Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra, sjá nánar á www.greining.is. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er framsækin stofnun með fjölskylduvæna starfsmannastefnu sem býður m.a. upp á sveigjanlegan vinnutíma. Nýir starfsmenn fá handleiðslu og starfsþjálfun á aðlögunartíma og er lögð áhersla á þróun í starfi og tækifæri til sí- og endurmenntunar. Nánari upplýsingar eru á www.greining.is Starf iðjuþjálfa hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Iðjuþjálfi óskast til starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Um er ræða fastráðningu, í 80-100% starfshlutfall, á svið langtímaeftirfylgdar. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf á vormisseri 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Starfssvið • Mat, ráðgjöf og eftirfylgd vegna barna og unglinga með alvarleg þroskafrávik • Samvinna og ráðgjöf til barnanna, fjölskyldna þeirra og annarra fagaðila, varðandi daglega færni, notkun hjálpartækja, aðgengismál og fleira • Vinna í þverfaglegu teymi • Þátttaka í fræðslu- og rannsóknarstarfi stofnunarinnar Menntunar- og hæfniskröfur • Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi • Þekking og reynsla á iðjuþjálfun barna • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Hæfni til þverfaglegs samstarfs og góð færni í samskiptum • Reynsla í að meta þörf á hjálpartækjum, sækja um og fylgja eftir umsóknum • Þekking og áhugi á tölvu- og tæknitengdum lausnum er æskileg Iðjuþjálfi Laun og kjör eru skv. gildandi kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar gefa Ingólfur Einarsson sviðsstjóri eða Hrönn Björnsdóttir verkefnastjóri hjá langtímaeftirfylgd í síma 510 8400. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5, 200 Kópavogi, eða í tölvupósti á ingolfur@greining.is fyrir 1. febrúar 2019. Öllum umsóknum verður svarað. Vegna kynjasamsetningar á vinnustaðnum eru karlmenn hvattir til að sækja um. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Verkefnastjóri íbúatengsla kopavogur.is P ip a r\TB W A \ SÍA Helstu verkefni: • Ber ábyrgð á stefnumörkun á sviði þátttökulýðræðis og innleiðingu verkefna á því sviði. • Skipuleggur íbúafundi eftir atvikum í samráði við fagsvið, deildir og stofnanir. • Stýrir verkefninu „Okkar Kópavogur“ sem snýr að þátttöku íbúa bæjarins við ráðstöfun fjármagns til framkvæmda. • Stýrir framkvæmd íbúakosninga. • Ber ábyrgð á innleiðingu Heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna nr. 16.7: Teknar verði ákvarðanir á öllum sviðum þar sem brugðist er við aðstæðum og víðtæk þátttaka tryggð. • Heldur utan um ábendingarkerfi bæjarins í samráði við gæðastjóra. Laust er til umsóknar nýtt starf verkefnastjóra íbúatengsla. Hlutverk verkefnastjóra er að sinna tengslum bæjarins við íbúa og halda utan um öll samskipti, önnur en þau sem falla undir almannatengsl. Horft er til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Verkefnastjóri heyrir undir sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2019. Nánari upplýsingar um starfið veitir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Páll Magnússon, pallm@kopavogur.is, s. 441 0000. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags innan BHM. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar kopavogur.is. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem opinber stjórnsýsla, verkefnastjórnun, fjölmiðlafræði eða sambærilegt. • Góð samskipta- og samstarfshæfni. • Reynsla af kynningarmálum og/eða blaða- eða fréttastörfum kostur. • Framkoma á opinberum vettvangi kostur. • Reynsla af verkefnastjórnun kostur. • Góð íslenskukunnátta og hæfni í ræðu og riti. • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi. • Þekking á opinberum rekstri kostur. • Þekking á starfsemi sveitarfélaga kostur. Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Kaupsamningum vegna íbúðarhúsnæðis fjölgaði um 3% í fyrra miðað við árið 2017. Þar af var 5,3% aukn- ing á höfuðborgarsvæðinu frá árinu áður og 7,4 % í þéttbýliskjörnum næst höfuðborgarsvæðinu, auk Akureyrar. Hins vegar mælist 12,4% samdráttur á öðrum svæðum á landinu milli áranna 2018 og 2019. Velta með íbúðir nam rúm- lega 482 milljörðum króna á árinu 2018 sem er um 6,8% veltuaukning frá fyrra ári. Viðskipti með íbúðir í fjölbýli voru um 70,2% af heildar- íbúðaviðskiptum árið 2018, samanborið við 67,8% árið áður og 67,2% árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalána- sjóðs hvar farið er yfir stöðu mála á síðasta ári. Leiguverð hækkar Árshækkun vísitölu leigu- verðs á höfuðborgarsvæðinu mældist 9,2% í nóvember í fyrra. Til samanburðar hækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 6%. Þetta er níundi mánuðurinn í röð sem árshækkun leigu- verðs mælist meiri en árs- hækkun íbúðaverðs. Leigu- markaður reynist vera hvað virkastur í vesturhluta höfuð- borgarsvæðisins. Í nóvember voru 19% allra þinglýstra leigusamninga á landinu öllu vegna leigusamninga á svæð- inu vestan við Kringlumýrar- braut að Seltjarnarnesi. Flestir samningar á því svæði voru vegna tveggja herbergja íbúða. Óverðtryggð lán að aukast Nýjustu tölur yfir ný íbúðalán heimilanna sýna að aukning í heildarupphæðum óverðtryggðra lána frá mán- uðinum á undan heldur áfram, líkt og verið hefur frá því í september. Í nóvember síðastliðnum námu ný óverð- tryggð íbúðalán, að frádregn- um umfram- og uppgreiðsl- um eldri lána, alls um 17,6 milljörðum króna. Þetta er stærsti einstaki útlánamán- uður slíkra lána til heimila frá því að bankar hófu að bjóða slík lán að einhverju marki í byrjun árs 2010 og lífeyrissjóðir um fimm árum síðar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjavík Fasteignir í Vesturbænum eru alltaf vinsælar. Útlánin að aukast  Virkur markaður í Vesturbæn- um  Samdráttur víða út um land Óskar Vídalín hefur verið útnefndur Mosfellingur árs- ins 2018 af bæjarblaðinu Mos- fellingi. Óskar hefur ásamt fleirum stofnað Minningar- sjóð Einars Darra og hrint af stað þjóðarátakinu Ég á bara eitt líf. Óskar missti 18 ára gamlan son sinn, Einar Darra, í maí sl. eftir neyslu lyfseðils- skyldra lyfja. „Ég er ótrúlega þakklátur og tek á móti þess- ari viðurkenningu fyrir hönd okkar allra sem stöndum að minningarsjóðnum. Við höf- um fengið frábærar móttökur alls staðar, finnum fyrir mikl- um stuðningi og fyrir það er- um við þakklát,“ segir Óskar. Það eru foreldrar og systur Einars Darra, þau Óskar Ví- dalín, Bára Tómasdóttir, Andrea Ýr og Aníta Rún sem standa að sjóðnum, sem var stofnaður með forvarna- fræðslu í huga. Sú vinna hefst í grunnskólum landsins í febr- úar. Þá er verið að skipu- leggja þjóðfund unga fólksins í vor og er markmiðið að fá ungt fólk alls staðar að af landinu til að taka þátt í um- ræðum og lausnum á þeim vandamálum sem það stendur andspænis. Má þar nefna kvíða, vanlíðan og fleira. Vak- in hefur verið athygli á mál- staðnum með bleikum arm- böndum, hettupeysum, húfum og fleiru. Verkefni í kærleika „Við ákváðum fljótlega eft- ir fráfall Einars Darra, þegar við áttuðum okkur á hve neysla lyfseðilsskyldra lyfja væri stórt vandamál meðal ungmenna, að stofna minn- ingarsjóð í hans nafni. Við vildum nálgast þetta verkefni í kærleika því það er í anda Einars Darra. Markmiðið er að opna um- ræðuna og vekja athygli á vandamálinu því við uppgötv- uðum hvað við vissum lítið og hvað þetta kom okkur mikið á óvart,“ segir Óskar Vídalín í tilkynningu. sbs@mbl.is Ljósm/Raggi Óla Mosfellingur Óskar Vídalín tekur við viðurkenningunni úr hendi Hilmars Gunnars- sonar ritstjóra Mosfellings. Í minningu Einars Darra  Mosfellingur árs- ins  Óskar Vídalín valinn  Vekja at- hygli á vanlíðan ungs fólks

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.