Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 9

Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 9
ur upplýsingaskiptasamninga og CRS sem dæmi. „Upplýsingaskiptasamningarnir vinna sam- an með CRS vegna þess að samningarnir ættu alltaf einir að standa fyrir sínu. Þú ættir að geta aflað frekari gagna og frekari upplýsinga eftir atvikum. Og þú ættir að geta beðið um ríkari gögn jafnvel lengra aftur í tímann.“ Bryndís segir þetta af sem áður var þegar skattyfirvöld höfðu takmarkaðar upplýsingar til þess að fá heimild til að biðja um frekari upplýsingar. „En þessi vinna er auðvitað rétt farin í gang og óljóst hvað þetta embætti varðar hverju hún skili í rannsóknum refsi- verðra mála.“ Tæp þrjú ár eru síðan fréttir um Panama- skjölin komust í hámæli og segir Bryndís að enn séu nokkur mál tengd þeim skjölum í vinnslu hjá embættinu. „Það eru ennþá mál í gangi og eitt sem er allra stærst. Það eru, ætla ég, ennþá mál sem eiga eftir að fara af stað út af þessum gögnum. Síðan er ákveðinn fjöldi sem er búinn. Þau mál eru langflest stödd hjá héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort það verði farið af stað með ákæru.“ Aðspurð hvort skattrannsóknarstjóri sjái fjölgun mála á borðinu vegna þessara sjálf- virku upplýsingaskipta segir Bryndís það eiga eftir að koma í ljós en að hún bindi vonir við það. „Við erum ekki komin þangað. Það mun verða. Ég held að það muni alveg örugglega verða. Þessar upplýsingar hafa nýst í málum sem eru til rannsóknar.“ Greiddi VSK af gögnunum Það vakti skiljanlega mikla athygli er emb- ætti skattrannsóknarstjóra festi kaup á gögn- um sem tengdu Íslendinga við skattaskjól. Um 500 félög var að ræða sem 400 Íslendingar áttu. Ég spyr hana hvort þessi sjálfvirku upp- lýsingaskipti séu öflugri en slík gögn. „Þetta er svolítið öðruvísi. Við erum alltaf að vinna aftur í tímann. Kannski 10 ár aftur í tímann. Umhverfið fyrir 10 árum var allt öðruvísi en það er núna, m.a. út af CRS. Á þeim tíma voru ekki gerðar jafn ríkar kröfur á þessum svæðum. Þú gast bara gefið út hluta- bréf á handhafa. Það voru engar kröfur um að þú þyrftir að upplýsa um raunverulega eig- endur. Þessi gögn voru þessir baksamningar sem sýndu fram á það hverjir ættu þessi fé- lög. Þetta voru ekki fjárhagsupplýsingar. Við fengum þarna sýnishorn af þessum gögnum og bárum saman við framtölin og það heyrði til algjörra undantekninga að þessara félaga, eða tekna frá þeim, væri getið á fram- tölunum. Það sem kannski var sérstakt við þessi gögn var hvað þetta var mikið. Hvað Ís- land var stórt í þessum grunni í öllum skiln- ingi. Hins vegar var þetta ekki í fyrsta skiptið og ekki í síðasta skiptið sem skattrannsóknar- stjóra hafa verið boðin til kaups ýmiss konar gögn. Það hefur gerst áður og síðar, en það var þetta mikla magn sem vakti spurningar um það hvort það væri ástæða til það kaupa þessi gögn.“ Bryndís segir að margar spurningar hafi vaknað um hvort það ætti að kaupa gögnin. „Fyrsta spurningin var eiginlega sú hver ætti að taka um þetta ákvörðun. Síðan voru ýmsar aðrar spurningar og það var farið mjög vel yfir þær. Ein sneri að því hvort starfs- menn hér, embættið eða ég, væru að baka sér einhverja refsiábyrgð með því að kaupa þessi gögn. Það komu m.a. upp sjónarmið um það hvort það væri verið að brjóta einhver mann- réttindi og slíkt. Það var farið vel yfir það. Var hægt að gangast við þessum kaupum eftir öllum þeim reglum sem hér gilda var önnur spurning. Það lá fyrir að það þyrfti að borga af þessu virðisaukaskatt,“ segir Bryndís en að- spurð segir hún að það hafi verið gert. „Það var gert. Fyrir innflutning,“ segir Bryndís og brosir. „Síðan hitt atriðið. Þessi aðili sem um ræddi gerði ákveðnar kröfur hér til verndar uppljóstrara. Þó að það hafi á endanum ekki skipt máli þá var svolítil spekúlasjón um það. Þannig að það var fullt af atriðum þarna sem þurfti að fara yfir. En síðast en ekki síst var þetta siðferðisleg spurning. Vilja menn taka þetta skref eða vilja menn það ekki? Það hefði verið gott ef það hefði farið fram einhver heildstæð umræða um það. Vegna þess að þetta er stór spurning. Mitt siðferði, af eða á, á ekki að vera það sem sker úr. Þó að ég hafi á endanum mælt með þessum kaupum þá er þetta stór spurning og ég myndi aldrei gera lítið úr henni. Sum ríki hafa farið þá leið að kaupa svona gögn. Önnur hafa ekki gert að. Meðal annars út frá svona sjónarmiðum.“ Skattyfirvöld hugsa út fyrir boxið En myndi skattrannsóknarstjóri kaupa svona gögn aftur? „Stutta svarið er já. En það væri æskilegt að hafa eitthvert ferli um þetta. Af því að þetta eru stórar spurningar. Eins og með sið- ferðið. Það hafa allir sína skoðun á því. Síðan er það þessi umræða um uppljóstrara sem hefur heyrst undanfarin misseri. Það er þörf fyrir reglur um þá. Það hafa flest vestræn ríki sett sér ákveðnar reglur um það. Ef við viljum taka þetta skref, sem við erum kannski búin að taka þurfum við líka að tryggja ákveðna umgjörð í kringum það mál.“ Þegar litið er yfir farinn veg spyr ég Bryn- dísi hvort það sé erfiðara að svíkja undan skatti í dag en áður í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa í skattaumhverfinu eftir hrun. „Það hafa orðið gríðarlegar breytingar. Sér- staklega eftir þennan G20-fund í kjölfar hrunsins. Þar fékk þessi barátta OECD, sem auðvitað átti sér stað miklu lengur, byr undir báða vængi. Ég vona að það haldist svolítill kraftur í þessu áfram. Svo við þurfum ekki annað hrun til þess að taka næstu skref en umhverfið er allt öðruvísi en það var fyrir hrun. Það er meira gagnsæi og það er erfiðara að leynast. En við megum ekki halda að þetta sé allt komið. Við þurfum að finna hvar smug- urnar eru og vera svolítið vakandi fyrir þeim og helst ekki vera mikið á eftir þeim sem þær finna. Svo held ég líka að önnur atriði skipti máli, eins og það að yfirvöld hafi keypt gögn. Það sýnir að mínu viti að skattyfirvöld gera kannski meira en það sem er akkúrat innan boxins. Og fólk þurfi svolítið að vita að það leynist ekki endilega eftir reglunum.“ Morgunblaðið/Hari ynast ” En síðast en ekki síst var þetta siðferðisleg spurning. Vilja menn taka þetta skref eða vilja menn það ekki? „Svo held ég líka að önnur atriði skipti máli, eins og það að yfirvöld hafi keypt gögn. Það sýnir að mínu viti að skattyfirvöld gera kannski meira en það sem er akkúrat innan boxins,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 9VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.