Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 15FÓLK
Í dag ætti öllum að vera ljóst hversu dýrmæt
tækifæri eru fólgin í bálkakeðjutækninni. En að
sama skapi sýndi bitcoin-bólan að rafmyntir geta
verið óstöðugar, og ekki heppilegt að nota
greiðslumiðil sem sveiflast getur í verði um
marga tugi prósenta frá einni viku til annarrar.
Íslenskt sprotafyrirtæki vinnur að því að þróa
áhugaverða lausn sem sameinar þá tæknilegu eig-
inleika sem bálkakeðjan býr yfir og þann stöð-
ugleika sem fylgir þjóðargjaldmiðlum.
Jón Helgi Egilsson er stjórnarformaður og
einn af stofnendum Monerium, og segir hann
ágætis lýsingu á þjónustu fyrirtækisins að þar eru
hefðbundnir gjaldmiðlar bálkakeðjuvæddir. „Með
bálkakeðjunni má í mörgum tilvikum sleppa milli-
liðum í viðskiptum og t.d. forrita viðskipti þannig
að afhending fari sjálfkrafa fram þegar tilteknum
skilyrðum er fullnægt – án þess að banki eða
kortafyrirtæki komi við sögu,“ útskýrir hann. „Á
grunni bálkakeðja er auðvelt að eiga milliliðalaus
viðskipti þvert á landamæri, og jafnvel hægt að
kaupa og selja hlutabréf og skuldabréf án aðkomu
uppgjörs- og verðbréfamiðstöðva.“
Sveinn Valfells, framkvæmdastjóri Monerium
og meðstofnandi, bendir á að með bálkakeðju eigi
í raun að vera jafn auðvelt að færa verðmæti frá
einum reikningi yfir á annan og að senda tölvu-
póst eða SMS-skilaboð. „Notendur eiga einfald-
lega sitt rafræna veski og auðkenni, og geta greitt
yfir netið á jafn handhægan hátt og ef þeir réttu
peningseðil yfir afgreiðsluborð í verslun.“
Bálkakeðjubanki
Á margan hátt svipar starfsemi Monerium til
banka, nema hvað ekki þarf að starfrækja útibú,
gefa út greiðslukort og ekki einu sinni halda úti
vefsíðu. Notendur einfaldlega hlaða gjaldmiðlum
inn á rafrænan reikning á bálkakeðju og eignast
þar með rafrænt ígildi reiðufjár í þessum sama
gjaldmiðli. Þjónusta af þessu tagi er leyfisskyld
og tekjumódel Monerium svipað og hjá hefð-
bundnum banka, því ekki má taka gjald fyrir
þjónustuna nema til að standa undir kostnaði, en
fyrirtækinu er leyfilegt að afla fjármagnstekna
með því að nota innistæður til fjárfestinga. „Lögin
skilgreina hvernig má ráðstafa innistæðunum og
t.d. gerð sú krafa að aðeins sé fjárfest í hágæða
og auðseljanlegum skuldabréfum gefnum út af
ríkisstjórnum eða fyrirtækjum,“ útskýrir Sveinn
og bætir við að munur sé á rafmyntum, s.s. bitco-
in, og rafeyri líkt og Monerium vinnur með. „Raf-
eyrir er mjög vel skilgreint hugtak í lögum og
birtist íslenskum lagabókum snemma á þessari
öld. Rafeyrir á greiðslukortum er notaður víða í
Evrópu , en við skiptum plastkortum út fyrir raf-
rænt veski tengt bálkakeðju.“
Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Mo-
nerium hefði lokið nýrri fjármögnunarlotu í sam-
vinnu við Crowberry Capital, ConsenSys og Hof
Holdings, og hafa fjárfestar þá samtals lagt fyr-
irtækinu til jafnvirði tveggja milljóna bandaríkja-
dala. Næstu skref snúast einkum um áframhald-
andi þróun þjónustu Monerium samhliða því að
tryggja fyrirtækinu þau leyfi sem það þarf til að
geta starfað sem fjármálafyrirtæki innan Evr-
ópska efnahagssvæðisins.
Að baki félaginu stendur öflugur hópur fólks
með mikla reynslu úr fjármála og hugbúnaðar-
geiranum, og eru meðstofnendur Jóns Helga og
Sveins þeir Gísli Kristjánsson og Hjörtur Hjart-
arson. Aðrir starfsmenn eru Árni Guðjónsson
verkfræðingur og Jón Gunnar Ólafsson lögfræð-
ingur.
Aðgangur að stóru vistkerfi
Fyrstu lausnir Monerium byggjast á Ether-
eum-bálkakeðjunni en þeir Jón Helgi og Sveinn
segja að i Monerium geti stutt við aðrar bálka-
keðjur sem reynast hentugar fyrir þessa tegund
þjónustu, þegar þær hafi náð nægilega góðri út-
breiðslu.
Notkunarmöguleikarnir eru víðtækir og bendir
Jón Helgi á að margar sniðugar lausnir hafi verið
þróaðar fyrir rafmyntir á borð við bitcoin og et-
her, sem megi yfirfæra á þann rafeyri sem Mo-
nerium er að þróa. Næstu skref, þegar öll leyfi
hafa fengist, verði einmitt að ná útbreiðslu í
gegnum bálkakeðju-vistkerfið. „Þar mun m.a.
gagnast okkur að núna er fyrirtækið ConsenSys
komið í hóp hluthafa en það var stofnað af sömu
aðilum og settu ether rafmyntina á laggirnar og
eru leiðandi í þróun lausna fyrir bálkakeðjur á
heimsvísu. Í gegnum þá eigum við greiðan að-
gang að stóru vistkerfi fyrirtækja og einstaklinga
sem eru að þróa vörur og þjónustu fyrir bálka-
keðju.“
Munu bálkakeðjuvæða
hefðbundna gjaldmiðla
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Teymið á bak við Monerium, frá vinstri: Sveinn, Árni, Jón Helgi, Jón Gunnar, Gísli og Hjörtur.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Monerium lauk fjármögnunarlotu fyrir
skemmstu og hefur nú aflað tveggja
milljóna dala. Meðal fjárfesta eru
stofnendur ether rafmyntarinnar.
VISTASKIPTISPROTAR
Samtök verslunar
og þjónustu Sara
Dögg Svanhild-
ardóttir hefur verið
ráðin í starf skrif-
stofustjóra hjá sam-
tökunum. Hún mun m.a. hafa um-
sjón með mennta- og
fræðslumálum.
Sara Dögg hefur langa reynslu af
stjórnun og menntamálum. Hún
kom að uppbyggingu tveggja
grunnskóla hjá Hjallastefnunni og
stofnun og stjórnun Arnarskóla. Þá
hefur hún starfað sem ráðgjafi á
sviði menntamála og haft umsjón
með fræðslumálum fyrir ýmis fé-
lagasamtök. Sara Dögg er með
grunnskólakennarapróf frá Kenn-
araháskóla Íslands.
Tekur við nýju starfi
skrifstofustjóra
LOGOS Halldór
Brynjar Hall-
dórsson hefur
bæst í hóp eigenda
lögfræðistofunnar
LOGOS lögmanns-
þjónustu. Hann hefur starfað á
stofunni frá árinu 2007 en útskrif-
aðist með ML-gráðu í lögfræði frá
Háskólanum í Reykjavík árið
2009. Hann lauk framhaldsnámi í
evrópskum samkeppnisrétti frá
Kings College í London árið 2017.
Helstu starfssvið hans eru sam-
keppnisréttur, stjórnsýsluréttur,
Evrópuréttur, kröfuréttur, málflutn-
ingur fyrir dómstólum og gjald-
þrotaréttur.
Nýr í hópi eigenda lög-
fræðistofunnar
Þarftu skjóta afgreiðslu á ein-
blöðungum, bæklingum, vegg-
spjöldum, skýrslum, eða nafn-
spjöldum? Þá gæti stafræna
leiðin hentað þér. Sendu okkur
línu og fáðu verðtilboð.
STAFRÆNT
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.