Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 4
dk iPos snjalltækjalausn
fyrir verslun og þjónustu
Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi
Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri
510 5800, dk@dk.is, www.dk.is
dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar.
Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum
sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu.
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019FRÉTTIR
Samskip eru í miklum sóknarhug
og kynnti félagið nýtt leiðarkerfi
í lok síðasta árs. Þórunn Inga tók
þar nýlega við stöðu markaðs-
stjóra og hefur í mörg horn að
líta hjá umsvifamiklu alþjóðlegu
félagi.
Hverjar eru helstu áskor-
anirnar í rekstrinum þessi
misserin?
Sú áskorun sem við glímum
helst við hér heima er krafan um
meiri tíðni í flutningi á ferskum
afurðum svo þær komist sem
fyrst á erlendan markað. Við höf-
um breytt siglingaáætluninni
okkar m.a. til að mæta óskum
viðskiptavina. En þessu tengt þá
er ýmislegt að breytast sem snýr
að kauphegðun sem kallar á nýja
nálgun fyrir okkur í flutninga-
geiranum, hér er að nefna „track
and trace“-lausnir sem eru við-
skiptunum nauðsynlegar svo
hægt sé að fylgja vörunni eftir.
Hvaða bók hefur haft mest
áhrif á hvernig þú starfar?
Simon Sinek og Sheryl Sand-
berg eru í uppáhaldi. Ég mæli
með bókunum þeirra Start With
Why og Lean In, einnig er gott
að hlusta á þau þegar maður er
að keyra, elda eða á æfingu.
Hver myndi leika þig í kvik-
mynd um líf þitt og afrek?
Mig hefur alltaf langað til að
storka hefðbundnum hug-
myndum og uppgötva nýja vinkla
þannig að ég sæi fyrir mér að
karl myndi leika mig, t.d. Christi-
an Bale – kannski ekki síst vegna
þess að ég veit að hann myndi
taka sér tvö ár í undirbúning til
að setja sig inn í hlutverkið og
raunverulega breyta sér í mig.
Hver myndi ekki vilja sjá þá út-
komu.
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Ég hef reynt að sækja mér ein-
hverja nýja þekkingu eða skerpa
á ákveðnum hlutum sirka einu
sinni á ári. Árið 2015 fannst mér
ég þurfa að bæta við mig námi og
auka þekkingu mína. Ég ákvað
að fara í MBA-nám í Háskóla Ís-
lands, það nám er bæði hagnýtt
og krefjandi. Þegar ég hef ekki
verið í námi með vinnu hef ég
sótt ýmis styttri námskeið eins
og td. hjá Dale Carnegie og þykir
nauðsynlegt að fara út fyrir þæg-
indarammann af og til.
Hugsarðu vel um líkamann?
Já, ég reyni það en auðvitað
mætti ég vera duglegri að gera
styrktaræfingar og teygja. Ég
hef mjög gaman af því að prufa
eitthvað nýtt og núna eru það
hjólatímar í World Class, skíði og
göngur. Ég reyni að tvinna sam-
verustundir með fjölskyldu og
vinum saman við útiveru og
hreyfingu, það finnst mér lang-
skemmtilegast.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan
starfa?
Draumastarfið er starf þar sem
nóg er um að vera, með góðri
liðsheild þar sem allir fá tækifæri
til að láta sínar hugmyndir
blómstra og láta gott af sér leiða.
Við í Samskipum vorum til dæm-
is að senda frá okkur í vikunni 36
góðar borðtölvur, 17 góðar far-
tölvur, 12 skjái og lyklaborð til
Síerra Leóne í þróunarstarf. Atli
og Egidijus í hugbúnaðardeild-
inni hafa lagt sig mikið fram við
að gera tölvurnar notendavænar
og tilbúnar til notkunar þegar
þær koma til Afríku, í samstarfi
við Aurora Foundation.
Hvaða kosti og galla sérðu við
rekstrarumhverfið?
Það sem er erfiðast við ís-
lenska rekstrarumhverfið til
lengri tíma eru sveiflur í hagkerf-
inu, sem hafa áhrif á ýmsan iðn-
að. Þurfum meiri stöðugleika fyr-
ir fyrirtækin í landinu almennt.
Hvað gerirðu til að fá orku og
innblástur í starfi?
Umgengst skemmtilegt, fjöl-
breytt og gefandi fólk, spyr mikið
og sæki mér þekkingu hingað og
þangað. Svo held ég að lykillinn
að þessu öllu saman sé að leika
sér með vinum sínum og fjöl-
skyldu í frítíma og auðvitað hvíla
sig líka, þá mætir maður fullur af
orku til vinnu.
SVIPMYND Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa á Íslandi
Bregðast við kröfunni
um tíðari siglingar
Morgunblaðið/Hari
Þórunn kveðst reyna að tvinna hreyfingu og útiveru saman við samveru með fjölskyldu og vinum.
NÁM: Diplóma í markaðs- og alþjóðaviðskiptum frá EHÍ 2008;
MBA frá Háskóla Íslands 2017.
STÖRF: Sölustjóri Nike (Icepharma) 2005 til 2009 og vörumerkj-
astjóri 2009 til 2013; framkvæmdastjóri íþróttasviðs Altis (Under
Armour á Íslandi) 2013-2018; markaðsstjóri Samskipa á Íslandi
frá 2019.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er í sambúð með Steinþóri Einarssyni.
Ég á þrjú börn og eina tengdadóttur. Sonur minn er 20 ára og
stelpurnar mínar eru átta og ellefu ára gamlar. Við erum líka með
einn eins árs gamlan hund.
ÁHUGAMÁL: Ég vil hafa mikið að gera og þrífst best þegar nóg
er fyrir stafni. Finnst gaman að hjóla, í golfi, veiða, skíða og
ganga á fjöll með fjölskyldu eða í góðra vina hópi. Stefnan er
tekin á Hvannadalshnjúk í ár með góðum hópi.
HIN HLIÐIN
GRÆJAN
Töluverður munur getur verið á
fæti íþróttamanns þegar hann
smeygir sér í skó fyrir æfingu, og
þegar hann er búinn að hreyfa sig
af krafti í stundarfjórðung: fóturinn
tútnar út svo að skórnir sem áður
pössuðu vel eru allt í einu orðnir
þröngir. Það má svosem gera hlé á
leiknum eða æfingunni og laga
reimarnar, en verkfræðingar Nike
vita að enginn nennir að standa í
þannig stússi.
Þeir hafa því hannað skóinn
Adapt BB sem ýmist stækkar eða
minnkar til að tryggja að alltaf fari
vel um fótinn, og skórinn sé ná-
kvæmlega eins þröngur og hann á
að vera.
Í skónum er öflugur lítill mótor
sem sér um alla vinnuna og hægt
að gera skóinn þrengri eða víðari
með því að ýta á takka á hlið sól-
ans – eða í gegnum snjallsímaforrit
sem tengist skónum þráðlaust.
Adapt BB man hversu þétt not-
andinn vill að skórinn falli að fæt-
inum, og meira að segja er hægt að
forrita inn mismunandi stærðir eft-
ir því hvort notandinn er að gera
upphitanir, er í miðjum leik, eða
situr á varamannabekk.
Var Adapt BB hannaður sér-
staklega með þarfir körfuknatt-
leiksfólks í huga en Nike stefnir að
því að bjóða upp á fleiri skó með
sömu eiginleika, sérsniðna að öðr-
um íþróttagreinum og til almennr-
ar útivistar.
Ætti ekki að koma á óvart að
tæknin kostar sitt, og selur Nike
skóinn á 350 dali vestanhafs.
ai@mbl.is
Not má snjallsímann til að „reima“
nýja Nike-íþróttaskóinn þráðlaust.
Skórinn
sem passar
alltaf vel