Morgunblaðið - 14.01.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 14.01.2019, Síða 1
MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019 ÍÞRÓTTIR England Ole Gunnar Solskjær stóðst stærsta prófið til þessa þegar Manchester United sigraði Tottenham á Wembley. Liverpool sjö stigum á undan Man. City. Everton rétti sinn hlut með sigri. 2 Íþróttir mbl.is Handknattleiks- þjálfarinn Hall- dór Jóhann Sig- fússon hefur tekið að sér að þjálfa U21 árs landslið Bareins í karlaflokki en liðið tekur þátt í heimsmeistara- mótinu í þessum aldursflokki sem fram fer á Spáni í sumar. Halldór Jóhann er þjálfari karlaliðs FH. Þar með verða tveir íslenskir hand- knattleiksþjálfarar með tvö elstu karlalandslið Bareina. iben@mbl.is Halldór þjálf- ar hjá Barein Halldór Jóhann Sigfússon Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Morgunblaðið tók púlsinn á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, fyrrverandi landsliðsmanni í handknattleik og núverandi leikmanni Hauka í Olís- deild karla, að loknum öðrum leik Íslands á HM, gegn Spáni. „Það var kannski ekki mikið sem kom manni á óvart í þessum leik. Við vorum auðvitað að spila á móti frábæru liði Spánverja og vissum það fyrirfram að þetta yrði mjög erfitt. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel en við vorum mikið að láta reka okkur út af, sem hjálpaði okk- ur ekki. Það reyndist erfitt að ná takti í sóknarleikinn út af þessum brottvísunum og Spánverjarnir gengu á lagið. Þeir refsuðu okkur grimmilega fyrir öll mistök sem við gerðum í sókninni, eins og góð lið gera, og þá varð þetta þungt hjá okkur þarna um miðbik fyrri hálf- leiks. Mér fannst sóknarleikur Spánverja ekkert sérstaklega vel útfærður í leiknum og þetta voru einna helst hraðaupphlaupin hjá þeim sem fóru illa með okkur.“ Ásgeir var ánægður með Guð- mund Þ. Guðmundsson, þjálfara ís- lenska liðsins, í leikslok. „Það voru margir leikmenn í ís- lenska liðinu sem fengu tækifæri í leiknum, sem er frábært. Teitur Örn Einarsson átti góða innkomu og við skiptum alveg um hornamenn í seinni hálfleik. Ólafur Guðmundsson kemur mjög sterkur inn af bekkn- um líkt og Gísli Þorgeir Krist- jánsson, sem átti frábæran leik að mínu mati. Björgvin Páll Gúst- avsson kom inn með smá greddu og það er bara gott fyrir okkur upp á framhaldið að gera. Það eru nánast allir leikmennirnir í hópnum búnir að spila núna og þar af leiðandi komnir inn í mótið. Menn eru komn- ir með smá harpex á puttana og búnir að skjóta á markið og það er mjög jákvætt fyrir okkur.“ „Allir komnir inn í mótið“  Ásgeir Örn Hallgrímsson var ánægðastur með ákvarðanir landsliðsþjálfarans Nú er íslenska liðið komið í þá stöðu á heimsmeistaramótinu að það verður að vinna leikina þrjá sem eftir eru til þess að komast í milliriðla- keppnina. Næsti leikur verður strax í dag gegn Barein. „Það er verkefni sem er í boði, vinna leikina sem eftir eru. Sú vinna hefst strax á morgun og við verðum að hefja undirbúning strax því leik- urinn við Barein er snemma dags. Það hefur sýnt sig í mótinu til þessa að ekkert lið hefur efni á að vanmeta andstæðing sinn. Hægt er að nefna óvænta sigra Angóla og Síle í þessum efnum. Við verðum að leggja okkur alla fram til þess að vinna Barein. Úr- slit í æfingaleikjum nýlega hjálpa okkur ekkert,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður sem varði 11 skot í leiknum í gær og hresstist verulega í síðari hálfleik. Urðum að fá á fyrsta flokks leik „Við gerðum okkur seka um alltof mörg mistök sem kosta okkur að fá hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru. Mistök gegn jafn góðu liði og Spán- verjar hafa yfir að ráða eru dýr,“ sagði Bjarki Már Elísson við Morg- unblaðið eftir leikinn í gærkvöldi. „Ef maður ætlar að eiga möguleika gegn svona góðu liði þá mega mistök- in ekki vera mörg. Ég held að varn- arleikurinn hafi verið ágætur í síðari hálfleik. Spánverjar eru ótrúlega góðir og ljóst að við urðum að hitta á fyrsta flokks leik til þess að slá þeim við,“ sagði Bjarki Már sem lék allan síðari hálfleikinn og skoraði þrjú mörk. „Ég bjóst ekki við að koma við sögu því Stefán Rafn lék vel í fyrri hálfleik og nýtti sitt færi. Ég var staðráðinn í að reyna að fá auðveldu mörkin eftir hraðaupphlaupin og það tókst. Þau mörk þurftum við til að komast inn í leikinn. Þegar við nálg- uðumst þá í síðari hálfleik og mun- urinn fór niður í þrjú mörk, 27:24, þá var kannski ekki nóg eftir á tank- inum hjá okkur,“ sagði Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknatt- leik. Alltof mörg mistök  Björgvin Páll og Bjarki Már segja mörg mistök í sóknarleik Íslands hafa gert Spánverjum auðveldara fyrir  Eru snjallir að stýra hraðanum í leikjum AFP München Leikstjórnandinn Elvar Örn Jónsson reynir að komast framhjá Eduardo Gurbindo í leiknum við Spán- verja í gær. Í dag verður íslenska liðið aftur á ferðinni þegar það mætir Barein klukkan 14.30 í þriðju umferð. Í MÜNCHEN Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Spánverjar eru með hörkugott lið sem refsar fyrir hver mistök sem gerð eru. Þegar þeir ná góðu forskoti þá drepa þeir hraðann niður í leikn- um og eru sannkallaðir meistarar í að stýra leikjum í þeirri stöðu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, hinn leik- reyndi markvörður íslenska lands- liðsins, við Morgunblaðið, eftir sjö marka tap íslenska landsliðsins fyrir Spáni, 32:25, á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Ólympíu- höllinni í München í gærkvöldi. „Til þess að vinna Spánverja þarf að ná nánast villulausum leik,“ sagði Björgvin Páll sem vildi lítið tjá sig um markvörsluna sem mörgum þótti vera slök og að í henni hefði hallað á íslenska liðið. „Ég vil sem minnst tjá mig um dómgæsluna en það er alveg ljóst að margir brottrekstrar okkar auðvelduðu ekki róðurinn. Spánverj- ar eru klókir að sækja þannig að þeir vinni andstæðinginn af leikvelli. Íslenska liðið vann sig inn í leikinn í tvígang í síðari hálfleik eftir að hafa lent fimm til sjö mörkum undir en herslumun vantaði upp á til að jafna leikinn í síðari hálfleik þegar mun- urinn var kominn niður í þrjú mörk, 27:24. „Það sýnir gæðin hjá okkur og karakterinn í liðinu að komast inn í leikinn hvað eftir annað, ekki síst í síðari hálfleik þegar ungir menn komu inn og gerðu usla og glæddu vonir okkar. Strákarnir eiga skilið hrós fyrir að koma inn á og gera sitt besta. En á heildina litið var þetta erfiður leikur hjá okkur, ekki síst vegna mistaka og einnig sökum þess hversu oft við vorum manni færri. Við getum farið þokkalega sáttir af velli þrátt fyrir sjö marka tap,“ sagði Björgvin Páll. Aron Kristjáns- son og læri- sveinar hans í liði Bareins eru þriðju mótherj- ar Íslands á HM í München í dag en viðureign lið- anna hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Aron sagði við Morgunblaðið eftir ósig- ur gegn Makedóníu, 23:28, að hann væri nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna á mótinu til þessa. „Íslenska liðið er í talsvert betra líkamlegu formi en mitt lið og með breiðari leik- mannahóp,“ sagði Aron Krist- jánsson. iben@mbl.is Aron mótherji Íslands í dag Aron Kristjánsson Ragnheiður Rík- harðsdóttir, fyrr- verandi alþing- ismaður og bæjarstjóri í Mosfellsbæ, íhugar að bjóða sig fram í for- mannskjöri KSÍ 9. febrúar og skýrði frá því á Facebook í gær. Hún sagði við Morgunblaðið í gær- kvöld að framboð Geirs Þorsteins- sonar hefði kveikt áhuga sinn en sér fyndist sérkennilegt að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram á ný eftir að hafa stigið til hliðar fyrir tveimur árum. „Ég hef fengið frábær viðbrögð frá því ég setti færsluna inn á Face- book og það finnst mörgum þetta mjög góð hugmynd sem er auðvitað bara skemmtilegt. Fari svo að ég ákveði að bjóða mig fram mun ég kynna mín stefnumál þegar þar að kemur,“ sagði Ragnheiður en ítar- legra viðtal við hana er að finna á mbl.is/sport. bjarnih@mbl.is Ragnheiður í framboð? Ragnheiður Ríkharðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.