Morgunblaðið - 17.01.2019, Page 7

Morgunblaðið - 17.01.2019, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 7 Þær fréttir bárust í byrjun vikunnar að aðildarfyrirtæki Landssambands fiskeldisstöðva (LF) myndu óska að- ildar að Samtökum fyrirtækja í sjáv- arútvegi (SFS). Um leið verður dag- leg starfsemi LF lögð niður og færist því þjónusta við fiskeldisfyrirtækin til SFS. Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar LF segir þetta niðurstöðu ánægjulegra viðræðna þar sem báð- um aðilum varð strax ljóst að hags- munir félaganna tveggja færu saman að flestu eða öllu leyti. „Eins og segir í hinni helgu bók þá hefur allt sinn tíma,“ segir Einar þegar hann er spurður hvers vegna fiskeldisfyr- irtækin fóru ekki fyrr inn í SFS. „Á sínum tíma var fiskeldið smátt í snið- um og upphaflega rekið innn Sam- taka fiskvinnslustöðvanna, sem svo runnu inn í SFS. Það var niðurstaða fiskeldismannanna þá að best færi á því til að skerpa á áherslunum og marka betur sérstöðu greinarinnar með því að láta fyrirtæki í fiskeldi starfa innan sjálfstæðra samtaka. Frá því ég kom að starfi LF í lok árs 2016 hefur reynslan þar fært mér heim sanninn um að það væri skyn- samlegra fyrir greinina að eiga sama- stað innan stærri og öflugari sam- taka. SFS getur veitt félagsmönnunum margfalt meiri þjónustu en þá sem við höfum reynt að veita af miklum vanefnum innan LF, en vaxandi umsvif í fiskeldi þýða að auknar kröfur eru gerðar til sam- taka á borð við okkar.“ Að sögn Einars kallar breytingin ekki á fjölgun starfsmanna hjá SFS, hvað sem síðar verður. „Fyrsta kastið verð ég hjá samtökunum í hlutastarfi og tengiliður þeirra við fiskeldið,“ út- skýrir hann og bætir við að SFS hafi á að skipa öflugum hópi fólks, og muni kraftar þess nýtast fiskeldisfyr- irtækjum á fjölda sviða. Mikil verðmætasköpun Íslensku fiskeldisstöðvarnar hafa náð góðum árangri undanfarin ár og virðist greinin hafa alla burði til að vaxa ört á komandi árum. Einar segir fiskeldið nú og fiskeldið fyrir tíu eða tuttugu árum vera tvennt gjörólíkt enda hefur framleiðslan aukist jafnt og þétt. „Það skiptast samt á skin og skúrir, í þessari grein líkt og öðrum og árið 2018 og urðu áföll sem ollu því að framleiðslan jókst ekki. En á sama tíma bættust fleiri aðilar við hópinn: árið 2017 var Arnarlax eina fyr- irtækið sem framleiddi lax í sjó, þá bættist Fiskeldi Austfjarða við snemma árs 2018 og undir lok ársins Arctic Fish í Ísafjarðarbæ og Laxar ehf. í Reyðarfirði,“ segir hann og bætir við að þá sé eftir að telja upp þau fyrirtæki sem rækta bleikju, regnbogasilung og senegalflúru. Greinin á mikið inni, að mati Ein- ars, og nefnir hann sem dæmi að heildarframleiðsla laxeldisstöðva í sjó árið 2018 hafi verið í kringum 10.000 tonn en áætlað sé að í þeim fjörðum þar sem fiskeldi sé leyfilegt sé búið að reikna út að lifríkið þoli allt að 140.000 tonna eldi. „Til að setja töl- urnar í samhengi þá lætur nærri að útflutningsverðmæti eldislax á Vest- fjörðum 2017 hafi verið álíka mikið og útflutningsverðmæti þorskkvótans á svæðinu það ár. Annar mælikvarði á þróunina er að hlutfallslegur vöxtur fiskeldis frá árinu 2013 hefur verið álíka hraður og hlutfallsleg fjölgun ferðamanna.“ Fiskur í kvíum og börn í skólum Síðast en ekki síst hefur fiskeldið haft jákvæð áhrif á byggðarlög sem lengi hafa glímt við neikvæða íbúaþróun. „Áhrifin hafa verið slík að bæir sem áður háðu varnarbaráttu eru núna farnir að finna fyrir ánægjulegum vaxtarverkjum vegna þessarar blómlegu atvinnugreinar,“ segir Einar og orðar það þannig að þegar kvíarnar fyllist af fiski fyllist skólarnir af börnum. „Þetta eru svæði þar sem lengi hefur verið við- fangsefni stjórnvalda að reyna að efla byggðina með ótal nefndum, ráðum og skýrslum, en núna er það fiskeldið sem leysir vandann og bæði laðar aft- ur heim í hérað fólk sem hleypti heimdraganum, og fær líka vel menntað fólk með engar rætur á þessum stöðum til þess að setjast þar að og njóta þeirra tækifæra sem orðið hafa til bæði með fiskeldi og í alls kyns þjónustu og nýsköpun í kring- um greinina.“ Má vænta þess að íslenskt fiskeldi haldi áfram að vaxa, bæði í sjó og á landi, og segir Einar að fyrirtækin í greininni vilji stækka og eflast með ábyrgum hætti. Strangar reglur gildi um hvar og hvernig má rækta fisk og gæta verði að því að starfsemin valdi ekki skaða. „Við gerum okkur mjög vel grein fyrir því að fiskeldi er vand- meðfarin atvinnugrein og fyrirtækin hafa sjálf kallað eftir ströngum og skýrum reglum en um leið fyrirsjáan- leika,“ segir hann og leggur á það áherslu að fiskeldi fari alltaf fram í góðri sátt við samfélagið, brugðist sé við áhyggjum veiðiréttareigenda og náttúrunni sýnd tillitssemi. „Fram- farir í tækjabúnaði, efitrlitskerfum og aðferðum við ræktunina, og alþjóð- legar umhverfisvottanir, þýða líka að það að bera saman fiskeldi nú til dags og í byrjun þessarar aldar er eins og að bera saman epli og appelsínur.“ Komin upp í 10.000 tonn af 140.000 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Mikið svigrúm er til að auka umsvif í fiskeldi víða um land. Byggðirnar njóta góðs af og atvinnulífið í blóma vegna eldisins. Morgunblaðið/Hari „Við gerum okkur grein fyrir því að fiskeldi er vandmeðfarin atvinnugrein,“ segir Einar um vaxtarmöguleikana. Sem hlutdeild af verðmæti sjávarafurða Útflutningsverðmæti eldisafurða 2000-2018 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 1,0 1,0 0,9 1,3 1,3 1,4 1,6 0,9 1,1 1,3 1,2 1,3 1,7 1,8 2,2 2,6 4,1 7,1 5,5 *Fyrstu 11 mánuðir ársins 2018. **Ekki náðist að vinna upp framleiðslutapið vegna sjómannaverk- fallsins að fullu innan ársins 2017, óveiddar veiðiheimildir frá fisk- veiðiárinu 2016/17 fluttust yfir á næsta fiskveiðiár sem hafði áhrif á framleiðsluna á árinu 2018. Hefur áhrif á hlutföll beggja ára. * ** Heimild: Hagstofa Íslands Afurðaverð á markaði 16. janúar 2019, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 325,98 Þorskur, slægður 404,36 Ýsa, óslægð 311,14 Ýsa, slægð 300,12 Ufsi, óslægður 102,96 Ufsi, slægður 136,07 Djúpkarfi 253,00 Gullkarfi 320,89 Blálanga, slægð 268,29 Langa, óslægð 225,95 Langa, slægð 215,02 Keila, óslægð 103,74 Keila, slægð 148,60 Steinbítur, óslægður 277,87 Steinbítur, slægður 379,39 Skötuselur, slægður 489,84 Grálúða, slægð 427,72 Skarkoli, slægður 314,96 Þykkvalúra, slægð 904,29 Bleikja, flök 1.511,00 Gellur 961,82 Grásleppa, óslægð 53,47 Hámeri, slægður 180,17 Hlýri, slægður 358,82 Hrogn/ýsa 87,00 Hrogn/þorskur 327,29 Lúða, slægð 205,45 Lýsa, óslægð 74,00 Lýsa, slægð 118,00 Rauðmagi, óslægður 255,00 Skata, slægð 50,00 Stórkjafta, slægð 219,00 Undirmálsýsa, óslægð 171,00 Undirmálsýsa, slægð 157,00 Undirmálsþorskur, óslægður 190,30 Undirmálsþorskur, slægður 186,29 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum FYRIR SJÁVARÚTVEGINN R R Marás ehf. - Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.