Morgunblaðið - 06.02.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 06.02.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 Veður víða um heim 5.2., kl. 18.00 Reykjavík 4 alskýjað Hólar í Dýrafirði 2 alskýjað Akureyri 0 alskýjað Egilsstaðir 1 skýjað Vatnsskarðshólar 2 rigning Nuuk -5 skýjað Þórshöfn 3 léttskýjað Ósló -1 snjókoma Kaupmannahöfn 5 skúrir Stokkhólmur 0 þoka Helsinki -1 snjókoma Lúxemborg 3 alskýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 12 súld Glasgow 4 súld London 5 þoka París 6 alskýjað Amsterdam 5 þoka Hamborg 5 skýjað Berlín 3 skýjað Vín 2 heiðskírt Moskva -2 heiðskírt Algarve 16 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 14 heiðskírt Aþena 14 léttskýjað Winnipeg -26 léttskýjað Montreal 5 rigning New York 10 alskýjað Chicago -1 alskýjað  6. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:53 17:31 ÍSAFJÖRÐUR 10:12 17:22 SIGLUFJÖRÐUR 9:56 17:05 DJÚPIVOGUR 9:26 16:57 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á fimmtudag, föstudag og laugardag Norðaust- anátt, 8-15 m/s, hvassast með austurströndinni. Víða él norðan- og austantil á landinu, en léttskýjað að mestu sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 7 stig. Dregur heldur úr vindi, víða 13-20 m/s, en hægari NA-til. Snjókoma eða slydda austanlands, en úrkomulítið vestanlands. Fer kólnandi seinnipartinn. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Innflutningur á kjöti dróst saman á síðasta ári, miðað við árið á undan. Vegna þess og aukinnar framleiðslu svína- kjöts, nautgripakjöts og alifuglakjöts hér innanlands jókst markaðshlutdeild innlendra framleiðenda talsvert á milli ára. Innflutningur á helstu kjöttegundum öðrum en kinda- kjöti hefur aukist á undanförnum árum. Á árinu 2017 varð sérstaklega mikil aukning og var hlutdeild innflutts kjöts um 20-30% á markaðnum hér fyrir svínakjöt, naut- gripakjöt og alifuglakjöt. Gekk þetta að einhverju leyti til baka á síðasta ári. Var hlutfall innflutnings 16-22% eftir tegundum, eins og sjá má á meðfylgjandi grafi. Treysta íslensku framleiðslunni Erna Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, tekur undir þau orð að þróunin á síðasta ári kunni að sýna styrkleika íslensku framleiðsl- unnar. Kjöt sem hér er framleitt haldi stöðu sinni þrátt fyrir aukinn þrýsting á innflutning og aukna tollkvóta. „Við vitum úr könnunum að menn hafa trú og traust á ís- lensku framleiðslunni. Við höfðum áhyggjur af mikilli aukningu innflutnings á árinu 2017 og ánægjulegt er að sjá að eitthvert lát er á því þetta árið,“ segir Erna. Ýmsar skýringar kunna að vera á því að innflutningur dregst saman, aðrar en aukin framleiðsla hér innanlands. Hugsanlegt er að birgðir af ákveðnum kjöthlutum hafi verið til í landinu eftir mikinn innflutning á árinu 2017 og færst yfir á árið 2018. Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls og Síldar og fisks, telur að minni innflutning á svínakjöti megi skýra með því að ekki hafi verið opnað fyrir innflutning á lægri tollum nema einu sinni, vorið 2018, en á árinu á undan hafi verið opnað fyrir innflutning bæði vor og haust. Þetta hafi leitt til þess að erfitt hafi verið að fá svínasíður í beikon seinni hluta ársins. Hann tekur fram að ekki sé vit í því að rækta svín í þeim eina tilgangi að selja síðurnar. Þess vegna sé mikið flutt inn. Tollfrjálsir kvótar Evrópusambandsríkja jukust á síð- ast ári og gera það aftur á þessu ári. Má búast við aukinni samkeppni við innlendu framleiðsluna. Þá gætu hug- myndir um breytingar á útreikningi tolla sem tillögur eru uppi um hert þá samkeppni. Innflutningur á kjöti 2018 1.500 1.000 500 0 tonn Heimild: Hagstofa Íslands, bráðabirgðatölur, Matvælastofnun, Bændasamtök Íslands2013 2014 2015 2016 2017 2018 Innflutningur 2016-2018 Heildarsala og innflutningur 2018 2016 2017 2018 Umreiknað í kjöt m/beini* Sala á innl. framleiðslu Heildar- sala Hlutfall innflutnings Alifuglakjöt 1.098 1.327 1.064 1.774 9.606 11.380 16% Svínakjöt 976 1.368 905 1.509 6.728 8.237 18% Nautakjöt 631 849 830 1.384 4.775 6.159 22% Reykt, saltað og þurrkað kjöt 174 220 100 167 167 Kindakjöt 1 0 0 0 7.104 7.104 0% Hrossakjöt 0 0 0 0 597 597 0% Pylsur og unnar kjötvörur 287 622 622 1.037 1.037 Samtals 3.167 4.386 3.521 5.871 28.810 34.681 *Áætlað Tonn 2017 2018 Samdráttur Alifuglakjöt 1.327 1.064 263 -20% Svínakjöt 1.368 905 463 -34% Nautakjöt 849 830 19 -2% Hlutfall innflutnings 2018 Samdráttur í innflutningi 2017 til 2018Innflutningur 2013 til 2018 helstu tegundir Einingar eru í tonnum Alifuglakjöt Svínakjöt Nautakjöt 16% Alifuglakjöt 18% Svínakjöt 22% Nautakjöt Innflutningur á kjöti dróst saman  Markaðshlutdeild innlendu framleiðslunnar eykst á ný Morgunblaðið/Arnaldur Grillað Mikið var selt af svínakjöti á árinu. Yfirstandandi kjaraviðræður eru mjög flóknar að sögn Guðbrands Ein- arssonar, formanns Verslunarmanna- félags Suðurnesja og Landssam- bands íslenskra verslunarmanna, en hann býr að langri reynslu af samn- ingagerð á vinnumarkaði. ,,Ég held að þetta hafi sjaldan verið eins flókið og núna vegna þess að það er svo mikið undir í þessu. Þetta snýst ekki ein- göngu um prósentu- eða krónutölu- hækkanir, heldur eru menn að ræða húsnæðismál, verðtryggingarmál, vaxtamál og skattamál o.fl. Það er allt undir,“ segir hann. Samningafundur var að hans sögn haldinn sl. mánudag og annar er boð- aður á fimmtudag. „Þessu miðar hægt en miðar þó. Menn eru bara að taka þetta í einhverjum skrefum, oft á tíðum mjög stuttum skrefum þessa dagana en svona er kjarasamnings- gerð. Menn setja fram sínar kröfur og svo er bara reynt að pota þeim áfram,“ segir hann. Óráðlegt að vísa deilunni meðan engu hefur verið hafnað Ekki ber enn mikið á kröfum innan stéttarfélaga sem eiga í viðræðum án milligöngu sáttasemjara um að komið sé að þeim tímapunkti að vísa beri kjaraviðræðunum til ríkissáttasemj- ara. Af samtölum má ráða að margir samningamenn séu þeirrar skoðunar að rétt sé að gefa þessu einhverjar vikur í viðbót og óráðlegt að vísa til sáttasemjara á meðan hvorugur við- semjandinn hefur hafnað framkomn- um kröfum. Fram kom þó í máli Flosa Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, á mbl.is í gær að samninganefnd SGS kæmi saman á morgun til að endurmeta stöðuna, ræða hvað hægt væri að gera til þess að flýta viðræðunum, hvort ástæða væri til þess að vísa þeim til ríkissáttasemjara eða taka upp eitthvert annað vinnulag. omfr@mbl.is Kjaraviðræður sjaldan verið eins flóknar og nú  „Þessu miðar hægt en miðar þó“  SGS endurmetur stöðuna á morgun Morgunblaðið/Eggert Við störf Viðræður ASÍ-félaga við ríki og sveitarfélög eru að hefjast til viðbótar við viðræðurnar við SA. Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666      Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum Meirihluti umhverfis- og samgöngu- nefndar hefur lagt fram breyting- artillögu við breytingartillögu sína við tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023. Með henni er dregið úr tilfærslu fjárveitinga til breikk- unar hringvegar um Kjalarnes á milli ára. Í upphaflegri tillögu átti að flytja 600 milljónir af Kjalarnesi á þessu ári og því næsta í önnur verkefni en bæta það upp á árunum 2022 og 2023. Í greinargerð kemur fram að við breytingar á samgönguáætlun hafi ekki verið ætlun meirihlutans að seinka verklokum framkvæmda eða draga verulega úr framkvæmda- hraða. Verði þessi útfærsla samþykkt verða eftir sem áður 200 milljónir fluttar af fjárveitingum til Kjalar- ness til Grindavíkurvegar en þeim fjármunum skilað aftur á síðasta ári áætlunarinnar. Áfram er gert ráð fyrir 3,2 milljarða króna fjárveitingu í breikkun vegarins. helgi@mbl.is Hluta fjárveitinga skilað á Kjalarnes Lokað Oft eru vandræði í umferð vegna slysa eða veðurs á Kjalarnesi.  Ekki var ætlunin að seinka verklokum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.