Morgunblaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þýskir kvikmyndadagar hefjast í Bíó Paradís á föstudaginn, standa yfir í tíu daga og eru nú haldnir í tíunda sinn. Allar myndir hátíð- arinnar, sjö talsins, verða sýndar með enskum texta. Bíó Paradís heldur hátíðina í samstarfi við Goethe-stofnunina í Danmörku og þýska sendiráðið á Íslandi. Það verður líf og fjör í bíóinu á tíu ára afmælis- hátíðinni og þá m.a. á lokavið- burðinum þegar bíóinu verður breytt í þýskan teknóklúbb. Opn- unarmynd hátíð- arinnar er Mackie Messer - Brechts Drei- groschenfilm eða Makki hnífur - þrískildingskvikmynd Brechts og verður hún sýnd á fimmtudagskvöld en lírukassaleikari leikur fyrir gesti fyrir og eftir sýningu. „Í kjölfar gífurlegrar velgengni Túskildingsóperunnar, nýjasta söngleiks Bertolts Brechts sem slær í gegn í Berlín árið 1928, renn- ur kvikmyndabransinn fljótt á lykt- ina og leitar á náðir meistarans til að færa verkið í kvikmyndaform. En Brecht neitar að fara eftir þeirra leikreglum þar sem hans eig- in sýn á kvikmyndina er óhefð- bundin, róttæk og rammpólitísk, eitthvað sem kvikmyndafram- leiðslufyrirtæki mun aldrei sam- þykkja,“ segir um myndina í til- kynningu frá Bíó Paradís og að hún sé margrómuð og fersk bíómynd sem hrífi áhorfendur með sér í anda meistara Brecht. Kvikmyndin er ekki sannsöguleg, svo því sé haldið til haga. Vinsælasta dagskrárefnið „Bíóið var stofnað haustið 2010 og þetta voru fyrstu kvikmyndadag- arnir og jafnframt er þetta vinsæl- asta dagskrárefni sem Bíó Paradís hefur boðið upp á frá upphafi,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri kvikmyndahússins. En hvað heldur hún að valdi þess- um vinsældum Þýskra kvikmynda- daga? „Ég held að það sé bara það að fólk kann að meta þýska kvik- myndalist. Þjóðverjar eru með ótrú- lega mikla, fjölbreytta og vandaða starfsemi á öllum sviðum kvik- myndalistar, reka heilu stúdíóin og eru með frábæra kvikmyndaskóla. Frá Þýskalandi koma ótrúlega margar spennandi og skemmtilegar, fyndnar og listrænar myndir, alls konar myndir. Og það er svo sjald- gæft að geta séð þær í bíó,“ svarar Hrönn. Spurð að því hvað valdi, hvers vegna þýskar myndir séu sjaldan sýndar hér á landi, segir Hrönn að markaðurinn sé lítill á Íslandi en Bíó Paradís dreifi helst evrópskum kvikmyndum hér á landi og þar af leiðandi stundum þýskum. „En það er alveg hafsjór af kvikmyndum sem kemur aldrei út á Íslandi en er samt fullkomlega þess virði að sjá og sumar af stærstu myndum ársins eru þýskar.“ Sýningar fyrir framhaldsskólanema Þó Bíó Paradís eigi í samstarfi við Goethe-stofnunina og þýska sendi- ráðið hefur bíóið dagskrárvaldið og hefur alltaf haft, að sögn Hrannar. „Það gerir dagana líka svona góða því við fáum svolítið frjálsar hendur og förum mikið eftir því áhugaverð- asta sem við sjáum, t.d. á kvik- myndahátíðinni í Berlín. Þar eru margar þýskar kvikmyndir og ein af þeim sem við ætlum að sýna í ár er Transit. Hún var í keppni í Berlín í fyrra, er eftir Christian Petzold, einn frægasta kvikmyndagerðar- mann Þjóðverja um þessar mundir og er frábær ádeila á fasistaríki,“ segir Hrönn. Ein heimildarmynd verður sýnd á Þýskum kvikmyndadögum, Denk ich an Deutschland in der Nacht eða Ég hugsa um Þýskaland á nóttunni. Hún fjallar um teknó- tónlist í Þýskalandi og að lokinni seinni sýningu á myndinni, 9. febr- úar, mun teknó-plötusnúðahópurinn Plútó halda uppi stuðinu í „dúndr- andi sveittu teknópartíi“, eins og Hrönn orðar það. Hrönn nefnir einnig þann fasta lið hin síðustu ár að sýna framhalds- skólanemum í þýsku eina kvikmynd án endurgjalds og að þessu sinni er það Das schweigende Klassenzim- mer eða Hin þögla skólastofa. „Grípandi sönn saga um ótrúlegt hugrekki einstaklinga á tímum pólitískrar kúgunar og valdníðslu í kommúnistaríki. Heill framhalds- skólabekkur í Þýska alþýðulýð- veldinu ákveður að sýna samstöðu sína við fórnarlömb ungversku upp- reisnarinnar árið 1956 með því að halda tveggja mínútna þögn í einni kennslustund. Þetta tiltæki veldur mun meiri usla en búist var við og kemur þeim upp á kant við bæði skólann og stjórnvöld, en ákvörðun- in mun breyta lífi nemendanna að eilífu,“ segir um myndina á vef kvik- myndahússins. Hrönn segir Goethe-stofnunina útvega framhaldsskólanemum kennsluefni á þýsku sem tengist myndinni og hún segir kvikmyndina sérlega áhugaverða. „Hún þykir mjög vel gerð og hefur fengið frá- bæra dóma alls staðar. Hún hefur verið gefin út um öll Norðurlönd,“ segir Hrönn. Þykist vera nasistaforingi Hrönn er spurð að því hvort greina megi einhvern rauðan þráð í dagskránni í ár. „Nei, ég myndi segja að þetta væri gott bland í poka,“ svarar hún. „Við erum alltaf með einhverja mynd sem fjallar um nasista og erum með eina sem notið hefur gífurlegra vinsælda um allan heim. Hún heitir Der Hauptmann, eða Kafteinninn, og byggist á sannri sögu ungs hermanns sem er lið- hlaupi í lok seinni heimsstyrjaldar- innar og kemst yfir búning nasista- foringja. Hann klæðir sig í hann til að halda á sér hita en fer svo að leika þennan foringja, breytir um karakter og fer að fremja hin ýmsu ódæði sem þessi nasistaforingi. Þetta er mögnuð mynd sem ég hvet alla til að sjá,“ segir Hrönn. Hún ítrekar að á hátíðinni í ár megi finna mjög gott bland í poka og nefnir einnig kvikmyndina In My Room sem fjallar um iðjuleysingj- ann Armin sem vaknar dag einn við þann vonda draum að allt mannkyn er horfið og hann einn í heiminum eins og Palli forðum. „Hann er eins og Adam í Paradís og þetta er rosa- lega flott og heimspekileg mynd,“ segir Hrönn og bætir hryllings- mynd við upptalninguna. Hagazussa – Der Hexenfluch heitir sú eða Hagazussa – bölvun nornarinnar. „Það er sjaldgæft að ná í góðar hryllingsmyndir og þessi fjallar um norn á miðöldum í Þýskalandi, nornaofsóknirnar sem tíðkuðust í Evrópu á miðöldum og hvað er satt og hvað hystería,“ útskýrir Hrönn. Aðdáendur margir „Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Hrönn um dagskrána og segist, eðlilega, geta mælt með öllum myndunum á dagskránni. „Það verður mikið um dýrðir,“ segir hún, full tilhlökkunar. „Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á fjölbreyttum kvikmyndum og vilja prufa að ferðast án þess færast úr stað, til að mæta og líka þá sem hafa áhuga á Þýskalandi – og ekki,“ segir Hrönn kímin. Aðdáendur Þýskra kvikmyndadaga séu margir og verði absalútt að mæta og svo auðvitað hinir líka. „Við hvetjum fólk til að kynna sér þetta,“ segir Hrönn að lokum en það er hægt að gera á vef kvikmyndahússins, www.bioparadis.is. Opnunarmynd Úr Mackie Messer - Brechts Dreigroschenfilm sem verður opnunarmynd Þýskra kvikmyndadaga. Þýskt bland í poka  Þýskir kvikmyndadagar verða haldnir í Bíó Paradís í tíunda sinn 1.-10. febrúar  Bertolt Brecht, nasistar, teknóteiti og hugrakkir framhaldsskólanemar á meðal þess sem finna má á dagskránni Hrönn Sveinsdóttir Hugrekki Úr Das schweigende Klassenzimmer. Voðaverk Úr Der Hauptmann, Kafteininum. Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Nøsted Kjetting as Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Ný hönnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.