Morgunblaðið - 14.01.2019, Síða 5
ÍÞRÓTTIR 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
AFP
Átök Gedeón Guardiola og Joan Canellas reyna að stöðva Aron Pálmarsson í leiknum í München í gær en Ýmir Örn Gíslason er við öllu búinn á línunni.
á flestum vígstöðvum
Danir og Norðmenn munu sigla áreynslu-
lítið áfram úr C-riðli heimsmeistaramóts-
ins í handknattleik eins og við var að búast
en slagurinn um þriðja sætið í riðlinum tók
óvænta stefnu á laugardaginn þegar önn-
ur umferðin var leikin í Herning á Jót-
landi.
Danir burstuðu Túnisbúa 36:22 og hafa
unnið fyrstu tvo leikina með samtals 37
marka mun. Norðmenn fóru létt með Sádi-
Araba, 40:21, og spurningin verður bara
hvort Danir eða Norðmenn vinna riðilinn
og fara með fjögur dýrmæt stig með sér í
milliriðilinn.
En það voru Sílebúar sem stálu
senunni á kostnað Patreks Jóhann-
essonar og hans lærisveina í liði
Austurríkis. Fyrirfram var búist við
baráttu Austurríkis og Túnis um
þriðja sætið og eftir að Síle tapaði
16:39 fyrir Danmörku voru Suður-
Ameríkustrákarnir nánast afskrif-
aðir, eins og þeir voru í raun fyrir
mótið.
En þeir fóru á kostum í seinni hálf-
leik, unnu Austurríki 32:24 eftir að
hafa verið undir í hálfleik, 14:15, og
allt í einu eru fyrirsjáanlegir afar
áhugaverðir leikir Túnisbúa við bæði
Austurríki og Síle.
Erwin Feuchtmann skoraði níu
mörk fyrir Síle og Emil Feuchtmann
og Sebastian Ceballos sex hvor en
Robert Weber gerði sex mörk fyrir
heillum horfna Austurríkismenn.
Magnud Rod skoraði níu mörk
fyrir Norðmenn og Espen Lie Han-
sen átta í stórsigrinum á Sádi-
Aröbum.
Rasmus Lauge og Mikkel Han-
sen skoruðu sjö mörk hvor fyrir Dani
í sigrinum á Túnisbúum. vs@mbl.is
Síle Erwin Feuchtmann skoraði
níu mörk gegn Austurríki.
Síle galopnaði baráttuna í C-riðlinum
AFP
Svíar, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, virð-
ast ætla að sigla vandræðalítið í gegnum D-riðil
heimsmeistaramóts karla í handknattleik á
„heimavelli“ sínum á Amager-eyju í Kaup-
mannahöfn. Þeir unnu auðveldan sigur á Arg-
entínu í annarri umferðinni í gærkvöld, 31:16, og
skutu Suður-Ameríkumeistarana niður á jörðina
en þeir höfðu gert mjög óvænt jafntefli við Ung-
verja í fyrstu umferðinni.
Eftir jafnræði í 20 mínútur náðu Svíar að slíta
sig frá Argentínumönnum og voru yfir í hálfleik,
15:10. Þeir argentínsku skoruðu aðeins þrjú
mörk á fyrstu 20 mínútunum í seinni hálfleik og
sex mörk alls og stórsigur Svía varð nið-
urstaðan.
Mattias Zachrisson skoraði 6 mörk fyrir Svía
og Nicklas Ekberg 5. Andreas Palicka varði 16
skot og Kristján gat dreift álaginu vel á sína
menn. Federico Fernández skoraði 6 mörk fyrir
Argentínumenn.
Þó Ungverjar hafi misstigið sig aðeins í fyrsta
leik má telja fullvíst að þeir fylgi Svíum áfram í
milliriðilinn. Þeir tóku sér tak í gær og unnu
Angóla auðveldlega, 34:24, eftir að staðan var
18:8 í hálfleik. Bendeguz Boka skoraði 5 mörk
fyrir Ungverja, Gábor Csaszar, Zsolt Balogh og
Iman Jamali 4 hvor, en Edvaldo Ferreira skor-
aði 5 mörk fyrir Angóla.
Katar komst á sigurbraut með því að vinna
Egypta nokkuð örugglega, og rétti því sinn hlut
eftir tapið óvænta gegn Angóla. Lokatölur urðu
28:23 og Egyptar eiga nú erfitt verk fyrir hönd-
um, ætli þeir að vera með í slagnum um þriðja
sætið. Öll fjögur liðin eru í raun ennþá með í
þeim slag og hvert stig og mark í innbyrðis
leikjum þeirra getur ráðið úrslitum. Youssef Ali
skoraði 9 mörk fyrir Katar í leiknum en Ahmed
Elahmar gerði 6 mörk fyrir Egypta.
Staðan í riðlinum mun skýrast eitthvað í dag
þegar Ungverjar mæta Katar og Argentína leik-
ur við Egyptaland. Svíar eiga væntanlega léttan
leik fyrir höndum gegn Angóla. vs@mbl.is
AFP
Þjálfarinn Kristján Andrésson hvetur sænska liðið
til dáða í leiknum við Argentínu í gærkvöld.
Svíar á siglingu
Unnu stórsigur á Argentínumönnum á Amager
EHF-bikar kvenna
Storhamar – Esbjerg .......................... 28:28
Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir Es-
bjerg sem er með þrjú stig eftir tvo leiki í
riðlakeppninni.
Þýskaland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Thüringer – Dortmund....................... 24:19
Hildigunnur Einarsdóttir leikur með
Dortmund.
Danmörk
Aarhus United – Aalborg ................... 28:22
Birna Berg Haraldsdóttir skoraði ekki
fyrir Aarhus United sem er í sjötta sæti af
14 liðum í deildinni.
Frakkland
Bourg de Peage – Toulon................... 32:29
Mariam Eradze skoraði ekki fyrir Tou-
lon sem er í níunda sæti af 12 liðum í deild-
inni.
Svíþjóð
Boden – Kristianstad .......................... 28:23
Hafdís Renötudóttir varði fjögur skot í
marki Boden sem er með fimm stig í 11. og
næstneðsta sæti.
Andrea Jacobsen skoraði tvö mörk fyrir
Kristianstad sem er með þrjú stig á botni
deildarinnar.
Forkeppni EM karla
Írland – Bretland.................................. 26:32
Aserbaídsjan – Georgía ....................... 25:30
Búlgaría – Lúxemborg......................... 17:36
Malta – Kýpur....................................... 20:38
Kýpur – Georgía ................................... 25:24
Írland – Búlgaría .................................. 28:35
Aserbaídsjan – Malta ........................... 27:24
Lúxemborg – Bretland ........................ 29:19
Lúxemborg og Kýpur tryggðu sér
keppnisrétt á næsta stigi forkeppninnar
fyrir EM 2022 en þau mæta liðum sem
verða neðst í undanriðlum EM 2020. Hin
sex liðin fá annað tækifæri í Evrópukeppni
smáþjóða næsta sumar.
Vináttulandsleikir karla
Sviss – Pólland...................................... 32:28
Slóvakía – Rúmenía.............................. 23:22
Slóvakía – Rúmenía.............................. 27:20
HANDBOLTI
A-RIÐILL:
Rússland – Kórea ................................. 34:27
Þýskaland – Brasilía ............................ 34:21
Frakkland – Serbía .............................. 32:21
Staðan:
Þýskaland 2 2 0 0 64:40 4
Frakkland 2 2 0 0 56:43 4
Rússland 2 1 1 0 64:57 3
Serbía 2 0 1 1 51:62 1
Brasilía 2 0 0 2 43:58 0
Kórea 2 0 0 2 46:64 0
Leikir í dag:
14.30 Serbía – Brasilía
17.00 Rússland – Þýskaland
19.30 Frakkland – Kórea
B-RIÐILL:
Makedónía – Barein ............................ 28:23
Aron Kristjánsson þjálfar Barein.
Króatía – Japan ................................... 35:27
Dagur Sigurðsson þjálfar Japan.
Spánn – Ísland ...................................... 32:25
Staðan:
Spánn 2 2 0 0 65:48 4
Makedónía 2 2 0 0 66:52 4
Króatía 2 2 0 0 66:54 4
Ísland 2 0 0 2 52:63 0
Barein 2 0 0 2 46:61 0
Japan 2 0 0 2 56:73 0
Leikir í dag:
14.30 Ísland – Barein
17.00 Króatía – Makedónía
19.30 Spánn – Japan
C-RIÐILL:
Austurríki – Síle .................................. 24:32
Patrekur Jóhannesson þjálfar Austur-
ríki.
Noregur – Sádi-Arabía ........................ 40:21
Danmörk – Túnis.................................. 36:22
Staðan:
Danmörk 2 2 0 0 75:38 4
Noregur 2 2 0 0 74:45 4
Síle 2 1 0 1 48:63 2
Austurríki 2 1 0 1 53:54 2
Túnis 2 0 0 2 46:70 0
Sádi-Arabía 2 0 0 2 43:69 0
Leikir í dag:
14.00 Túnis – Síle
16.30 Noregur – Austurríki
19.15 Danmörk – Sádi-Arabía
D-RIÐILL:
Katar – Egyptaland ............................. 28:23
Ungverjaland – Angóla........................ 34:24
Svíþjóð – Argentína ............................ 31:16
Kristján Andrésson þjálfar Svíþjóð.
Staðan:
Svíþjóð 2 2 0 0 58:40 4
Ungverjaland 2 1 1 0 59:49 3
Angóla 2 1 0 1 48:57 2
Katar 2 1 0 1 51:47 2
Argentína 2 0 1 1 41:56 1
Egyptaland 2 0 0 2 47:55 0
Leikir í dag:
14.30 Ungverjaland – Katar
17.00 Argentína – Egyptaland
19.30 Svíþjóð – Angóla
HM2019