók m.a. saman nýj-
ustu upplýsingar um skattlagningu
bíla og eldsneytis eins og fyrr segir
og skilaði t.a.m. vörugjald á ökutæki
8.950 milljónum kr. í ríkissjóð, bif-
reiðagjaldið skilaði 7.350 milljónum í
tekjur í fyrra, kolefnisgjald af bens-
íni rúmum 1,4 milljörðum og kol-
efnisgjald af dísilolíu er talið hafa
skilað rúmum 1,8 milljörðum.
525 milljóna skráningargjöld
Fram kemur að skv. upplýsingum
Samgöngustofu er gert ráð fyrir að
innheimt skráningargjöld ökutækja
verði 525 milljónir á yfirstandandi
ári og að tekjur af umferðaröryggis-
gjaldi verði 170 milljónir kr. á árinu
2019. Tekið er fram á minnisblaðinu
að sundurliðaðar kostnaðartölur
vegna umferðar bíla liggi ekki fyrir
en bent er á úttektir sem gerðar
voru fyrir nokkrum árum þar sem
m.a. fram kom að talið er að heildar-
kostnaður vegna umferðarslysa hafi
verið 10 til 40 milljarðar kr.
Bíla- og eldsneytisskattar 45,1 milljarður
Framlög til Vegagerðarinnar sem runnu beint til vegamála
voru 28,6 milljarðar króna í fyrra samkvæmt minnisblaði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umferð Tekjur af olíugjaldi voru
11,9 milljarðar á seinasta ári.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Úlfar Lúðvíksson, formaður Lög-
reglustjórafélags Íslands, segir að
stuttur skipunartími lögreglustjóra
geti haft áhrif á ákvörðunartöku
þeirra. Á þetta er m.a. bent í
skýrslu GRECO, samtaka ríkja
gegn spillingu, frá árinu 2018. Úlfar
segir félagið hafa bent á þetta en
ekki fengið viðbrögð frá ráðuneyt-
inu enn sem komið er, en lögreglu-
stjórar eru skipaðir í fimm ár í
senn.
„Lögreglustjórar gefa út flest
ákæruskjöl á Íslandi. GRECO er að
benda á að það er óheppilegt, þegar
lögreglustjórar fara jafnframt með
ákæruvald, að skipunartími þeirra
sé þetta stuttur. Það geti haft áhrif.
Ég, sem formaður Lögreglustjóra-
félagsins, óskaði eftir því að þessi
skýrsla yrði birt eins og mælst er til
í þessum úttektum. Allt sem þarna
stæði yrði birt og kynnt almenningi
en það hefur ekki verið orðið við
því,“ segir Úlfar.
Lögreglustjórar gætu átt von á
að fá bréf um að staða þeirra verði
auglýst þegar sex mánuðir eru í lok
skipunartíma. Að sögn Úlfars gæti
það haft áhrif á störf lögreglustjóra.
„Þannig að ef ráðherra tekur
ákvörðun um að auglýsa stöðu lög-
reglustjóra þá gerir hann ekkert
sem kemur í veg fyrir það. Það get-
ur leynt og ljóst haft áhrif á sjálf-
stæða ákvörðunartöku lögreglu-
stjórans.“
Vald ráðherra aukist
Laun lögreglustjóra eru nú
ákvörðuð af fjármálaráðuneytinu,
eftir niðurfellingu kjararáðs, en ein
af ábendingum GRECO-skýrsl-
unnar er að vald stjórnvalda yfir
lögreglunni sé of mikið.
Úlfar segir félagið hafa bent á að
þetta fyrirkomulag sé óheppilegt.
Lögreglustjórar vilji mun frekar
heyra undir sjálfstæða nefnd en að
pólitískt skipaðir einstaklingar fjalli
um laun þeirra hverju sinni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lögreglan Laun lögreglustjóra
heyra nú undir ráðherra.
Gæti haft
áhrif á
ákvarðanir
Stutt skipun
lögreglustjóra