Morgunblaðið - 29.01.2019, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019 25
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Bátar
Bílar
Volkswagen Polo 2006 til sölu
Vetrar- og sumardekk, 4 dyra, ekinn
179 þ.km. Gott viðhald og smurbók.
Verð 270 þ.kr. Uppl í sima 6609970
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Fundir/Mannfagnaðir
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Samtal um heilbrigði og þjónustu
á efri árum
Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir og prófessor í
öldrunarlækningum, verður gestur á
hádegisfundi SES á morgun, miðvikudaginn
30. janúar kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Húsið opnar kl. 11:30.
Boðið verður upp á
súpu gegn vægu
gjaldi, 1000 krónur.
Allir velkomnir.
Stjórnin
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30.- Stóla jóga kl. 9.30.
Gönguferð kl. 10.15. Postulínsmálun með leiðbeinanda kl. 13. Tálgað í
tré kl. 13. Bíó í miðrými. Kaffi kl. 14.30-15.20.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Botsía með Guðmundi kl. 10. Leshringur með Heiðrúnu kl. 11. Brids kl.
13-16. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með
leiðbeinanda kl. 12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS fræðslu- og
félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45.
Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700.
Áskirkja Spilum félagsvist í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar kl.
20. Allir velkomnir. Safnaðarfélag kirkjunnar.
Boðinn Botsía kl. 10.30. Fuglatálgun kl. 12.30. Brids og kanasta kl. 13.
Bústaðakirkja Stóri kótilettudagurinn, miðvikudaginn 30. janúar.
Þorragleði í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Húsið opnað kl. 12 og mat-
ur hefst kl. 12.30. Kótilettur með gamla laginu og meðlæti. Kaffi og
konfekt í eftirrétt. Verð 1500 kr. fyrir manninn. Guðni Ágústsson er
gestur okkar. Takmörkuð sæti og skráning í kirkjunni í síma 5538500.
Söngur, gleði og gaman.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14.
Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Þorranum fagn-
að. Við færum okkur inn í safnaðarsal þar sem þorramatur bíður okk-
ar. Við munum syngja og hafa gaman saman. Verð 2000 kr. Skráning í
kirkjunni.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverksstofa kl. 13. Landið
skoðað með nútímatækni kl. 13.50. Kaffiveitingar kl. 14.30. Velkomin!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Kl. 9-12 bútasaumshópur, kl. 9-13 gler-
list, kl. 10.30 hópþjálfun með sjúkraþjálfara, kl. 13-17 bókband, kl. 13-
16.30 frjáls spilamennska, kl. 13-16 opin handverksstofa. Hádegis-
verður frá kl. 11.30-12.30, kaffisala frá kl. 14.30-15.30. Verið velkomin til
okkar á Vitatorg, Lindargötu 59, síminn er 411-9450.
Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Qi gong Sjálandi kl. 9.
Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur fer
frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í
Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramikmálun kl.
9-12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Leikfimi gönguhóps
kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl.
13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn-
vægisæfingar.
Grafarvogskirkja Í dag er opið hús í Grafarvogskirkju. Dagskráin
byrjar með kyrrðarstund kl. 12. Brauð og súpa í boði fyrir vægt gjald
eftir stundina. Hilmar verður á sínum stað og spilar fyrir okkur. Spil,
spjall og handavinna er líka fyrir þau sem vilja og stundinni lýkur svo
með kaffisopa kl. 15. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin.
Grensaskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Verið velkomin.
Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9. Botsía kl. 9.30. Málm-/sifursmíði /
kanasta og tréskurður kl. 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Spjallhópur kl. 13, allir
velkomnir. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15.
Hæðargarður Hefjum daginn við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á
kaffi. Thai chi kl. 9-10, myndlistarnámskeið hjá Margréti Z. kl. 9-12,
leikfimi kl. 10-10.45, hádegismatur kl. 11.30. Spekingar og spaugarar
kl. 10.30-11.30, Listasmiðja er öllum opin frá kl. 12.30, Kríur myndlist-
arhópur kl. 13, brids kl. 13, enska I kl. 12,30, kaffi kl. 14.30, enska ll kl.
14.30. U3A kl. 16,30. Allir velkomnir. Upplýsingar s. 411-27.
Korpúlfar Listmálun kl. 9 í Borgum og botsía kl. 10 og kl. 16 í Borg-
um. Helgistund í Borgum kl. 10.30 og leikfimishópur Korpúlfa kl. 11 í
Egilshöll. Sundleikfimi kl. 13.30 í Grafarvogssundlaug og heimanáms-
kennsla í Borgum kl. 16.30 í dag.
Neskirkja Krossgötur kl. 13. Sýningin Kirkjur Íslands í Þjóðminja-
safninu skoðuð undir leiðsögn. Hópurinn hittist fyrst í Neskirkju og
fær sér hressingu áður en farið er í safnið!
Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, trésmiðja kl. 9-12, lesið úr
blöðum kl. 10.15, upplestur 11-11.30, opin listasmiðja kl. 9-12 og 13-16,
bókasafnshópur kl. 14, kaffihúsaferð kl. 14, botsía, spil o.fl. kl. 16,
tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 17. Uppl. í s. 4112760
Seljakirkja Þór Jakobsson veðurfræðingur flytur erindi. Bára Gríms-
dóttir og Chris Foster frá kvæðamannafélaginu Iðunni flytja þjóðlaga-
tónlist. Að dagskrá lokinni verður gengið í safnaðarheimilið þar sem
boðið verður upp á máltíð að hætti Lárusar Loftssonar. Vinsamlegast
tilkynnið þátttöku í síma 567 0110.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn-
um kl. 10.30. Pútt í Risinu Eiðistorgi kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfi-
landi kl. 12. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Helgistund í kirkjunni kl. 14.
Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bóka-
bíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til
sölu frá kl. 14.30-15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 Skák kl. 13, allir velkomnir. Bókmenntaklúbbur byrj-
ar fimmtudaginn 31. janúar. Á vorönn verða lesnar og ræddar tvær
bækur Böðvars Guðmundssonar: „Híbýli vindanna“ og „Lífsins tré“–
fagurbókmenntir! Tímar verða fimmtudagana 31. janúar, 28. febrúar
og 28. mars.
Félagslíf
EDDA 6019012919 III
þú það sem
FINNA.is
Smá- og raðauglýsingar
Okkur langar að minnast
móðursystur okkar, Kristbjargar
Kristjánsdóttur, sem fædd var
15. ágúst 1924, önnur í röð
þriggja dætra Ágústu Ingibjarg-
ar Sigurðardóttur og Kristjáns
Þórðarsonar símstjóra í Ólafsvík.
Hún ólst upp í Útgörðum, eða á
Stöðinni eins og húsið var kallað,
þar sem símstöðin var til húsa.
Aðeins fáein hús í þorpinu voru
þá með síma og því komu margir
á stöðina til að hringja í vini og
ættingja.
Systurnar Marta, Kristbjörg
og Sigríður byrjuðu snemma að
vinna á símanum og varð það
starf meira eða minna að ævi-
starfi þeirra allra. Eftir nám í
barnaskólanum í Ólafsvík fór
Kiddý í Héraðsskólann að Núpi í
Dýrafirði og flutti síðan til
Reykjavíkur um tvítugt, í lok
seinni heimsstyrjaldarinnar, og
hóf störf í versluninni Ólympíu á
Laugavegi en fékk svo vinnu á
Landsímanum. Það var fjöl-
mennur vinnustaður og undi
Kiddý hag sínum vel þar alla tíð
þar til hún hætti 70 ára gömul.
Vann hún lengst af á langlínunni
02 sem kallað var, þá þurfti fólk
að panta símtöl út á land og voru
þau afgreidd gegnum landsím-
ann, 03 var upplýsingar um síma-
númer, 04 var klukkan, 05 tal-
samband við útlönd, og 06
ritsíminn ef við munum þetta
rétt. Við þessa afgreiðslu vann
stór hópur kvenna á vöktum.
Þetta þekktu allir í þá daga áður
en síminn varð sjálfvirkur. Hún
leigði húsnæði hjá móðurbræðr-
um sínum, Ingimundi á Ljós-
vallagötunni í mörg ár og síðan
risíbúð hjá Antoni og Huldu á
Fornhaga. Það var mikil gleði
þegar hún gat keypt sér nýja
íbúð á Reynimel, sem hún bjó á
afar smekklegan hátt með ný-
tísku mublum.
Hún var mjög smekkleg kona,
fylgdist vel með tískunni og alltaf
fín til fara, lagði mikið upp úr því
að kaupa sér falleg föt og fallega
hluti. Hún var vel lesin og fylgd-
ist grannt með þjóðfélagsumræð-
unni.
Hún giftist Friðriki B. Sigur-
björnssyni, sem var lengst af
verkstjóri hjá Landsímanum og
Rafmagnsveitu ríkisins og vann
m.a. við að setja upp síma- og raf-
magnslínur um allt land. Þau
fluttu skömmu síðar á Bárugötu
23, æskuheimili Friðriks, hús
sem faðir Friðriks hafði byggt.
Þar bjuggu þau alla tíð þar til
Kristbjörg
Kristjánsdóttir
✝ KristbjörgKristjánsdóttir
fæddist 15. ágúst
1924 í Ólafsvík.
Hún lést 13. janúar
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Ágústa
Ingibjörg Sig-
urðardóttir og
Kristján Þórðarson
símstjóri. Systur:
Marta Kristjáns-
dóttir, f. 5.3. 1923, d. 18.12.
2016, og Sigríður Hallbjörg
Kristjánsdóttir, f. 17.12. 1929.
Maki Friðrik Benóný Sigur-
björnsson, f. 7.10. 1921, d. 14.7.
2010. Dóttir hans er Svana.
Útför Kristbjargar fór fram í
kyrrþey 25. janúar 2019.
Friðrik lést hinn 14.
júlí 2010. Kiddý
flutti til Hafnar-
fjarðar skömmu síð-
ar og síðan á Hjúkr-
unarheimilið Ísa-
fold. Hún hafði yndi
af ferðalögum og
ferðaðist víða um
heim, oft með Grétu
vinkonu sinni og
Friðriki, þekkti vel
London, París og
Róm eins og sagt var og fannst
fjölskyldunni mikill ævintýra-
ljómi yfir þessum ferðalögum,
sem voru ekki svo algeng í þá
daga. Við ferðuðumst líka með
henni víða um Evrópu og sáum
hversu vel hún naut sín.
Heimili hennar stóð ævinlega
opið fyrir ættingja og vini utan af
landi og var oft gestkvæmt. Það
var alltaf gott að koma í heim-
sókn til Kiddýjar og Friðriks á
Bárugötu. Kiddý eignaðist ekki
börn sjálf en var einstaklega
barngóð og sinnti okkur systur-
börnum sínum og barnabörnum
af kostgæfni og hvatti okkur
óspart áfram til náms og reyndist
sem hin besta frænka og amma.
Að leiðarlokum viljum við öll
þakka henni samfylgdina og biðj-
um Guð að blessa minningu elsku
Kiddýjar frænku.
Vigdís, Kristján, Kristbjörg
og fjölskyldur.
Kærleikur og réttlætiskennd,
það eru þeir eðliskostir sem
prýddu Kristbjörgu Kristjáns-
dóttur eða Kiddý frænku eins og
hún var alltaf kölluð. Kiddý var
Snæfellingur, alin upp í pósthús-
inu í Ólafsvík. Pósthúsið var mið-
stöð mannlífsins í bænum og þar
dugði best að láta sér þykja vænt
um alla. Kiddý var ung að árum
þegar hún fluttist til Reykjavíkur
og starfaði ætíð hjá Pósti og
síma.
Í áratugi reyndi á þessa eðlis-
kosti Kiddýjar í þessu stóra fyrir-
tæki.
Í Reykjavík kynntist hún
manni sínum Friðriki Sigur-
björnssyni og áttu þau heima á
Bárugötu 23. Heimili þeirra var
öllum opið í frændgarðinum og
gestirnir svo leystir út með hin-
um frægu lopapeysum Kiddýjar.
Kiddý var einstaklega barngóð
og þegar þurfti að fá pössun þá
var hringt í Kiddý, eplakökur og
pönnsur voru alltaf bestar hjá
Kiddý frænku.
Kiddý ferðaðist til útlanda,
heimsótti meðal annars Vatíkan-
ið og hlíðar Vesúvíusar, þess
magnaða eldfjalls sem minnir á
Snæfellsjökul.
Kiddý studdi börn og barna-
börn systra sinna af mikilli alúð,
hvatti þau til náms og var kjöl-
festan í lífi þeirra margra. Sumt
fólk er þannig að það er einfald-
lega mannbætandi að kynnast
því, þannig var Kiddý, hún hafði
skoðanir á mönnum og mál-
efnum, hún fann til í stormum
sinnar tíðar.
Að leiðarlokum eru yndislegri
frænku og vinkonu færðar þakk-
ir, allgóður guð blessi minningu
Kiddýjar.
Bjarni Karl Guðlaugsson,
Guðný Marta Guðlaugsdóttir,
Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar