Morgunblaðið - 06.02.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.02.2019, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 ✝ Inga DóraGústafsdóttir fæddist í Reykja- vík 1. maí 1931. Hún lést á kvenna- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss 27. janúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Gústaf Kristjánsson, kaupmaður í Reykjavík, f. 1. október 1904, d. 6. mars 1968, og Sigurlaug Aðalbjörg Sigurðardóttir, f. 4. júlí 1910, d. 20. desember 1976. Bræður Ingu Dóru voru Agnar hrl., f. 28. október 1926, d. 26. september 2008, og Val- ur leikari, f. 21. júní 1935, d. 10. maí 1997. Gunnlaugur Sigfússon barna- hjartalæknir. Eiginmaður Ragnhildar er Birgir Ár- mannsson alþingismaður og börn þeirra eru Erna, Helga Kjaran og Hildur. Barna- barnabörnin eru sex talsins. Inga Dóra útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands árið 1949, fór sama ár til London til að nema ensku og varð stúdent frá öldungadeild Mennta- skólans við Hamrahlíð árið 1979. Hún starfaði hjá sendi- ráði Bandaríkjanna á Íslandi á sjötta áratug síðustu aldar og flutti síðan með fjölskyldu sinni til langdvalar erlendis, í Noregi, Svíþjóð og Eþíópíu. Eftir heimkomu vann hún við íslenskukennslu fyrir útlend- inga hjá bandaríska sendi- ráðinu og Námsflokkum Reykjavíkur og stofnaði eigin heildsölu, Karítas. Útför Ingu Dóru fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 6. febrúar 2019, klukkan 13. Eftirlifandi maki er Einar Ó. Lövdahl barna- læknir, f. 22. júní 1929. Þau gengu í hjónaband 5. jan- úar 1957. Börn þeirra eru: 1) Sig- urlaug Ingibjörg, f. 4. apríl 1958, skrifstofustjóri í Háskóla Íslands. 2) Jóhanna Sólveig, f. 14. febrúar 1960, náms- og starfsráðgjafi í Háskóla Ís- lands. 3) Ragnhildur Hjördís, f. 1. maí 1971, leiðsögumaður. Sonur Sigurlaugar er Arnar, faðir hans er Pétur Jónasson gítarleikari. Börn Jóhönnu eru Eva Ýr, Sigfús Kristinn og Einar Lövdahl, faðir þeirra er Mamma lést á kvennadeild Landspítalans á fallegum, björtum og stilltum vetrardegi, sólin var farin að hækka á lofti en hún talaði alltaf um að birt- an væri af allt öðrum toga eftir vetrarsólhvörf. Næmni mömmu fyrir umhverfinu var óvenjuleg og hún gat setið lengi og horft á sólarlagið, dreymandi eins og hún væri komin í annan heim. Nokkrum klukkustundum eftir að mamma skildi við fæddist lítil stúlka á hæðinni fyrir ofan. Litla stúlkan er sjötta barna- barnabarn mömmu og pabba. Harmur og gleði á sama degi, hin fallega hringrás lífsins. Ábyggilega eins og mamma hefði helst kosið. Þegar við horfum til baka þá er það fyrst og fremst þakklæti sem fyllir hjörtu okkar. Þakk- læti fyrir góðmennsku hennar, hvatningu og jákvæðni. Hún gaf endalaust af sinni einstöku kímnigáfu og hláturinn smitaði alla í kring. Fyrrverandi tengdasonur orðaði það svo réttilega einu sinni þegar hann sagði að eigingirni væri eigin- leiki sem vantaði algerlega í hana. Hún tók fallega á móti öllu því unga fólki sem fylgdi dætrum hennar og sýndi hverj- um og einum virðingu og áhuga. Hún bjó lengi erlendis með pabba og okkur eldri systrunum, á stöðum þar sem fáir Íslendingar höfðu búið áð- ur, s.s. í Eþíópíu á tímum Haile Selassie. Kannski var það þessi reynsla sem ýtti undir mikla víðsýni hennar í stóru sem smáu. Hún var eiginlega heims- borgari, hún mamma. Eftir próf frá Verslunarskóla Íslands árið 1949 fór hún til London í enskunám ásamt íslenskri vin- konu sinni. Þær skruppu til Parísar og mamma sagði okkur frá því þegar þær stöllur settust inn á veitingastað í Eiffelturninum, pöntuðu sér fínan mat og báðu um mjólkurglas með að íslensk- um sið! Þjónninn missti auðvit- að andlitið. Mamma og pabbi ferðuðust mikið og ekki bara til gamans heldur einnig til gagns. Eitt sumarið dró mamma pabba með sér til Bayreuth þar sem hún fór á þýskunámskeið en tungumál voru meðal þeirra heima sem hún lifði og hrærðist í. Orðabækur alltaf uppi á borð- um og hún gat endalaust verið að spekúlera í uppruna orða og merkingu þeirra. Mamma var afar vel gefin. Lengi hafði blundað í henni áhugi á við- skiptum, sennilega kominn frá foreldrum hennar sem ráku Verzlunina Drífanda í Reykja- vík. Mamma var líka drífandi og stofnaði eigin heildsölu, Kar- ítas, sem hún rak í rúm tuttugu ár. Tónlist skipaði stóran sess í lífi mömmu og hún átti ekki langt að sækja það. Amma hennar, Ingibjörg Friðriksdótt- ir, og tvær systur, Sigríður og Þuríður, voru meðlimir í Kvæðamannafélaginu Iðunni. Faðir hennar var félagi í Karla- kórnum Fóstbræðrum og Einar Kristjánsson, tenór, föður- bróðir hennar. Þegar mamma hlustaði á tónlist var það eins og með sólarlagið, hún fór inn í annan heim. Það var svo gott að hún náði að sjá kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands með tónlist Jórunnar Viðar 11. desember sl. en Valur, bróðir hennar, lék Berg í myndinni. Mamma var ekki trúuð í þeirri merkingu sem flestir leggja í það hugtak en hún lét oft í veðri vaka að það væri eitthvað meira en okkar jarðneska líf. Hún vissi það. Hvíl í friði, elsku mamma, og takk fyrir allt sem þú varst og gafst okkur. Þínar dætur, Sigurlaug, Jóhanna og Ragnhildur. Inga Dóra, tengdamóðir mín fyrrverandi, lést nýverið eftir alvarleg veikindi og langar mig að minnast hennar hér, þar sem ég kemst ekki til að fylgja henni síðasta spölinn. Ég náði þó að kveðja hana daginn fyrir andlátið og jafnvel þótt þá hafi verið mikið af henni dregið var það góð stund sem ég held að okkur hafi báð- um þótt mikið vænt um. Ég var bara átján ára þegar við Inga Dóra kynntumst og ég man ennþá vel þegar við hitt- umst í fyrsta sinn. Þá þegar og alla tíð síðan var mjög gott á milli okkar og man ég ekki til að nokkurn tímann hafi brugð- ið skugga á samskipti okkar – svolítið í andstöðu við það sem oft er sagt um slík sambönd tengdamóður og tengdasonar. Það sem mér er kannski efst í huga þegar minningar liðinna ára leika í höfðinu er hversu traust hún Inga Dóra var, hjálpsöm og alltaf til staðar. Ég og mín fjölskylda á henni mikið að þakka enda ekki ósjaldan sem hún hljóp undir bagga og aðstoðaði okkur, hvort sem var með húsnæði eða með fjárhagsstuðningi þeg- ar þröngt var í búi. Inga Dóra var hins vegar hvorki manneskja margra orða né vön að hafa hátt um tilfinn- ingar sínar en hafði aðrar leiðir til að sýna væntumþykju og umhyggju. Svo kom hún oft sterkust inn þegar mest á þurfti, þegar erfiðleikar steðj- uðu að á einhvern hátt. Undanfarin ár þegar ég heimsótti þau Einar og Ingu Dóru barst talið oftar en ekki að Svíþjóð og Stokkhólmi, þar sem ég bý og starfa að hluta. Ég veit að Ingu Dóru leið af- skaplega vel í Svíþjóð, en þar dvaldi fjölskyldan í allmörg ár meðan Einar var í framhalds- námi. Hún talaði alltaf vel um árin í Svíþjóð, elskaði sænska sum- arið, umhverfið og menn- inguna. Ég held líka að hún hafi borið mikla virðingu fyrir þeirri samfélagskennd sem þar ríkir, líkað vel við áreiðanleika Svíanna, aga og virðingu í sam- skiptum. Með miklu þakklæti í huga og væntumþykju kveð ég Ingu Dóru Gústafsdóttur og þakka henni alla góða samfylgd í líf- inu. Hvíl í friði. Gunnlaugur Sigfússon. Tengdamóðir mín, Inga Dóra Gústafsdóttir, var bæði merkilegur og margbrotinn einstaklingur. Hún var á marg- an hátt mikill heimsborgari, vel að sér á fjölmörgum sviðum og fylgdist vel með atburðum líð- andi stundar, hvort sem var á sviði menningar, stjórnmála eða á öðrum sviðum, og hafði góðan skilning á orsökum og afleiðingum þeirra mála sem upp komu. Hún var hins vegar hógvær og ekki mikið fyrir að hafa sig í frammi og hafði lag á að koma þekkingu sinni og sjónarmiðum frekar á framfæri með því að spyrja spurninga en með því að hafa uppi fullyrðingar eða slá um sig með einhverjum alhæf- ingum. Hún hafði ákveðnar skoðanir og fastmótuð gildi en það var henni alls ekki eðlislægt að troða þeim upp á aðra. Hún hafði gott skopskyn og vakti oft athygli manns á spaugilegum hliðum tilverunnar með því að lauma út úr sér einhverjum at- hugasemdum en gætti þess jafnan að þær væru hvorki meiðandi né særandi fyrir nokkurn mann. Inga Dóra ólst upp á borg- aralegu menningarheimili í Reykjavík og átti þess jafn- framt snemma kost að víkka sjóndeildarhringinn með búsetu í öðrum löndum; fyrst þegar hún fór kornung til enskunáms í London að loknu verslunar- prófi, síðar þegar hún fór með manni sínum til Noregs og Sví- þjóðar þar sem hann var við framhaldsnám og loks þegar þau dvöldu í Eþíópíu um tveggja ára skeið þar sem hann starfaði sem barnalæknir. Þá starfaði hún fyrir sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi í nokk- ur ár og fékk góða innsýn í am- eríska þjóðfélagshætti og menningu. Þegar eldri dæturn- ar tvær voru vaxnar úr grasi og umstangið á heimilinu farið að minnka tók hún sig til, lauk stúdentsprófi og stofnaði síðar eigið innflutningsfyrirtæki, sem hún rak af myndarskap um ára- bil. Öllum þessum verkefnum sinnti hún af eðlislægri alúð og vandvirkni. Inga Dóra var komin fast að sjötugu þegar leiðir mínar og Ragnhildar dóttur hennar lágu saman. Hún var þá farin að hægja á ferðinni miðað við það sem áður var, að mörgu leyti búin að draga sig í hlé, og má segja að á þessu skeiði ævinnar hafi líf hennar að mestu verið farið að snúast um dæturnar og fjölskyldur þeirra, velferð þeirra og vellíðan. Þau Einar áttu þó eftir að ferðast talsvert á þessu tímabili og minnist ég ánægjulegra ferðalaga með þeim til jafn ólíkra staða og Búdapest, Parísar, Slóveníu og Tenerife, svo nokkur dæmi séu nefnd, en ferðalög voru mikil- vægur þáttur í lífi hennar með- an þrek og heilsa leyfði. Það var gaman að ferðast með Ingu Dóru og alls staðar var hún á heimavelli, fundvís á áhuga- verða staði og hluti, og alltaf einstaklega lagin við að gera góð kaup. Þegar við kveðjum Ingu Dóru er mér efst í huga þakk- læti fyrir góð kynni, ánægju- legar samverustundir, velvild og hlýju og ómetanlega aðstoð á svo mörgum sviðum. Sökn- uður fjölskyldunnar er mikill en góðar minningar um hana munu ylja okkur öllum um ókomin ár. Birgir Ármannsson. Sem barn varði ég ófáum stundum heima hjá ömmu og afa á Hagaflöt. Ég aðstoðaði afa við garðyrkjustörf, fór með honum í kríuvarp, veiddi fisk í Vífilsstaðalæknum, niðri á bryggju og í ám og vötnum víða um land ásamt ýmsu öðru stússi. Þegar erindum dagsins var lokið fórum við svo heim og fengum pönnukökur hjá ömmu, en þá list kunni hún betur en flestir. Vegna þessarar hlut- verkaskiptingar á heimilinu var ég óhjákvæmilega meira með honum og tengdist honum því betur en henni. Eftir að ég svo stálpaðist og fór að geta spjallað við fólk opnaðist fyrir mér ný og áður óþekkt hlið á ömmu. Hún var viskubrunnur sem gaman var að tala við því hún var lífs- reynd, vel lesin og hafði óvenju- legar og skemmtilegar skoðanir á hlutunum. Hún ólst upp í Reykjavík á stríðsárunum og þreyttist ekki á að segja sögur frá því sem þar átti sér stað, ásamt því að hafa áhuga á ís- lensku, sem var sameiginlegt áhugamál okkar. Hún var aldrei hrædd við að segja skoðun sína og það endurspeglaðist í því sem hún tók sér fyrir hendur í lífinu, sem oft braut í bága við það sem taldist venjulegt og var því pönkari í vissum skilningi. Mér eru minnisstæð tvö at- vik þar sem amma Inga Dóra kom mér svo yndislega skemmtilega á óvart. Annað þeirra var í eftirpartíi eftir stúdentsveisluna mína þar sem hún heimtaði að fá að heyra Summertime með Ellu Fitz- gerald og stóð svo á miðju gólfi og dansaði og söng af mikilli innlifun. Hitt var á jólunum fyrir nokkrum árum þar sem öll fjöl- skyldan var samankomin heima hjá systur hennar mömmu. Þar tilkynnti hún okkur óvænt við matarborðið að hún ætlaði að segja brandara. Í kjölfarið fylgdi löng saga sem hún sagði í miklum smáatriðum sem svo endaði skyndilega og amma rak upp rokna hlátur. Niðurlag brandarans skildi enginn al- mennilega en þetta var allt eitt- hvað svo fyndið að fjölskyldan lá öll í hláturskasti, sem gerði þessi jól þau skemmtilegustu í mínu minni. Þú varst alltaf svo góð og skilningsrík og skemmtileg amma og það er nokkuð sem ég mun hafa ofarlega í huga í upp- eldi minna barna. Hvíldu í friði og takk fyrir allt. Arnar Pétursson. „Elsku amma.“ Þannig hljóð- ar andvarpið sem hefur hrokkið endurtekið af vörum okkar systkina undanfarna daga. Elsku amma – þakklátasta, fró- ðasta og kurteisasta kona sem við höfum kynnst. Alltaf svo vel tilhöfð, alltaf svo hlý. Það er lýsandi fyrir fágun ömmu að sjálf kveðjustundin var sveipuð fegurð. Þann sama dag og hún kvaddi á kvenlækn- ingadeild Landspítalans kom sjötta langömmubarn hennar í heiminn, aðeins örfáum klukku- stundum síðar undir sama þaki. Eitt ljós slokknaði en annað tendraðist og við fjölskyldan komumst í tæri við lífið frá upphafi til enda á einum og sama sólarhringnum. Að kveðja ömmu reynir á en það veitir huggun að hugsa til þess hversu litskrúðugt lífs- hlaup hennar var. Sem ung kona fór hún til London í enskuskóla í einn vet- ur að loknu verslunarprófi og elti síðar afa okkar til Noregs, Svíþjóðar og loks alla leið suður til Eþíópíu þar sem hann nam og starfaði sem barnalæknir. Eftir heimkomu til Íslands ákvað amma að feta mennta- veginn sjálf og útskrifaðist með stúdentspróf frá öldungadeild MH árið 1979 – sem hún var reglulega stolt af og mátti svo sannarlega vera það. Amma var fróðleikhús fram á síðasta dag og hefði hún verið af síðari kyn- slóðum hefði hún vafalaust not- ið þess í botn að ganga örlítið lengra eftir menntaveginum. Það hefði farið ömmu vel að vera háskólastúdent. Þótt amma og afi hafi búið í Vesturbænum frá 2008, í ná- munda við alla afkomendur sína, mun amma alltaf standa okkur fyrir hugskotssjónum á Hagaflöt í Garðabæ. Þar fluttu amma og afi í ný- byggt einbýlishús eftir heim- komuna frá Eþíópíu sem er hinn mesti fasti í æskuminn- ingum okkar systkina. Í eldhús- inu á Hagaflöt var „Amma Garðó“ vön að reiða fram stafla af vöfflum eða pönnukökum eft- ir að maður var búinn að bralla eitthvað með afa úti í garði eða einfaldlega að tilefnislausu, enda var amma mikill sælkeri. Það er bara svo „ógurlega gott“, svo gripið sé til hennar orðfæris, að fá sér eitthvað sætt annað slagið. Í dagsins önn bar amma til- finningar sínar ekki á torg en umhyggja hennar í okkar garð duldist engum. Hún fórnaði sér fyrir aðra, kom sterkust inn þegar eitt- hvað bjátaði á og passaði alltaf upp á að fólkið hennar hefði það gott. Í hvert sinn sem mað- ur leit við hjá henni ljómaði hún af barnslegri gleði og þakkaði manni fyrir innlitið líkt og maður hefði sæmt hana heiðursorðu. Hún var stolt af okkur og var ófeimin við að endurtaka það. Af öllu því hlýja og góða sem frá henni stafaði mun minning- in um þessa óendanlegu gæsku hennar alltaf standa hæst. Amma var bara svo góð kona – og það er nokkuð sem við höf- um sjálf reynt að hafa í háveg- um í samskiptum við aðra og munum gera áfram í hennar nafni. Þrátt fyrir að það sé nánast óhugsandi höfum við nú faðmað elsku ömmu í síðasta sinn en minning hennar verður þó aldr- ei langt undan. Gæska hennar mun umvefja okkur um ókomna tíð og við vonum svo innilega að hún hafi kvatt þetta líf fullviss um hversu ógurlega vænt okk- ur þótti sömuleiðis um hana. Hvíl í friði, elsku amma. Eva Ýr, Sigfús Kristinn og Einar Lövdahl. Í dag kveðjum við ömmu okkar, ömmu Ingu Dóru, eða ömmu á Flyðrugranda eins og við kölluðum hana síðustu árin, eftir að hún og afi fluttu úr húsinu sínu í Garðabæ. Amma var okkur alltaf mjög góð og eigum við margar góðar minn- ingar um heimsóknirnar til hennar þegar hún tók á móti okkur með pönnukökum eða strútaís, eins og hún kallaði hnetutoppa og svipaðan ís. Það var alveg sérstakur viðburður á aðventunni og í aðdraganda páskanna þegar við fórum til hennar til að hjálpa henni að skreyta, verkefnin okkar voru alltaf skýr og hún stjórnaði verkinu, enda vildi hún hafa allt í föstum skorðum. Hún vildi alltaf hafa fínt hjá sér og vildi líka alltaf vera mjög fín og dömuleg hvert sem hún fór, átti fín föt og fór reglulega í lagningu alveg fram undir það síðasta. Amma var mjög hjálpsöm og vildi alltaf hjálpa okkur eins og hún gat, líka þegar hún var í rauninni orðin of lasin til þess. Hún kenndi okkur margt, til dæmis að prjóna þegar við vor- um litlar. Seinna hjálpaði hún okkur oft þegar við vorum að prjóna og nú síðast lagði hún mikið upp úr því að ná að ljúka við peysu sem Erna byrjaði á í fyrra en hafði ekki klárað. Núna í desember kallaði hún svo Ernu til sín til að máta peysuna og gleðin skein úr aug- unum þegar hún sá að hún passaði alveg og bara átti eftir að ganga frá endunum. Það var gaman fyrir okkur að fá tækifæri til að fara með ömmu á kvikmyndatónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar nú í desember þar sem gamla myndin „Síðasti bærinn í dalnum“ var sýnd. Það skipti hana miklu máli enda var Valur bróðir hennar meðal leikar- anna. Við erum mjög þakklátar fyrir að hún gat verið hjá okkur síðasta aðfangadagskvöld en eftir það var hún orðin of veik til að koma aftur í heimsókn. Við söknum elsku ömmu mikið en munum alltaf varð- veita góðu minningarnar um hana. Erna, Helga Kjaran og Hildur Birgisdætur. Inga Dóra Gústafsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.