Morgunblaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 26
Hjónin Fríða og Guðmundur hafa gaman af því að fara á skíði. F riðbjörg Matthíasdóttir fæddist 6. febrúar 1969 á Patreksfirði. „Ég ólst þó að mestu upp í Vest- urbænum í Reykjavík á heimili móður minnar Kolbrúnar Karlsdóttur og stjúpföður Gísla Ragnarssonar, og gekk í Melaskóla og Hagaskóla. Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf verið kölluð Fríða. Sem ung stúlka dvaldi ég gjarnan að sumarlagi hjá ömmu minni og afa á Póst- og símstöðinni í Borgarnesi og síðar hjá ömmu minni og afa á Bíldudal. Fór snemma að vinna á sumrin með skóla og þá var nú gott að geta leitað vestur á firði, þar sem næga vinnu var að hafa.“ Fríða útskrifaðist úr Fjölbrauta- skólanum við Ármúla og hóf þegar nám við viðskiptafræðideild Há- skóla Íslands, en þaðan útskrifaðist hún árið 1998 með cand.oecon.-próf. Síðar lauk hún einnig prófi til kennsluréttinda fyrir framhalds- skóla. „Fyrsta starf mitt eftir háskóla- nám var hjá Eimskipafélagi Íslands, þar sem ég kynntist mörgu skemmtilegu fólki og fékk tækifæri til að starfa í krefjandi umhverfi. Landsbyggðarþráin hjá okkur hjón- um var þó farin að gera vart við sig og ákváðum við að flytja okkur um set til Grundarfjarðar. Þar gegndi ég starfi skrifstofustjóra Grundar- fjarðarbæjar frá 2001-2003 og síðar hóf ég störf sem framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Grund- arfirði í hlutastarfi og tók einnig að mér kennslu viðskiptagreina í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga. Árið 2005 var eiginmaður minn ráðinn framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal og fluttum við í framhaldi af því vestur sumarið 2007, með allt okkar hafur- task. Ég fékk starf sem umsjónar- maður framhaldsdeildar Fjölbrauta- skóla Snæfellinga á Patreksfirði og tók þátt í uppbyggingu hennar fyrstu fjögur árin. Árið 2010 voru kaflaskil er ég bauð mig fram í sveitarstjórnarkosningum fyrir sjálfstæðismenn og óháða í Vestur- byggð. Við fengum meirihluta í þeim kosningum og héldum honum til 2018. Árið 2011 tók ég við sem forseti bæjarstjórnar og sinnti því verkefni til 2018, ásamt því að leysa af Ásthildi Sturludóttur, þáverandi bæjarstjóra, er hún fór í fæðingar- orlof. Þegar ég tók að mér að vera for- seti bæjarstjórnar, árið 2011, þá ákvað ég að láta af starfi deildar- stjóra framhaldsdeildar Fjölbrauta- skóla Snæfellinga. Mér þótti ein- faldlega ekki rétt að halda því starfi áfram vegna tíðra ferðalaga og Friðbjörg Matthíasdóttir, frkvstj. og bæjarfulltrúi – 50 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Eva Lind, Guðmundur, Magnús Hringur, Fríða, Ólafur Helgi og Matthías Karl árið 2015. Ferðaþjónusta er lífsstíll 26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 KRINGLU OG SMÁRALIND HERRASKÓR SKECHERS RELMENT VATNSHELDIR HERRASKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 41-47,5. FÁST LÍKA SVARTIR. 14.995 Sú var tíðin að ég hafði meiningar á pólitík. Það reyndist misskiln-ingur, því á daginn kom að ég hafði í raun fremur áhuga á því aðskilja þetta síbreytilega fyrirbæri sem pólitíkin er. Fyrir lýðræð- ið er samt mikilvægt að fólk taki þátt, láti sig málin varða og segi sína meiningu, segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskólann á Bifröst, sem er fimmtugur í dag. „Afmælisdagurinn sjálfur verður líkast til lágstemmdur en innan tíð- ar stendur til að kalla saman nánustu fjölskyldu og fáeina vini. Ég hlakka til, enda er ég umvafinn sérdeilis góðu fólki,“ segir Eiríkur sem er úr Breiðholtinu í Reykjavík. „Hverfið var enn í byggingu þegar ég var að alast þarna upp, foreldrar unnu gjarnan úti og krakkarnir gengu því sjálfala að miklu leyti. Þetta voru ævintýralegir tímar.“ Eftir stúdentspróf las Eiríkur stjórnmálafæði við Háskóla Íslands og fór seinna í framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Í fræðunum hefur hann sinnt fjölbreyttum verkefnum en nú er gangurinn sá að Eiríkur kennir á haustin en helgar sig að öðru leyti rannsóknum, sem flestar eru á al- þjóðavísu. Nú er fókusinn einkum á þjóðernishyggju; eðli hennar og inntak. Eiríkur hefur sent frá sér á annan tug bóka á fræðasviði sínu. „Í mínum tilviki eru starf og áhugamál samofin; áhugi minn í lífinu er að kryfja samspil samfélaga á þessari kringlu okkar og lífshugmyndir mismunandi heimshorna. Margir eiga sér tvöfalt líf; viðurværið og svo eitthvert sport en í mínu tilviki vefst það saman í eina heild, sem fyrir mér er frábært,“ segir Eiríkur sem á fjögur börn og nýfætt barnabarn. Kona hans er Aino Freyja Järvelä, forstöðumaður Salarins í Kópavogi. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Hari Fræðimaður Starf og áhugamál eru samofin, segir Eiríkur í viðtalinu. Síbreytileg pólitík Eiríkur Bergmann er fimmtugur í dag Reykjavík Maria Magda- lena Skurska fæddist 19. desember 2017 kl. 13.35. Hún vó 3.490 og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Magdalena Maria Duda Skurska og Krzysztof Skurski. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.