Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019SJÓNARHÓLL EGGERT Mikil umræða hefur farið fram undanfarnar vikurum kjarabætur til launþega og hvernig unnt séað tryggja að þær kjarabætur sem samið verður um í komandi samningum muni halda, en ekki brenna upp í hækkun verðlags. Mikil hætta er á slíku ef launahækkanir verða umfram það sem fyrirtæki geta staðið undir án þess að velta þeim hækkunum út í söluverð á vörum og þjónustu. Sú kjarabót sem kæmi launþegum og launagreiðendum best væri lækkun vaxta, sérstaklega vaxta af húsnæðis- lánum einstaklinga. Slík vaxtalækkun myndi skila sér til skuldara og að auki hafa jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækja. Tökum dæmi. Ef vextir af fasteignalánum lækkuðu um eitt prósentustig myndu vaxtagreiðslur einstaklings sem skuld- ar húsnæðislán upp á 30 m.kr. lækka um 300.000 kr. á ári. Þessi fjárhæð segir ekki alla söguna þar sem launþegi þarf að hafa að lágmarki 500.000 kr. í laun fyrir skatta og aðra launafrádrætti til að ráðstöf- unartekjur hans verði 300.000 kr. Ef þessir útreikningar eru yf- irfærðir á launagreiðanda þá hefur launagreiðsla til launþega upp á 500.000 kr. þau áhrif að heildargjaldfærsla hans í rekstri verður að lágmarki 607.000 kr. Ef þessar fjárhæðir eru yfir- færðar á skuldir heimila sést að lækkun vaxta hefði mjög mikil áhrif á útgjöld þeirra. Skuld- ir heimila vegna íbúðalána námu 1.335 milljörðum í árslok 2017 og vaxtalækkun um eitt prósentustig myndi lækka vaxtabyrði skulda um ríflega 13 milljarða á ári. Miðað við framangreinda útreikninga þurfa launþegar að hafa launa- tekjur upp á 22 milljarða á ári til að greiða framangreinda vexti. Heildarkostnaður launagreiðenda af launum upp á 22 milljarða væri að lágmarki 27 milljarðar. Með þessum einfalda útreikningi sést glöggt að lækkun vaxta mun auka ráðstöfunartekjur verulega og um leið létta kostnaði af launagreiðendum. Ekki er hætta á að slík kjara- bót verði að engu vegna hækkunar verðlags sem vissulega má búast við ef laun hækka verulega í kjarasamningum. Að sjálfsögðu er ákvörðun um vexti hjá Seðlabanka Ís- lands og spurning hvernig bankinn myndi bregðast við ákalli um vaxtalækkun sem hluta af kjarabótum í tengslum við gerð kjarasamninga. Á hitt ber þó að líta að lífeyr- issjóðir eru orðnir stærstu lánveitendur íbúðakaupenda og þeir geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir um vexti á lánveit- ingar sínar. Vaxtabætur eru greiddar til einstaklinga sem greiða vexti af lánum sem tekin hafa verið til fjárfestinga í eigin húsnæði. Hámark vaxtabóta 2019 eru 420.000 kr. til ein- staklings. Fjárhæð vaxtabóta ræðst af þáttum eins og tekjum, skuldum, hreinni eign og fjárhæð vaxtagjalda. Segja má að núverandi vaxtabótakerfi hvetji til skuldsetn- ingar auk þess sem nokkuð virðist um að vaxtagjöld vegna skulda sem tengjast ekki húsnæðiskaupum séu innifalin í framtöldum vaxtagjöldum. Mikið hefur verið fjallað um erfiðleika ungs fólks við að kaupa sér sína fyrstu íbúð vegna mikilla verðhækkana á íbúðarhúsnæði og takmarkaðrar greiðslugetu þess. Sú tillaga sem hér er kynnt kemur í veg fyrir misnotkun á vaxtabótakerf- inu og hvati til skuldsetningar fellur niður. Einnig veitir hún þeim sem kaupa sína fyrstu íbúð mikilvæga fjár- hagslega aðstoð þegar þeir þurfa mest á henni að halda. Tillagan felur í sér að í stað vaxta- bóta í núverandi kerfi verði þeim sem kaupa sína fyrstu íbúð greiddar út heildarvaxtabætur í eingreiðslu sem væru á bilinu 3-4 m.kr. fyrir hvern ein- stakling. Vaxtabætur yrðu greiddar kaupendum að sinni fyrstu íbúð gegn framvísun á þinglýstum kaupsamningi og staðfestingu sýslumanns á að um fyrstu kaup sé að ræða. Þeir sem fengju slíkar vaxtabætur hefðu ekki rétt til vaxta- bóta af skuldum síðar og eðlilegt væri að núverandi vaxta- bótakerfi yrði lagt af á 3-5 árum eftir að framangreind breyting kæmi til framkvæmda. Þær hugmyndir sem hér eru kynntar myndu fela í sér umtalsverðar kjarabætur til launþega án þess að auka kostnað launagreiðenda. Útgjöld ríkissjóðs af nýju vaxta- bótakerfi yrðu hugsanlega nokkuð hærri en af núverandi kerfi. Rétt er að hafa í huga í því sambandi að heildar- fjárhæð greiddra vaxtabóta hefur lækkað verulega á síð- ustu árum. Það er von undirritaðs að hugmyndir þessar geti orðið já- kvætt innlegg í þær kjaraviðræður sem nú standa yfir. VINNUMARKAÐUR Alexander G. Eðvardsson endurskoðandi hjá KPMG Raunverulegar kjarabætur ” Tillagan felur í sér að í stað vaxtabóta í núver- andi kerfi verði þeim sem kaupa sína fyrstu íbúð greiddar út heild- arvaxtabætur í ein- greiðslu sem væru á bilinu 3-4 m.kr. FORRITIÐ Þó að á netinu megi finna hafsjó frjóðleiks, og þó ekki standi á svör- unum þegar leitað er að ráðum hjá góðu fólki í Facebook hópum – þá jafnast ekkert á við að fá persónu- lega leiðsögn frá manneskju sem veit sínu viti. Snjallsímaforritið Guru The App (www.guruthe- app.com) á að brúa þetta bil með því að gefa notendum greiðan aðgang að vandaðri ráðgjöf gegn vægu gjaldi. Í gegnum forritið getur notandinn fundið sérfræðinga á ótal sviðum og lagt fyrir þá spurningu. Sérfræðing- arnir geta jafnharðan boðist til að veita ráðgjöf, og notandinn tengst þeim sérfræðingi sem honum hugn- ast best. Guru-forritið tengir þá saman í gegnum myndspjall og borgar notandinn tímagjald á með- an, á bilinu 1-3 dali á mínútuna. Notandinn fær lausn á vanda- málum sínum skjótt og vel – í stað þess að verja mörgum korterum í leit á Google eða YouTube – og sér- fræðingarnir fá ágætis aukatekjur, og geta verið til taks til að hjálpa þegar þeim hentar. ai@mbl.is Aðstoð sérfræðings gegn vægu gjaldi Dásamlegur þvottur - einfalt, íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar fylgja. Þurrkarinn TDB130WP fékk góða einkunn í úttekt þýsku neytendasamtakanna árið 2017. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Þvottavél 119.990 kr. Þurrkari 144.990 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.