Morgunblaðið - 21.01.2019, Side 5

Morgunblaðið - 21.01.2019, Side 5
ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019 Spánn Real Madrid – Sevilla............................... 2:0 Huesca – Atlético Madrid........................ 0:3 Barcelona – Leganés................................ 3:1 Staða efstu liða: Barcelona 20 14 4 2 56:21 46 Atlético Madrid 20 11 8 1 30:13 41 Real Madrid 20 11 3 6 30:24 36 Sevilla 20 9 6 5 31:22 33 Alavés 20 9 5 6 22:23 32 Getafe 20 8 7 5 25:16 31 B-deild: Extremadura – Real Oviedo .................. 0:2  Diego Jóhannesson spilaði fyrstu 86 mínúturnar fyrir Oviedo. Ítalía Frosinone – Atalanta .............................. 0:5  Emil Hallfreðsson hjá Frosinone er frá keppni vegna meiðsla. Frakkland Angers – Nantes ...................................... 1:0  Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leik- mannahópi Nantes. Bordeaux – Dijon..................................... 1:0  Rúnar Alex Rúnarsson var allan tímann á varamannabekk Dijon. Tyrkland B-deild: Hatayspor – Genclerbirligi .................... 3:1  Kári Árnason var ekki í leikmannahópi Genclerbirligi. Gazisehir – Denizlispor .......................... 0:1  Theódór Elmar Bjarnason spilaði síð- ustu 12 mínúturnar með Gazisehir. Ástralía Adelaide United – Western Sydney ...... 1:4  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir eru með íslenska landsliðinu og léku ekki með Adelaide. Vináttulandsleikir kvenna Suður-Afríka – Holland ........................... 1:2 Frakkland – Bandaríkin .......................... 3:1 KNATTSPYRNA Lanxess-Arena, Köln, milliriðlakeppni HM, fyrsti leikur laugardaginn 19. janúar 2019. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 3:2, 5:4, 5:6, 6:6, 6:7, 9:8, 12:9, 14:10, 15:11, 17:15, 18:15, 20:16, 22:17, 24:19. Mörk Þýskalands: Steffen Fäth 6, Uwe Gensheimer 5/2, Paul Drux 4, Martin Strobel 2, Kai Häfner 2, Pat- rick Wiencek 2, Hendrik Pekeler 2, Patrick Groetzki 1. Varin skot: Andreas Wolff 11/2. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Íslands: Arnór Þór Gunn- arsson 6/2, Aron Pálmarsson 3, Ólafur Andrés Guðmundsson 3, Sig- valdi Björn Guðjónsson 2, Arnar Freyr Arnarsson 2, Bjarki Már El- ísson 1, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1, Ýmir Örn Gíslason 1. Varin skot: Björgvin Páll Gúst- avsson 8/1. Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Václav Horácek og Jirí Novotný, Tékklandi. Áhorfendur: 19.750, uppselt. Þýskaland – Ísland 24:19 Dagur Sigurðsson, landsliðs- þjálfari Japans, þurfti að sætta sig við tap í öllum sjö leikjum liðsins á HM karla í handbolta. Japan hafnar því í 24. og neðsta sæti mótsins eftir 29:32-tap fyr- ir Angóla í gær. Japanska liðið átti fína leiki inn á milli, sér- staklega á móti Spánverjum og Íslandi í riðlakeppninni. Naum töp á móti Barein, Kóreu og Angóla hljóta hins vegar að telj- ast ákveðin vonbrigði. Það voru sannarlega mögu- leikar á að næla í sigur á mótinu, en Japan fór illa að ráði sínu í lokaköflum leikja. Japanir ætla sér stærri hluti á Ólympíuleikunum í heimalandinu á næsta ári. Japanir neðstir Dagur Sigurðsson Patrekur Jóhannesson stýrði Austurríki til 29:27-sigurs á Barein í leiknum um 19. sæti á heimsmeistaramóti karla í handbolta í gær. Með því lauk þátttöku Austurríkis á HM og verður niðurstaðan að teljast vonbrigði. Austurríki tapaði fyrir Arg- entínu á laugardag og var það fimmti tapleikur liðsins í röð á mótinu eftir sigur í fyrsta leik á móti Sádi-Arabíu. Austurríki tapaði m.a óvænt fyr- ir Síle og einnig gegn Túnis. Patrekur sagði fyrir mót að hann stefndi á sæti í milliriðli. Liðið var ekki nálægt því og voru allir fjórir tapleikir liðsins í C-riðlinum með fimm mörkum eða meira. Vonbrigði hjá Patreki Patrekur Jóhannesson Lærisveinar Arons Kristjáns- sonar í Barein höfnuðu í 20. sæti á heimsmeistaramóti karla í handbolta eftir 27:29-tap fyrir Austurríki í leiknum um 19. sæt- ið í gær. Þrátt fyrir að Barein hafi tapað sex leikjum og aðeins unnið einn, náði liðið fínum sprettum á mótinu. Barein vann góðan sigur á Japan í lokaleik riðlakeppninnar og stóð vel í Serbíu í næstsíðasta leik liðsins. Barein var svo með 27:25-forystu í leiknum við Austurríki þegar skammt var eftir. Það vantaði því ekki mikið upp á að næla í fleiri sigra á mótinu, gegn andstæðingum sem fyrirfram voru taldir mun sterkari. Fínir sprettir hjá Barein Aron Kristjánsson Svíar, undir stjórn Kristjáns Andr- éssonar, eru í mikilli baráttu um að komast í undanúrslit á HM karla í handknattleik og að spila þar af leið- andi um verðlaun. Svíþjóð hefur jafn mörg stig og Danmörk á toppi milli- riðils II. Þar eru þrjár frændþjóðir okkar í efstu sætunum því Norðmenn eru með 4 stig, tveimur á eftir Dönum og Svíum. Svíar voru ekki í vandræð- um með Túnis á laugardaginn og unnu 35:23 og Danir unnu því Ung- verja 25:22. Í gær burstuðu Norð- menn lið Egypta 32:28. Í dag er áhugaverður leikur á dag- skrá þegar grannarnir Svíar og Norð- menn takast á í Herning. Danir mæta Egyptum í kvöld og gestgjafarnir ættu að vinna þann leik ef þeir spila af eðlilegri getu. Í síðustu umferð í milli- riðlinum munu Danir og Svíar eigast við í mikilvægum leik en Norðmenn glíma þá við Ungverja. Leikirnir sem eftir eru hjá Krist- jáni Andréssyni verða því mjög áhugaverðir. Kristján fór með Svía alla leið í úrslitaleikinn á EM í Króat- íu fyrir ári og fékk í lok síðasta árs sæmdarheitið Þjálfari ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna á Ís- landi. Afar óvænt úrslit Brasilíumenn halda áfram að koma á óvart og varla er á neinn hallað þegar sagt er að Brasilía sé spútniklið móts- ins. Eftir að hafa lagt bæði Rússland og Serbíu að velli í riðlinum tóku Bras- ilíumenn enn stærra skref í gær og skelltu Króötum 29:26 í milliriðli okkar Íslendinga. Telja má líklegt að Króatía sé sterkasti andstæðingur sem Bras- ilía hefur lagt að velli á stórmóti karla. Króatar komu inn í milliriðilinn í fínum málum eftir að hafa unnið bæði Íslend- inga og Spánverja í riðlinum. Heimsmeistararnir frá Frakklandi eru með 7 stig eftir fjóra leiki. Þjóð- verjar eru með 5 stig eftir þrjá leiki. Króatar eru með 4 stig en Spánverjar og Brasilíumenn með 2 stig öll eftir þrjá leiki. Tapið gegn Brasilíu er því verulegt högg fyrir Króata í kapp- hlaupinu við Frakka og Þjóðverja en þeir eiga eftir reyndar að mæta báð- um þessum liðum. Í dag mætast Þýskaland og Króatía en einnig Spánn og Brasilía. Kristján í baráttunni AFP Sigur Kristján Andrésson og sænska landsliðið eru með fullt hús stiga á HM  Svíar, Danir og Norðmenn berjast um tvö sæti í undanúrslitum á HM Geysisbikar kvenna 8-liða úrslit: Stjarnan – Skallagrímur...................... 71:49 Snæfell – Haukar.................................. 72:68 Breiðablik – ÍR ..................................... 80:44 Keflavík – Valur.................................... 71:89 1. deild kvenna Tindastóll – Þór Ak .............................. 80:89 Hamar – Grindavík .............................. 53:79 Staðan: Fjölnir 11 9 2 838:673 18 Grindavík 9 7 2 669:584 14 Þór Ak. 8 6 2 506:464 12 Njarðvík 11 6 5 789:778 12 Tindastóll 12 4 8 865:988 8 ÍR 11 3 8 619:683 6 Hamar 10 1 9 557:673 2 Spánn Obradoiro – Unicaja Málaga.............. 89:86  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 7 stig, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á 17 mínútum hjá Obradoiro. B-deild kvenna: Celta Zorka – Cortegada.................... 72:57  Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 9 stig og tók 5 fráköst fyrir Celta. Þýskaland Bikarkeppnin, undanúrslit: Frankfurt – Alba Berlín ................... 70:105  Martin Hermannsson skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar á 19 mínútum hjá Alba Berlín. Frakkland Nanterre – Chalon/Seone .................. 81:78  Haukur Helgi Pálsson skoraði 2 stig, tók 3 fráköst og gaf 1 stoðsendingu fyrir Nan- terre. Austurríki Oberwart Gunners – Flyers Wels ..... 78:60  Dagur Kár Jónsson skoraði 4 stig, tók 2 fráköst og gaf 1 stoðsendingu á 17 mínútum með Flyers Wels. NBA-deildin Philadelphia – Oklahoma City......... 115:117 Charlotte – Phoenix ......................... 135:115 Detroit – Sacramento....................... 101:103 Indiana – Dallas.................................. 111:99 Orlando – Milwaukee ....................... 108:118 Atlanta – Boston............................... 105:113 Toronto – Memphis ............................ 119:90 Chicago – Miami ............................... 103:117 Houston – LA Lakers .............. (frl.)138:134 Denver – Cleveland.......................... 124:102 KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Geysisbikar karla, 8-liða úrslit: Hertz-hellirinn: ÍR – Skallagrímur .... 19.15 Ljónagryfjan: Njarðvík – Vestri......... 19.15 DHL-höllin: KR – Grindavík............... 19.15 Í KVÖLD! Ívar Benediktsson Köln Íslenska landsliðið í handknattleik karla tapaði fyrir þýska landsliðinu með fimm marka mun, 24:19, í fyrsta leik sínum í milliriðlakeppni HM í handknattleik í Lanxess- Arena á laugardagskvöldið. Þjóð- verjar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14:10. Íslenska liðið en það þýska fyrstu 20 mínúturnar fyrir framan 20 þús- und áhorfendur í rífandi góðri stemningu í keppnishöllinni. Liðið var með yfirhöndina, 6:5 og 7:6. Síð- ustu tíu mínútur fyrri hálfleiks hall- aði undan fæti. Aron Pálmarsson meiddist eftir um 20 mínútur og kom ekkert meira við sögu. Við brottför hans dró úr biti sóknar- leiksins auk þess sem illa var farið með marktækifæri. Þjóðverjar gengu á lagið í stemningunni og náðu yfirhöndinni í leiknum. Íslenska liðið gerði áhlaup rétt fyrir miðjan síðari hálfleik og náði að minnka muninn í tvö mörk, 17:15 og 18:16. Nær komst það ekki. Ofan á meiðsli Arons tognaði Arnór Þór Gunnarsson í læri eftir um tíu mínútur í síðari hálfleik AFP Vörn Ólafur Guðmundsson í klónum á Jannik Kohlbacher. Góðar 20 mínút- ur og tveir úr leik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.