Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 7
Embætti héraðssaksóknara óskar eftir að ráða skjala-
stjóra til starfa. Um verkefni héraðssaksóknara er
vísað til heimasíðu embættisins; www.hersak.is.
Helstu verkefni og ábyrgð skjalastjóra eru:
• Skjalastjórn embættisins; ábyrgð, skipulag og umsjón
með þróun skjalastefnu og verklags við skjalastjórn.
• Dagleg skráning innkominna erinda, umsjón með
frágangi í skjalasafn og eftirfylgni með skjalaskráningu.
• Ráðgjöf og aðstoð við starfsmenn.
• Framfylgd laga og reglna er gilda um opinber skjalasöfn.
• Umsjón með vinnslu tölfræði úr málaskrám embættisins.
• Umsjón með ytri og innri vef embættisins.
• Vinna við útgáfu- og upplýsingamál.
• Umsjón með bókasafni embættisins.
Hæfniskröfur til starfsins eru:
• Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræðum.
• Reynsla af skjalastjórn er nauðsynleg.
• Starfsreynsla á þessu sviði hjá opinberri stofnun
er kostur.
• Reynsla af vefumsjón er kostur.
• Skipulags- og samskiptahæfni.
!
"
# $ og hlutaðeigandi stéttarfélags. Um er að ræða fullt starf og
!
# !% &#
" "$
Umsókn skal hafa borist eigi síðar en 21. janúar 2019
og skal umsókn berast embætti héraðssaksóknara,
Skúlagötu 17, 101 Reykjavík. Einnig má senda umsókn
með tölvupósti á netfangið starf@hersak.is og skal póstur-
inn merktur „Umsókn um starf skjalastjóra“. Umsóknir
sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar
til greina. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í
' # "
() #
"
*
umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Hauksson,
héraðssaksóknari, í síma 444-0150.
Skjalastjóri hjá embætti héraðssaksóknara
Viltu búa í öflugu sveitarfélagi
í nágrenni við náttúruperlur?
Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar
Forstöðumaður óskast til starfa á í nýrri þjónustumiðstöð Langanesbyggðar
á Þórshöfn. Leitað er að metnaðarfullum, hugmyndaríkum og kraftmiklum
einstaklingi til að takast á við ögrandi og spennandi verkefni.
Hlutverk forstöðumanns þjónustumiðstöðvar Langanesbyggðar:
• Stýrir og ber ábyrgð á starfi þjónustumiðstöðvar og mannahaldi
• Hefur yfirumsjón með verklegum framkvæmdum í sveitarfélaginu
• Undirbýr fjárhagsáætlanir og þriggja ára áætlanir stofnunarinnar
• Gerir tillögu að verkefnum, forgangsröðun og gerir kostnaðaráætlanir
• Er yfirmaður húseigna sveitarfélagsins
• Hefur umsjón með vinnuskóla sveitarfélagsins
• Önnur störf svo sem verkstjórn á vinnusvæðum og útivinna
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun á sviði mannvirkjagerðar æskileg
• Góð þekking á undirbúningi verkefna og eftirfylgni
• Skipulagsfærni og færni í mannlegum samskiptum
• Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli
• Góð þekking á forritum svo sem EXCEL, WORD og Navision
• Sjálfstæð vinnubrögð, talnaskilningur og rökfesta
Nánari upplýsingar veitir:
Elías Pétursson, sveitarstjóri
S: 468 1220 og 892 0989 - elias@langanesbyggd.is
Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2019,
æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.
Umsókn um starfið skal senda í netfangið
langanesbyggd@langanesbyggd.is og skal henni fylgja ítarleg
starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Langanesbyggð er öflugt og vaxandi
sveitarfélag með spennandi framtíðarmögu-
leika. Í Langanesbyggð eru tveir byggðar-
kjarna; Þórshöfn og Bakkafjörður.
Á Þórshöfn búa um 400 manns í fjölskyldu-
vænu umhverfi en í sveitarfélaginu öllu eru
tæplega 500 íbúar. Gott íbúðarhúsnæði er til
staðar og öll almenn þjónusta. Á staðnum er
góður grunnskóli, leikskóli og glæsileg
íþróttamiðstöð með sundlaug. Í þorpinu er
mikið og fjölbreytt félagslíf, s.s. leikfélag,
kirkjukór, öflugt ungmennafélag, björgunar-
sveit, kvenfélag o.m.fl. Samgöngur eru góðar,
m.a. flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur
um Akureyri.
Í sveitarfélaginu eru margar helstu náttúru-
perlur landsins og ótal spennandi útivistar-
möguleikar, s.s. fallegar gönguleiðir og
tækifæri til stang- og skotveiði.
Langanesbyggð leitar að fólki á öllum aldri, af
báðum kynjum, með margs konar menntun
og reynslu. Í samræmi við jafnréttisáætlun
Langanesbyggðar eru karlar jafnt sem konur
hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Langanesbyggð,
Fjarðarvegi 3,
680 Þórshöfn
Dreifingardeild Morgun-
blaðsins leitar að
dugmiklu fólki 13 ára og
eldra, til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga
til laugardaga og þarf að vera
lokið fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar
í síma 569 1440
eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða
líkamsrækt
strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Hressandi
morgunganga
www.hagvangur.is
Sterk tengsl
í íslensku atvinnulífi