Morgunblaðið - 21.01.2019, Side 1
Var geggjað að koma inn á
Í KÖLN
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Að sjálfsögðu var gaman að koma
inn á leikvöllinn í fyrri hálfleik. Það
hefur lengi verið draumur minn að
leika á heimsmeistaramóti í hand-
bolta með landsliðinu og ekki var
það verra að draumurinn rættist í
leik á móti heimsmeisturunum. Það
var geggjað að koma inn á,“ sagði
handknattleiksmaðurinn ungi,
Haukur Þrastarson frá Selfossi, í
samtali við Morgunblaðið í gærkvöld
eftir að hann hafði leikið stóran hluta
leiksins við Frakka í milliriðlakeppni
heimsmeistaramótsins. Haukur er
aðeins 17 ára gamall og sá yngsti
sem leikið hefur fyrir íslenska lands-
liðið á heimsmeistaramóti.
Haukur stýrði leik íslenska liðsins
af festu og skoraði tvö mörk í þrem-
ur skotum, í 31:22, tapi íslenska
landsliðsins.
„Mér gekk bara nokkuð vel og var
öruggur með mig og leið vel. Hins-
vegar er margt sem ég get gert bet-
ur,“ sagði Haukur af yfirvegun en
innkoma hans í leikinn vakti mikla
athygli. Vallarþulurinn kynnti Hauk
sérstaklega fyrir áhorfendum þegar
hann skoraði síðara mark sitt og
mátti heyra klið fara um ríflega 18
þúsund áhorfendur þegar þulurinn
sagði Selfyssinginn vera aðeins 17
ára gamlan.
Á tímabili í leiknum í gærkvöldi
báru þrír frændur upp sóknarleik ís-
lenska liðsins, Haukur, Elvar Örn
Jónsson og Teitur Örn Einarsson.
„Við þekkjumst vel. Fyrir utan að
vera frændur þá lékum við saman
með Selfoss-liðinu á síðasta keppnis-
tímabili. Það hjálpar í svona leikjum
að hafa menn með sér sem maður
þekkir,“ sagði Haukur.
„Ég er svekktur að tapa leiknum
vegna þess að við gátum gert margt
betur. En fyrst og fremst þá fer leik-
urinn í reynslubankann. Oft skutum
við alltof snemma og eins völdum við
ekki réttu skotin sem varð til þess að
markvörðurinn [Vincent Gerard]
varði allt hvað af tók. Við getum
bætt margt, sérstaklega við þeir
yngri, við verðum að skoða vel leik
okkar og hvað við getum gert til þess
að verða betri,“ sagði Haukur Þrast-
arson í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöld í Lanxess-Arena í Köln.
Tvær breytingar
Haukur var annar af tveimur leik-
mönnum sem kallaðir voru inn í hóp-
inn í gærmorgun eftir að Arnór Þór
Gunnarsson og Aron Pálmarsson
meiddust í viðureigninni við Þjóð-
verja á laugardagskvöldið. Arnór
tognaði á læri og Aron tognaði á
nára. Útilokað var að þeir gætu
haldið áfram og kaus Guðmundur
Þórður Guðmundsson landsliðsþjálf-
ari að taka Hauk og Óðin Þór Rík-
harðsson, hornamann GOG í Dan-
mörku, inn í hópinn í stað Arons og
Arnórs. Kom Óðinn Þór með flugi
frá Kaupmannahöfn snemma í gær-
morgun en Haukur var þegar fyrir.
Hinn 17 ára gamli Haukur Þrastarson varð í gær yngsti leikmaður Íslands á HM í handbolta
Stjórnaði leik landsliðsins gegn heimsmeisturunum Lék með frændum sínum Teiti og Elvari
AFP
Hart barist Elvar Örn Jónsson lætur finna fyrir sér í vörninni í leiknum í gær. Fyrirliðinn Ólafur Gústafsson fylgist grannt með.
MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019
ÍÞRÓTTIR
England Fjórum stigum munar á Liverpool og Manchester City í baráttunni um enska meistaratitil-
inn. Bæði lið unnu leiki sína um helgina en leikur Liverpool og Crystal Palace var skrautlegur. 6
Íþróttir
mbl.is
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Á heildina litið þá sjáum við að
margt er hægt að laga hjá okkar liði,
bæði í vörn og sókn. En einnig er
margt gott í leik liðsins. Þetta mót er
gríðarlega mikill skóli fyrir ungu
leikmennina eins og oft hefur komið
fram. Hægt er að byggja ofan á
þetta en til þess þarf þolinmæði,“
sagði Júlíus Jónasson þegar Morg-
unblaðið spurði hann álits eftir leik-
inn gegn Frökkum á HM í gær.
Júlíus lék á sínum tíma 288 A-
landsleiki og var um tíma atvinnu-
maður í Frakk-
landi. „Þessi leik-
ur var erfiður
eins og vitað var.
Við gerðum okk-
ur þetta enn erf-
iðara með því að
lenda 6:0 undir.
Ekki var það
óskabyrjunin en
það var gríðar-
lega gott að kom-
ast inn í leikinn. Þeir minnkuðu
muninn í 16:14 og voru með boltann.
Áttu því möguleika á að minnka
muninn niður í eitt mark. Þá gáfu
Frakkarnir í aftur. Þeir nýttu sér
hver einustu mistök sem við gerðum
og nýttu til dæmis alltaf yfirtöluna
þegar við fengum brottvísanir.
Frakkarnir eru í þeim gæðaflokki að
þeir geta sett í næsta gír og það er
talsverður styrkleikamunur á þess-
um liðum. Auðvitað er fúlt að tapa en
það kom ekki á óvart gegn þessum
andstæðingi,“ sagði Júlíus og hann
segir einkennandi fyrir frönsku leik-
mennina hversu sterkir þeir séu í
stöðunni maður á móti manni.
„Mér fannst athyglisvert að 38
mínútur voru liðnar af leiknum þeg-
ar Frakkarnir fengu sína fyrstu
brottvísun og ég held að þeir hafi
fengið fjórar brottvísanir í leiknum.
Þetta er í raun lýsandi fyrir Frakk-
ana. Þeir eru allir með það góða fóta-
vinnu að þeir lenda sárasjaldan á
eftir andstæðingunum heldur eru
búnir að færa líkamann fyrir leik-
manninn. Þeir lenda því nánast aldr-
ei í því að hanga aftan í mönnum eða
brjóta klaufalega af sér. Við lentum
hins vegar í vandræðum í vörninni
þegar Frakkarnir unnu stöðuna
maður á móti manni (þá kemur rót á
vörnina). Allar tímasetningar hjá
þeim varðandi klippingar og rykk-
ingar eru mjög góðar. Allt þetta ger-
ir þeim auðveldara fyrir að komast í
gegnum vörnina hjá okkur. Segja
má að þetta sé skólabókardæmi um
gott franskt landslið. Vörnin er gríð-
arlega góð og markvarslan einnig.
Ofan á það framkvæmir liðið hraða-
upphlaupin frábærlega. Hefur þetta
verið gegnumgangandi hjá bestu lið-
unum undanfarin ár. Þau hafa ekki
endilega verið bestu sóknarliðin en
hafa verið best í markvörslu, vörn og
hraðaupphlaupum. Þú ferð svo langt
á þessu. Þegar Svíarnir voru upp á
sitt besta á sínum tíma þá átti þetta
einnig við,“ sagði Júlíus Jónasson í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Skólabókardæmi um gott franskt landslið
Júlíus
Jónasson