Morgunblaðið - 29.01.2019, Síða 31

Morgunblaðið - 29.01.2019, Síða 31
BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fös 1/2 kl. 20:00 196. s Fim 7/2 kl. 20:00 199. s Lau 16/2 kl. 20:00 202. s Lau 2/2 kl. 20:00 197. s Lau 9/2 kl. 20:00 200. s Sun 3/2 kl. 20:00 198. s Fös 15/2 kl. 20:00 201. s Sýningum lýkur í mars. Ríkharður III (Stóra sviðið) Fim 31/1 kl. 20:00 10. s Sun 17/2 kl. 20:00 12. s Sun 3/3 kl. 20:00 14. s Sun 10/2 kl. 20:00 11. s Fim 21/2 kl. 20:00 13. s 5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 1/2 kl. 20:00 Lokas. Sýningum lýkur 1. febrúar. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Sun 17/2 kl. 20:00 32. s Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s Fös 22/2 kl. 20:00 37. s Þri 5/2 kl. 20:00 aukas. Sun 10/2 kl. 20:00 30. s Sun 24/2 kl. 20:00 38. s Mið 6/2 kl. 20:00 aukas. Fim 14/2 kl. 20:00 31. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Núna 2019 (Litla sviðið) Mið 30/1 kl. 20:00 8. s Núna er ekki á morgun, það er NÚNA Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 2/2 kl. 20:00 7. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s Athugið. Aðeins verða átta sýningar. Ég dey (Nýja sviðið) Fim 31/1 kl. 20:00 7. s Fim 7/2 kl. 20:00 9. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s Fös 15/2 kl. 20:00 10. s Trúir þú á líf fyrir dauðann? Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s Lífið er ekki nógu ávanabindandi Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Kvöld sem breytir lífi þínu. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég var alltaf með hálfgert uppistand í tíma sem kennari, og það jókst bara með árunum,“ segir Gérard Lemarquis. Frönskukennarinn fyrr- verandi og vinsæli – hann kenndi í Menntaskólanum við Hamrahlíð í áratugi auk þess að vera stunda- kennari við Háskóla Íslands – er kominn á eftirlaun og á nýtt svið; á föstudagskvöldið var frumsýndi hann uppistandssýninguna Nei, halló! í Veröld – húsi Vigdísar og var uppselt. Næstu sýningar verða í kvöld, þriðjudag, klukkan 20 og á sama tíma annað kvöld. Í sýningunni leikur Gérard sjálfan sig og fjölda fleiri persóna í ólíkum aðstæðum og nýtur dyggrar aðstoðar Ástu Ingi- bjartsdóttur, sem er í hlutverki hvíslara. Í tilkynningu er tekið fram að sýningin sé á íslensku. Blaðamaður fékk að kynnast bráðfyndnum gamanmálum og lýs- ingum Gérards í tímum í frönskum bókmenntum við HÍ á sínum tíma. Og þegar hann er spurður að því hvort það hafi verið rökrétt skref að færa uppistandið úr kennslustofunni upp á svið segist hann hafa saknað hláturs nemenda. „Gamanmál hafa lengi verið áhugamál mitt,“ segir hann. „Ég er til að mynda fróður um franska leik- ritahöfunda frá 17. til 19. öld – ég byrjaði á sínum tíma að skrifa dokt- orsritgerð um farsa Georges Fey- deau en kláraði hana aldrei. En ég geng mikið og fór að safna efni sem ég hafði samið á göngu, enda bíllaus maður; ég skrifaði það niður og svo endanlega útgáfu með konunni minni í Grikklandi í haust. Ég óttaðist að muna ekki textann svo til öryggis bjó ég til hlutverk hvíslara. Þegar það kom í ljós að ég man textann alveg þá þróaði ég þá persónu þannig að hvíslarinn klúðr- ar öllu og hjálpar mér aldrei. Þvert á móti er hún sífellt að gagnrýna mig og er aldrei tilbúin …“ Er sýningin þá sett upp sem þaul- æfður leikþáttur? „Þetta eru sketsar, eins og í uppi- standi, en líka eins og leikrit með tveimur persónum,“ svarar Gérard. „Þetta eru margs konar sketsar.“ Og hann telur upp: „Það er til dæmis staðfært grín úr Ímyndunarveiki Molière þar sem vondi apótekarinn kemur ekki við sögu heldur ýmsir þeir sem selja okkur pillur svo við höldum góðri heilsu, einn skets er um menntamál, annar um það hvað ég er nískur. Það er skets um nú- tímatækni og í einum lofsyng ég túr- ista og segist vera að hjálpa þeim – þú verður bara að sjá þetta!“ segir hann svo. „Kómíkin byggist mikið á því að ég staðset mig sem Íslendingur. Ég aðstoða túrista og kynni þeim ís- lenska gestrisni eins og hún gerist best. Og þessi Íslendingur talar með hryllilegum hreim.“ Hann hlær hér að sjálfum sér og sínum franska hreim en segist líka gera grín að Ís- lendingum fyrir það hvað þeir tala ensku með hræðilegum íslenskum hreim – „en ég geri það með frönsk- um hreim! Og ég gríp til allra helstu aðferða kómíkurinnar, það eru skop- stælingar, ádeila og absúrdismi …“ Það er auðheyrt að Gérard finnur sig vel í þessu nýja hlutverki. „Já, en ég er samt frekar þung- lynd týpa … ég er ekkert hrókur alls fagnaðar,“ segir hann kíminn og bætir við: „En exibisjónisminn er mikill í mér. Mig langar að fara á svið …“ Og heldur hann þá ekki áfram með uppistand? „Hver veit. Hver veit …“ svarar hann og gefur ekki meira upp. Var alltaf með uppistand í tímum  Gérard Lemarquis með uppistandssýningu í Veröld Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Uppistandarinn „Kómíkin byggist mikið á því að ég staðset mig sem Íslend- ingur,“ segir Gérard Lemarquis, sem hér er ásamt Ástu Ingibjartsdóttur. Veggmynd sem götulistamaður- inn kunni en þó óþekkti, Banksy, málaði á neyðar- útgang tónleika- staðarins Bata- clan í Parísar- borg var stolið um helgina. Tónleikastað- urinn komst í heimsfréttirnar þegar hryðjuverka- menn myrtu þar 90 gesti í nóvenber árið 2013. Fjölmiðlar í Frakklandi greina frá því að hurðinni hafi verið stolið aðfaranótt laugardags af mönnum sem komu þar að í sendibíl. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum Bataclan segir að verk Banksys, tákn minningarinnar sem tilheyrir jafnt Parísarbúum sem heimsbyggð- inni, hafi verið fjarlægt. Myndin á neyðardyrunum sýnir manneskju með sorgarblæju og var komin þar upp í júní í fyrra og þá birti Banksy mynd af henni á insta- gram-reikningi sínum. Nokrum þekktum útilistaverkum Banksys hefur verið stolið og einhver seld fyrir háar upphæðir, þrátt fyrir að hann hvetji áhugasama kaupendur til að kaupa þau ekki. Verkinu stolið af Bataclan Verk Banksy á Bataclan í París. Auður Ösp Guðmundsdóttir, vöru- og leikmyndahönnuður, heldur fyrsta þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni: Og mig sem dreymdi alltaf um að verða upp- finningamaður, í dag kl. 17. Þar ræðir hún um námsárin í Listaháskóla Íslands, þau ólíku verkefni sem falla undir vöruhönn- un og vinnu sína hjá Leikfélagi Ak- ureyrar og við sýninguna Kabarett. Auður Ösp Guðmundsdóttir út- skrifaðist með BA-gráðu í vöru- hönnun frá Listaháskóla Íslands 2010. Síðan þá hefur hún starfað sem vöru- og upplifunarhönnuður ásamt því að sjá um sýningar- hönnun fyrir Spark hönnunargall- erí og Hönnunarsafn Íslands. Undanfarna mánuði hefur hún starfað hjá Leikfélagi Akureyrar við búninga- og leikmyndahönnun fyrir sýninguna Kabarett sem nú er á fjölum leikhússins. Þriðjudagsfyrirlestur Auðar Aspar Hönnuður Auður Ösp Guðmundsdóttir. Voveiflegur dauðdagi Krist- ínar Sigurðar- dóttur vinnu- konu árið 1756 er yfirskrift há- degisfyrirlestrar Þórunnar Guð- mundsdóttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12.05. Þema fyrirlestranna þetta vorið er réttarfar og refsingar. Í fyrirlestrinum fjallar Þórunn um mál sem höfðað var þegar lík Kristínar Sigurðardóttur fannst við Sámsstaðaá sumarið 1756. Þetta sumar hvarf Kristín, ógift og van- fær vinnukona, frá heimili sínu í Laxárdal í Dalasýslu. Næsta dag var farið að svipast um eftir henni og fannst hún látin við Sámsstaðaá. Áverkar voru á líkinu og ástand þess svo undarlegt að ástæða þótti til að rannsaka andlátið frekar. Magnús Ketilsson, sýslumaður Dalamanna, rannsakaði andlátið, en inn í rannsóknina fléttaðist líka leitin að föður þess barns sem Kristín gekk með þegar hún lést. Dómur féll vorið 1757. Voveiflegur dauðdagi vinnukonu 1756 Þórunn Guðmundsdóttir Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas. Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas. Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 15/2 kl. 19:30 Aukas. Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Fös 22/2 kl. 19:30 Auka Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Þri 29/1 kl. 11:00 Fors. Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Þri 29/1 kl. 15:00 Fors. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 Auka Mið 30/1 kl. 14:00 Fors. Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Fim 31/1 kl. 18:00 Frums Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Fös 1/2 kl. 18:00 2.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 Auka Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Velkomin heim (Kassinn) Lau 2/2 kl. 19:30 Frums Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn Sun 3/2 kl. 19:30 2.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 20/2 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 13/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 31/1 kl. 20:00 Fös 8/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 22:00 Fös 1/2 kl. 19:30 Lau 9/2 kl. 19:30 Fim 21/2 kl. 19:30 Fös 1/2 kl. 22:00 Fim 14/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 19:30 Lau 2/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 22:00 Lau 2/2 kl. 22:00 Fös 15/2 kl. 22:00 Lau 23/2 kl. 19:30 Fim 7/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 19:30 Mán 25/2 kl. 22:00 Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 3/2 kl. 20:00 Sun 17/2 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.