Morgunblaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019
✝ Hörður Gunn-arsson fæddist
15. september 1945
og ólst upp á
Tjörnum í Eyja-
firði. Hann lést á
heimili sínu á
Akureyri 21. jan-
úar 2019.
Foreldrar hans
voru Gunnar Val-
geir Jónsson bóndi
á Tjörnum í Eyja-
firði, f. 8. júlí 1905 á Ytra-Gili í
Eyjafirði, d. 26. desember 1972,
og Rósa Halldórsdóttir hús-
freyja á Tjörnum, f. 18. ágúst
1905 á Vöglum í Skagafirði, d.
4. desember 1990.
Systkini Harðar eru: Jón
Lúðvík, f. 12. maí 1927, d. 17.
ágúst 2005, Erna, f. 6. mars
mars 1956. Þau eignuðust þrjú
börn, þau eru: Vala Björt, f. 7.
febrúar 1978, maki Jóhannes
Reykjalín Þórsson, f. 2. ágúst
1958. Börn þeirra: Ragna Huld
Reykjalín, f. 1. janúar 2004, Þór
Reykjalín, f. 12. júlí 2006, og
Hörður Reykjalín, f. 13. maí
2008. Ásta Hrönn, f. 25. apríl
1982, maki Þorsteinn Orri
Magnússon, f. 2. febrúar 1968,
samvistum slitið. Börn þeirra:
Huginn Pétur, f. 8. september
2008, og Íris Embla, f. 24. júlí
2011. Gunnar, f. 15. apríl 1984,
maki Hrafnhildur Jónsdóttir, f.
10. apríl 1986. Börn þeirra: Óð-
inn, f. 31. desember 2006, og
Úlfur Már, f. 11. febrúar 2010.
Hörður og Ragna bjuggu á
Tjörnum til 1986 en slitu þá
samvistum. Hörður hélt áfram
búskap á Tjörnum þar til 1988
en fluttist þá til Akureyrar, þar
sem hann bjó alla tíð síðan.
Útför Harðar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 29. jan-
úar 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
1930, d. 26. ágúst
2011, Hreinn, f. 28.
febrúar 1932, d.
27. desember 1994,
Bryndís, f. 28.
október 1934, Hall-
dóra, f. 8. desem-
ber 1938, Drífa, f.
25. febrúar 1942,
d. 30. desember
2004, Hrafnkell, f.
5 desember 1943,
d. 6. júní 1951, Ár-
mann, f. 3. janúar 1949, Skúli,
f. 17. febrúar 1952, d. 26. mars
1977.
Hörður og Skúli tóku við bú-
skap á Tjörnum 1972 eftir and-
lát föður þeirra og bjuggu þeir
félagsbúi þar til Skúli lést 1977.
Hörður hóf þá sambúð með Sig-
rúnu Rögnu Úlfsdóttur, f. 15.
Elsku pabbi minn. Manstu?
Þegar þú tæmdir flórinn? Ég
man varla sjálf, svo lítil var ég
þegar ég datt ofan í flóðið. Ef ekki
væri fyrir þín snöggu viðbrögð
hefði ég endað mína stuttu ævi í
skíthaugnum. Eitthvað hefði
Megas getað ort um þesskonar
endi. Þú sagðir okkur margoft að
láta Sokku í friði, eða Drullu-
Sokku eins og við Vala kölluðum
hana, því hún var mannýg. Samt
stríddum við henni þegar þú sást
ekki til. Svo komstu í loftköstum
að bjarga okkur. Lambavigtin,
manstu? Ég vissi að ég mætti
þetta ekki. Því var tækifærið að
fanga lömbin inn meðan þú gafst
og kindurnar við garðann. Ég
man hvað ég var ánægð með mig
og þessa útsjónarsemi. Ég man
líka svipinn á þér þegar þú greipst
mig glóðvolga. Æ, þau voru bara
svo mjúk og gott að bora nefið í
þau og finna lyktina. Ég veit þú
manst líka hvernig það er. Þú
varst ekki alltaf hress með uppá-
tækin mín. En þú fyrirgafst mér
alltaf allt. Eins og ég þér síðar.
Manstu Óla skans?
Hláturskrampinn sem ég fékk
þegar þú söngst „voðalegur varg-
ur er hún Vala konan hans“. Þú
varst svo flottur með nikkuna
þína í stofunni heima. Þú spilaðir
líka á orgel og munnhörpu. Þú
gast eiginlega allt, pabbi minn,
svo duglegur, klár og glæsilegur,
hugsaði ég.
Manstu þegar þú kenndir mér
að tefla? Ég var mjög lítil, en
fannst þessi leikur afar spenn-
andi. Sérstaklega af því að þú
tefldir mikið og ég vildi vera klár
og dugleg eins og þú. Ég gæti
haldið endalaust áfram. Talið upp
allar minningar sem ég á með þér
frá Tjörnum. Minningar sem ylj-
uðu og hugguðu þann tíma er eng-
ar nýjar bættust við. Tímar sem
ekki er gott að muna. En ég vissi
alltaf að hann pabbi minn, þessi
með nikkuna, var á bak við huluna
sem lá yfir þér þá. Ég vissi að ég
mátti ekki gleyma honum. Ég
vissi að ég mátti ekki láta huluna
eyða minningunum um þig. Ég
vissi að einhvern tímann fengi ég
þig til baka.
Það kom að því. Við sátum á
móti hvort öðru í Hrísalundi.
Þekktumst ekki, en mættumst í
augnaráðinu og sálirnar tengdu.
Ég var um 11 ára og hálfhrædd
við þennan skeggjaða mann. Sá
samt í augunum hlýju og eitthvað
sem ég þekkti svo vel. Ég fór út
með Rósu og þá komstu á eftir
okkur. Þú þekktir Rósu og áttaðir
þig á hver ég þá var. „Já, þetta ert
þú!“ og ég þekkti röddina. Pabbi
minn. Eftir þetta fjölgaði góðum
minningum. Síðustu árin þín með
okkur öllum voru dýrmæt og þú
varst besti afinn. Skrítið hvernig
lífið fer í hring. Þú glottir eitt sinn
að mér þegar ég átti einhvern
tímann fullt í fangi með að hlaupa
á eftir dótturinni svo hún færi sér
ekki að voða. Það var stríðni í
röddinni þegar þú sagðir: „Já,
hún er alveg eins og þú á þessum
aldri.“ Sonurinn ætlar að læra á
harmonikku. Þú átt stóran hóp og
varst orðinn svo sáttur, í ró ef allir
þínir hefðu það nú gott. Plumuðu
sig, þrátt fyrir lífsins öldugang.
Elsku pabbi minn. Svo oft hefur
mig langað til að vita meira. Rifja
upp minningar og spyrja –
Manstu? En stundum er best að
njóta bara líðandi stundar. Njóta
og vera.
Þakka. Takk fyrir að gera mig
að þeirri manneskju sem ég er í
dag. Takk fyrir að vera þú. Hvíl í
friði.
Ásta Hrönn Harðardóttir.
Gleðin hryggðin og hamingjan
Ljúfasta gleði allra gleði
er gleði yfir því, sem er alls ekki neitt,
engu, sem er á valdi eða í vil,
gleði yfir engu og gleði yfir öllu,
gleðin: að vera til.
Sárasta hryggð allra hryggðar
er hryggð yfir því sem er alls ekki
neitt,
óbundin hugboði, orðum og gjörð,
hryggð yfir einhverri erindisleysu
á óskiljanlegri jörð.
Hamingjan dýpsta, sem hjartans
hamingjudrottningin þér gaf,
býr ekki í faðmlagsins flöktandi yl,
nei, það er einveruhamingja hugans:
að hún skuli vera til.
(Axel Juel)
Margs er að minnast, margs er
að sakna.
Með þökk fyrir allt og allt.
Vala Björt, Ásta Hrönn
og Gunnar.
Bóndinn á Tjörnum er farinn í
sína hinstu ferð. Þótt það hafi
gerst skyndilega þegar að því
kom þá voru þetta ekki fréttir
sem komu sérstaklega á óvart. Líf
Hödda hefur verið með þeim
hætti að hann fór ekki vel með sig.
Á tímabili má segja að bóndinn á
Tjörnum hafi ekki verið heima.
Einhver allt annar tók sér ból-
festu í líkamanum og það var ekki
Höddi. Sá sem þarna var mættur
var illur viðureignar og skeytti
ekki um aðra. En sem betur fer
kom Höddi aftur og síðustu árin
lifði bóndinn á Tjörnum í góðri
sátt við alla umvafinn kærleika
barna sinna og fjölskyldna þeirra.
Mitt síðasta sumar sem vinnu-
maður á Tjörnum hefði verið
sumarið sem ég var 15 ára ef ekki
hefði komið til skrítinn draumur.
Ég lá inni í sófa á Tjörnum þegar
mér fannst eins og ég liði úr lík-
amanum og horfði á sjálfan mig
sofandi. Síðan var ég allt í einu
kominn inn í fjós þar sem Höddi
var að mjólka. Þá finnst mér eins
og það sé sagt við mig að ég þurfi
að gæta þessa manns. Þegar ég
vaknaði var ég dágóða stund að
átta mig á því að þetta hafði verið
draumur.
Þegar Höddi kom að máli við
mig í byrjun sumars þegar ég var
18 ára, og búinn að fá sumarvinnu
annars staðar, og bað mig um að
vera vinnumann hjá sér um sum-
arið, gat ég ekki annað minnugur
draumsins. Þetta sumar var um
margt sérkennilegt og augljóst að
Höddi var ekki eins og hann átti
að sér. Um haustið hallaði enn
meira undan fæti og Höddi eins
og við ástvinir hans þekktum
hann fjarlægðist meir og meir.
Árin sem við tóku voru erfið.
Annar maður var mættur á
svæðið. Sá maður lokaði á fjöl-
skyldu og vini og valdi sér annan
félagsskap. Það var sárt að horfa
upp á þennan síðhærða, fúl-
skeggjaða og vanhirta mann á
götum Akureyrar. Ég gerði
nokkrar tilraunir, eins og aðrir, til
að nálgast hann án árangurs. En
að lokum gerðist það. Ég mætti
honum fyrir tilviljun inni í Hrísa-
lundi. Ég horfði framan í frænda
minn sem leit út eins og útigangs-
maður og hugsaði um hvað þetta
væru skelfileg örlög. En þegar ég
horfði á eftir honum ganga út fór
ég samt að velta því fyrir mér
hvort verið gæti að hann væri
eitthvað breyttur. Það var ekki
sama brjálsemin í augunum á
honum. Þegar ég kom út sat hann
í bílnum sínum. Ég bankaði í bíl-
rúðuna. Hann skrúfaði niður og
ég spurði hann hvort hann þekkti
mig. Hann svaraði hægt og með
þunga: Ég þekki þig, Gunnar Ár-
mannsson. Eftir þetta breyttist
margt og hlutirnir féllu smátt og
smátt til betri vegar. Það skrýtna
var að eftir þetta fannst mér eins
og mínu hlutverki væri lokið, ég
hefði fullnægt skyldu minni sam-
kvæmt draumnum.
Í síðasta sinn sem ég sá Hödda
var þegar við pabbi komum við
hjá honum fyrir rúmu ári síðan.
Hann kom til dyra kengboginn
eins og hann var orðinn en þegar
hann var sestur í sófann með
krosslagðar hendur og í skyrtu
með ermarnar brettar upp fyrir
olnboga var gamli góði Höddi
mættur eins og ég man svo oft eft-
ir honum.
Ég tel mig ótrúlega heppinn að
hafa átt því láni að fagna að alast
upp í sveitinni og fyrir að hafa
haft Hödda eins og hann var sem
fyrirmynd á uppvaxtarárum
mínum.
Blessuð sé minning hans.
Gunnar Ármannsson.
Hörður
Gunnarsson
Í dag kveðjum við
afa okkar sem lést
eftir langa og giftu-
ríka ævi. Hann skil-
ur eftir sig góðar minningar og
hlýju í hjörtum okkar systkinanna
sem vorum svo lánsöm að eiga
hann að.
Afi Magnús var sterkur og
traustur maður og alltaf hægt að
leita til hans þegar eitthvað vant-
aði. Hann lumaði á ýmsu gagnlegu
enda afar nýtinn og henti fáu.
Hann var líka snillingur í að út-
vega hluti, vissi hvar allt fékkst og
nýtti hann það til að aðstoða okkur
barnabörnin þegar við vorum að
stíga okkar fyrstu skref út í lífið
sem fullorðnir einstaklingar.
Hann kom þá í heimsókn með eitt
og annað sem vantaði í búið og var
þá búinn að vera á rúntinum til að
redda hlutunum. En aldrei barst
hann á, gerði það sem gera þurfti
á sinn rólega og yfirvegaða hátt,
hlýr maður sem lét verkin tala.
Afi var barngóður og sinnti
yngsta fólkinu í fjölskyldunni af
alúð. Hann var duglegur að leika
við okkur þegar við vorum lítil og
hið sama átti við um börnin okkar.
Að leik loknum laumaði hann svo
sælgæti í litlar hendur; súkkulaði
eða brjóstsykursmola.
Við systur dvöldum mikið hjá
afa og ömmu sem börn. Í minning-
unni var það góður tími, við fund-
um að við vorum í góðum höndum
og vel var hugsað um okkur. And-
rúmsloftið á heimilinu þeirra var
gott. Í hugann koma myndir af
þeim dansa saman í holinu við síð-
asta lag fyrir fréttir í sjónvarpinu.
Afi dansaði líka við okkur systur,
Magnús Bjarnason
✝ MagnúsBjarnason
fæddist 17. júlí
1928. Hann lést 9.
janúar 2019.
Útför Magnúsar
fór fram 22. janúar
2019.
þá stigum við á
tærnar á honum og
hann tók sporin sem
hann og amma lærðu
í dansskólanum.
Okkur þótti líka
spennandi þegar
hann opnaði fínu
mubluna sem hafði
að geyma plötuspil-
ara og setti lög með
Ómari Ragnarssyni
á fóninn.
Honum féll aldrei verk úr hendi
og tók alla tíð virkan þátt í heim-
ilisverkunum. Saman komu þau
amma fjórum börnum til manns
og byggðu upp sælureit fyrir fjöl-
skylduna þegar þau reistu sér
sumarbústað við Apavatn. Þar
höfum við barnabörnin átt góðar
stundir. Lækurinn í sumarbú-
staðalandinu hafði sérstakt að-
dráttarafl og afi bjó til báta úr
baunadósum sem hægt var að
sigla niður lækinn. Í skúrnum
hans var líka margt spennandi að
sjá og fengum við að gramsa í
honum.
Yfir sumarið safnaði hann svo
eldivið sem var uppistaðan í ár-
legri brennu um verslunarmanna-
helgina. Þá var nú oft margt um
manninn í litla bústaðnum og sleg-
ið upp tjaldborg í vel ræktuðu
landinu.
Margs annars er að minnast;
fjölskyldustundirnar í kartöflu-
garðinum, berjatínsluferðir á
haustin, ökuferðir um sveitir
Suðurlands til að finna rétta land-
ið fyrir sumarbústað og svo margt
fleira sem ekki verður talið upp
hér.
Það er mikið lán í lífinu að eiga
góða að í lífsins ólgusjó. Fyrir það
þökkum við afa að leiðarlokum og
vottum ömmu og fjölskyldu hans
samúð okkar.
Katrín Snæhólm Baldurs-
dóttir, Ólöf Snæhólm Bald-
ursdóttir, Davíð Snæhólm
Baldursson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BJARNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi,
Reykjanesbæ, þriðjudaginn 15. janúar.
Útförin verður gerð frá Kálfatjarnarkirkju
föstudaginn 1. febrúar klukkan 13.
Lilja Eyþórsdóttir Einar J. Þorgeirsson
Sigmundur Eyþórsson Hafrún Jónsdóttir
Bjarni Thor Kristinsson Lilja Guðmundsdóttir
og fjölskyldur
Faðir okkar og afi,
HARALDUR V. HARALDSSON
arkitekt,
lést á Hrafnistu miðvikudaginn 16. janúar.
Útför fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn
6. febrúar klukkan 13.
Haraldur, Hermann, Hörður, Hinrik
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
RAGNA JÓHANNA RAGNARSDÓTTIR,
Selvogsbraut 39, Þorlákshöfn,
lést mánudaginn 14. janúar.
Útför hennar fer fram frá Þorlákskirkju
fimmtudaginn 31. janúar klukkan 14. Blóm og kransar eru
vinsamlegast afþakkaðir.
Emil Helgi Pétursson
Jóhanna Sigríður Emilsdóttir
Björgvin Ragnar Emilsson Linda Jóhannesdóttir
Hafliði Emilsson Otgoo Badam
Þór Emilsson Árný Leifsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og langalangafi,
JÚLÍUS SIGURÐSSON,
fv. skipstjóri,
Hraunvangi 3, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum 24. janúar.
Jarðsett verður fimmtudaginn 31. janúar klukkan 15. frá
Hafnarfjarðarkirkju.
Ásta S. Magnúsdóttir
Guðrún Júlíusdóttir Finnur Sigurðsson
Geir Sigurðsson
Magnús Már Júlíusson Hildur Sigurbjörnsdóttir
Ólöf Helga Júlíusdóttir Bergmundur Elli Sigurðsson
Hafrún Dóra Júlíusdóttir Þórður Sverrisson
og afabörnin
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNLAUGUR BÚI SVEINSSON,
fyrrverandi slökkviliðsmaður,
lést á heimili sínu 23. janúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 5. febrúar klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Oddfellowregluna á
Akureyri.
Signa H. Hallsdóttir
Ólafur Búi Gunnlaugsson Agnes Jónsdóttir
Halla S. Gunnlaugsdóttir Haukur Harðarson
Helga H. Gunnlaugsdóttir Stefán Birgisson
afa- og langafabörn