Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 13SJÓNARHÓLL
BÓKIN
Colin Mayer veit sitthvað um fyrir-
tækjarekstur, enda var hann rekt-
or Saïd Business School við Oxford
um árabil. Að mati Mayer er kom-
inn tími á að taka til rækilegrar
endurskoðunar hvernig við lítum á
starfsemi fyrirtækja,
og vill hann meina að
sá hugsunarháttur
sem núna er ráðandi:
að eina hlutverk
hlutafélags sé að skila
sem mestum hagnaði,
stuðli að auknum
ójöfnuði og skaði nátt-
úruna samhliða því að
bæði draga úr ný-
sköpun og hagvexti.
Mayer telur að
hlutafélagaformið sé
afskaplega sniðug
uppfinning, og með því að leyfa
fólki að stofna félag utan um hvers
kyns rekstur hafi tekist að leysa
mikla krafta úr læðingi. Vandinn
kemur samt í ljós þegar allt í starf-
seminni miðar að einu, og aðeins
einu marki: að hámarka hagnað.
Til að gera illt verra hefur laga-
rammi atvinnulífsins verið sniðinn
til að falla að þessu markmiði, s.s.
með alls kyns glufum í skattakerf-
inu.
Mayer hefur skrifað um þetta
bók: Prosperity: Better Business
Makes the Greater Good.
Hann nefnir ýmsar leiðir til að
beina félögum aftur á beinu braut-
ina. Ein lausn,
sem Mayer er
hrifinn af, er að
sérstakir sjóðir
eða stofnendur
haldi meirihluta
atkvæða þrátt fyr-
ir að eiga minni-
hluta hlutabréfa,
og myndi þar með
ákveðna kjölfestu.
Nefnir hann Tata,
Bosch og Carls-
berg sem dæmi
um þannig fyrir-
tæki, þar sem eignarhaldið þýðir
að stjórnendur eru ekki undir eins
miklum þrýstingi um að hámarka
hagnaðinn á hverjum ársfjórðungi,
heldur geta fylgt eftir langtíma-
markmiðum og látið fyrirtæki sín
hafa jákvæð áhrif á fleiri vegu en
rekstrartölurnar einar segja til
um. ai@mbl.is
Leiðir til að virkja
félagaformið til góðs
Þau tímamót urðu á síðasta ári að ný reglugerð Evr-ópusambandsins nr. 2016/679, um vernd einstak-linga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og
um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, kom til framkvæmda og
innleiddi fjölmargar efnisreglur á sviði persónuverndar.
Reglugerðin fól í sér nýmæli sem höfðu áhrif á fyrirtæki,
stofnanir og aðra aðila sem meðhöndluðu persónuupplýs-
ingar þar sem þau veittu einstaklingum aukin réttindi í
tengslum við persónuupplýsingar og vinnslu þeirra. Þar sem
um nýjar reglur var að ræða var ljóst að ýmis atriði áttu
nánar eftir að skýrast í framkvæmd. Í þessari grein verður
gerð grein fyrir einu slíku atriði, nánar tiltekið réttinum til
að gleymast, og álitaefni sem risið hafa í framkvæmd.
Rétturinn til að gleymast felur í sér að einstaklingur getur
lagt fram beiðni til aðila, s.s. fyrirtækis eða stofnunar, og
krafist þess að persónuupplýsingum
hans verði breytt eða þeim jafnvel
eytt. Umrædd regla hefur gilt allt frá
því að Evrópudómstóllinn féllst á
málatilbúnað spænsks ríkisborgara í
máli C-131/12 fyrir Evrópudóm-
stólnum um að Google í Evrópu bæri
að afmá allar leitarniðurstöður um að
hann hefði misst fasteign á nauð-
ungaruppboði. Umræddur réttur var
meðal nýrra efnisreglna í fyrrnefndri
reglugerð Evrópusambandsins nr.
2016/679.
En hversu langt nær þessi réttur
til að gleymast? Ber fyrirtækjum
eins og Google skylda til að afmá all-
ar leitarniðurstöður sem varða tiltek-
inn einstakling án tillits til staðsetn-
ingar þeirrar tölvu þar sem leitin er
framkvæmd? Er skylda Google takmörkuð við að útiloka
það að leitarniðurstöður birtist í tölvum staðsettum í
Evrópusambandinu eða er skyldan svo víðtæk að Google ber
skylda til að útiloka að leitarniðurstöðurnar birtist í tölvum
utan Evrópusambandsins?
Fyrir viku síðan birtist álit lögsögumanns Evrópudóm-
stólsins í máli C-507/17, þar sem þetta álitaefni var til skoð-
unar. Upphaf málsins má rekja til þess þegar sérstök tölvu-
nefnd í Frakklandi sendi erindi til Google og krafðist þess að
allar leitarniðurstöður um tiltekinn einstakling yrðu fjar-
lægðar án tillits til þess hvar leitin var framkvæmd. Með
öðrum orðum var þess krafist að engar leitarniðurstöður
birtust óháð því hvort leitin væri framkvæmd í tölvu innan
aðildarríkja Evrópusambandsins, s.s. Frakklandi, eða utan
þess, t.d. Indlandi. Google hafnaði kröfunni og kom einungis
í veg fyrir að leitarniðurstöður birtust í tölvum notuðum inn-
an Evrópusambandsins. Af þessum sökum var Google
ákvörðuð sekt að fjárhæð 100 þúsund evrur. Google bar
þessa sektarákvörðun undir franska stjórnlagadómstólinn
en dómstóllinn óskaði eftir forúrskurði frá Evrópudóm-
stólnum um þetta atriði. Í samræmi við málsmeðferð-
arreglur Evrópudómstólsins hefur lögsögumaður dómstóls-
ins gefið út álit sitt, en dómurinn er ekki bundinn af
niðurstöðu lögsögumannsins.
Í stuttu máli kemst lögsögumaðurinn að þeirri niðurstöðu
að ekki sé unnt að túlka ESB rétt svo víðtækt að unnt sé að
gera kröfu til þess að Google fjar-
lægi allar leitarniðurstöður án til-
lits til þess hvar leitin er fram-
kvæmd – m.ö.o. ekki sé unnt að
útiloka að leitarniðurstöður birtist
utan aðildarríkja Evrópusam-
bandsins. Auk þessa tiltekur lög-
sögumaðurinn að taka verði tillit til
andstæðra hagsmuna þegar metið
er hversu ríkur rétturinn til að
gleymast sé í framkvæmd. Þannig
verði að líta til réttarins til að
gleymast annars vegar og lögmæts
réttar almennings að upplýsingum
hins vegar. Ef skylda Google yrði
ákvörðuð svo víðtæk að Google yrði
gert að afmá allar leitarniðurstöður
þá gætu t.a.m. stofnanir Evrópu-
sambandsins ekki framkvæmt
fyrrnefnt mat, þ.e. hvort að réttur einstaklinga til að gleym-
ast sé sterkari en réttur almennings til aðgangs að upplýs-
ingum. Komst lögsögumaðurinn því að þeirri niðurstöðu að
skylda Google takmarkaðist við að afmá leitarniðurstöður
einungis innan Evrópusambandsins þegar leitaraðgerðin
væri framkvæmd innan aðildarríkis sambandsins.
Af framansögðu leiðir, að ekki er sjálfgefið að sú víðtæka
réttarvernd, sem oft er fjallað um í tengslum við persónu-
vernd, sé eins víðtæk í framkvæmd þegar tekið hefur verið
tillit til andstæðra hagsmuna. Áhugavert verður að sjá hver
niðurstaða Evrópudómstólsins verður í málinu.
Rétturinn til að gleymast?
LÖGFRÆÐI
Finnur Magnússon
hæstaréttarlögmaður og aðjúnkt við lagadeild
Háskóla Íslands
”
Er skylda Google tak-
mörkuð við að útiloka
það að leitarniðurstöð-
ur birtist í tölvum stað-
settum í Evrópusam-
bandinu eða er skyldan
svo víðtæk að Google
beri skylda til að útiloka
að leitarniðurstöðurnar
birtist í tölvum utan Evr-
ópusambandsins?
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
ALLT Í BAÐHERBERGIÐ
FRÁ A TIL IFÖ
Tengi hefur mikla og góða reynslu af IFÖ baðinnréttingum.
IFÖ eru sænskar hágæðavörur sem framleiddar hafa verið allt frá 1936.