Morgunblaðið - 06.02.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 06.02.2019, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fegurð og friður umvefja þig í dag. Reyndu ekki að stjórna öllum í kringum þig og snúðu þér að eigin málum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert svo kappsamur að sólarhring- urinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Fróðleiksfýsnin hefur náð tök- um á þér svo láttu einskis ófreistað til að svala henni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Tekjur þínar munu sennilega aukast á þessu ári. Leggðu þitt af mörkum til þeirra sem hafa stutt þig með ráðum og dáð og launaðu góðsemi sem aðrir hafa sýnt þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er í góðu lagi að gera áætlanir og vera stórhuga, ef þú bara gætir þess að hafa báða fætur á jörðunni. Hættu að sía símtölin sem þér berast og sláðu sjálfur á þráðinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert sérstaklega hrífandi og háttvís, sem vekur áhuga hjá öðrum. Vertu óhræddur við að segja hug þinn því hreinskilnin borgar sig alltaf. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að rífa þig upp úr gamla farinu þótt ekki sé nema að gera hlutina í annarri röð en í gær. Hægt er að snúa algerri höfnun upp í andhverfu sína með nægilegri stað- festu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vandkvæði í vinnunni koma upp því þú hefur ekki áhuga á verkefninu þínu. Breyt- ingar liggja í loftinu, og furðulegt nokk líkar þér það ekki. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sjálfsgagnrýni er eðlileg að því marki að maður vilji bæta sig. Reyndu að eyða einhverjum tíma í einrúmi og safna kröftum fyrir komandi verkefni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það getur eitt og annað farið úr- skeiðis þegar menn tala ekki hreint út um hlutina. Taktu af allan vafa um hvað þú vilt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þverlyndar manneskjur með hálf- bakaðar hugmyndir verða á vegi þínum í dag. Reyndu að leiða leiðindi þeirra hjá þér þótt það geti verið ósköp þreytandi að hlusta á sjálfshól annarra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Taktu þér fimmtán mínútur til að reyna að fá yfirsýn yfir líf þitt. Settu þig í spor villuráfandi sálar og þannig nærðu að leysa vandamál í eigin lífi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Taktu ekki að þér aukaverkefni nema þú sért undir það búinn að vera undir álagi í einhvern tíma. Láttu ekki hugfallast heldur gakktu æðrulaus til verks. Sigtryggur Jónsson skrifaði áBoðnarmjöð: „Í dag, 2. febrúar, er kyndilmessa, 40 dögum eftir 24. desember. Í kaþólskunni er sagt að konur séu óhreinar í 40 daga eftir barnsburð. Messan er því kennd við hreinsun konu sem fæddi barn þann 24. desember. Í gamalli trú á Íslandi er sagt að ef til sólar sjáist á kyndilmessu verði snjóasamt upp frá því, sbr. hið fornkveðna: Ef í heiði sólin sést á sjálfa kyndilmessu snjóa vænta máttu mest maður upp frá þessu. Ég sá vel til sólar í dag og náttúr- an skartaði sínu fegursta hér í Bisk- upstungum. Ég kvíði engu: Á kyndilmessu sólin sást, samt ég engu kvíði. Að náttúrunnar dýrð má dást, sem dæmalausri smíði.“ Löngum hafa hestamenn ort vel um klárinn sinn eins og Gylfi Þor- kelsson: Mér ungum þótti allra best og ennþá gleði veitir að teygja vakran viljahest vítt um fagrar sveitir. Guðmundur Arnfinnsson yrkir hringhend sléttubönd: Þarfur Hjálmar ávallt er, ekki hálmstrá velur. Djarfur skálmar veginn ver, varla pálma kvelur. (öfugt) Kvelur pálma, varla ver veginn skálmar djarfur. Velur hálmstrá, ekki er ávallt Hjálmar þarfur. „Óskhyggja,“ segir Magnús Hall- dórsson og yrkir: Ofurkýrin er að stálma, undir hana senn ég fálma, ekkert þá mun eyðslu tálma, algjört „must“ að kaupa pálma. Hallmundur Guðmundsson birti á Boðnarmiði fallega vetrarmynd af tré þar sem snjótittlingar sátu á hverri grein: Við árroða undurs nýs, auga mitt gladdi. Tittlingar í tugavís í tólf stiga gaddi. Magnús Halldórsson yrkir „and- látsfregn“: Komin sú stund að kyssir torfa náinn, konungborni seppinn hann er dáinn hjartkæri Sámur er horfinn út í bláinn. Helvískur karlinn með ljáinn! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kyndilmessa, ofurkýr og pálmar „HVAÐ nÚ? ÉG HÉLT AÐ VIÐ VÆRUM ÖLL SAMMÁLA UM AÐ HALDA ÁFRAM OG LÍTA EKKI UM ÖXL.” „ERTU NÓGU HRESS TIL ÞESS AÐ ELDA?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... hamingja í bolla. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ELSKA LASAGNA MEÐ OSTI Ú Ú Ú Ú Ú Ú ! LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÞEIR VERÐI EKKI VITNI AÐ ENDALOKUM OKKAR Í DAG! HA! EÐA ÞVÍ AÐ ÉG PISSAÐI Á MIG! Víkverji á það til að vera sérhlífinn.Hann nennir ekki að hlamma sér í kalda pottinn á laugarbakk- anum. Hann er ekki mikið fyrir að fara út að skokka í frosti og roki. Hann hefur reyndar stundað sjó- sund. Það gerði hann daglega þegar hann var í Króatíu og á Kanaríeyjum um árið og sömuleiðis þegar hann fór til Jamaíku fyrir einhverjum ára- tugum og var jafnvel heillengi í einu í sjónum. Af einhverjum ástæðum þykir það þó ekki merkilegt. Hann hefur hins vegar ekki stundað sjó- sund við Íslandsstrendur og telur ástæðurnar augljósar. x x x Erlendur kunningi Víkverja hefurundanfarið verið að spreyta sig undir stýri í umferðinni á Íslandi. Hann leyfði sér þá goðgá að halda því fram að Íslendingar væru ekki jafn góðir að aka í snjó og þeir héldu. Víkverji brást vitaskuld hinn versti við og sagði að það væri staðreynd að Íslendingar væru að meðaltali vel yfir meðaltali þegar kæmi að því að aka í snjó. Vinur hans hlyti að hafa verið að aka innan um útlendinga. x x x Það varð minna um svör hjá Vík-verja þegar vinur hans furðaði sig á því hvers vegna Íslendingar væru svona tregir til að gefa stefnu- ljós. Menn rásuðu milli akreina, svínuðu hver um annan þveran, en ekki hvarflaði að þeim að gefa öðrum í umferðinni minnstu viðvörun um ásetning sinn. x x x Víkverji hefur nefnilega sjálfur lát-ið þetta fara í taugarnar á sér og áttar sig ekki á hvað veldur. Hann er nokkuð viss um að flestir kunna að gefa stefnuljós og vita hvernig það er gert. Honum finnst sjálfsagt að hægja á sér og víkja fyrir ökumönn- um, sem gefa stefnuljós, en þeir, sem það gera ekki, geti vart farið fram á tillitssemi. Það hefur hvarflað að honum að þetta snúist um friðhelgi einkalífs. Ökumenn líti svo á að það sé þeirra mál hvað þeir ætla að gera í umferðinni og það komi ekki öðrum við. Hann hefur ekki leitað álits á þessu hjá Persónuvernd. vikverji@mbl.is Víkverji Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Sálm: 121.1-2)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.