Morgunblaðið - 14.01.2019, Side 6
6 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
gömlu liðsfélögum en samfélagið í
Vestmannaeyjum syrgir nú Kolbein
Aron Arnarson, fyrrverandi mark-
mann karlaliðs ÍBV í handknattleik,
sem varð bráðkvaddur á heimili sínu
í Vestmannaeyjum, 24. desember
síðastliðinn.
„Þetta var mjög skrítinn leikur
fyrir mig að spila og ég var öðruvísi
stressuð fyrir hann en aðra leiki. Ég
dvaldi í Vestmannaeyjum á milli jóla
og nýárs og var mikið með stelp-
unum í ÍBV þá. Við vorum óvinkonur
í sextíu mínútur en svo var það bara
búið, strax að leik loknum. Það var
vissulega erfitt að horfa upp á sínu
gömlu liðsfélaga og þjálfara í sárum
en maður huggaði sig við það að Kolli
hefði sagt öllum að hætta þessu væli
og halda áfram að spila handbolta.“
Sandra hóf handboltaferilinn með
stórliði Füchse Berlin í Þýskalandi
en faðir hennar, Erlingur Birgir
Richardsson, þjálfaði karlalið félags-
ins á árunum 2015 til ársins 2016.
Dýrmæt reynsla í Þýskalandi
„Ég mun alltaf búa vel að því að
hafa spilað með Füchse Berlin í
Þýskalandi, þótt ég hafi verið algjör
kjúklingur á þeim tíma. Ég heppin
með það að gera að hópurinn hjá lið-
inu var afar þunnur á þessum tíma
og ef einhver meiddist þá var ég
næst inn. Stemningin á leikjunum
úti er meiri en hér heima og þýska
deildin snýst meira um líkamlega
styrkinn. Stelpurnar sem spila þar
eru stærri en hér heima á meðan
boltinn á Íslandi er hraðari og það er
virkilega gaman að hafa fengið tæki-
færi til þess að prófa að spila þarna.“
Sandra er í sambandi með Daníel
Þór Ingasyni, leikmanni Hauka í Ol-
ísdeild karla, en Daníel var valinn í
íslenska landsliðshópinn sem tekur
þátt á heimsmeistaramótinu 2019
sem fram fer í Danmörku og Þýska-
landi.
„Ég fylgist mjög vel með mínum
manni í Þýskalandi en á sama tíma
er ég sjálf að æfa á fullu og ég kemst
þar af leiðandi ekki út til þess að
fylgjast með mótinu. Ég vona inni-
lega að hann fái tækifæri á mótinu
því ég er ansi heppin að hafa kynnst
honum. Ég fæ reglulega mat hjá
tengdamóður minni sem kemur að-
eins í staðinn fyrir matinn hjá
mömmu. Það er vissulega mikið
rætt um handbolta á okkar heimili
en við tölum við líka um aðra hluti,
inn á milli,“ sagði Sandra enn-
fremur.
11. umferð í Olís-deild kvenna 2018-2019
Markahæstir Lið umferðarinnar
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 75
Martha Hermannsdóttir, KA/Þór 68
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 66
Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV 65
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjörnunni 65
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi 60
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram 60
Steinunn Björnsdóttir, Fram 58
Lovísa Thompson, Val 54
Díana Kristín Sigmarsdóttir, HK 52
Maria Ines Da Silva Pereira, Haukum 52
Berta Rut Harðardóttir, Haukum 48
Greta Kavaliuskaite, ÍBV 45
Sólveig Lára Kristjánsdóttir, KA/Þór 45
Katrín Vilhjálmsdóttir, KA/Þór 41
Sandra Erlingsdóttir, Val 41
Ester Óskarsdóttir, ÍBV 40
Karen Helga Díönudóttir, Haukum 37
Sigríður Hauksdóttir, HK 36
Elísabet Gunnarsdóttir, Stjörnunni 32
Olgica Andrijasevic
KA/Þór
Hulda Bryndís Tryggvadóttir
KA/Þór
Sandra Erlingsdóttir
Val
Ragnheiður
Júlíusdóttir
Fram
Þórey Anna
Ásgeirsdóttir
Stjörnunni
Þórey Rósa
Stefánsdóttir
Fram
Sigríður
Hauksdóttir
HK
Varamenn:
Íris Björk Símonardóttir, 7 Val
Karen Helga Díönudóttir, Haukum
Hekla Rún Ámundadóttir, 7 Haukum
Arna Sif Pálsdóttir, 8 ÍBV
Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni
Hversu oft leik -
maður hefur verið valinn
í lið umferðarinnar
2
4
3
5
5
Erfitt að fá ekki mat hjá
mömmu á hverjum degi
Líður vel á Hlíðarenda Telur Valsliðið geta barist um Íslandsmeistaratitilinn
Morgunblaðið/Hari
Eyjastúlkan Sandra Dís Erlingsdóttir er næstmarkahæst Valskvenna í
deildinni í vetur og er í þriðja sinn í liði umferðarinnar.
11. UMFERÐ
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Sandra Erlingsdóttir átti frábæran
leik fyrir Val gegn sínum gömlu liðs-
félögum í ÍBV þegar liðin mættust í
toppslag 11. umferðar Olísdeildar
kvenna í handknattleik á Hlíðarenda
í síðustu viku. Sandra var markahæst
í liði Vals með sex mörk en Sandra
gekk til liðs við Val frá ÍBV, síðasta
sumar. Valskonur sitja á toppi deild-
arinnar með 17 stig og hafa tveggja
stiga forskot á ÍBV og Fram sem eru
í 2.-3. sæti deildarinnar með 15 stig.
„Ég er mjög ánægð með þann stað
sem liðið er á í dag. Við erum búnar
að vera spila mjög vel og höfum verið
að finna taktinn, hægt og rólega, í
undanförnum leikjum. Við vorum að-
eins að hiksta, sóknarlega, í upphafi
tímabilsins en að sama skapi hefur
varnarleikurinn alltaf verið öflugur.
Íris hefur svo varið mjög vel þannig
að það mætti kannski segja að varn-
arleikur og markvarsla hafi haldið
okkur á floti, fyrstu mánuðina. Sókn-
arleikurinn hefur svo verið að koma
hægt og rólega og við erum byrjaðar
að finna hver aðra mun betur en við
gerðum í fyrstu leikjunum.“
Sandra gekk til liðs við Val síðasta
sumar eftir tvö ár með ÍBV í Vest-
mannaeyjum. Hún viðurkennir að
það hafi verið erfitt að flytja út frá
mömmu og pabba en hún er fædd ár-
ið 1998.
Stórt skref að stíga
„Það var stórt skref fyrir mig að
flytja frá Vestmannaeyjum og flytja
út frá mömmu og pabba. Þess vegna
var ég ekki að stressa mig of mikið á
því að fyrstu leikirnir hjá mér hafi
kannski ekki gengið alveg jafn vel og
ég hefði viljað. Ég þurfti aðeins að
venjast því að fá ekki mömmumat á
hverjum degi en þetta er allt að koma
og mér leið eins og ég væri að ganga
inn í ÍBV-heimilið, þegar að ég mætti
fyrst í Valsheimilið, því mér hefur
verið tekið mjög vel hjá félaginu. Ég
þekkti vel til nokkurra stelpnanna í
Valsliðinu áður en ég skrifaði undir á
Hlíðarenda og þótt við séum flestar á
mismunandi aldri náum við mjög vel
saman og mórallinn í liðinu er frá-
bær.“
Sandra telur að Valskonur séu með
lið til þess að berjast um Íslands-
meistaratitilinn í vor.
„Það var alltaf vitað mál að það
myndi taka smá tíma fyrir mig að
komast inn í nýtt lið en ég er að finna
mig betur og betur. Ég er sátt með
mína spilamennsku til þessa og ef við
höldum áfram á sömu braut tel ég
okkur vel í stakk búnar til þess að
berjast um Íslandsmeistartitilinn.
Skrítið að mæta ÍBV
Sandra viðurkennir að það hafi
verið erfitt að spila gegn sínum
Lionel Messi skráði nafn sitt enn og aftur í
sögubækurnar er hann skoraði annað mark
Barcelona í sannfærandi 3:0-sigri á Eibar á
heimavelli í 1. deild spænska fótboltans í
gærkvöld. Messi er nú búinn að skora 400
deildarmörk fyrir Barcelona og er hann
fyrsti leikmaðurinn sem nær þeim áfanga í
fimm stærstu deildum Evrópu með einu og
sama liðinu. Messi hefur skorað mörkin í 435
leikjum. Cristiano Ronaldo er með 409
deildamörk fyrir Manchester United, Real
Madrid og Juventus í 507 leikjum. Luis Suá-
rez skoraði fyrsta og þriðja mark Barcelona í leiknum.
Barcelona er með 43 stig og fimm stiga forskot á Atlético
Madríd á toppi deildarinnar. johanningi@mbl.is
Messi kominn með 400
Lionel
Messi
Ísland mætir Ástralíu klukkan 17 í dag í
fyrsta leiknum í 3. deild heimsmeistaramóts-
ins í íshokkí pilta U20 ára en mótið fer fram í
Skautahöllinni í Reykjavík og lýkur næsta
sunnudag. Ísland er einnig með Taívan og
Tyrklandi í riðli en í hinum riðlinum eru
Kína, Nýja-Sjáland, Búlgaría og Suður-
Afríka. Sigurliðið vinnur sér sæti í 2. deild B.
„Ég fékk alla sem ég vildi fá í verkefnið, það
er enginn meiddur eða neitt slíkt. Ég held að
þetta sé besta liðið sem við getum stillt fram
á ísnum. Eina sem við stefnum að er að fara í
alla leiki með það að markmiði að vinna þá,“ sagði Jussi Sippo-
nen þjálfari íslenska liðsins en ítarlegt viðtal við hann er að
finna á mbl.is/sport.
HM hefst í Laugardal
Jussi
Sipponen
SA vann þægilegan 8:0-sigur á Reykjavík í 5.
umferð Hertz-deildar kvenna í íshokkíi á Ak-
ureyri í fyrrakvöld. SA er búið að vinna alla
fimm leiki liðanna á tímabilinu, en þetta eru
einu liðin í deildinni á leiktíðinni. Staðan var
markalaus eftir fyrsta leikhluta en í öðrum
leikhluta komst SA á bragðið. Sunna Björg-
vinsdóttir, Ragnhildur Kjartansdóttir, Silvía
Björgvinsdóttir og Kolbrún Garðarsdóttir
skoruðu allar í leikhlutanum og var staðan
fyrir þriðja og síðasta leikhlutann 4:0. Anna
Einisdóttir, Arndís Sigurðardóttir og Eva
Karvelsdóttir skoruðu í síðasta leikhlutanum og breyttu stöð-
unni í 7:0. Sunna Björgvinsdóttir bætti svo við sínu öðru marki
og áttunda marki SA í blálokin og þar við sat. johanningi@mbl.is
Átta marka sigur SA
Sunna
Björgvinsdóttir
Hin 17 ára gamla Iveta Ivanova úr
Fylki vann á laugardag enn einu sinni
til verðlauna á alþjóðlegu móti. Hún
sigraði þá í 53 kg flokki í unglinga-
flokki á móti í Nürburgring í Þýska-
landi. Hún vann allar fimm viðureignir
sínar og sigraði Jill Auger, sem er í ell-
efta sæti heimslistans í flokknum, í úr-
slitaviðureigninni. Sex Íslendingar
tóku þátt í mótinu og Samuel Josh
Ramos náði í bronsverðlaun í 63 kg
flokki pilta.
Mauricio Poc-
hettino knatt-
spyrnustjóri Tott-
enham sagði eftir
ósigurinn gegn
Manchester Unit-
ed í ensku úrvals-
deildinni í gær (sjá
bls. 2) að hann
óttaðist að ökkla-
meiðsli sem Harry Kane varð fyrir
undir lok leiksins myndu halda fyrirlið-
anum og markaskoraranum frá keppni
á næstunni. Staðan væri sérstaklega
slæm vegna þess að Son Heung-min
væri á förum til að spila með Suður-
Kóreu í Asíukeppninni.
Los Angeles Rams tryggði sér í
fyrrinótt sæti í úrslitaleik Þjóðardeild-
arinnar í NFL-deildinni í amerískum
ruðningi. Rams hafði þá betur gegn
Dallas Cowboys á heimavelli, 30:22.
Kansas City Chiefs komst af öryggi í
úrslitaleik Ameríkudeildarinnar með
31:13-sigri á Indianapolis Colts á
heimavelli.
Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í 49.
sæti af 56 keppendum á fyrsta móti
ársins á Evrópumótaröð kvenna í golfi,
Fagima Bink Mubarak mótinu í Abu
Dhabi, sem lauk á laugardaginn. Hún
lék þá sinn besta hring, á 73 höggum,
eftir afleitt gengi tvo fyrstu dagana,
og spilaði samtals á 14 höggum yfir
pari.
Haukur Helgi Pálsson tryggði Nan-
terre sigur á efsta liðinu, Lyon-
Villeurbanne, 79:78, í toppslag í
frönsku A-deildinni í körfuknattleik í
fyrrakvöld. Haukur
gerði tvö síðustu
stig leiksins af víta-
línunni í blálokin en
hann skoraði alls 9
stig og tók 10 frá-
köst fyrir Nanterre í
leiknum. Lið hans
styrkti stöðu sína í
þriðja sæti en Lyon
er með 26 stig, El-
an Bearnais 22 og
Nanterre 20
stig.
Eitt
ogannað