Morgunblaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mín fyrstu kynni af Sim-one de Beauvoir voruþegar mamma gaf mérunglingnum bókina Saga af þægri stúlku, sem er sjálfs- ævisöguleg bók sem Simone skrifaði um uppvaxtarár sín. Ég var strax hrifin af hennar stíl, sem er mjög blátt áfram,“ segir Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir en nýlega kom út í þýðingu hennar bókin Pyrrhos og Kíneas, eftir Simone de Beauvoir hjá Lærdómsritum Hins íslenska bókmenntafélags. Í kynningu segir að bókin sé fyrsta heimspekiverk Simone de Beauvoir, upphaflega út- gefið 1944 og að þar marki hún sér- stöðu sína sem tilvistarheimspek- ingur og siðfræðingur með hug- leiðingum um stöðu mannsins í heiminum, þrotlausa leit hans að til- gangi, grundvöll siðferðis, mannleg samskipti, tengslamyndun og ein- staklingsfrelsi. „Þegar ég hóf nám í heimspeki komast ég að því að þar var ekki tal- að um eina einustu konu meðal heimspekinga, ekki fyrr en ég kynntist Sigríði Þorgeirs. Og hjá henni skrifaði ég BA-ritgerð um sið- fræði Simone de Beauvoir. Þá fór ég að skoða hana sem heimspeking og komst að því hversu merkileg hún er. En heimspekin sem fræðigrein er mjög karllæg og enn er verið að skrifa greinar um heimspeki þar sem hvergi er vitnað í kvenkyns heimspekinga. Þær hafa verið settar til hliðar í heimspekisögunni.“ „Maður fæðist ekki kona, heldur verður kona“ Simone de Beauvoir var mikill femínisti og hún skrifaði bókina Hitt kynið, sem er grundvallarrit í kven- réttindum enn í dag en sú bók kom af stað annarri bylgju femínismans. „Þessi bók var gríðarlega um- töluð og í framhaldinu varð Simone þekkt sem femínisti. Þegar bókin var þýdd á ensku var hún bókstaf- lega rifin út úr búðunum,“ segir Mó- heiður og bætir við að í þeirri bók hafi Simone skoðað stöðu konunnar frá aldaöðli til nútímans. „Hún mælir á móti eðlishyggj- unni, að konur fæðist með einhverja kvenlega eiginleika. Þar setur hún fram hina frægu setningu: „Maður fæðist ekki kona, heldur verður kona,“ eða með öðrum orðum samfélagið mótar hana sem konu, hún er ekki frjáls. Þetta var mjög byltingarkennt á sínum tíma,“ segir Mó- heiður og bætir við að kenningar Simone hafi haft heilmikil áhrif á hana sem manneskju. „Heimspeki breytir manni allt- af, lætur mann hugsa hlutina upp á nýtt og frá öðrum hliðum. Það sem Simone setur fram í siðfræðinni er mannlegri heimspeki, um samskipti fólks og stöðu konunnar, hvernig staða okkar eftir kyni og stétt hefur áhrif á það sem við teljum vera frjálst val í lífinu. Simone hefur haft mikil áhrif á hvernig ég hugsa. Hún var sjálfstæð kona sem gaf út merki- leg verk en það var alltaf litið á þau sem einhverskonar afleiðingu af því að hún væri kærasta annars heim- spekings, Sartre. Sú stað- reynd að hún var mjög frjálsleg í ástarmálum var talin gera hana að verri heimspekingi.“ Hún mátti ekki fara í æðsta háskólann Í ljósi þess að Simone fæddist 1908 er stór- merkilegt hvernig lífi hún lifði og hvaða kenningar hún setti fram. „Hún stríddi gegn gömlum viðhorfum og ruddi brautina fyrir aðrar konur. Þegar hún fór í háskóla var það þriðja árið sem konum í Frakklandi var leyft að stunda háskólanám. Hún mátti ekki fara í æðsta háskólann þar sem Sartre sat á skólabekk, af því að hún var kona. Þetta var veru- leiki kvenna á þessum tíma og af- skaplega fjarri okkur, þó að ekki sé lengra síðan. Simone dó árið 1986 og upplifði því gríðarlegar breytingar á stöðu kvenna í vestrænu samfélagi á sinni ævi.“ Móheiður segir að bókin sé mjög aðgengileg og hugmyndirnar alveg jafn klassískar og hugmyndir Platós. „Það sem er svo skemmtilegt við heimspekina er að það skiptir ekki máli þó að við lifum í allt öðru- vísi samfélagi en var fyrir tvö þús- und árum. Við erum enn að lesa tvö þúsund ára heimspeki af því að við getum enn rætt og rökrætt þessa hluti sem varða okkur sem mann- eskjur í samfélagi við aðrar men- neskjur. En mér finnst það gera heimspekina fátækari hversu hug- myndir kvenna innan hennar hafa verið útilokaðar,“ segir Móheiður sem útskrifaðist úr þýðingarfræðum í meistaranámi sínu fyrir nokkrum árum en lokverkefnið hennar þar var fyrrnefnd þýðing á bókinni Pyrr- hos og Kíneas. „Björn Þorsteinsson sem þá var ritstjóri hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi sagði strax já við því að gefa bókina út. Eyja Margrét Brynjarsdóttir tók svo við sem rit- stjóri og ýtti þessu verkefni úr vör, en hún hefur verið öflug í útgáfu verka eftir konur. Í fyrra kom t.d. út ritið Konur í nýaldarheimspeki.“ „Ég á fjársjóð, ljóðsjóð“ Móheiður hefur undanfarið unnið í því að koma fyrir heima hjá sér ljóðabókasafni föður síns heitins, ljóðskáldsins Geirlaugs Magn- ússonar. „Pabbi átti gríðarlega stórt bókasafn og stór hluti þess er ljóða- bækur. Þarna er meirihluti allra ís- lenskra ljóðabóka sem komu út seinni hluta tuttugustu aldar. Ég er hægt og rólega að safna þessu sam- an og flytja heim til mín. Hann átti svo mikið af bókakössum að ég mun aldrei geta haft allar þær bækur inni hjá mér, en læt duga að taka ljóða- bækurnar, enda hef ég ástríðu fyrir ljóðum, rétt eins og pabbi. Það er mjög gaman að fara í gegnum þetta, þarna er allt sem Gyrðir hefur gefið út enda voru þeir góðir vinir, einnig bækur Óskars Árna og fleiri ljóð- skálda. Mér fannst gaman að sjá ljóðaþýðingar úr samísku sem ég vissi ekki að hefðu komið út. Ég bók- staflega veggfóðra einn vegg heima hjá mér með þessum ljóða- bókahillum sem eru að fyllast. Pabbi var svo bókelskur að hann lánaði mjög sjaldan bækurnar sínar. Þetta var ríkidæmið hans,“ segir Móheið- ur og bætir við að henni finnist æðis- legt að vera á kafi í bókasafni föður síns, en þar sjái hún þó nokkurn kynjahalla, meiri hluti ljóðabókanna sé eftir karla. „Ég finn alveg fyrir því sem kemur fram í nýju bókinni hennar Auðar Övu, Ungfrú Ísland, þar sem karlar fæddust skáld en ekki konur. En auðvitað eru kvenhöfundar þarna inni á milli.“ Móheiður segir að bækurnar geymi lykt föður hennar, sterka reykingalykt. „Fyrir vikið finnst mér hann næstum vera viðstaddur og þetta getur verið tilfinningaþrungið á köfl- um. Mér líður eins og ég sé inni í hans heimi. Á heimili hans voru bækur bókstaflega úti um allt, inni í eldhússkápum og bókahrúgur alls staðar, alltaf nokkrar bækur opnar á stofuborðinu. Þessar ljóðabækur eru því mín tenging við pabba og minn- inguna um hann. Ég á fjársjóð, ljóð- sjóð.“ Heimspeki breytir manni alltaf Hinn magnaði heimspek- ingur, rithöfundur og femínisti, Simone de Beauvoir, hafði áhrif á hugsun Móheiðar, rétt eins og flestra sem henni hafa kynnst. Móðheiður þýddi bók eftir hana en hún er líka að garfa í ljóðabókasafni föður síns heitins, Geirlaugs Magn- ússonar ljóðskálds. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Heimspekingur og þýðandi Móheiður segir Simone de Beauvoir hafa haft heilmikil áhrif á hana sem manneskju. Ljósmynd/Ólafur K. Magnússon Heimspekingur og rithöfundur Simone de Beauvoir á Íslandi 1951. Morgunblaðið/Einar Falur Vinir og skáld Geirlaugur Magnússon faðir Móheiðar með vini sínum Gyrði Elíassyni í grallaralegu snjókasti í göngutúr árið 1992. „Pabbi var svo bókelskur að hann lánaði mjög sjaldan bækurnar sínar. Þetta var ríkidæmið hans.“ LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 AIR OPTIX® COLORS Linsur í lit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.