Morgunblaðið - 29.01.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 29.01.2019, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019 Þú finnur næsta sölustað á www.facebook.com/tetesepticeland EKKI láta veturinn ná þér Nú þegar nýbúarnir á Íslandi eru orðnir svona margir (á bilinu tíu til tuttugu og fimm prósent þjóðarinnar, eftir því hvernig er reiknað) virðist sið- ferðislega aðkallandi að hjálpa þeim kerfis- bundið við að aðlagast íslensku samfélagi auðveldlegar; öllum til hagsbóta. Fyrir höfum við skyldunámskerfið fyrir börnin og íslenskukennslu fyrir fullorðna, en við ættum að reyna að gera betur við þá almennt. Þar eð stærsti þröskuldurinn í samlögun þeirra er að einangrast í eigin tungumálahópum liggur bein- ast við að hvetja þá til að komast út í íslenska tungumálahópinn, hvort sem er í félagsmálum eða á vinnu- stöðum. Ein leið gæti verið að koma á ný- búakvóta líkt og er með kynjakvóta: Ríkið gæti umbunað vinnustöðum fyrir að hafa svo sem tíunda hvern starfsmann nýbúa frá aðskiljanlegu upprunalandi. Þá mætti og hugsa sér að nýbúar fengju afsláttarmiða í leikhús, íþróttanámskeið fullorðinna og við nám í framhaldsskólum og há- skólum. Einnig að félags- málasamtök svo sem íslenskir kórar, leik- hús, leshringir, starfs- mannafélög vinnustaða og stjórnmálaflokkar yrðu hvött til hins sama. Ég get nefnt sem dæmi af mínum vinnu- stað, stóreflis dvalar- og hjúkrunarheimili, að þar hópast einn ný- búahópur mikið í ræst- ingarnar og annar í eldhúsið. Hvetja mætti þá til að taka þátt í almenna kórnum, kirkjukórnum og í morgunstund- inni, sem og í starfsmannafélaginu, og til að starfa fleiri við umönnun- ina. Þá má nefna að ég hef leitt Vin- áttufélag Íslands og Kanada í bráðum aldarfjórðung án þess að við höfum látið okkur nýbúana hér sérstaklega varða. Nú gæti verið tímabært að við byðum fulltrúum frá þeim fjölmennustu að taka þátt í leshring okkar og fyrirlestrahaldi með kynningu þeirra á sínum upp- runaþjóðabókmenntum sem eru til í íslenskum þýðingum. Má þar nefna nýbúa frá Kanada, Banda- ríkjunum, Póllandi, Bretlandi, Þýskalandi og hinum Norðurlanda- ríkjunum. Og svo einnig að hvetja til að ríkið láti einnig þýða ein- hverjar þjóðarbókmenntir frá ný- búaþjóðum sem vantar slíkt hér enn, svo sem frá Taílandi, Filipps- eyjum og Víetnam. Í þessum málum mætti marga þröskuldi nefna, en viljinn er til alls fyrstur! Vil ég nú ekki segja meira að sinni, en ljúka máli mínu þó að venju með málefnalegu ljóði úr eigin ranni. Í ljóði mínu sem heitir Þjóðræknisfélagið yrki ég m.a. svo: Við hleypum ferðamönnum inn í landið okkar svo það er farið að verða eins og þjóðgarðar vestra! Allt fyrir hina blessuðu peninga, og til að þóknast fólksflutningatísku Evrópusambandsins! Og jafnvel ömumst við ekki við því þótt dökklit og skáeyg börn tali hér íslensku ef þau hafa bara alist hér almennilega upp! Auðvelda þarf aðlögun nýbúa Eftir Tryggva V. Líndal Tryggvi V. Líndal »Ríkið gæti umbunað vinnustöðum fyrir að hafa svo sem tíunda hvern starfsmann ný- búa frá aðskiljanlegu upprunalandi. Höfundur er skáld og menningar- mannfræðingur. Hinn 22. janúar sl. birtist í Morgun- blaðinu ágæt grein eftir Hjörleif Gutt- ormsson, fv. ráðherra, sem bar heitið „Stór- efla þarf skipulags- vinnu í þágu umhverf- is- og náttúru- verndar“. Þar rekur Hjörleifur þróun nátt- úruverndar á Íslandi og hvernig hún hefur tengst skipu- lagi allt frá árinu 1970 til dagsins í dag, en það ár beitti Nixon Banda- ríkjaforseti sér fyrir tímamótalög- gjöf um þessi mál, „National Envi- ronmental Policy Act,“ sem varð í kjölfarið mörgum ríkjum fyrir- mynd í þessum efnum. Í greininni bendir Hjörleifur m.a. á að vinna að skipulagsmálum hér á landi hafi verið í „allt öðrum og lakari farvegi hérlendis á síðasta fjórðungi 20. aldar en gerðist annars staðar á Norðurlöndum“. Þess vegna er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hver geti verið ástæðan fyrir þessari nið- urstöðu Hjörleifs, enda er hér um mjög mikið hagsmunamál allra Ís- lendinga að ræða. Því skal ekki á móti mælt að það er bæði virðingarvert og sjálf- sagt að vernda náttúr- una, en þar með er ekki nema hálf sagan sögð. Miklu flóknara og erfiðara er að leggja jafnframt drög að góðu heildar- skipulagi og farsælu mannlífi þess fólks sem byggir Ísland. Það verður auðvitað ekki gert með eintómri verndun og friðun heldur þurfum við að reyna jafnframt að komast að farsælu samkomulagi við náttúruna til langs tíma með allt skiplag og það sem við gerum í kjölfar þess. Þetta er ekki auðvelt verk og gerir miklar kröfur til allra sem að því koma. Auðvitað eigum við líka alltaf að reyna að taka af allan vafa um af- leiðingar af skipulagsákvörðunum hvort heldur er t.d. um að ræða virkjanir, rafstreng til Skotlands, uppbyggingu léttlestar á höfuð- borgarsvæðinu eða þéttingu byggð- ar – og breyta samkvæmt því. Nú- verandi ástand í húsnæðismálum ætti heldur ekki að hafa komið mörgum skipulagsfræðingum á óvart, enda fyrir löngu fyrir- sjáanlegt með þeim afleiðingum sem það hefur haft í för með sér. Þegar Alþingi ákvað að flytja, a.m.k. að nafninu til, allt skipulags- vald til sveitarfélaganna árið 1997 voru þau mörg hver alls ekki undir það búin að geta tekið skammlaust við þessu verkefni – og eru jafnvel ekki enn, svo vel sé. Vandkvæði þessa fyrirkomulags koma hvað skýrast í ljós þegar einstök sveitar- félög reyna hvert fyrir sig að taka af- drifaríkar ákvarðanir um uppbygg- ingu flókinna þjónustukerfa sem eru bæði dýr í framkvæmd og rekstri. Sem dæmi má nefna alla umræðuna og ákvarðanir um vegagerð um Teigsskóg sem snertir óhjákvæmi- lega líka alla Vestfirðinga og alla þá sem nota vegakerfið á þessu svæði. Svipuðu máli gegnir um þá ákvörðun forsvarsmanna Reykjavíkurborgar að hafna tillögu Vegagerðarinnar um hagkvæmustu legu Sunda- brautar og valda með því margra milljarða kostnaðarauka við þá framkvæmd auk ónauðsynlegs kostnaðarauka hjá almenningi við notkun þessa gatnakerfis. Við Íslendingar erum tiltölulega fámenn þjóð og því þurfum við ekki bara að vanda okkur við verndun og friðun landsins okkar heldur líka og ekki síður við mikilvægar ákvarðanir í öllum skipulagsmálum hvort heldur t.d. er um að ræða framtíðarstaðar- val Landspítala eða „Tillögur að að- gerðum til að bæta stöðu á hús- næðismarkaði,“ sem nú eru til umræðu. Þar geta margar þeirra 40 hugmynda sem þar eru reifaðar stangast á annarra horn. Viðvíkjandi löggjöf og vinnu að skipulagsmálum segir Hjörleifur: „vantar enn mikið á að störf að skipulagsmálum og þær stóru ákvarðanir sem þeim tengjast hafi náð þeirri athygli almennings sem æskilegt væri.“ Því er ekki úr vegi að spyrja – hvernig getur þetta verið, svona í byrjun 21. aldarinnar? Hverjir vinna þetta skipulag; hvern- ig er starfsmenntun þeirra háttað og hverjir teljast þess umkomnir að taka faglega ábyrgð á þessu skipu- lagi og tillögugerð gagnvart almenn- ingi? Pólitísk ábyrgð er annars eðlis. Það ættu að vera hæg heimatökin hjá umhverfisráðherra að hafa þessi mál í góðu lagi, því hann er bæði ráð- herra umhverfis- og skipulagsmála. Landsskipulag sem ráðherra þess- ara mála á samkvæmt lögum að leggja fram fyrir Alþingi til sam- þykktar innan tveggja ára frá al- þingiskosningum og sem sveitar- félögum landsins ber að fara eftir, þarf líka að standa undir nafni og þarf að vera meira en einhverjar óljósar vangaveltur um landsins gagn og nauðsynjar. Við Íslendingar innheimtum núna sérstakt skipulagsgjald af öllum ný- byggingum, sem nemur um 400 millj. kr á ári til viðbótar við það sem rekstur Skipulagsstofnunar og ann- arra skyldra stofnana kostar og við hljótum að ætla að þessir fjármunir séu notaðir til þess að standa undir faglegu, alvöru skipulagi. Talsvert má líka skipuleggja fyrir þessa upp- hæð. Því hlýtur það að vekja nokkra furðu að þessi mikilvæga starfsemi, í þágu allra landsmanna, fái ekki hærri einkunn hjá Hjörleifi Gutt- ormssyni sem þekkir þessi mál hvað best hér á landi til margra áratuga. Skipulag í þágu allra Íslendinga Eftir Gest Ólafsson » Það hlýtur að vekja furðu að þessi mikil- væga starfsemi, í þágu allra landsmanna, fái ekki hærri einkunn hjá Hjörleifi Guttormssyni, fv. ráðherra. Gestur Ólafsson Höfundur er arkitekt og skipulagsfræðingur. Lengi vel var ekki fjallað um fólk í íslensk- um bókmenntum, hugsanlega voru menn búnir að fá nóg af fólki í Íslendingasögum en með sjálfstæðisbaráttu hófst goðgerð landsins. „Hver á sér fegra föður- land“ stóð upp úr hverju skáldinu á fætur öðru í 200 ár. Dálítið hallærislegt af því landið er ekkert sér- staklega fagurt, miðað við önnur lönd, ef marka má sjónvarpið, YouTube og ferðalög. Á þessu eru auðvitað mikil- vægar undantekningar á borð við Guð- berg Bergsson og fleiri, en hávaðinn af rithöfundum sem voru/eru náttúru- lífsjarmarar flokkast undir hin „væmnu alþýðubandalagsskáld“, eins og einn vinur minn nefnir það. „Náttúran njóti vafans“ en ekki fólkið var og er dag- skipunin, hvað svo sem meint er með orðinu náttúra. Nú eru komnir fram rithöfundar sem fjalla um fólk og innra líf þess. Það er því sérstaklega við hæfi að Guðrún Eva Mínervudóttir skuli hljóta fagur- bókmenntaverðlaun. Hún fjallar um fólk, örlög þess og vit- und. Hún fjallar meðal annars um leiðina í náðarfaðm trúarinnar og í hinum „Sjóreknu píanó- um“ er rakin mögnuð ættarsaga. Í annan stað eru nú merkir þættir í RÚV á laugardögum, Guðmund- arkviða, fluttir og samdir af Guðmundi Inga Þor- valdssyni frá Brekkukoti í Reykholtsdal, þar sem hann rekur sögu forfeðra sinna aftur um sjö liði. Flettir upp í heimildum og ræðir við fólk. Hugmyndin er að áföll erfist kynslóð af kynslóð í sjö liði; til þess að botna í sjálfum sér verður mað- ur að þekkja forna áa, en ekki gapa yfir fjöllum og dölum þótt góð séu. Fólk Eftir Guðmund Ólafsson Guðmundur Ólafsson »Nú eru komnir fram rithöfundar sem fjalla um fólk og innra líf þess. Höfundur er hagfræðingur og lektor emeritus. gol@gol.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.