Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
Eftir að neðri deild breska þingsins
hafnaði Brexit-samningi Theresu
May með miklum meirihluta þykja
bresk sjávarútvegsfyrirtæki í sér-
deilis erfiðri stöðu. Fréttamiðillinn
Seafood Source greinir frá að út-
ganga úr ESB án samnings þyki að
margra mati versta mögulega nið-
urstaðan fyrir breskan sjávarútveg
enda helstu kaupendur breskra
sjávarafurða á meginlandi Evrópu.
Ekki er nóg með að þurft gæti að
greiða háa tolla af breskum sjávaraf-
urðum sem seldar eru til Evrópu
heldur eru aðfangakeðjur líka í húfi
og von á að flutningar muni ekki
ganga eins greiðlega og þeir gera í
dag.
Bresk stjórnvöld hafa m.a. gefið
út leiðbeiningar til fiskútflytjenda
þar sem tekið er fram að ef ekki
tekst að semja um útgöngu þurfi öll-
um fiski að fylgja þar til gert vottorð
frá stjórnvöldum sem m.a. sannar að
fiskurinn hafi verið veiddur með lög-
legum hætti. Vanti þetta vottorð má
vænta hárra sekta. Einnig munu
bresk skip sem hyggjast landa afla í
evrópskum höfnum þurfa að fram-
vísa sams konar vottorði.
Flækjur og leyfi
Seafish, helstu hagsmunasamtök
breskra sjávarútvegsfyrirtækja,
hafa gefið út leiðarvísi um hvernig
má standa að útflutningi og t.d.
breyta merkingum á umbúðum sem
framleiddar hafa verið með evrópsk-
um stimplum og innsiglum. Segir
Seafish að allir þeir sem vilja selja
breskar sjávarafurðir til ESB muni
fyrst þurfa að hljóta vottun frá evr-
ópska matvælaeftirlitinu.
Að sögn Undercurrent News má
vænta þess að án samnings muni
breskur þorskur, ufsi og skötuselur
bera 7,5-18% toll, makríll 15-20% toll
og síld 15-18% toll. Þá gæti verið
lagður allt að 24% tollur á breskan
túnfisk. ai@mbl.is
Breskur sjávarútvegur
óttast afleiðingar Brexit
Í kringum 7,5% til 20% toll-
ur yrði lagður á algengar
fisktegundir og útflutningur
yrði mun flóknari ef ekki
verður samið um útgöngu.
AFP
Sjómaður landar rækjum á Skotlandi. Ef engir samningar nást mun
verða töluvert erfiðara að selja breskar sjávarafurðir til ESB-landanna.
www.heild.isfyrirspurn@heild.isGarðastræti 37, 101 Reykjavík, sími 568 6787
HEILD
fasteignafélag
Iðnaðar/lagerhúsnæði til leigu í bakhúsi við Grensásveg 14. Lofthæð
er um 4,5 metrar. Húsnæðið er að mestu eitt opið vinnusvæði en þó
eru kaffistofa og skrifstofur stúkaðar af. Góðar innkeyrsludyr með
nýrri lagerhurð. Planið framan við nýtist vel sem athafnasvæði.
• 642 m2
• Iðnaðar/lagerhúsnæði
• Laust
Grensásvegur 14
Stjórn Eimskipafélags Íslands hefur
ráðið Vilhelm Má Þorsteinsson í
starf forstjóra félagsins, samkvæmt
tilkynningu frá félaginu.
Vilhelm hefur verið fram-
kvæmdastjóri fyrirtækja- og fjár-
festasviðs Íslandsbanka hf. undan-
farin ár, en hann hefur starfað hjá
bankanum í tuttugu ár. „Í störfum
sínum hefur hann öðlast víðtæka
þekkingu og reynslu á fjármála-
mörkuðum og í fyrirtækjarekstri,
sem mun nýtast vel í nýju starfi hjá
Eimskip.“
Vilhelm segist í tilkynningunni
þakka traustið sem honum er sýnt,
og kveðst hlakka til starfans. „Ég
hef átt frábær ár hjá Íslandsbanka
þar sem starfsemin hefur tekið stöð-
ugum breytingum í gegnum árin. Ég
tek með mér mikilvæga reynslu úr
þeim störfum þegar ég sný mér nú
að nýjum verk-
efnum, sem fela
meðal annars í
sér að byggja upp
starfsemi Eim-
skips á þeim
trausta grunni
sem lagður hefur
verið.“
Þeir Vilhelm og
Baldvin Þor-
steinsson, stjórnarformaður Eim-
skips, eru þremenningar. Baldvin
getur sérstaklega um það í tilkynn-
ingunni að afar þeirra Vilhelms hafi
verið bræður og feður þeirra, þeir
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, og Þorsteinn Vil-
helmsson fjárfestir, hafi stofnað
saman útgerðarfélagið Samherja.
Einhugur var um ráðninguna í
stjórn Eimskipafélagsins.
Vilhelm nýr forstjóri
Eimskipafélagsins
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vilhelm hyggst byggja Eimskip upp á traustum grunni sem lagður hefur verið.
Vilhelm
Þorsteinsson