Morgunblaðið - 29.01.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 29.01.2019, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is GLUGGA- TJÖLD alnabaer.is Úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, blúndur, kappar og allt þar á milli. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum Ásdís Sigurgestsdóttir kennari á 70 ára afmæli í dag. Hún er úrLitla-Skerjafirði og ólst upp á Fossagötu 4. „Það var alvegdásamlegt hverfi.“ Hún er menntaður kennari og handavinnu- kennari og kenndi í nokkur ár en rak svo kvenfataverslunina Svanna í Stangarhyl 5 í 18 ár. Ásdís fór síðan 57 ára gömul í dönskunám í Háskóla Íslands og út- skrifaðist þaðan með BA-gráðu árið 2010. Eftir það sinnti hún for- fallakennslu í dönsku í fimm framhaldsskólum fram á síðasta ár. Hún sá einnig um hannyrðaþáttinn í tímaritinu Húsfreyjunni í tvö og hálft ár eða frá 2016 til 2018. „Þetta voru tíu síður í hverju blaði, alls voru þetta tíu blöð svo þetta voru í allt 100 síður.“ Áhugamál Ásdísar eru hannyrðir, ferðalög og danska. „Áhugamál mín sameinast í því að þýða prjónabækur úr dönsku, meðal annars barnafatabókina Prjónað af ást, ásamt Guðrúnu Þórsdóttur. Sú bók kom út í október síðastliðnum en fleiri þýðingaverkefni eru í pípunum.“ Eiginmaður Ásdísar er Þórarinn Klemensson viðskiptafræðingur, sem vann lengi í Íslandsbanka. Dætur þeirra eru Vigdís, sem býr í Hollandi og á fjóra stráka, og Árný sem býr í Reykjavík og á þrjár stelpur. Árný á líka stórafmæli í dag eins og fram kemur á næstu síðu. „Við mæðgur héldum fjölskylduveislu á sunnudaginn og svo ætlar fjölskyldan út að borða í kvöld. Ég á svo von á nokkrum vinkonum mínum um eftirmiðdaginn. Til gamans má geta þess að mágkona mín á sama afmælisdag og við mæðgur og systir mín átti afmæli í gær.“ Hjónin Ásdís og Þórarinn við kirkjuna á Súðavík síðastliðið sumar. Mæðgurnar eiga báðar stórafmæli Ásdís Sigurgestsdóttir er sjötug í dag H jördís Magnúsdóttir fæddist 29. janúar 1939 í Reykjavík og var tekin í fóstur af fósturforeldrum þeg- ar hún var níu mánaða. Reyndust þeir henni frábærlega vel og tóku henni ávallt sem sínu eigin barni. Hún hélt þó alltaf góðu sambandi við móður sína. Hjördís gekk í Miðbæjarbarna- skólann og síðan í Kvennaskólann þar sem hún útskrifaðist árið 1956. Að lokinni skólagöngu hóf Hjör- dís störf hjá Olíufélaginu sem þá hét Hið íslenska steinolíufélag en eftir að hún giftist árið 1958 hóf hún störf hjá Pfaff hf., þar sem hún vann ýmis skrifstofustörf og kenndi auk þess á saumavélar um árabil. Unnu þau hjónin þar saman, Kristmann í 56 ár og Hjördís í tæp 50 ár, þar til þau Hjördís Magnúsdóttir, meðeigandi Pfaff – 80 ára Fjölskyldan Hjördís og Kristmann ásamt börnum sínum og tengdabörnum. Stóð vaktina í fjöl- skyldufyrirtækinu Um síðustu jól Hjördís og Kristmann ásamt barnabörnunum. Mosfellsbær Kormákur Fjeldsted fæddist 28. júní 2018 kl. 23.36. Hann vó 3.600 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Arna Þrándardóttir og Guðlaugur Fjeldsted. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.