Morgunblaðið - 29.01.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019
ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI
Höfðahöllin og Lúxusbón gefa bíl
á Facebook 2. febrúar.
TAKTU ÞÁTT!
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Höfðahöllin
og Lúxusbón
á facebook
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Rúmlega 6.500 fleiri erlendir ríkis-
borgarar fluttu til landsins í fyrra en
fluttu frá landinu. Það er annar mesti
aðflutningur erlendra ríkisborgara,
umfram brottflutta, í sögunni. Met-
árið er 2017, þegar um 7.900 fleiri er-
lendir ríkisborgarar fluttu til landsins
en frá því.
Þetta varð ljóst þegar Hagstofan
birti bráðabirgðatölur um búferla-
flutninga á fjórða fjórðungi í fyrra.
Fluttu þá 2.110 erlendir ríkisborgarar
til landsins en 1.200 frá því. Samtímis
fluttu um 470 íslenskir ríkisborgarar
til og frá landinu og er sá flutnings-
jöfnuður því hlutlaus.
Fjölgaði landsmönnum milli ára úr
348.450 í 357.050, eða um 8.600.
Sé litið til áranna 2015-18 hafa um
21.360 fleiri erlendir ríkisborgarar
flutt til landsins en frá því og á sú
þróun mikinn þátt í íbúafjölgun.
Er aðflutningurinn síðustu ár orð-
inn umtalsvert meiri en á þenslu-
árunum fyrir efnahagshrunið. Það
vaxtarskeið var auðvitað styttra.
Á hinn bóginn fluttu um 1.130 fleiri
íslenskir ríkisborgarar frá landinu á
þessum árum en frá því. Sú staðreynd
vekur athygli með hliðsjón af því að
síðustu ár hafa verið einhver þau hag-
felldustu í sögunni m.t.t. meðaltals
kaupmáttar og vinnuframboðs.
Rúmlega 15 þúsund til 2022
Hagstofan birti í október mann-
fjöldaspá til næstu 50 ára. Þar er m.a.
að finna spá um fjölda aðfluttra og
brottfluttra á tímabilinu.
Samkvæmt henni verða aðfluttir
umfram brottflutta alls rúmlega 15
þúsund á tímabilinu 2019-2022.
Þróunin mun hins vegar snúast við
2023-2027 þegar um 13.500 fleiri
munu flytja frá landinu en til þess. Á
tímabilinu frá 2028 er því svo spáð að
rúmlega 900 fleiri muni flytja til
landsins en frá því að jafnaði á ári.
Violeta Calian, sérfræðingur á
Hagstofunni, segir rannsóknir Hag-
stofunnar benda til að annar hver að-
fluttur erlendur ríkisborgari sé farinn
af landi brott innan tveggja ára.
Hún bendir á að hluti erlendra
ríkisborgara sem flytja til landsins
setjist hér að og verði íslenskir ríkis-
borgarar. Með því séu þeir ekki leng-
ur taldir erlendir ríkisborgarar.
Með þetta tvennt og fleiri atriði í
huga sé erfitt að spá um fjölgun er-
lendra ríkisborgara vegna aðflutn-
ings. Þá bendi rannsóknir Hagstofu
Íslands til að aðfluttum erlendum
ríkisborgurum fjölgi mikið í upp-
sveiflu. Þetta snúist við í niðursveiflu.
Horft til lengri tíma megi því ætla að
aðflutningur muni minnka.
Ásgeir Jónsson, dósent og forseti
hagfræðideildar Háskóla Íslands,
segir mannfjöldatölur Hagstofunnar
enn eina vísbendingu um að Íslend-
ingar búi við „kerfisbundinn, nei-
kvæðan flutningsjöfnuð“.
„Það tengist því að einhverju leyti
því lögmáli í hagfræði að stórir
byggðakjarnar draga að sér fólk – það
endurspeglast m.a. í miklum hækkun-
um á fasteignaverði ytra. Við finnum
fyrir þessum segulkrafti hér. Þegar
fólk aflar sér sérhæfðrar menntunar
er líklegt að það sjái mest tækifæri
hjá alþjóðlegum stórfyrirtækjum í
stórborgum. Sömu kraftar og drógu
fólk frá landsbyggðinni til Reykja-
víkur eru nú að draga fólk frá Reykja-
vík til New York, London og sam-
bærilegra borga. Á slíkum stöðum
geta stórfyrirtæki í mörgum tilfellum
boðið betri starfskjör en fyrirtæki á
Íslandi. Staðan hér er þó ekki jafn
slæm og í Færeyjum að þessu leyti.“
Varasamur jöfnuður
Ásgeir bendir á að mikill launajöfn-
uður á Íslandi valdi því að eftir-
sóknarvert sé fyrir ófaglærða útlend-
inga að komast í störf á Íslandi.
Síðustu ár hafi einnig orðið til mörg
störf í ferðaþjónustu og byggingar-
iðnaði á Íslandi fyrir ófaglært fólk. Að
sama skapi fæli of mikill jöfnuður
menntað fólk frá Íslandi.
„Það eru gjarnan hærri laun í út-
löndum fyrir fólk með markaðsvæna
menntun. Á Norðurlöndum eru það
fjölþjóðleg fyrirtæki sem bjóða bestu
starfstækifærin. Slíkt skortir hér-
lendis að einhverju leyti. Fjármagns-
höftin hafa í þessu efni unnið mikinn
skaða og skorið á alþjóðavæðingu ís-
lensks viðskiptalífs. Mörg fyrirtæki
reyndu að komast úr landi,“ segir
Ásgeir.
Hann telur áhrifa þessa gæta enn.
Íslenskur vinnumarkaður sé einnig
orðinn mun opnari en áður og ungt
fólk líklegra til þess að leita út fyrir
landið ef góð störf eru í boði.
Annar mesti aðflutningur sögunnar
Búferlafl utningar frá Íslandi 2000 til 2018
Aðfl uttir umfram brottfl utta
Heimild: Hagstofa Íslands
Íslenskir Erlendir
2000 62 1.652
2001 -472 1.440
2002 -1.020 745
2003 -613 480
2004 -438 968
2005 118 3.742
2006 -280 5.535
2007 -167 5.299
2008 -477 1.621
2009 -2.466 -2.369
2010 -1.703 -431
2011 -1.311 -93
2012 -936 617
2013 -36 1.634
2014 -760 1.873
2015 -1.265 2.716
2016 -146 4.215
2017 352 7.888
2018 -70 6.540
+6
+5
+4
+3
+2
+1
0
-1
-2
-3
-4
.000
’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18*
Samtals Íslenskir Erlendir
2000-2018 -11.628 44.072
2005-2008 -806 16.197
2009-2011 -5.480 -2.893
2012-2018 -2.861 25.483
2015-2018 -1.129 21.359
Íslenskir ríkisborgarar
Erlendir ríkisborgarar
Rúmlega 6.500 fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins í fyrra en frá landinu Metárið er 2017
Helmingur innflytjenda farinn af landi innan tveggja ára Dósent segir lág laun fæla menntaða frá
Síðasta mannfjöldaspá Hagstofunnar (2019-2050)
Aðfl uttir umfram brottfl utta, þúsundir*
Mannfjöldi
1. des, þús.
+5
+4
+3
+2
+1
0
-1
-2
-3
400
390
380
360
350
’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33 ’34 ’35 ’36 ’37 ’38 ’39 ’40 ’41 ’42 ’43 ’44 ’45 ’46 ’47 ’48 ’49 ’50
Aðfl uttir umfram brottfl utta
Tímabil Alls á tímabili Ársmeðaltal
2019-22 15.156 3.789
2023-27 -13.455 -2.691
2028-50 21.367 929
Samtals 23.068 721
356.779
385.137
íbúar 1. jan 2030
Heimild: Hagstofa Íslands
*Úr mannfjöldaspá Hagstofunnar, 2018-2057
929 aðfl uttir umfram brottfl utta á ári
2.691 brottfl uttur árlega
umfram aðfl utta árin 2023-2027
2019: 4.447
2020: 3.793
2021: 3.477
2022: 3.439
Morgunblaðið/Eggert
Í miðborg Reykjavíkur Landsmönnum fjölgaði um 8.600 í fyrra. Það jafnast til dæmis á við hálfan íbúafjölda Akureyrar. Hagvöxtur ýtir undir fjölgun.