Morgunblaðið - 06.02.2019, Síða 11

Morgunblaðið - 06.02.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 klofenak Apofri hlaup, 11,6 mg/g, inniheldur diclofenac tvíetýlamín m er bólgueyðandi og dregur úr verk. Diklofenak Apofri er notað til ðferðar á staðbundnum verk í tengslum við meiðsli í vöðva eða lið. sið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. tið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Di se me Le Lei 25% afsláttur Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Útsölunni fer að ljúka 30-60% afsláttur Jakkar • Peysur • Vesti • Bolir • Kjólar • Buxur 30% afsláttur af töskum Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Veðmálastarfsemi í kringum hand- knattleiksiðkun gæti orðið vaxandi vandamál hér á landi. Þetta er mat Róberts Geirs Gíslasonar, fram- kvæmdastjóra Handknattleiks- sambands Ís- lands, HSÍ. Ný BS- rannsókn Guð- mundar Sigurðs- sonar við sál- fræðideild Háskóla Íslands um spilavanda handboltafólks á Íslandi bendir jafn- framt til þess að fjöldi þeirra sem stunda veðmál í tengslum við íþróttina sé nokkur. Alls tók 38% leikmanna úr félags- liðum Íslandsmótsins tímabilið 2017- 2018 þátt í rannsókninni og voru flestir þátttakendur á bilinu 18-20 ára. Af þeim 309 leikmönnum sem svöruðu rannsókninni kom í ljós að tæplega 47% þeirra höfðu tekið þátt í peningaspilum síðastliðna 12 mánuði. Þar af spiluðu 8% vikulega eða oftar. Þá kom einnig í ljós að af þeim sem veðjuðu á handboltaleiki höfðu 38% veðjað á leiki í eigin deild og rúmlega 10% veðjað á eigin leiki. „Það veldur okkur miklum áhyggjum, sé það raunin. Það er alveg ljóst að ef fram heldur sem horfir gæti þetta orðið vandamál hér, í formi hagræðingar úrslita og fleira. Það er í lögunum okkar að leikmönnum er óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi í kringum sína leiki. Við erum að skoða með hvaða hætti er hægt að útvíkka það,“ segir Róbert Geir um málið. Vita ekki um ákvæði samninga Þrátt fyrir að 47% þeirra sem svöruðu hafi tekið þátt í peninga- spilum segir Guðmundur að þátt- taka handboltafólks í slíkri starfsemi hér á landi sé minni en sambæri- legar rannsóknir sem gerðar hafa verið á knattspyrnufólki sýni. Aðgengi að veðmálum í handbolta hefur aftur á móti aukist til muna hér á landi undanfarin misseri, meðal annars á meðan rannsóknin stóð yfir. Guðmundur bendir jafn- framt á að rannsóknin hafi leitt í ljós að 56% þátttakenda vissu ekki hvort það væri ákvæði í samningi þeirra sem bannaði þeim að taka þátt í veð- málum á úrslit handboltaleikja. Erfitt að framfylgja reglum Í lögum HSÍ segir að aðildarfélög skuldbindi sig til að vinna að því að koma í veg fyrir óeðlilega þátttöku sinna félagsmanna í veðmála- starfsemi. Róbert Geir segir þetta vera mjög almennt orðalag en hann vonast til þess að þetta fái góða um- fjöllum á ársþingi sambandsins í vor þar sem skýrari reglugerð verði vonandi sett fram. Það sé þó stað- reynd að erfitt sé að framfylgja reglum um þessi mál og enn erfiðara að ræða möguleg viðurlög við slíku. „Ef þú vilt veðja á leiki hjá þér geturðu gert það í einrúmi og enginn veit af því. Það er okkar stærsta áskorun,“ segir Róbert Geir Gísla- son, framkvæmdastjóri HSÍ. Morgunblaðið/Hari Handbolti Aukið aðgengi hefur orðið til að veðmálum í handbolta hér á landi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Þekkist að veðj- að sé á eigin leiki  Veðmál leikmanna vaxandi vandi Guðmundur Sigurðsson Sveitarfélagið Reykjanesbær var orðið fjórða stærsta sveitarfélag landsins um síðastliðin mánaðamót. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hafði íbúum í Reykjanesbæ fjölgað um 86 frá 1. desember 2018 og eru þeir nú 18.968. Er sveitarfélagið nú orðið fjöl- mennara en Akureyrarbær sem áður var það fjórða stærsta. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, segir þessa fjölgun ánægjulega og skýrist helst af miklu framboði af lausu húsnæði í takt við þörf á auknu vinnuafli. Á það sérstaklega við í kringum Keflavík- urflugvöll. Kjartan bendir þó á að auknar áskoranir fylgi þessari íbúa- fjölgun og það sé áhyggjuefni að ríkið hafi ekki aukið sína þjón- ustu samhliða. Ríkið auki aðeins fjár- veitingar til sinna stofnana sem nem- ur meðaltals fólksfjölgun á landinu. „Þegar íbúum fjölgar hér um 8-9% í mörg ár fer að halla verulega á marg- ar stofnanir,“ segir Kjartan og bendir á að meðal annars sé farið að skorta sýnileika löggæslu í sveitarfélaginu. Þessi fjölgun íbúa sé þó skýrt dæmi þess að sveitarfélagið sé að ná vopn- um sínum á ný í kjölfar efnahags- hrunsins. Í gær, 5. febrúar, voru liðin 25 ár frá því að íbúar í Keflavík, Njarðvík og Höfnum samþykktu að sameinast og var formlegur stofndag- ur Reykjanesbæjar svo 11. júní 1994. yrkill@mbl.is Áskoranir fylgja fjölgun  Reykjanesbær nú fjórða stærsta sveitarfélag landsins Kjartan Már Kjartansson Klausturþingmennirnir svokölluðu segja skýringar Báru Halldórsdótt- ur á upptökum hennar af samtali þingmannanna 20. nóvember sl. ótrúverðugar og fara fram á að Per- sónuvernd afli myndefnis sem sýni mannaferðir fyrir utan hótelið Kvos- ina og veitingastofuna Klaustur. Þetta kemur fram í bréfi Reimars Péturssonar, lögmanns fjögurra þingmanna Miðflokksins, til Per- sónuverndar sem mbl.is hefur undir höndum. Telja þingmennirnir að myndefni geti varpað nánara ljósi á atburðarásina umrætt kvöld og vilja þeir að rannsakað verði til hlítar hversu einbeitt Bára gekk til að- gerða sinna og eftir atvikum hvort um samverknað hafi verið að ræða. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónu- verndar, segir að næstu skref í með- ferð málsins hjá Persónuvernd verði kynnt á vefsíðu stofnunarinnar. Per- sónuvernd tók málið ekki formlega til umfjöllunar fyrr en það kom í ljós að ekki væri hægt að kæra niður- stöðu Landsréttar til Hæstaréttar. Brá sér í gervi ferðamanns Þá segir í bréfinu til Persónu- verndar að Bára hafi brugðið sér í gervi erlends ferðamanns og gert sér far um að haga sér sem slíkur, m.a. með því að hafa með sér ferða- mannabæklinga um innanlandsferð- ir og vinsæla ferðamannastaði. Lögmaður Báru gerir kröfu um að Persónuvernd vísi málinu frá. Vilja að myndefni af Klaustri verði skoðað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.