Morgunblaðið - 06.02.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Franska freigátan Primauguet kom til hafnar í
Reykjavík á mánudag og fer aftur á laugardag.
Skipið liggur við Miðbakka í gömlu höfninni. Um
er að ræða hefðbundna hafnarkomu, samkvæmt
upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Frönsk
herskip koma nokkuð oft til hafnar hér, en þó er
algengara að það gerist að sumarlagi en yfir há-
veturinn.
Skipið verður ekki opið almenningi meðan á
heimsókninni stendur. Freigátan er útbúin til
kafbátavarna og á fimm systurskip í franska sjó-
hernum, samkvæmt Wikipedia. Henni var hleypt
af stokkunum 1984 og tekin í notkun 1986. Skip-
ið er 139 metra langt og hámarksganghraði þess
er 29,5 sjómílur (54,6 km) á klukkustund.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Frönsk freigáta í Reykjavíkurhöfn
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og
meirihlutaflokkanna í borgarstjórn
Reykjavíkur sameinuðust um bókun
um rekstur bílastæðahúsa borgar-
innar. Umhverfis- og skipulagssviði
er falið að skoða bestu leiðir í rekstri
þeirra sjö bílastæðahúsa sem Bíla-
stæðasjóður rekur í miðborg
Reykjavíkur, þar með talið rekstrar-
útboð, með það fyrir augum að bæta
nýtingu, efla þjónustu og auka hag-
kvæmni.
Valgerður Sigurðardóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti
tillögu flokksins um að einkaaðilum
yrði falinn rekstur bílastæðahús-
anna. Valgerður segir að sjálfsagt
hafi verið að verða við beiðni fulltrúa
meirihlutans um að breyta orðalagi
til að ná breiðari stuðningi við málið.
Tillagan var samþykkt með 20 at-
kvæðum gegn þremur á fundi
borgarstjórnar í gær.
„Það er góð viðbót að skoða hvað
borgin geti gert betur í þessum
rekstri. Ég er mjög sátt við hana.
Þetta skilar mér meiri gögnum til að
vinna með þegar umhverfis- og
skipulagssvið skilar tillögum 1.
ágúst,“ segir Valgerður.
„Við erum opin fyrir því að skoða
breytingar. Einstaka bílastæðahús,
eins og Vitatorg og Stjörnutorg, hafa
ekki verið nægjanlega vel nýtt. Það
er alltaf áhugavert að gera breyting-
ar þegar hlutirnir ganga ekki nógu
vel,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir,
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar,
þegar spurt er um afstöðu meirihlut-
ans í borgarstjórn.
Hún segir að eitt af markmiðum
tillögu Sjálfstæðisflokksins hafi ver-
ið að auka tekjur borgarinnar. Meiri-
hlutinn hafi viljað skoða hvaða
rekstrarleiðir væru fýsilegar. Borgin
geti haft margvíslega aðra hvata af
rekstri bílastæðahúsa en að auka
tekjurnar. Mikilvægt sé að nýta hús-
in sem best.
Skila tillögum fyrir 1. ágúst
Í samþykktinni er kveðið á um að
auk athugunar á rekstrarútboði
verði fyrirkomulag rekstrarins rýnt
út frá markmiðum borgarinnar um
stýringu bílastæða, bætta nýtingu
borgarrýmis, bílastæðastefnu og
stefnu aðalskipulags. Sviðið á að
skila tillögum til skipulags- og sam-
gönguráðs fyrir 1. ágúst nk.
Rekstur bílastæðahúsa skoðaður
Morgunblaðið/Hari
Bílastæðahús Rýmið í bílastæðahúsum borgarinnar var ágætlega nýtt um
stund, þegar reiðhjólamenn hjóluðu um húsin og á milli þeirra á dögunum.
Valgerður
Sigurðardóttir
Kristín Soffía
Jónsdóttir
Fulltrúar meirihlutans og Sjálfstæðisflokks sameinuðust um að láta skoða bestu leiðir í rekstri
bílastæðahúsa borgarinnar í miðbænum Rekstrarútboð ein þeirra leiða sem koma til greina
„Það var þarna snjór og slabb og
tölvan las vitlausan staf í bílnúm-
erinu og taldi það mitt. Ég var því
rukkuð fyrir tvær ferðir gegnum
göngin þó að ég hafi ekki farið
norður í lengri tíma,“ segir Áslaug
Jónsdóttir bókverkakona.
Áslaugu brá í brún á dögunum
þegar hún fékk rukkun frá Vaðla-
heiðargöngum. Í ljós kom að mistök
voru gerð í tölvu sem les númer á
bílum sem fara í gegnum göngin.
Áslaug segir að fljótt og vel hafi
verið brugðist við kvörtun hennar
og rukkunin felld niður.
Valgeir Bergmann, framkvæmda-
stjóri Vaðlaheiðarganga, segir að
nokkur dæmi séu um mistök af
þessu tagi í göngunum. „Þetta er
ekki óþekkt vandamál í búnaði sem
þessum. Við erum með tvær mis-
munandi vélar og ef þær lesa ekki
sama númerið reynum við að bera
saman og leysa úr því,“ segir hann.
Valgeir segir jafnframt að erfitt
geti reynst að lesa bílnúmer ef þau
eru beygluð eða stafirnir eru of litl-
ir. „Svo gátu vélarnar ekki lesið ís-
lenska stafi í upphafi og við þurft-
um að láta setja þá inn,“ segir
Valgeir og bendir fólki á að hafa
samband við þjónustuver Vaðla-
heiðarganga ef upp koma mál sem
þessi.
„Það hafa líka komið upp tilvik
þar sem fólk kannast ekki við að
bílar þess hafi farið í gegnum göng-
in. Í einhverjum tilvikum hafa bílar
verið á bílasölu og í öðrum hafa bíl-
arnir verið fluttir á flutningabílum.“
hdm@mbl.is
Tölvan las vitlaust bílnúmer
Óvænt rukkun fyrir tvær ferðir gegnum Vaðlaheiðargöng
Vaðlaheiðargöng Nokkur dæmi
eru um mistök við lestur bílnúmera.
Samgöngur röskuðust síðdegis í gær
og í gærkvöldi þegar austanhvellur
gekk yfir Suðvestur- og Suðurland.
Ferðamenn tepptust vegna lokana
Vegagerðarinnar og ófærðar og inn-
anlandsflug féll niður eftir hádegið.
Vegagerðin lokaði fjallvegum á
Suður- og Suðvesturlandi á mismun-
andi tímum: Mosfellsheiði, Þing-
vallavegi, Lyngdalsheiði, Sand-
skeiði, Hellisheiði, Þrengslum og
veginum á milli Hvolsvallar og Víkur
og um Öræfasveit.
Verst var veðrið í austanverðri
Rangárvallasýslu og í Vestmanna-
eyjum. Um það bil 25 ferðamenn
héldu kyrru fyrir í afgreiðslusal
ferðaþjónustufyrirtækisins Midgard
á Hvolsvelli og komust hvergi. Gisti-
húsið var fullbókað en reynt að búa
um fólkið og hafa ofan af fyrir því.
Öllum stóð til boða að fá kaffi, te og
poppkorn án endurgjalds og að horfa
á kvikmyndir í sjónvarpi. Tjaldað
var á milli fjölskyldna svo fólkið
hefði næði enda var búist við að ein-
hverjir vildu fá sér blund.
Ekki var mikið um útköll hjá
björgunarsveitum. Í Vestmannaeyj-
um þurfti þó að festa þakplötur og
klæðningar sem voru byrjaðar að
losna af húsum víðsvegar um bæinn.
Samgöngur röskuð-
ust á Suðvesturlandi
Þakplötur losnuðu í Vestmannaeyjum
Bryndís Haralds-
dóttir, varafor-
seti Alþingis,
átaldi framkomu
tveggja þing-
manna Pírata á
þingi í gær. Þing-
mennirnir Þór-
hildur Sunna
Ævarsdóttir og
Björn Leví Gunn-
arsson stilltu sér
upp við ræðustól Alþingis með húf-
ur með áletruninni „Fokk ofbeldi“
þegar Bergþór Ólason tók þar til
máls. Vísaði Bryndís til fyrri dæma
og sagði að í sal Alþingis tjáðu
menn sjónarmið sín og viðhorf úr
ræðustól.
Forseti átaldi fram-
komu þingmanna
Bryndís
Haraldsdóttir
Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti á fundi sínum í gær með öll-
um greiddum atkvæðum lækkun há-
markshraða við Hringbraut niður í
40 kílómetra hraða. Umferðarhraði
var einnig lækkaður á Hofsvallagötu
milli Hringbrautar og Ægisíðu, Nes-
vegi milli Kaplaskjólsvegar og
Granaskjóls/Sörlaskjóls og Ægisíðu
niður í 40 kílómetra hraða á klukku-
stund. Ekið var á barn á Hringbraut
við gatnamótin við Meistaravelli í
janúar og hafa íbúar Vesturbæjar
gagnrýnt aðgerðaleysi yfirvalda.
Þeir efna til fundar um málefni
Hringbrautarinnar í Vesturbæj-
arskóla klukkan 20 í kvöld.
Lækka hámarks-
hraða á Hringbraut