Morgunblaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019
✝ Jóhann Matt-hías Kjeld
fæddist í Tjarnar-
koti í Innri-Njarð-
vík 19. desember
1936. Hann lést á
Landspítalanum 16.
janúar 2019.
Foreldrar hans
voru þau Jóna Guð-
rún Finnbogadóttir,
húsfreyja frá Tjarn-
arkoti í Innri-Njarð-
vík, f. 28. september 1911, d. 14.
nóvember 1994, og Jens Sófus
Kjeld, verkamaður og smiður
frá Funningsbotni í Færeyjum,
f. 13. október 1908, d. 2. október
1980. Matthías á fimm systkini,
þau eru: María, f. 2. mars 1932,
d. 8. október 2010, Hanna, f. 16.
desember 1933, Kristbjörg, f.
18. júní 1935, Finnbogi, f. 25.
október 1938, d. 8. febrúar 1993,
og Kristjana, f. 17. júlí 1944, d.
15. september 1984.
Matthías kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Marcellu Iñigu-
ez, lækni, f. 30. september 1942,
1956. Hann nam læknisfræði við
Háskóla Íslands og lauk kandí-
datsprófi þaðan 1964. Hann var
á árunum 1971-1977 Honorary
Registrar við Royal Postgradu-
ate Medical School, Hammer-
smith Hospital í Lundúnum,
hlaut sérfræðingsleyfi 1973 og
lauk Ph.D.-doktorsprófi í mein-
efnafræði frá University of
London 1976. Matthías var sér-
fræðingur í efnameinafræði á
Rannsóknastofu Landspítalans
frá 1977 og rak að auki ásamt
eiginkonu sinni rannsóknastofu
í meinefnafræði í Domus
Medica. Þá kenndi Matthías
meinefnafræði og lífefnafræði
við læknadeild Háskóla Íslands
um nokkurra ára skeið.
Matthías var virkur við rit-
störf og eftir hann liggja um 200
greinar og útdrættir í tímarit-
um, blöðum og fagtímaritum.
Matthías var auk þess virkur í
félagsstörfum lækna, sat m.a. í
stjórnum Domus Medica hf. og
Félags um innkirtlafræði um
árabil.
Útför Matthíasar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 29. janúar
2019, og hefst athöfnin klukkan
13.
árið 1979. For-
eldrar hennar voru
Felipe Iñiguez,
lagaprófessor í
Bólivíu, og Car-
olina Iñiguez Ro-
jas, lögfræðingur.
Börn þeirra eru: 1)
Matthías, f. 27. apr-
íl 1979, 2) Alfred
Jens, f. 29. janúar
1981, 3) Alexandra,
f. 1. júní 1983.
Dóttir Marcellu af fyrra hjóna-
bandi: 4) Carolina Louisa Rehor,
f. 28. mars 1969. Eiginkona af
fyrra hjónabandi Matthíasar var
Kristrún Eymundsdóttir, f. 4.
janúar 1936, d. 8. desember
2018. Þau giftust árið 1960 og
skildu 1966 og börn þeirra eru:
1) Eymundur, f. 1. febrúar 1961,
og 2) Þórir Bjarki, f. 20. nóvem-
ber 1965. Foreldrar Kristrúnar
voru Eymundur Magnússon og
Þóra Árnadóttir.
Matthías ólst upp í Tjarnar-
koti og varð síðar stúdent frá
Menntaskólanum á Laugarvatni
Pabbi okkar er nú látinn. Það
er erfitt að sætta sig við að fyrir-
mynd í lífi okkar sé nú horfin, en
huggun harmi gegn að hugsa til
þess sem hann skilur eftir sig.
Pabbi var alla tíð heilsteyptur og
atorkusamur, nægjusamur og
hafinn yfir smámuni hvers-
dagsins. Kaffi, bruður og harð-
fiskur uppfylltu orkuþarfir hans
yfir daginn og það átti hug hans
allan að elta uppi svör við ósvör-
uðum spurningum vísindanna.
Eftir að vinnudeginum lauk
sat hann allajafna heima við
skriftir, með stafla af greinum
eða bókum við hönd, og vann við
að koma frá sér niðurstöðum eða
samantektum. Pabbi var hug-
sjónamaður. Þegar hann kom
heim úr sérfræðinámi í lok átt-
unda áratugarins gegndi hann
lykilhlutverki í að byggja upp og
gjörbylta starfsemi blóðrann-
sóknastofa hér á landi, en gæði
og nákvæmni mælinga hafði
þróast mikið á undangengnum
árum með tilkomu nýrrar tækni.
Að þessu vann hann bæði á
Landspítalanum og síðar einnig
á eigin rannsóknarstofu sem for-
eldrar okkar ráku í sameiningu
og vöktu yfir alla daga, allan árs-
ins hring, í áratugi. Hann var
einnig óhræddur við að benda á
það þegar honum þótti heil-
brigðiskerfið, í nafni hagræð-
ingar eða miðstýringar, fara á
mis við eitt af grundvallarmark-
miðunum: að þjóna sjúklingnum
fyrst og fremst, og að veita hon-
um áreiðanlega þjónustu í hæsta
gæðaflokki.
Það var alltaf gott að leita til
pabba um ráð. Hann var líka
orðheppinn og gat séð skoplegu
hliðarnar á málum. Hreysti okk-
ar systkinanna var honum hug-
leikin og þegar tækifæri gafst
fór hann með okkur í hlaup, upp
á fjöll eða í bíltúra um landið, og
í sameiningu reyndum við að
leggja á minnið helstu örnefnin.
Sjálfur var pabbi alltaf
hraustur og var það ekki síst
skvassinu að þakka, sporti sem
hann kynntist á árum sínum í
Bretlandi. Hann tók svo þátt í að
byggja upp fyrstu fullbúnu vegg-
tennisstöðina á Íslandi í lok ní-
unda áratugarins: Veggsport á
Stórhöfða. Hann sló eiginlega
hvergi slöku við fyrr en komið
var langt á sjötugsaldurinn. Þá
sneri hann sér að öðrum áhuga-
málum sínum, t.a.m. líffræði-
rannsóknum á hvölum. Á níunda
áratugnum stýrði hann sýnatök-
um og rannsóknum sem veittu
að því best verður vitað fyrstu
upplýsingar um líffræði hvala;
um sölt, hormón, kynþroska og
þungunartíðni langreyða. Áhug-
inn færðist síðar yfir í saman-
burð blóðvökvarannsókna allra
spendýra, frá þeim minnstu yfir
í þau stærstu, og áttum við með
honum líflegar samræður um
upphaf lífs við eldhúsborðið.
Pabbi var góður vinur vina
sinna, og við fundum það vel hve
dýrmætar árlegar veiðiferðir og
vikuleg spilakvöld voru honum.
Hann var alla tíð fús til að hjálpa
vinum og vandamönnum og
óhætt að fullyrða að hann hafi
komið mörgum til bjargar. Hann
ráðlagði okkur að hafa nokkrar
vísur í handraðanum, minnst
eina eftir Stein Steinarr, en
sjálfur kunni hann fjölmargar
vísur.
Seinustu árin voru honum erf-
ið eftir að hann kom illa undan
beinbroti á bæði handlegg og
fæti, en það átti illa við hann að
vera kyrrsettur. Þegar mest á
reyndi stóð móðir okkar sem
fyrr þétt við hlið hans og studdi
hann gegnum öll veikindin fram
til hinstu stundar. Honum var
undir það síðasta mest umhugað
um hagi barna sinna og óskaði
okkur alltaf hins besta.
Við kveðjum góðan föður, vin
og fyrirmynd. Guð geymi þig.
Matthías Kjeld, Alfreð Kjeld
og Alexandra Kjeld.
Okkur systur, sem nú erum
tvær eftir af sex systkina hópi,
langar með fáeinum orðum að
minnast Matta, okkar kæra
bróður. Minningar frá æsku-
árum þyrlast upp í hugann.
Matti var ljúfur og góður dreng-
ur. Ást og kærleika fékk hann
frá mömmu. Hún gaf honum
fullt frelsi og setti hvorki boð né
bönn. Pabbi var ákveðnari og
setti reglur sem við þurftum að
lúta. Þessir ólíku þættir voru
báðir til staðar hjá Matta. Ást og
hlýju fékk hann frá mömmu og
ákveðnina frá pabba.
Við ólumst upp í kærleiksríku
sveitasamfélagi suður með sjó. Í
Tjarnarkoti bjuggu ásamt ömmu
og afa Esther móðursystir okkar
og Gylfi sonur hennar, sem var á
svipuðu reki og Matti. Mummi
móðurbróðir okkar, með sín
fimm börn, bjó í næsta húsi.
Skammt þar frá voru Ljósvellir,
sem pabbi byggði, en þar var
æskuheimili okkar. Á heimili
okkar var líka um tíma skóli, en
stofan var nýtt sem kennslustofa
fyrir börnin í Innri-Njarðvík í
tvo vetur. Síðar sóttum við
systkinin skóla til Ytri-Njarð-
víkur.
Það var ljúft að alast upp í
þessu samfélagi þar sem við
höfðum frelsi til að gera það sem
okkur datt í hug og allir léku sér
saman í sátt og samlyndi. Við
vorum óþreytandi við að finna
upp á nýjum leikjum. Athafna-
þörfinni virtust engin takmörk
sett.
Matti var uppfinningasamur
og ævintýragjarn og lét sér ekki
allt fyrir brjósti brenna. Þegar
Kobbi vinur hans lenti í því
óhappi að falla fram af kletti á
Stapanum gerði Matti sér lítið
fyrir og klifraði niður klettana til
að bjarga vini sínum. Þetta vakti
slíka athygli að fjallað var um at-
vikið í dagblöðum þess tíma. Þá
eins og endranær vorum við
óendanlega stoltar af bróður
okkar.
Hann var ungur sendur í sveit
að Hóli í Borgarfirði, þar sem
hann undi hag sínum vel. Við
minnumst þess þegar pabbi var
að krúnuraka kollinn á Matta áð-
ur en hann var sendur í sveitina.
Malla systir var eitt sumar með
honum í sveitinni og töluðu þau
alltaf einstaklega fallega um vist
sína þar. Sem unglingur fór
Matti á heimavistarskólann í
Skógum og síðar í Menntaskól-
ann á Laugarvatni. Hann lagði
stund á læknanám og sótti fram-
haldsnám til Englands, þar sem
hann kynntist Marsellu, eigin-
konu sinni. Matti gat verið af-
dráttarlaus í skoðunum. Hann
réð þeim ævinlega heilt sem á
hlustuðu. Aldrei vottaði fyrir
væmni hjá honum og ævinlega
var stutt í húmorinn.
Matti var mikill stólpi þegar á
reyndi. Ekki síst þegar veikindi
og erfiðleikar steðjuðu að í fjöl-
skyldunni. Þá var sannarlega
gott að leita til hans og Marsellu.
Nægir þar að nefna þegar Krist-
jana systir okkar veiktist af hvít-
blæði ung að árum og ekki síður
þegar Finnbogi bróðir veiktist,
langt um aldur fram. Þá reyndist
hann fjölskyldunni ekki síður vel
við veikindi Guðmundar, mágs
síns, og síðar þegar erfið veik-
indi hrjáðu Möllu systur okkar.
Við vottum Marsellu, eigin-
konu hans, og börnum innilega
samúð.
Hanna og Kristbjörg.
Sagt hefur verið að nánast all-
ar framfarir á Íslandi komi í
raun utan frá. Það á alla vega vel
við þegar horft er til sögu lækn-
isfræðinnar á Íslandi. Ungir
læknar hafa alla síðustu öld
haldið utan til sérnáms og hafa
flestir snúið aftur með dýrmæta
reynslu og þekkingu hver á sínu
sérsviði. Þetta á vel við þegar lit-
ið er yfir feril Matthíasar Kjeld.
Hann sótti sína læknissérmennt-
un í meinefnafræði til London
snemma á áttunda áratugnum.
Til viðbótar við þjálfun í sérgrein
sinni lærði hann og rannsakaði
ítarlega grundvallaratriði nýrra
mæliaðferða með mótefnum fyr-
ir hormón, stera og önnur efni.
Bandaríski kjarneðlisfræðingur-
inn Rosalyn Yalow og samstarfs-
menn hennar höfðu þróað þessar
mæliaðferðir og fékk hún
Nóbelsverðlaun í læknisfræði
fyrir þá vinnu árið 1977. Dokt-
orsritgerð Matthíasar, sem hann
varði í London 1976, fjallaði um
rannsóknir á sterahormónum
með þessum nýju aðferðum.
Matthías sneri aftur til Íslands
1977 og hóf störf á rannsókna-
stofu Landspítalans í meinefna-
fræði. Í kjallara á kvennadeild-
inni fékk hann aðstöðu til að
hefja mælingar á hormónum og
innleiddi hann og samstarfs-
menn fjölda nýrra aðferða sem
komu að góðu gagni við grein-
ingu hinna ýmsu sjúkdóma.
Hann lagði einnig grunn að sér-
stakri rannsóknastofu fyrir lyf
og eiturefni á spítalanum þar
sem háþrýstar vökva- og gas-
skiljur voru notaðar.
Matthías starfaði á rann-
sóknastofunni í um 30 ár og var
einn helsti máttarstólpi þeirrar
starfsemi. Samhliða störfum sín-
um á Landspítala rak Matthías
og eiginkona hans öfluga eigin
rannsóknastofu í Domus Medica.
Þá var hann einnig kennari og
leiðbeinandi fjölda háskólanema.
Vísindastarf hans var umfangs-
mikið og fjölbreytt.
Matthías var glæsimenni,
frjór í hugsun, mælskur og hélt
sér vel. Hann var vinmargur og
vinsæll meðal starfsfólks spítal-
ans. Skoðanir hans og gagnrýnir
pistlar um hlutverk og starfsemi
Landspítala, skipulag heil-
brigðiskerfisins og háskólans
áttu þó ekki alltaf upp á pall-
borðið hjá stjórnendum. Hann
var fyrsti leiðbeinandi minn í
sérnámi og hann og samstarfs-
menn kenndu mér grunnatriði í
aðferðafræði sérgreinarinnar.
Í minningunni um Matthías
stendur hátt skemmtileg ferð
okkar á alþjóðlega ráðstefnu í
Ísrael árið 1985, þar sem við
kynntum niðurstöður rannsókna
á hormóna- og saltbúskap lang-
reyðar. Ég kveð Matthías með
söknuði og votta Marcellu og
fjölskyldu samúð.
Ísleifur Ólafsson, læknir.
Við vorum aðeins 20 talsins
sem útskrifuðumst sem stúdent-
ar frá Menntaskólanum á
Laugarvatni 13. júní 1956. Einn
þeirra var vinur okkar Matthías
Kjeld, glæsilegur ungur maður
sem var í fremstu röð í námi og
íþróttum.
Hann hafði strax áhuga á
raungreinum og settist því í
stærðfræðideild og þar hefur
hugsanlega vaknað áhugi hans á
læknisfræðinni sem varð hans
ævistarf síðar meir. En einnig
hafði hann mikinn áhuga á
frönsku og lagði mikla ástundun
á þá námsgrein þann stutta tíma
sem hún var kennd í stærðfræði-
deildinni. Hann var í bekkjarlið-
inu í körfubolta, sundi og blaki
en í síðastnefndu greininni vor-
um við skólameistarar og fórum
við ósigraðir úr skólanum.
En það var fleira gert á
Laugarvatni en stunda nám og
íþróttir. Karlakórssöngtímarnir
hjá Þórði Kristleifssyni voru ein-
stakir og var æfingum aldrei
hætt fyrr en raddir höfðu fallið
vel saman að mati söngstjórans.
Matti hafði fallega bassarödd og
söng hann annan bassa í
kórnum. Löngu síðar kunni hann
enn bassann í lögunum „Det var
en lördag aften“ og „Sjung om
studentens lyckliga dag“ og
sungum við félagarnir það gjarn-
an við hátíðleg tækifæri.
Að loknu stúdentsprófi hófum
við félagar háskólanám og þá
lékum við saman körfubolta í
Íþróttafélagi stúdenta, ÍS, og
kepptum við sterkustu lið þess
tíma, ÍR og ÍKF. Keppt var í
íþróttahúsinu Hálogalandi við
Suðurlandsbraut sem þá var
eina íþróttahúsið í Reykjavík þar
sem boðið var upp á sæmilega
stórt rými fyrir áhorfendur og
líklega löglega vallarstærð.
Árið 1959 skildi leiðir um hríð
þar sem við tveir félagarnir fór-
um til útlanda í framhaldsnám
en Matti hélt áfram og lauk
læknisfræðináminu við HÍ en fór
nokkru síðar til London í fram-
haldsnám.
Hann var ætíð mikill fræði-
maður. Skrifaði margar greinar
sem birtust í virtum tímaritum
og fjölluðu þær m.a. um lífeðlis-
fræði manna og dýra.
Þótt Atlantshafið skildi okkur
að héldum við góðu sambandi
með bréfaskriftum eins og þá
var venjan og voru bréfin frá
Matthíasi ævinlega mjög
skemmtileg. Eitt þeirra gleymist
seint en í því skrifar hann að
bananabrandarar séu mjög vin-
sælir í Reykjavík um þær mund-
ir og svo bætti hann við sögunni
um „manninn með banana í eyr-
unum“. Við rifjuðum upp þessa
sögu nýlega og hlógum dátt.
Eftir heimkomu okkar frá út-
löndum tókum við upp gamla
samskiptaþráðinn að nýju og
lékum „gömlu drengja“ körfu-
bolta í leikfimisal HÍ í allmörg ár
og einnig hittumst við reglulega
til að spila brids að vetrinum.
Hann er sá þriðji sem fellur frá
úr spilaklúbbi okkar.
Núna þegar leiðir skilur, eftir
meira en 60 ára samfylgd á lífs-
leiðinni, þökkum við Matta fyrir
trausta og góða vináttu sem
aldrei bar skugga á og um leið
vottum við eiginkonu hans
Marcellu, börnum hans og þeirra
fjölskyldum einlæga samúð
okkar.
Hilmar Sigurðsson
Jón Ingi Hannesson.
Fyrir mörgum árum voru þrír
drengir að leika sér þar sem var
stutt til sjávar, hamraberg mik-
ið. Einn drengurinn fór óvarlega
og hrapaði niður í fjöruna. Þá
gerist það að annar þeirra sem
eftir voru klifraði niður bjargið,
tók vin sinn í fangið og beið eftir
því að hjálp kæmi. Þetta var
Matthías Kjeld sem við minn-
umst í dag sem var sá sem klifr-
aði niður bjargið.
Ég segi þessa sögu í hálfgerðu
óleyfi en mér finnst hún lýsandi
fyrir Matthías, að fórna sér fyrir
aðra en sjást ekki alltaf fyrir.
Við Matthías kynntumst fyrst
vorið 1965 þegar hann var sam-
leigjandi okkar Guðjóns og Her-
manns Jóhannessona í lítilli íbúð
á Baldursgötu 6. Fljótlega urð-
um við góðir vinir og leigðum við
Matti saman húsnæði í nokkur
ár. Matthías var einstakur félagi
og var það sem sagt var um Ólaf
konung; allra manna glaðastur.
Var líka mikið um gesti og
stundum gleðskap. Gestirnir
voru úr ýmsum áttum, læknar,
félagar og ættingjar okkar
beggja.
Matthías var einstakur að því
leyti að þótt hann gæfi sér ein-
staka sinnum lausan tauminn
einbeitti hann sér mjög að við-
fangsefnum sínum. Hafði hann
góð áhrif á mig og tók ég góð
próf.
Um 1970 fórum við hvor okk-
ar leið, hann til London þar sem
hann var við Hammersmith-spít-
alann en ég til Hollands og svo
aftur heim. Alltaf héldust vin-
áttuböndin og tókum við þátt í
gleði og sorg hvor annars því líf
okkar var ekki alltaf dans á
rósum.
Í London lagði Matthías
stund á það sem hann kallaði
sjálfur hormónafræði og varð
doktor í þeim fræðum 1976. Um
vísindastörf hans er það að segja
að þau liggja fyrir utan mitt
áhugasvið. Þó hafði ég áhuga á
því þegar hann fór að rannsaka
kynhormón hvala, sem mér
fannst frumlegt eins og hans var
von og vísa.
Fljótlega eftir heimkomuna
stofnuðu þau Marcella Iniguez,
seinni kona hans, rannsókna-
stofu í Domus Medica. Var þetta
að mér skilst mikil framför í
læknisþjónustu hér á landi. Jafn-
framt hélt Matthías áfram störf-
um sínum á Landspítalanum og
tók þátt í því sem þar gerðist.
Síðustu árin voru honum mjög
erfið, hann missti heilsuna fyrir
nokkrum árum og hafði ekki
gaman af lífinu. Alltaf héldum
við sambandi þrátt fyrir það og
síðustu samtölin áttum við
skömmu áður en hann dó.
Rómverjar sögðu að maðurinn
væri ekki aðeins homo sapiens,
hin skyni gædda vera, heldur
einnig homo teknicus, sverða-
smiðurinn, og homo ludens, hinn
dansandi maður. Matthías sem
við kveðjum nú var allt þetta.
Hann var afburða vel gefinn og
einkum alhliða að mér fannst.
Hann var einnig praktískur
maður og hagleiksmaður á ýmsa
hluti.
En einkum minnist ég hans
sem hins dansandi manns, hins
glaða og góða félaga sem gladd-
ist með glöðum og þerraði tár af
augum okkar þegar við táruð-
umst.
Blessuð sé minning hans.
Páll Skúlason.
Matthías Kjeld
Rangt var farið með eitt orð í
ljóðlínu í minningargrein um
Signýju Gunnarsdóttur sem
birtist 25. janúar 2019. Rétt
er línan svohljóðandi:
Þakklát fyrir að þú varst þú.
LEIÐRÉTT
Rangt orð í ljóði
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÞÓRA C. ÓSKARSDÓTTIR
bókasafnsfræðingur,
Sæbraut 8,
Seltjarnarnesi,
lést á Landspítalanum Fossvogi
laugardaginn 26. janúar.
Ari Ólafsson
Magnús Arason Áslaug Jónsdóttir
Ragnheiður Aradóttir Kári Steinar Karlsson
Óskar Ólafur Arason Ingibjörg S. Sigurðardóttir
og barnabörn