Morgunblaðið - 06.02.2019, Side 18

Morgunblaðið - 06.02.2019, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bandarískstjórnmáleru um margt ólík því sem við eigum að venj- ast. Þannig hafa staðið þar áratug- um saman hörð átök um fóstureyð- ingar og fjölmennar göngur farnar til stuðnings málstað fylkinganna. Það átakamál litar önnur mál. Þekkt er að flokkarnir tveir keppast um að geta haft áhrif á það hvaða lögfræðingar skipi hæstarétt Bandaríkjanna á hverjum tíma. Hæstiréttur kvað fyrir tæpri hálfri öld upp dóm í málinu Roe gegn Wade. Deilan snýst í stjórnmálunum um af- stöðuna til fóstureyðinga. Í nefndu máli hafði meirihluti hæstaréttar ákvarðað að konan hefði tiltekinn úrslitarétt varð- andi líf fósturs síns. En lög- fræðideilan snerist þó ekki um það á milli meirihluta eða minni- hluta heldur um það hvort ein- stök ríki hefðu samkvæmt stjórnarskrá ákvörðunarréttinn í málinu. Hefðu þau hann ekki myndi Hæstiréttur ekki taka þá ákvörðun, sagði minnihlutinn, heldur þingdeildirnar tvær og forsetinn sameiginlega. Með sama hætti hefur hæstiréttur ekki viljað ákveða hvort dauða- dómar skuli heimilaðir eða ekki. Þar eigi hvert ríki lokaorðið. Smám saman hefur þeim ríkjum Bandaríkjanna fjölgað sem banna dauðarefsingu. Nýleg umræða um ríkisstjóra Virginíu er lýsandi fyrir ólíka umræðu um stjórnmál hér (og víðar í Evrópu) og í Bandaríkj- unum. Demókratinn Northam er nýkjörinn ríkisstjóri í Virg- iníu. Örstuttu eftir að hann sór embættiseið kom í ljós árbók úr skólanum þar sem hann lauk læknanámi. Sú var ekkert leyndarmál en andstæðingum ríkisstjóraefnisins og fjöl- miðlum láðist að fletta henni. Hver útskriftarnemandi réð einni opnu í bókinni. Og á opnu Farthams, nýbakaðs læknis, var m.a. mynd sem sýndi tvo menn. Annar var í gervi Ku Klux Klan, alræmds öfgahóps í suðurríkj- unum sem ofsótti blökkufólk og tók það jafnvel af lífi í kjölfar sýndarréttarhalda á eigin veg- um, en hinn var svartfarðaður sem blökkumaður. Þetta þótti mikið hneyksli og urðu strax uppi háværar kröfur um að ríkisstjórinn segði af sér sínu embætti. Þær voru ekki síst harðar því að Fartham hafði ítrekað kallað andstæðing sinn rasista og birt leiknar auglýs- ingar með þann áróður. Ríkis- stjórinn játaði glæp sinn og baðst afsökunar en sagðist nú vera orðinn annar maður en hann var. Daginn eftir hélt ríkisstjórinn blaðamannafund og sneri þá við blaðinu og sagðist sannfærður um að hann væri hvorug persónan á mynd- inni, Ku Klux Klan- maðurinn eða blökkumaðurinn. Þessir tveir eru nánast óþekkj- anlegir því að einungis glittir í augu Klan-mannsins og hinn mikli farði og hárkrullið gerir „blökkumanninn“ óþekkjan- legan. Afsagnarkröfur færðust þó í aukana, ekki síst frá flokks- bræðrum Northmans. Þeir vildu að vararíkisstjórinn tæki þegar við. Svo heppilega vill til í þess- um vandræðum að hann er blökkumaður. En þá gerðist það að fjölmiðlar upplýstu að vara- ríkisstjórinn væri ásakaður af konu um að hafa nauðgað henni fyrir hálfum öðrum áratug. Vararíkisstjórinn viðurkenndi að hafa haft samræði við þessa konu, en fullyrti að það hefði verið í góðu samkomulagi beggja. En vandi demókrata er sá að þegar atlagan var gerð að Kav- anaugh dómaraefni þá hafði hann aldrei heyrt eða séð kon- una sem ásakaði hann, og hún gat ekki nefnt stað eða stund árásarinnar og fjögur vitni sem hún benti á könnuðust ekkert við málið. Engu að síður töldu demókratar og fjölmiðlafjöldinn sem dregur taum þeirra hvernig sem á stendur, að dómaraefninu bæri að játa strax og athuga- semdalaust hina reikulu ásökun, sem hafði vaknað þegar konan fór í dulsálarmeðferð þrjátíu ár- um eftir meintan atburð! En það skrítnasta í þessu máli nú er að örfáum dögum fyrir uppljóstrun árbókarinnar hafði ríkisstjórinn verið á opnum fundi. Þar var rætt um rétt kvenna til fóstureyðinga. Þar sagði ríkisstjórinn að hann teldi að stæði svo á að kona væri rétt búin að fæða og teldi þá að eyða bæri barninu (vart er hægt að tala um fætt barn sem fóstur eða „frumuklasa“ eins og Logi Ein- arsson formaður Samfylkingar kallar svo smekklega börn í móðurkviði) þá ætti að gera það en hafa yrði samráð við lækna um hvernig það gerðist og gæta þess að barnið liði ekki kvalir! Í augum demókrata var þetta óhugnaðartal valdamannsins ekki sambærilegt stórmál og það að hafa asnast fyrir áratug- um í gervi blökkumanns eða Klan-manns fyrir myndatöku í árbók. Muna mætti að Harry Breta- prins bjálfaðist ungur á grímu- ball í nasistabúningi sem var einkar ósmekklegt og fékk hann þá þungar ákúrur frá ömmu sinni vegna þess. Það þótti flest- um Bretum vera viðeigandi refs- ing enda gat enginn þeirra hugs- að sér að lenda í öðru eins og því. Vont er þegar menn missa fótanna og vita ekki lengur hvað skiptir raun- verulegu máli} Ófært mat á afglöpum ríkisstjóra S it hér í þingflokksherbergi Flokks fólksins og hlusta á umræður sem fram fara í þingsal á meðan ég bíð eftir að röðin komi að mér í ræðu- stólinn. Rædd er fimm ára sam- gönguáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jak- obsdóttur á árunum 2019-2023. Nauðsyn þess að stórefla samgöngukerfið sem við erum öll sammála um að er gjörsamlega í molum. Upp- safnaður vandi í boði fyrri ríkisstjórna. Það er í raun nöturlegt að fylgjast með því hvernig samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur algjörlega snúist upp í andhverfu sína á ótrúlega skömmum tíma hvað varðar vegtolla/ skatt. Vísa hér í orð ráðherrans í viðtali sem Haukur Hólm, fréttamaður á fréttastofu Ríkis- útvarpsins, átti við hann þann 5.12. 2017 en þar segir samgönguráðherra engar áætlanir uppi um veggjöld á helstu leiðum til og frá Reykjavík. Nei, það er ekki staf- krókur um veggjöld í stjórnarsáttmálanum, segir Sig- urður Ingi. Fréttamaður: Þannig að það eru engar áætl- anir um slíkar aðgerðir? Nei, þær voru lagðar til hliðar sem og ýmsar aðrar álögur sem stóð til að leggja á bíla, þó svo við séum að taka upp græna skatta eins og kolefn- isskatta. Forveri hans í starfi, Jón Gunnarsson, var með áætl- anir um að leggja á vegtolla á helstu samgönguleiðir við höfuðborgina, en Sigurður Ingi sagði á þeim tíma að slíkt væri ekki inni í myndinni. Það tók fyrirrennara Sigurðar Inga ekki langan tíma að sannfæra hann um að ekkert væri í stöðunni annað en að auka skattbyrði á landsmenn. Fyrst skyldi taka tug- milljarða erlent lán til að flýta framkvæmdum við uppbyggingu samgöngukerfisins. Síðan senda afborganirnar á landsmenn alla eftir að framkvæmdum lyki. Já, nú er verið að undir- búa vegtolla á alla landsmenn í Alþingishús- inu við Austurvöll í boði Sigurðar Inga Jó- hannssonar samgönguráðherra. Forgangsröðun fjármuna Á árinu 2019 verður ríkissjóður af 7 millj- örðum króna vegna 63% lækkunar á banka- skattinum. Á árinu 2019 mun lækkun veiði- gjalda rýra tekjur ríkissjóðs um 4,3 milljarða króna. Lækkun sem sérstaklega mun nýtast stórútgerðinni. Er furða þótt landsmönnum sé misboðið. Bara þetta tvennt skerðir tekjur ríkissjóðs um 11,3 milljarða króna á árinu. Þetta fé mátti nota í þágu allra landsmanna til uppbyggingar á hinu nið- urnídda samgöngukerfi í stað þess að taka erlent lán og senda reikninginn síðan á almenning. Flokkur fólksins segir nei við vegasköttum. Hættið að kúga þá sem ekkert eiga. Sækið fjármagnið þangað sem það er að finna. Það er hin eina rétta forgangsröðun. Flokkur fólksins mót- mælir harðlega þeirri grímulausu hagsmunagæslu sem ríkisstjórnin rekur til verndar þeim sem allt eiga á kostn- að þeirra sem eiga ekkert. Bankarnir hafa efni á að greiða bankaskattinn, stórútgerðin hefur efni á að borga fullt verð fyrir aðgang að auðlindinni okkar. Fátækt fólk hefur ekki efni á að borga vegaskatta/tolla/gjöld eða nokkuð annað sem eykur við greiðslubyrðina sem er þeim óyfirstíganleg nú þegar. Inga Sæland Pistill Skattar og aftur skattar Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Í búar við Furugerði í Reykja- vík áskilja sér rétt til að krefja Reykjavíkurborg um bætur vegna tjóns sem hljót- ast mun af fyrirhugaðri upp- byggingu við götuna. Þetta kemur fram í greinargerð lögmanns íbúa til umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Samkvæmt henni verður heimilt að byggja allt að 32 íbúðir á 2-3 hæðum með bílastæðakjallara undir hluta húss. Segir í greinar- gerðinni að það sé veruleg breyting frá fyrra deiliskipulagi, sem sam- þykkt var í mars 1982. Þá hafi verið gert ráð fyrir gróðurhúsi, söluskála, ræktunarreit og einu íbúðarhúsi. Jafnframt er bent á lýsingu á lóðinni Furugerði 23 í aðalskipulagi. Þar segi að möguleiki sé á „lítils- háttar þéttingu íbúðarbyggðar (4-6 íbúðir) við Furugerði, næst Bústaða- vegi“. Augljóst sé að uppbygging um- fram 4-6 íbúðir gangi gegn þessari lýsingu og öðrum ákvæðum aðalskipulagsins. Vitna um hreina græðgi Þá telja íbúar að áformin séu í engu samræmi við umhverfið. „Þau byggingaráform sem fram koma í auglýstri tillögu eru algerlega fráleit miðað við stærð lóðarinnar og umhverfi hennar og bera vott um hreina græðgi á kostnað íbúa í ná- grenninu og þeirra sem eiga eftir að búa í viðkomandi húsi,“ segir m.a. í bréfi lögmannsins. Vakin er athygli á því að aðgengi við Furugerði sé nú þegar erfitt og mikil slysahætta sökum þrengsla og skerts útsýnis. Gatan þoli „engan veginn þá miklu auknu umferð sem fylgja myndi 32 íbúða viðbót innst í henni“ og sé „tillagan ávísun á alvar- legt ástand í bílastæðamálum götunnar“. Jafnframt er rifjað upp að heil- brigðiseftirlitið telji æskilegra að staðsetja íbúðarhúsin fjær veginum vegna hljóðvistar og loftmengunar frá umferð, einkum svifryksmeng- unar. Árdagsumferð við Bústaðaveg sé 15.300 bílar og muni aukast ef áform Reykjavíkurborgar um þétt- ingu byggðar ganga eftir. Er svo rifjað upp að árið 2007 hafi fyr- irspurn um hvort byggja mætti fjöl- býlishús á lóðinni verið hafnað „með þeim rökum að ekki væri mögulegt að koma fyrir íbúðarbyggingu á lóð- inni vegna nálægðar við Bústaðaveg, auk þess sem ekki væri unnt að upp- fylla ýtrustu hljóðvistarkröfur“. Ólögmæt sjónarmið Næst er í greinargerðinni rifjað upp að í úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í máli nr. 98/2008 segi að borgararnir verði að geta treyst því að ekki sé ráðist í breytingar á deiliskipulagi nema lög- mætar ástæður búi að baki. Deiliskipulagstillagan fyrir Furugerði 23 sé unnin af lóðarhafa. Fjárhagslegir hagsmunir lóðarhafa af því að fá umrædda deiliskipulags- breytingu samþykkta með sem mestu byggingarmagni séu því miklir. Samkvæmt samkomulagi borg- arinnar og lóðarhafa skuldbindi lóð- arhafi sig til að greiða borginni 49,3 milljónir króna komi til breyttrar nýtingar og aukins byggingarréttar á lóðunum. Greiðslan sé sögð tilkomin vegna hlutdeildar í innviðakostnaði. Íbúarnir hafi efasemdir um lög- mæti þessara viðskipta. Hið svokall- aða innviðagjald skorti enda laga- heimild. Því sé um ólögmæta gjaldtöku að ræða. Áskilja sér rétt til að krefja borgina bóta Teikning/ARKÍS Við Furugerði Drög að húsum við Bústaðaveg. Rætt er um 32 íbúðir. Íbúar telja nýbyggingarnar munu rýra verðmæti húseigna þeirra. Fram kemur í greinargerðinni að ef auglýst deiliskipulagstillaga verði að veruleika muni hún „raska alvarlega hagsmunum íbúa í nágrenninu. Bæði vegna aukinnar umferðar og tilheyrandi mengunar, ónæðis og bílastæða- skorts, en einnig vegna skerts útsýnis og skuggavarps“. Fasteignir í nágrenninu muni falla í verði um leið og tillagan verður samþykkt. Því áskilja íbúarnir sér allan rétt til að krefja borgina um fullar bætur vegna þess tjóns sem þeir munu óhjákvæmilega verða fyrir vegna þessa og vísa til 51. gr. og 51. gr. a. skipulagslaga. Í lögunum segir að „leiði skipulag eða breyting á skipulagi til þess að verðmæti fasteignar skerðist verulega, umfram það sem við á um sambærilegar eignir í næsta nágrenni, á sá er getur sýnt fram á tjón af þeim sökum rétt á bótum frá viðkomandi sveitarfélagi“. Raskar hagsmunum íbúa BÓTAKRAFA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.