Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019FRÉTTIR
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
GRND
-1,07%
32,4
HAGA
+3,33%
44,95
S&P 500 NASDAQ
+0,94%
7.037,105
+0,75%
2.615,81
-0,81%
6.862,42
FTSE 100 NIKKEI 225
17.7.‘18 17.7.‘1816.1.‘19
1.800
90
2.032,0
1.847,0
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
60,34+1,38%
20.442,75
72,16
50
2.400
16.1.‘19
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
„Á Írlandi og öðrum ríkjum á Norð-
urlöndum er samstillt átak um að
laða gagnaver í viðskipti. Það skipt-
ir höfuðmáli til að ná árangri en
einnig það að geta boðið upp á end-
urnýjanlega orku til starfseminnar.“
Þetta segir Stefanía G. Halldórs-
dóttir, framkvæmdastjóri hjá
Landsvirkjun.
Sem stendur eru gagnaver kaup-
endur að u.þ.b. 6% þeirrar orku sem
seld er til stórnotenda hér á landi.
Stefanía segir að þau séu kærkomin
viðbót inn í öflugan viðskipta-
mannahóp Landsvirkjunar sem nú
eins og endranær selur lang-
stærstan hluta sinnar framleiðslu til
álvera.
„Við höfum lengi átt viðskipta-
samband við mjög stóra og trausta
kaupendur. Nú hafa bæst fleiri
fyrirtæki á listann og þau hafa aðr-
ar þarfir. Þau þurfa meiri sveigjan-
leika í viðskiptum við okkur og ein-
kenni á þessari starfsemi er að þau
byrja gjarnan smátt, t.d. í 10 MW í
fyrsta áfanga en færa sig á nokkr-
um árum upp í 50-60 MW.“
Stefanía segir að eðli starfsemi
þessara fyrirtækja sé einnig með
því móti að hægt sé að selja þeim
orku sem ekki er eins stöðug og sú
sem álverin þurfi að stóla á öllum
stundum.“
Gagnaversiðnaðurinn fer sí-
stækkandi að sögn Stefaníu. Sam-
kvæmt gögnum sem tekin voru
saman fyrir Norræna ráðherraráðið
er gert ráð fyrir að fjárfestingar í
gagnaverum á Norðurlöndum verði
á bilinu tveir til fjórir milljarðar
evra á ári milli 2019 og 2025.
„Þetta er fjölbreyttur hópur
fyrirtækja. Í umræðunni er oft látið
eins og gagnaverin geri ekki annað
en að grafa eftir rafmyntum. Það er
sannarlega hluti starfseminnar en
gagnaverin hér á Íslandi eru t.d.
nýtt í bílaiðnaði en einnig í lyfja-
hermunum sem notast er við í stað
lyfjaprófana á fólki. Þar er um að
ræða svokallaða ofurtölvureikninga
sem alþjóðleg stórfyrirtæki nýta í
sífellt meira mæli.“ En þær miklu
fjárfestingar sem virðast í pípunum
á þessum markaði eru komnar til
vegna sífellt meiri notkunar gagna-
magns. Það tengist ekki aðeins
streymisþjónustum á borð við Net-
flix og Hulu heldur aukinni sjálf-
virkni í samgöngum, nettengdum
heimilistækjum af ýmsum toga og
þeirri þróun sem færir heilu borg-
irnar nær því að teljast „snjallar“ og
sítengdar.
„Við bentum á það á fundi sem
við héldum fyrr í vikunni að áætl-
anir gera ráð fyrir því að á síðasta
ári hafi gagnamagn í heiminum ver-
ið um 33 ZB en að magnið verði
komið í 175 ZB árið 2025.“
Til glöggvunar fyrir lesendur þá
er eitt ZB (zettabit) jafngildi 1.000
milljarða gígabita.
Gagnamagnið mun aukast gríðarlega
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Mikil tækifæri felast í raf-
orkusölu til gagnavera.
Gagnamagn í heiminum
mun margfaldast á kom-
andi árum.
Raforkuviðskipti stórnotenda
Uppsett afl gagnavera á Íslandi 2010-2019*
Notendur raforku á Íslandi
150 MW
100 MW
50 MW
0 MW
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Heimild:
Landsvirkjun/
Raforkuspá 2018-2050
Spá fyrir
2019
*Spá fyrir
2019
Stórnotendur
Kísiliðnaður
Áliðnaður
Gagnaver
Stórnotendur
Heimili og
almennt
atvinnulíf
85%
9%
6%80%20%
Brotthvarf Björns Víglundssonar,
sem stýrði fjölmiðlahluta fjarskipta-
félagsins Sýnar, úr starfi fyrr í vik-
unni er að mati heimildarmanna Við-
skiptaMoggans talið endurspegla þá
erfiðleika sem Sýn hefur átt í síðan
félagið sameinaðist ljósvakahluta
365 miðla í desember 2017.
Í upprunalegri útgáfu samruna-
skrár félaganna, sem Viðskipta-
Mogginn hefur undir höndum og
birt var á vef Samkeppniseftirlitsins
10. maí 2017, var gert ráð fyrir að
sameiningin myndi skila milljarðs
króna samlegðaráhrifum sem koma
áttu fram „mjög fljótt“. Reyndin
hefur orðið önnur eins og félagið
sjálft hefur tilkynnt, en í afkomu-
viðvörun í byrjun nóvember sl. var
t.d. sagt frá frestun kostnaðar-
samlegðar upp á 200 milljónir króna,
sem átti að falla til árið 2019, en
muni ekki koma fram fyrr en 2020.
Gengi Sýnar á hlutabréfamarkaði
segir sína sögu. Verð á bréfum fé-
lagsins hefur ekki verið lægra síðan í
júlí 2015. Hæst fór það í 72,3 kr. á
hlut í mars á síðasta ári en var 40,9
við lok dags í gær, sem er um 40%
lækkun.
Meðal þess sem nefnt hefur verið
sem ástæða fyrir vandræðunum er
hve illa gangi að samræma upplýs-
ingakerfi félaganna, en kerfi 365
miðla hafi verið komin til ára sinna
og lítið verið fjárfest í innviðum.
Þá segir í fyrrnefndri samruna-
skrá að samlegðinni sem átti að ná
fram með sameiningunni hafi að
hluta átt að ná fram með fækkun
starfsmanna um 41 og tilheyrandi
kostnaðarlækkun vegna launa- og
starfsmannakostnaðar upp á 275
milljónir króna á ári, sem enn hefur
ekki raungerst að fullu.
Elmar Hallgríms Hallgrímsson,
sem kynntur var í vikunni sem nýr
yfirmaður einstaklings- og fyrir-
tækjasviðs Sýnar, var á sínum tíma
ráðinn til 365 miðla, m.a. til að leita
leiða til hagræðingar.
Enski boltinn fer í haust
Inn í lækkunina á hlutabréfaverði
Sýnar spilar einnig að mati þeirra
sem þekkja vel til á markaðnum að
Síminn hafði betur í útboði á enska
boltanum á dögunum, vinsælasta
íþróttaefni Stöðvar 2 sport, sem hafa
muni í för með sér tekjulækkun í
haust þegar efnið færist yfir til Sím-
ans. Samkvæmt samrunaskránni
voru nálægt 4.400 áskrifendur með
aðgang að enska boltanum í október
2016. Rétturinn á sýningum leikja úr
Meistaradeildinni í fótbolta, sem
Stöð 2 er með, sé ekki nándar nærri
eins vænlegur til áskriftarsölu.
Kostnaður enn
íþyngjandi hjá Sýn
Morgunblaðið/Hari
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Skortur á samlegðaráhrif-
um vegna samruna við 365
miðla og brotthvarf enska
boltans hafa áhrif á gengi
Sýnar á markaði
Ef þú fjárfestir í sjóðum Stefnis í gegnum netbanka Arion banka fyrir
5. febrúar bjóðum við þér 100% afslátt af gengismun.
Kynntu þér sjóðina og árangur þeirra á arionbanki.is/sjodir
Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun
að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Í útboðslýsingu
og lykilupplýsingum hvers sjóðs er að finna nánari upplýsingar um sjóðinn, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst
verðbréfasjóður eða fjárfestingarsjóður, en upplýsingarnar má nálgast á www.arionbanki.is/sjodir. Fjárfestingarsjóðir hafa
rýmri fjárfestingarheimildir, sem geta leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóðum. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði
telst því almennt vera áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði. Auglýsingin er aðeins í upplýsingaskyni og skal ekki litið
á hana sem ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir
tilteknum fjármálagerningum.
arionbanki.is
100% afsláttur
af gengismun