Morgunblaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 GLÆNÝ ÝSA SALTFISKHNAKKAR Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 ÞORSKHNAKKAR GLÆNÝ LÚÐA Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn N FRÁ NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA HROGN OG LIFUR falda alla greiðslumiðlun. Líklega og vonandi verður þjónustan ódýrari þegar til lengri tíma er litið. Fram- tíðarlausnir munu sjá til þess að samkeppni eykst og má ímynda sér að bankinn þinn verði e.t.v. í öðru landi eftir einhver ár. Sé efnahags- ástand tiltölulega stöðugt á Íslandi ættu erlendir bankar ekki að víla fyrir sér að hafa hér starfsemi. Það ætti að vera auðvelt að gera fólki kleift að eiga reikninga í erlendum bönkum og í þeirri mynt er það sjálft kýs. Þannig sér maður allt eins fyrir sér að launamaður sem fær greidd laun um mánaðamót geti breytt krónunum sínum yfir í þann gjald- miðil er hann kýs og geymt sinn sparnað í hverjum þeim banka er hefur starfsleyfi t.d. innan evrópska efnahagssvæðisins, án þess að ég þekki þær reglur í þaula. Hið opin- bera þarf einnig að taka til og auð- velda fólki að flytja lán á milli lán- veitenda með því að afnema þann kostnað sem því fylgir. Þannig ætti þitt húsnæðislán að lúta sömu eigin- leikum og þær tryggingar sem þú kaupir. Næsta kreppa Það er æskilegt að hið opinbera sé búið að draga sig frá rekstri banka, eins og kostur er, þegar næsta kreppa ríður yfir. Þá mun ríkisvaldið vera í sterkari stöðu til að grípa inn í, reynslunni ríkari og þá viðbúið. Áratugir geta liðið án vandræða en á meðan situr mikið af bundnu fé og gerir litið annað en að vaxa. Fé sem mætti nýta til greiðslu skulda, upp- byggingar og velferðar almennt. Skoðum það af alvöru að selja banka í eigu hins opinbera, með opnum huga, og látum ekki geðsveiflur úr- tölufólks ráða allri umræðu og eðli- legum skoðanaskiptum. Það er ávís- un á aðgerðaleysi. Höfundur er atvinnurekandi. steinthorj@hotmail.com Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 25.1. ’19 er vitnað í hin fleygu orð Snorra Sturlusonar „út vil ek“. Snorri hafði fengið sig fullsaddan á hirð Hákonar Nor- egskonungs og heldur heim til hinnar átaka- sömu Sturlungaaldar. Þar koma þeir mjög við sögu Snorri og bræður hans Þórður og Sighvatur, allir valda- miklir goðorðsmenn. En Snorri hélt heim gegn vilja konungs og fyrir það skyldi hann drepinn en til illverksins fást óvinir Snorra sem ráða honum varnarlausum bana í Reykholti í september 1241. En Snorri var annarrar gerðar en ólánsmennirnir banamenn hans. Hann kom greinilega há- menntaður frá hinu mikla fræða- setri í Odda, í senn skáld, sagn- fræðingur og lögsögumaður, sem semur það meistaraverk heims- bókmenntanna Heimskringlu. Það eitt birtir okkur sögu Norður- Evrópu, fróðleik um heiðin trúar- brögð og sögu gömlu norsku kon- ungsættarinnar. Styttan af Snorra í Reykholti eftir Vigeland var gjöf norsku þjóðarinnar til Íslendinga 1947, og er höfundi það minn- isstætt frá sumarvinnu í grennd við Reykholt. Það var fyrst við ágæta starfs- dvöl í Noregi að mér varð fylli- lega ljóst hve mikinn þátt hin glæsilega saga Snorra af Nor- egskonungum til forna átti í eld- móði Norðmanna í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Og þá hefur Snorra-Edda að sögn haft mikil áhrif síð- ustu aldir á sagn- fræði, söguskoðun og sjálfsmynd annarra Norðurlandabúa. Spyrja má hvort án Heimskringlu væri ekki svipað með vík- ingaskipin sem fund- ust grafin í Noregi og hinar óleystu gátur um Stone- henge eða risastytturnar á Páska- eyju. Menning Íslendinga og íslensk menning er tvennt aðskilið, svo sem Sigurður Nordal bendir á. Hið íslenska, skerfur Íslendinga til heimsmenningarinnar, er í fornbókmenntum og orðsins list. Af þessu leiðir að háskólasamfélög sem fremst standa í Evrópu og Ameríku hafa lengi haft í sínu liði frábæra sérfræðinga á sviði ís- lenskra fræða. Við allmarga úr þeim hópi hafði ég í sendiherra- starfi afar gagnleg og ánægjuleg samskipti. Langa greinargerð þyrfti til að gera skil öllu því sem þakka má þessum ágætu fræði- mönnum og Íslandsvinum í Frakklandi, Bretlandi, Noregi og Bandaríkjunum. Eftir þá og for- vera þeirra undanfarnar aldir liggur ótrúlegur forði ritverka og þýðinga og kennslustörfin skipta ekki síður miklu máli. Á fjölmörg- um erlendum háskólum hefur lengi farið fram dýrmæt fræðsla fyrir nemendur frá fjarlægum löndum. Sagan er ávallt til reiðu ef Ís- lendingar kunna með þá auðlegð að fara og flytja hana öðrum þjóðum. Okkar hlutverk er varð- veisla tungunnar og þeirra fjár- sjóða sem hún geymir. Hætta vegna utanaðkomandi áhrifa hef- ur verið fyrir hendi á minni lífs- tíð. Við eigum öflugt menntakerfi og svo sem við risum upp úr hruninu munum við styrkja ís- lenskt þjóðfélag. Við eigum rétt í senn til sjálfsforræðis og þátt- töku, svo sem sérstaða krefst, í samfélagi Evrópuþjóða sem nú svo mjög stendur í sjálfsskoðun. Sá ótvíræði réttur Ísendinga er reistur á menningu þjóðarinnar. Hinn norðlæga burðarás í menn- ingargrunni Evrópu sköpuðu Ís- lendingar og varðveittu. Án hans er myndin ófullkomin. Arfurinn frá Snorra Eftir Einar Benediktsson Einar Benediktsson » Sagan er ávallt til reiðu ef Íslendingar kunna með þá auðlegð að fara og flytja hana öðrum þjóðum. Höfundur er fyrrverandi sendi- herra. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.